Helgarpósturinn - 23.05.1985, Blaðsíða 23

Helgarpósturinn - 23.05.1985, Blaðsíða 23
S.................. kvæmdastjóri er ungur maður og stendur fyrir „Saga-útgáfunni“, sem gefur út Fréttablað iðnaðarins. í síðasta mánuði fékk forstjóri fyrir- tækis nokkurs í Reykjavík heimsókn frá þessum manni, smekklega klæddum að sögn, þar sem honum var „boðið forsíðuviðtal í blaði hans, Fréttablaði iðnaðarins. Þetta átti að kosta 39 þúsund krón- ur.“ í bréfi frá útgefandanum er til- tekið, að hann sé að selja einn „pakka", sem feli í sér „3—4 síðna forsíðuviðtal" og heilsíðu litaauglýs- ingu. Sennilega á útgefandinn við, að á forsíðunni verði vegleg tilvísun og mynd vegna viðtalsins. í blaða- heiminum eru fjölmörg dæmi um dulbúnar augýsingar, en í þessu til- viki er ekki verið að fela siðleysið: Fyrir 39.800 krónur getur þú fengið birt viðtal við þig í Fréttablaði iðn- aðarins, ef þú birtir jafnframt heil- síðu litaauglýsingu! Og ekki nóg með, að ungi maðurinn byði þetta með þvílíkum hætti, heldur kom hann nokkrum dögum síðar tilbú- inn með útskrifaðan reikning. Við- mælandi hans og eigandi fyrirtækis- ins, sem átti að auglýsa í „viðtalinu", var hins vegar svo gáttaður á þessu tilboði, að hann sagði að sjálfsögðu pent: nei, takk.. . Þ jóðminjasafnið hefur búið við mikið fjársvelti á undanförnum árum eins og fleiri ríkisstofnanir. Hefur kveðið svo grimmt að þessu að Þór Magnússon þjóðminjavörð- ur á eitt sinn, er hann þurfti að bregða sér bæjarleið í embættiser- indum, að hafa þurft að safna sam- an smápeningum úr kistu gamalli í safninu sem gestir hafa fyrir sið að kasta í — til að eiga fyrir bensíni á bílinn. Nú er svo komið að ein for- láta altaristafla, afar gömul, er eitt sinn prýddi Hólakirkju, liggur undir skemmdum þar sem ekki hafa feng- ist peningar til að gera við hana. Margt má Albert hafa á samvisk- unni. I öngum sínum leitaði Þór til menntamálaráðuneytisins og bar sig m.a. upp við Ingu Jónu Þórdar- dóttur, aðstoðarmann ráðherra. Hann sagði eitthvað í þá veru að lík- ast til þyrfti hann að hefja almenna fjársöfnun meðal alrhennings til að auðnast mætti að bjarga forngripn- um góða. Sagan hermir að Inga Jóna hafi tekið vel undir þá hug- mynd sem sýnir þá að ráðamenn líti svo á að einkaframtakið eigi líka heima í ríkisgeiranum.. . FALCONCREST Frábærir framhaldsmyndaþættir 2 nýir þættir koma á hverjum fimmtudegi Fást á öllum helstu myndbandaleigum landsins Dreifing: MYNDBÖND HF. Skeifunni 8. Simar 686545 — 687310. * ...Taktu þátt í stofnun ungmennahreyfingar Rauða kross ís- lands. Námstefna veröur haldin aö Varmalandi dagana 31. maí til 2. júní, þar sem hreyfingin verður kynnt og innlend og erlend verkefni skipulögð. Allar frekari upplýsingar veitir Guörún á skrifstofu Rauöa kross íslands, Nóatúni 21, í síma 91-26722, en þátttaka tilkynnist á sama staö. Pinotex Örugg viðarvörn í mörg ár. VERNDAR VIÐINN OGGOÐA SKAPIÐ 5 ÁRA VEÐRUNARÞOL! Pinotex Extra með meira þurrefnisinnihaldi tryggir húseigendum mjög náðug sumur í garðinum, því endingin er einstök. Pinotex Extra er rétta efnið fyrir íslenska veðráttu. SUMARHÚS í Evrópu á ótrúlega hagstæöu veröi. Viö útvegum sumardvalarstaöi víöa um álfuna, tll dæmis í N/estur-Þýskalandi, Hollandi, Austurríkl, Svlss, Ítalíu, Júgóslavíu Ungverjalandi, Spáni, Frönsku Rivierunni og ítölsku Rivlerunnl. Feröaskrifstofan FÍB leggur megináherslu á einstaklingsferöir. Þú flýgur til Noröurlanda eöa annarra Evrópulanda þar sem bílaleigubíllinn og sumarylurinn bíöur pín á flugvellinum. Allar upplýsingar. Feróaskrifstofa FÍB Borgartúni 33, R. Símar 91-29999 og 28812. HELGARPÓSTURINN 23

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.