Helgarpósturinn - 27.06.1985, Blaðsíða 3

Helgarpósturinn - 27.06.1985, Blaðsíða 3
1R Í UPPSIGUNGU Margrét Theódórsdóttir og María Sólveig Héðinsdóttir, stofnendur Tjarnarskóla; nýja einkaskólans í Reykjavík. „VERÐA ALLT FYRIR- MYNDARNEMENDUR „Við höfum orðið varar við óá- nægju nemenda, kennara og for- eldra með margt í grunnskólanum eins og hann er í dag. Hugmynd- ina um að stofna einkaskóla feng- um við síðastliðið haust, og vorum hvattar óspart til að koma henni í verk. Nú er þetta komið á það stig, að við höfum fengið leyfi og fulla viðurkenningu frá menntamála- ráðuneytinu og fræðsluyfirvöld- um til að starfrækja einkaskóla fyrir 7. 8. og 9. bekk næsta skóla- ár.“ Þetta sagði María Sólveig Héd- insdóttir kennari í samtali við HP, en hún kemur til með að reka Tjarnarskóla, ásamt Margréti Theódórsdóttur kennara. Báð- ar eiga að baki þriggja ára kennslu í gagnfræðaskólanum í Mosfells- sveit, auk þess sem María Sólveig hefur kennt í fjóra vetur við Náms- flokka Reykjavíkur. — Óánægja með núverandi skipulag grunnskóla. I hverju er hún fólgin? „Það er óánægja með slitróttan skóladag, námsefni sem kalla má gamla drauga, þar sem það höfðar ekki nægilega til fólks í dag og fyr- irkomulag; skólarnir eru of stórar stofnanir, þar sem nemendur skipta orðið þúsundum." — Á hvað ætlar einkaskólinn að leggja áherslu? „Við leggjum áherslu á að hann verði skemmtilegur og lifandi. Við erum skyldugar til að starfa sam- kvæmt grunnskólalögum, en þau gefa mikla möguleika. Við ætlum fyrst og fremst að leggja áherslu á tengsl við atvinnulífið og að mennta börnin í þjóðfélaginu sem þau lifa í; leggja meiri áherslu á nútíð en fortíð.“ — Dæmi? „Til dæmis ætlum við að útbúa námsefni um heimilishald og stofnun heimilis og ýmsar stofnan- ir í nútímaþjóðfélagi, sem hvergi er að finna bókstaf um í skólakerf- inu eins og það er núna. Við ætl- um ennfremur að reyna að hafa skólann ekki einangraðan; nem- endur eiga að vera þar í skemmti- legri vinnu, fá góða gesti í heim- sókn, svo sem forsvarsmenn fyrir- tækja, listamenn og rithöfunda, og nemendur eiga jafnframt sjálfir að fara í heimsóknir á ýmsa staði. Það mun verða í hendi foreldra og nemenda hverjir verða gestir mánaðarins hverju sinni, og sam- kvæmt áætlun okkar í dag myndi þetta nema einni kennslustund á viku.“ — Þið hafið húsrými fyrir 100 nemendur. Hvernig verða þeir valdir? „Við sjáum ekki í hendi okkar hver viðbrögðin verða, en sæki fleiri um en húsrými leyfir, mun- um við líklega taka ákveðinn fjölda nemenda úr hverju hverfi og byggðarlagi í nágrenni Reykja- víkur. Þannig fyrirkomulag hefur til dæmis verið í Kvennaskólan- um.“ — Verða engin inntökupróf? Má kannski gera ráð fyrir að til ykkar komi fyrirmyndarnem- endur og þeir fjársterku? „Nú get ég ekki svarað þér. Þetta verða örugglega allt fyrir- myndarnemendur þegar þeir eru búnir að vera í skólanum, en ég veit ekki hverjir koma til með að sækja stífast um inngöngu. En inn- tökupróf höfum við ekki hugsað okkur í fyrstu atrennu." — Bekkjaskipting? „I hverjum bekk verður há- marksfjöldi, sem er 25 nemendur. Heppilegast væri að velja tiltölu- lega samstæðan nemendahóp; þannig næst bestur árangur í kennslu." — Kennarafjöldi? „Stöðugildin eru 4,83. Hins veg- ar gæti heildarfjöldi kennara orð- ið 10 manns — það er þó ágiskun — en