Helgarpósturinn - 30.08.1984, Blaðsíða 8

Helgarpósturinn - 30.08.1984, Blaðsíða 8
 NOKKUR GULLKORN ÚR STAFSETNINGAR- ÆFINGUM Lífið fyrir fæðingu Námsgagnastofnun kynnir nýja bók, - Lífið fyrir fæðingu. Þetta er 48 síðna litprentuð bók í handhægu broti og í henni er þroska mannsfósturs lýst í máli og myndum. Hrólfur Kjartans- son og Stefán H. Brynjólfsson þýddu úr ensku. Lífið fyrir fæðingu er unnið upp úr samnefndum skyggnuflokki sem breska náttúrufræðisafnið lét gera. Framsetning bókarinnar er við það miðuð að hún geti nýst bæði skóla- nemendum og almenningi. Reynt er að útskýra þroska mannsfósturs og ýmis atriði sem honum tengjast, þannig að jafnt börn og unglingar, verðandi mæður og feður, hafi gagn af. Bókin á reyndar erindi til allra þeirra sem öðlast vilja nokkurn skilning á því sem gerist þegar fóstur vex og þrosk- ast og verður að fullburða barni í móð- urkviði. Bókin kostar 130 krónur og fæst í Skólavörubúð Námsgagnastofnunar og í flestum bókaverslunum. Námsgagnastofnun /ÖL NAMSGACNASTOFNUN Pósthólf 5192,125 Reykjavík. Sími 28088. r POSThOlf 5i92 • 125 REYKJAVÍK • SÍMl 28088 Föndurvörur pappfr frá Galt skæri, litir, leir leikspil og pússluspil Auk úrvals af leikföngum. V-þýzku veframmarnir nýkomnir í 3 stærðum á kr. 160,-, 313,- og 477,-. Sendum í póstkröfu. Valin leikföng Vönduð leikföng BARNAVINAFÉLAGIÐ SUMARGJÖF VÖLUSKRÍN Sérverzlun KLAPPARSTÍG 26, 101 REYKJAVlK, ISLAND, SfMI 15135 Þeir eru eflaust ófáir sem eiga ljúf- ar, eða a.m.k. ljúfsárar, minningar úr starfsetningartímum. Þar höfðu kennarar lengi vel að keppikefli að snúa saman sem svínslegastar setn- ingar og leggja fyrir nemendur sína. Erfiðustu æfingarnar voru svo snúnar að hálærðir íslenskumenn þurftu að sitja lengi yfir þeim og fletta fram og til baka í heilabúi sínu til að fá viðunandi einkunn. Höf- undar slíkra æfinga voru ekki að hugsa um samhengið við samning- una heldur stóð hver setning eins og sjálfstætt listaverk. Réttritunin var íþrótt og það kostaði ekki síður vinnu að ná árangri í þeirri grein en öðrum hefðbundnari íþróttagrein- um. Hér á eftir fylgja nokkrar setn- ingar úr gömlum stafsetningaræfingum og þær eru skráðar eftir Örnólfi Thorlacius rektor: — Þórarinn er stiginn af baki og hniginn í ómegin. — Þráinn gleymdi að hylla kóng- inn þegar hann sá hilla undir jötun- inn á fjallsbrúninni. — Húsfreyjan keypti stigna saumavél og signa ýsu með víum. — Skrímslin klifu klifin og rifu í sig klyfjahestana. — Kisu klígjaði ekki við leifum Jóhanns kaupmanns(I) Sigurkarl Stefánsson kennari við MR vildi síður kalla mál stafsetn- ingaræfinganna íslensku en talaði gjarnanumortógrafíu.Hann átti það einnig til að bæta um betur, t.d.: Kisu klígjaði ekki við spýjunni úr kríunni. Að endingu eru rifjaðar upp tvær setningar sem raunar tilheyra liðnu menningarstigi en þær eru birtar hér til heiðurs núverandi iðnaðar- ráðherra. — Sagt er að þau hafi hitzt og kysstst í lautinni bak við leitið. — Sjaldgæft er að rauðsenzkur silungur sjáist á veizluborðum Þing- eyinga. Breiöholtsbúar Skólafólk Hjá okkur fáið þið allar skólavörurnar á hagstæðu verði m EUROCAROj BÓKABÚÐ Arnarbakka BREIÐHOLTS 2. Sími 71360 f 20 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.