Helgarpósturinn - 23.05.1985, Page 2

Helgarpósturinn - 23.05.1985, Page 2
FRETTAP 0 STU R Stjórnarandstaðan setur stjórninni afarkosti Stjórnarandstaðan hefur sett fram sameiginlegar hug- i myndir um lausn húsnæðisvandans. Jafnframt hefur hún • gert stjórninni ljóst að verði ekki tekið á þessu gríðarlega . vandamáli fyrir þinglok og raunhæfar úrbætur fáist fram í | þessum efnum, muni stjórnarandstöðuflokkarnir grípa til. þess úrræðis að tefja önnur mál á þessum síðustu þingdög- I um sem í hönd fara. 1 Lán til kaupa á notuðu husnæði haskka Þingmenn og ráðherrar stjórnarflokkanna hafa orðið ásátt- . ir um það að taka upp svokallaða húsnýtingarstefnu á | næstu mánuðum. Hún felst í því að auka G-lán Húsnæðis- stofnunar, þau lán sem veitt eru til kaupa á notuðu hús- I næði. Hækkunin verður í áföngum fram til áramóta og verð- 1 ur þá orðin allt að fimmtíu prósent af nýbyggingarlánum. . Það samsvarar tæpri hálfri milljón. Húsnæðislánakerfið í fjársvelti Alexander Stefánsson félagsmálaráðherra upplýsti í vik- unni að um það bil 750 milljónir vantaði til að húsnæðislán- I veitingar gætu gengið eðlilega á þessu ári. Hann sagði að 1 ljóst væri orðið að hafnar hefðu verið mun meiri byggingar- • framkvæmdir en útlit var fyrir, fokheld hús á árinu yrðu hundrað prósent fleiri en ráð var fyrir gert. Líkast til fæst . aukafjárveiting til að fylla þetta gat, og mun hún sennilega | verða kostuð með meiri skattheimtu, enda koma erlend lán í þessu efni ekki til greina, að mati ráðherra. Ágreiningur innan ASÍ um samningaleiðir I Á formannaráðstefnu ASÍ um helgina kom upp ágreiningur • á milli miðstjórnar sambandsins og stærsta aðildarfélags . þess, Verkamannasambandsins með Guðmund J. Guð- | mundsson í framlínu. Miðstjórn vill freista þess að ná fram skammtimasamningum strax í vor, en VMSI telur ekki ráð- J legt að semja þá, enda verði sá samningur þá að ná fram á næsta ár. Heldur verði beðið 1. september. Hald lagt á mesta kókaínmagn til þessa > Píkniefnalögreglan komst í tæri við mesta magn kókaíns til I þessa um helgina. Alls var um að ræða tuttugu grömm af hreinu kókaíni í einni sendingu, ásamt nokkru magni af I öðrum fíkniefnum, svo sem amfetamíni, hassi, og LSD. Sölu- verðmæti þessa alls mun vera nærri þremur milljónum i króna. Sex manns sitja nú í gæsluvarðhaldi, grunuð um að- I ild að þessu smygli, þar af er ítalskur piltur og brasilísk . stúlka. Dýpsta hola landsins — heitasta vatn heims Jarðboranir ríkisins voru við boranir á Nesjavöllum í vik- unni. Boruð var dýpsta hola sem boruð hefur verið á íslandi I til þessa, 2265 metrar, og reyndist vatnið úr henni vera 330 ' gráðu heitt, en ekki er vitað til þess að áður hafi fengist svo ■ heitt vatn við boranir í heiminum. Nesjavallasvæðið, sem I Hitaveita Reykjavíkur keypti á dögunum, gæti staðið undir allt að 40 megavatta varmaorkuveri, að mati sérfræðinga. I BHMR fer í mál vifl Kjaradóm 1 Bandalag háskólamanna innan ríkisgeirans hefur ákveðið * að höfða mál á hendur Kjaradómi. Það vill fá hnekkt ný- ■ gengnum dómi hans um laun og starfskjör, enda telja tals- I menn bandalagsins að dómurinn sé í engu samræmi við þær kjarakannanir sem lágu til hliðsjónar dómnum og Kjara- I dómi bar að taka mið af. Fréttapunktar: | • Fyrir þingi liggur stjórnarfrumvarp þess efnis að Ör- yrkjabandalaginu verði leyft að reka getraunir. • Nú stendur yfir sjöunda kvikmyndahátíðin í Reykjavík og eru alls 28 myndir sýndar að þessu sinni. • Bjórinn hefur verið afgreiddur frá neðri deild þingsins og • voru 25 hlynntir frumvarpinu en 12 á móti. • Alþjóðasamband frjálslyndra stjórnmálasamtaka þing- | aði í Reykjavík um helgina. Pramsóknarflokkurinn á einn islenskra flokka aðild að þvi. I • Hitaveita Suðurnesja hefur keypt eignir Rarik á svæðinu > fyrir tæpan