við ætlum sem sagt að ráða kennara í mismunandi stórar stöð- ur, og fastráða flesta. Allar greinar verða kenndar í skólanum; íþrótt- ir, matreiðsla, tungumál, raun- greinar o.s.frv." — Þið ætlið að uppfylla skil- yrði grunnskólalaga og bæta við í rauninni. Þýðir það ekki lengri skóladag? „Nei, þetta þýðir ekki aukinn kennslustundafjölda nema sem næmi einni eða tveimur kennslu- stundum á viku. En við ætlum okkur að komast yfir jafnmikið, ef ekki meira námsefni á sama tíma, vegna betra skipulags og hæfara starfsfólks" — Hvernig veljiö þið hæft starfsfólk? „Við teljum okkur geta valið úr kennurum um þessar mundir, vegna þess að þetta er nýtt og lif- andi. Kjörin verða jafnframt betri en tíðkast núna.“ — Hvernig fjármagnið þið þetta? „Þetta er einkaskóli sem er rek- inn af hálfu okkar tveggja; nem- endur koma tii með að greiða skólagjöld og ríki og borg hafa styrkt okkur." — Að hve miklum hluta? „Ríkið greiðir föst kennaralaun og borgin aðstoðar varðandi hús- næði." — Þurfið þið þá ekki að greiða fyrir húsnæði? „Það er ekki frágengið. Það hef- ur ekki verið skrifað undir samn- ing, en við höfum vilyrði borgar- yfirvalda fyrir stuðningi við þetta verkefni." — Ríkið greiðir föst laun kennara, og foreldrar nem- enda það sem umfram verður í formi skólagjaida. Hver eru gjöldin? „Skólinn kostar tæplega 3.200 krónur á mánuði fyrir hvern nem- anda, eða 28.500 fyrir veturinn. En nemendur fá kennslubækur sér að kostnaðarlausu eins og í öðrum skólum." — Er það ekki mikið? „Það finnst okkur ekki í saman- burði við aðra þjónustu." — Og hvað fá nemendur á móti? „Vel menntaða og hæfa kenn- ara, vandað nám og fræðslu um þjóðfélagið sem við lifum í, og góðan undirbúning fyrir fram- haldsnám." — Hvaða viðbrögð hafið þið fengið við þessu? „Víðast hvar mjög jákvæð. Þó virðist þetta pólitískt. Nokkrir sem hafa talað við okkur og aðrir sem við höfum haft spurnir af, álíta að þetta muni verða mikið reiðarslag fyrir grunnskólana." — Og byggja það á hverju? „Að við munum taka hæfustu kennara og nemendur til okkar. En yfirleitt höfum við v^rið hvatt- ar mjög af ráðamönnum og vinum og kunningjum til að starfrækja skólann." — En þið ætlið að taka til ykkar hæfa kennara? ,Já, þ.e.a.s. við ætlum að Iaða fram það besta í hverjum og ein- um, með því að skapa honum þau skilyrði á vinnustað, að hann uni glaður við sitt. En það eru til miklu fleiri hæfir kennarar en þeir sem við getum fengið. Þeir njóta sín kannski ekki í starfi vegna óá- nægju með kjör, eða fá ekki að ráða neinu." — Á hverju byggið þið skóla- gjöld? „Þetta er rekstrarkostnaður fyr- ir utan laun kennara. Við ætlum meðal annars að kaupa ýmiss kon- ar sérnámskeið; tölvunámskeið, námskeið í framsögn o.fl. Til þess þarf m.a. tæki.“ — Eruð þið ekki bjartsýnar úr hófi? „Jú, við erum bjartsýnar, en höf- um trú á því sem við erum að gera, annars hefðum við ekki gert þetta. Nú þegar hafa nokkrir nemendur og kennarar sótt um.