Helgarpósturinn - 23.05.1985, Síða 10

Helgarpósturinn - 23.05.1985, Síða 10
HP HELGARPÓSTURINN Ritstjórar: Ingólfur Margeirsson og Halldór Halldórsson Blaðamenn: Edda Andrésdóttir, Jóhanna Sveinsdóttir og Sigmundur Ernir Rúnarsson Útlit: Elln Edda Ljósmyndir: Jim Smart Handrit og prófarkir: Magnea Matthíasdóttir Útgefandi: Goðgá h/f Framkvæmdastjóri: Hákon Hákonarson Auglýsingar: Steinþór Ölafsson Innheimta: Garðar Jensson Afgreiðsla: Ásdls Bragadóttir Ritstjórn og auglýsingar eru að Ármúla 36, Reykjavík, slmi 8-15-11. Afgreiðsla og skrifstofa eru að Ármúla 36. Sími 8-15-11 Setning og umbrot: Leturval s/f Prentun: Blaðaprent h/f Kvikmyndahátíð Það er erfitt að alhæfa nokk- uð um kvikmyndasmekk heillar þjóðar og gott ef það má ekki kallast fáránlegt að ætla sér að reyna það. Það gildismat sem Islendingar leggja á kvikmyndir virðist samt sem áður vera nokkuð einhliða. Það kemur glögglega fram í umkvörtunum fólks á lesenda- síðum dagblaðanna, ellegar í aðsókn að myndbandaleigum þegar svo fer um helgar að sjónvarpið sýnir aðrar myndir en engilsaxneskar. Fólk er næsta æft, þegar svo ber undir, hvorki meira né minna. Þetta kemur einnig fram í þeim skilningi sem fólk virðist leggja í kvikmyndina sem slíka. Islendingum er gjarnt að njóta bíómynda sem afþreyingar. Metnaður og listfengi að baki myndanna skiptir litlu máli. Kvikmyndadómar snúast um hraða, spennu, æsing. Skýringarnar á þessu ein- hliða gildismati eru líkast til ' margvíslegar. En kannski rís ein r"^upp úr: Hollywood-kvörnin malar. Og hún hefir fengið að mala óáreitt ofan í okkur svo gott sem allt frá upphafi þess að farið var að sýna kvikmyndir á breiðtjöldum. Sá magnaði iðnaður sem engilsaxnesk kvikmyndagerð er, hefur fangað hug manna. Það gerðist reyndar strax á milli stríða. Framboð amerískra mynda varð gífurlegt á meðan Evrópumenn fengu lítt staðið í öðru en tveimur heimsstríðum með stuttu millibili. Forskotið varð Bandaríkja- manna. Það var af þessum sök- um varla annað að sjá en þeirra myndir um og upp úr seinna stríði. Fólk hugsaði; svona eru þá kvikmyndir. Og svo virðist vera enn í dag að allar kvik- myndir taki sitt mið í hugum al- mennings út frá Hollywood- kvörninni. í sjálfu sér er þetta skiljanlegt. En þetta er langt frá því eðli- legt. Kvikmyndaframleiðsla, önnur en engilsaxnesk, hefur að sönnu átt við vandamál að stríða á undangengnum árum, en hvað sem því líður hefur hún í fullu tré við iðnaðarrisana hvað gæði snertir. Og þá kannski einkanlega fágun og inntak. Kvikmyndahátíðirnar í Reykjavík hafa sýnt fram á þetta. Þar hefur löngum verið lögð áhersla á að sýna kvik- myndir sem síður hafa átt upp á pallborðið hjá almenningi og kvikmyndahúsaeigendum, af þeirri einu ástæðu að þær eru annars lands en níutíu prósent myndanna sem bíóhúsin sýna hérna allajafna. Kvikmyndahátíðirnar sýna að það er svo auðveldlega hægt að hrífast af öðru en hraða, spennu og æsingi. BRÉF TIL RITSTJÓRNAR HELGARPÚSTURINN íslensk stjórnspeki Hver ríkisstjórnin eftir aöra bregst á íslensku við því er hrjáir landann; „Það reddast alltaf allt, það tekst, það tekst, svo til hvers er að reyna að leysa vandann?" Niðri LAUSN Á SPILAÞRAUT Leiðrétting Arni Stefánsson lögfræðingur hafði samband við HP vegna grein- arskrifa í blaðinu þann 15. þ.m. þar sem sagt var frá sölu íbúðar sem var í eigu Háskóla íslands og vildi koma eftirfarandi leiðréttingu á framfæri í næsta tölublaði HP: Undirritaður skoðaði umrædda íbúð við þriðja mann (þ.