Helgarpósturinn - 23.05.1985, Blaðsíða 24

Helgarpósturinn - 23.05.1985, Blaðsíða 24
T . | haust hættir- Eyjólfur ísfeld hjá Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna og eru menn þegar farnir að velta fyrir sér eftirmanni hans. Til skamms tíma var rætt um Guðjón B. Ólafsson, sem væntanlega þigg- ur SÍS-stólinn. Aðrir, sem til greina koma eru Brynjólfur Bjarnason hja BÚR, sem myndi passa vel inn í leikfléttur íhaldsins unga, Ólafur Gunnarsson, framkvæmdastjóri úr Neskaupstað, en hann mun sennilega þykja of vinstri sinnaður, Ólafur B. Ólafsson í Miðnesi og Jón Ingvarsson í ísbirninum, stjórnarformaður SH... A Ji^^Mnnars staðar í smádalkum okkar fjöllum við um hugsanlega kandídata á lista krata fyrir næstu alþingiskosningar. í Suðurlands- kjördæmi er nú talsvert spjallað um það, að fari Magnús H. Magnús- son í Eyjum ekki fram, taki enginn annar en Páll Magnússon sjón- varpsfréttamaður við af honum. Páll er sonur Magnúsar. í kjördæminu staðhæfa menn, að Páll myndi hafa það leikandi fyrir krata út á andlit- ið... |k| ■ ú er talið fullvíst, að tveir af þremur þingmönnum Framsóknar- flokksins í Norðurlandi eystra, þeir Ingvar Gíslason og Stefán Val- geirsson, muni ekki fara fram í næstu alþingiskosningum. Annar mun fara með góðu, hinn sennilega með illu. Stefáni verður fundinn ein- hver vænn biti að bíta í, en óvíst er hvort framsóknarmönnnum tekst að finna nokkuð bitastætt handa Ingvari. Eftir situr þá efstur Guð- mundur Bjarnason, einhver vin- sælasti framsóknarmaðurinn á þingi um þessar mundir... ÍSLENSKT SEMENT HÆFIR ÍSLENSKUM AÐSTÆÐUM Allt frá upphafi hefur Sementsverksmiöja ríkisins kappkostað að íslenskt sement hæfi sem best íslenskum aðstæðum. FRAMLEIÐSLA SEMENTSVERKSMIÐJARÍKISINSframleiðir: Portlandsement í venjulega steinsteypu. Hraðsement í steypu sem verður að harðna hratt. Pozzolansement í steypu sem má harðna hægt en verður að vera þétt og endingargóð. (Sérstaklega ætlað í stíflur, brýr og hafnarmannvirki). STYRKLEIKI Portlandsementið erframleitt í samræmi við íslenskan sementsstaðal IST 9. Styrkleiki sements eraðaleiginleiki þess. Styrkleiki íslensks Portlandsements: Styrkleikikg/sm2eftir 3daga 7daga 28daga Portlandsement 250 350 500 Lágmarkskrafa IST 9 175 250 350 GAGNLEGAR UPPLÝSINGAR FYRIR HÚSBYGGJENDUR • Það er ekki alltaf hægt að treysta því að steinsteypa sé gallalaus. Látið því kunnáttumenn framleiða og með- höndlasteypuna. • íslenska sementið er blandað varnarefnum gegn alkalí- hvörfum, sölt steypuefni eða salt steypuvatn geturónýtt þessa vörn. Hvers konar önnur óhreinindi, svo sem sýrur og fínefni í steypuefnum, geta valdið skemmdum í steinsteypunni. • Sparið vatnið í steypuna. Hver lítri vatns f ram yfir það, sem nauðsynlegt er, rýrir endingu hennar. • Gerið steypuna þjála, þannig að hún þjappist vel í mótin. Varist þó að auka þjálina með íblöndun vatns fram yfir það sem steypuframleiðandinn gefur upp. • Hlífið nýrri steypu við örri kólnun. Einangrið lárétta fleti og og sláið ekki frá mótum of snemma. Annars getur steypan enst verr vegna sprungumyndana. • Leitið ávallt ráðgjafar hjá sérfræðingum ef þið ætlið að byggja hús eða önnur mannvirki úr steinsteypu. Betri ending bætir fljótt þann kostnað. SEMENTSVERKSMIÐJA RÍKISINS ÞAKMALNING SEM ENDIST

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.