milljarð króna. . • Verkfall skógræktarmanna hóf st á föstudag og lauk i gær. | • Verkfall sjómanna í Reykjavík hófst á föstudag og stendur enn. • Sumum er nú ánægjuefni að Sjónvarpið hefur fest kaup á tuttugu þáttum af sjónvarpsmyndaflokknum Dallas. • Dýralífi við Mývatn hefur hnignað mjög á síðustu árum • og vilja menn ýmist kenna Kisilmálmverksmiðjunni um það ■ eða jarðhræringunum við Kröflu. • Ósk olíufélaganna er að bensínlítrinn hækki upp í 30 krónur. • Útgerðarfyrirtækið Heimir i Keflavík hefur lýst sig gjald- þrota en starfsmenn þess hafa verið um áttatíu. • Ungur Vestmannaeyingur hrapaði tuttugu metra í bjargi * í Heimaey um helgina, en slasaðist samt ekki stórlega. ■ • Vorkoman hefur verið einstaklega góð um allt land. I • 45 ára gamall Akureyringur, Ófeigur Baldursson, lést í umferðarslysi i Borgarfirði í siðustu viku. • Verð landbúnaðarvara hækkar að öllum líkindum um sextán prósent þann fyrsta júní. • Miklar deilur eru í bæjarstjórn Seltjarnarness um hvort ' leyfa eigi byggingu einbýlishúsa á Valhúsahæð. i • Steypugallar hafa komið fram i Höfðabakkabrú. I • Samkvæmt skoðanakönnun DV ynni Sjálfstæðisflokkur- inn öruggan sigur í borgarstjórnarkosningum nú, jafnvel I þótt „vinstri" flokkarnir byðu fram sameiginlega gegn hon- * um. ■ • Stjórnarfrumvarp, sem lagt var fram á þingi í vikunni, I kveður á um fækkun atvinnusjóðanna úr átta í þrjá megin- sjóði hinna þriggja megingreina. • Líkur eru á að norsku stúlkurnar i Bobbysocks skemmti á bindindismóti i Galtalæk um verslunarmannahelgina I næstu, en þær unnu sem kunnugt er sigur í siðustu söngva- 1 keppni evrópskra sjónvarpsstöðva. ■ 2 HELGARPÓSTURINN Myndböndin ko Við eyðum víst stjarnfræðilega háum fjárhæðum árlega, íslend- ingar, — í að þeysa um og kring- um fósturjörðina eftir heims- frægum þjóðvegum okkar á veigalitlum einkabíium. Þurra og bjarta sumardaga þyrla misjafn- lega geðprúðir bílstjórar ryki og grjóti hver yfir annan og stundum splundrast framrúður. En vilji menn breyta til — komast hjá erfiðum akstri og rykugum eða blautum vegum — eru rútuferðir meira en hugsan- legur valkostur. Áætlunarferðir sérleyfishafanna liggja nú hvert á land sem vera skal, rútuferða- netið er orðið þéttriðið og hlýtur að vera skemmtilegt að semja ferðaáætlun sina í takt við rútu- ferðirnar. Það eru rétt fimmtíu ár síðan sérleyfisferðir með rútum hófust á íslandi. Og þeir hjá BSÍ ætla að minnast þessara tímamóta með ýmsu móti, efna m.a. til svokallaðs „rútudags" þann 8. júní n.k. og ætla að leiða fólk í allan sannleik um rútur og rútu- ferðir og hversu skemmtilegt það getur verið að ferðast með áætlunarbíl. Engir hálfkassar Rútur okkar tíðar eru engir níðhastir hálfkassar sem silast áfram klukkutíma eftir klukku- tíma — og áætlunarstaðurinn æ lengra burtu. Þær eru stórar og breiðar og þægilegar, búnar sætum sem leggja má aftur, les- lömpum og — auðvitað — mynd- bandstækjum. Gunnar Sveins- son, framkvæmdastjóri BSÍ, sagði HP að farþegum með rútum fjölgaði fremur en fækk- aði, einkum á lengri leiðum. Far- gjaldsmunur á rútu og flugi er enda mjög mikill. Þannig er helmingi ódýrara að taka rútuna til Akureyrar heldur en að fljúga. BARNAMORÐIN í ATLANTA ARNAR VÍDEÓ Myndbandaumboö Brekkugerði 19, 108 Rvk. S. 82128 íslenskur Einkaréttur á íslandi texti Myndasería þessi er komin í flestar mynd- bandaleigur Myndasería þessi fjallar um morðin sem framin voru í Atlanta árið 1979. Sagt hefur verið að þetta sé ein mest umtalaða myndasería þessa áratugar. Aðalhlutverk leika úrvals- leikararnir Martin Sheen, Jason Robards og James Earl Jones en auk þeirra kemur fram í aukahlutverkum fjöldi annarra úrvalsleikara. Myndasería þessi er um þessar mundir sett á myndbönd víðsvegar um heim.

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.