“ eftir Eddu Andrósdóttur mvndir Valdís Óskarsdóttir Ert þú einn af þessum ungu og upprennandi? Kristján Þórður Hrafnsson „Verð ég ekki að segja að ég voni það og verði að trúa því?" — Á hvaða hátt? „Það er erfitt að svara því að svo stöddu. John Lennon var til dæmis búinn að finna það út þegar hann var tólf ára, að hann væri snillingur, en hann vissi bara ekki á hvaða sviði. Þótt mað- ur vilji nú ekki ganga svo langt að ætla að maður sé snillingur á nokkurn máta, þá hef ég ekki mótað mitt svið ennþá." — Hvað um áhugamál? „Ég hef áhuga á bókmenntum og Ijóðlist." — Skrifarðu sjálfur? „Nei, ég yrki í laumi." — Hvernig leið þér annars í beinni útsendingu? „Undir kynningarstefi þáttarins hoppaði hjartað allískyggi- lega, en að fyrstu mínútunum liðnum fór líðanin að batna að mun, og ég fann ekki óþægilega fyrir því að vera í beinni út- sendingu frammi fyrir alþjóð." — Áttir þú hugmynd að þættinum? „Nei, Emil Björnsson dagskrárstjóri leitaði að manni að stjórna þessum þætti. Ég frétti af þvi og fór og ræddi við hann, og hann úthlutaði mér þessu verkefni." — Hann hefur ekki verið hræddur við að fela svona ungum manni stjórnina? „Nei, hann sagði við mig að hann veðjaði alltaf á óreynda fola, og það kæmi oftast best út." — Nú virtist þú vel undirbúinn. Var þetta algjörlega þitt verk? „Já, ég sá einn um þetta. Ég hitti þátttakendur í umræðunni tvisvar fyrir útsendingu, rabbaði lauslega við þá og setti inn í dæmið." — Hvernig valdirðu þátttakendur? „Ég reyndi að velja þá úr mismunandi hópum; til dæmis einn utan af landi, annan úr atvinnulífi, þriðja úr skóla í Reykjavík og þann síðasta sem orðinn var stúdent. Eg vildi hafa hópinn sem fjölbreytilegastan, þannig að flest sjónarmið fengju að njóta sín." — Ánægður með niðurstöður? „Mjög svo." — Má búast við frekara fjölmiðlastússi af þinni hálfu? „Það verður framtíðin að leiða í Ijós." — Er áhuginn fyrir hendi? ,Já, meðal annars." — Taugaóstyrkur var ekkert að gera út af við þig sjálf- an, en heldurðu að aðrir hafi verið kvíönir fyrir þína hönd? ,Ua, ég veit að kærastan mín sat og skalf, en annars held ég að fólk hafi verið tiltölulega ánægt með útkomuna. Sjálfur er ég ekki búinn að sjá þáttinn, en ég á hann á vídeói og ætla að skoða hann á eftir." — Hefur ungt fólk fengið nægileg tækifæri til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri í fjölmiðlum? „Það er dálítið erfitt að svara þessu. Það er mikið um alls kyns unglingaþætti, en mér finnst umræðan um of snúast um vandamálarugl; það er meira fjallað um ungt fólk sem ákveðna tegund af vandamáli, fremur en að leggja áherslu á að leyfa því að koma skoðunum sínum á framfæri. En besta dæmið um að ungt fólk getur og hefur kraft og áræði til að standa sig er mælskukeppni framhaldsskólanna í vetur, sem að mestum hluta var unnin af ungu fólki." — Þú tókst sjálfur þátt í þeirri keppni. Áttu auðvelt með að koma fyrir þig orði? „Ég átti það ekki, en eftir að ég fór að þjálfa mig á ég auðvelt með það. Ég byrjaði ungur að koma fram á málfundum og hvet fólk til að gera það og brjóta þar með ísinn." — Lokaspurning. Sumir segja að synir feti gjarnan í fótspor feöra sinna, sem í þessu tilviki er Hrafn Gunn- laugsson kvikmyndagerðarmaður. Heldurðu að þú ger- ir það? „Ég get ekki svarað því að svo stöddu. Að vísu beinist áhugi minn að þvð sem hann hefur fengist við; það er að segja rit- störfum fremur en kvikmyndagerð. Kristján Þórður Hrafnsson er nemandi ( Menntaskólanum í Reykjavík. Hann gekk (gegnum þá þolraun að stýra beinni um ræðu um ungt fólk í sjónvarpssal á þriðjudagskvöld, og þótti farast verkið vel úr hendi. HELGARPÓSTURINN 3

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.