á m. háskólaritara) „með venjulegum hætti fyrir sölu íbúðar- innar.“ Rangt er í blaðinu hermt að íbúðin hafi ekki verið auglýst. Hið rétta er að íbúðin var auglýst í tveggja dálka auglýsingu og birt í Morgunblaðinu í marsmánuði þar sem óskað var eftir tilboðum sem og bárust undirrituðum. Það skal einn- ig tekið fram að háskólarektor var erlendis í þrjár vikur þegar salan fór fram. Virðingarfyllst, Árni Stefánsson lögfræðingur. Vid virdum nafnleynd Það er vægast sagt makalaust hversu Morgunblaðinu hefur tekist listilega að klúðra skrifum sínum um AIDS-málið svokallaða. í Stak- steinum á þriðjudaginn var.belgist blaðið af reiði vegna samtals HP við mann, sem talið er að hafi mótefni AIDS-veirunnar. Staksteinum þessa þriðjudags lýkur með orðunum: „Og helgarpóstssamtöl viö nafnleys- ingja eru einskis viröi." I glöggri og rækilegrí umfjöllun Helgarpóstsins um sjúkdóminn AIDS og fórnarlamb hans var Morg- unblaðið gagnrýnt. Það gerði sjálft fórnarlamb skrifa Morgunblaðsins, „nafnleysinginn", og Guðmundur Sigurðsson aðstoðarlandlæknir. HP tók undir þessa gagnrýni, þar sem blaðinu þótti Morgunblaðið fara óvarlega með viðkvæmar upp- lýsingar, auk þess að staðhæfa að viðkomandi maður væri kynhverf- ur. Þessu neitar maðurinn staðfast- lega. Morgunblaðið stimplar manninn sem homma og lýsir því svo yfir, að viðtal við hann í Helgarpóstinum sé „einskis virði“ vegna þess að við sáum sóma okkar í því að birta ekki nafn viðkomandi! Það virðist vera, að Morgunblaðið telji það í verkahring sínum að krossfesta með röngum staðhæfing- um mann, sem hefur orðið fyrir sárri og biturri reynslu, og til þess að bæta gráu ofan á svart, vill blaðið að við birtum nafn hans og leiðum hann þannig nánast á höggstokk- inn. Svo virðist sem Morgunblaðið geri sér ekki fyllilega grein fyrir mikilvægi nafnleyndar. Stundum er hún nauðsynleg í fréttaflutningi. Stundum ber blöðum siðferðileg skylda til að virða nafnleynd. Þetta eiga þeir að vita, sem vinna á sóma- kærum blöðum. Morgunblaðið telur sig sómakært blað. Þeir sem hafa fylgst með blaða- mennsku síðast liðinna ára, hafa fyrir löngu sannfærst um það að „helgarpóstssamtöl við nafnleys- ingja" eiga fullan rétt á sér og hafa orðið að miklu gagni. . —Ritstj. Comins Mansfield: 1. Hb5l Nú getur svartur leikið c2-cl eða cxbl og vakið upp hvaða mann sem hann vill og koma þá fram mismunandi mát sem eru vel þess virði að þau séu skoðuð. Rétt er að benda á leppun svarta hróksins sem skiptir máli við sum mátin. Schmid-Rossolimo: Svartur batt enda á skákina á glæsilegan hátt: 1.-Hxg2+I! 2. Kxg2 Hxf2 + I! 3.Bxf2 e3+ og hvítur gafst upp. FREE STYLE FORMSKi M UORÉAL PARfS 333, tm 1 wv- ' sm-. 4 rrrrrVi r i • * * Já ~ n#a lagningarskúmið SKUM í hánð? FtFSSMMr. leikur einn. HÖFUM ADM Jln nýjabón- og W " N Atl ÞVOTTASTÖÐ O Gufuþvoum vélar og felgur Q Djúphreinsum sœtin og teppin O Notum eingöngu hið níðsterka Mjallarvaxhón BÓN- OG ÞVOTTASTÖÐIN V/UMFERÐARMIÐSTÖÐINA - Slmi 21845 10 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.