Helgarpósturinn - 27.06.1985, Blaðsíða 20

Helgarpósturinn - 27.06.1985, Blaðsíða 20
H elgarpósturinn fór til New York á dögunum til þess m.a. ad kynna sér ástand og horfur á siglinga- leiðinni á milli austur- strandar Bandaríkjanna og Vestur-Evrópu meö hliösjón af stööu íslendinga á þess- um markaöi. Við rœddum viö blaöamenn og sérfrœö- inga í þessum efnum, for- stöðumenn skipafélaga og flutningsfyrirtœkja. Niöur- staöan er einföld: HP gerir úttekt á Norður-Atlantshafssiglingum Hafskips og annarra 5 hafa aefíst upp • Ekkert skipafélag hagnast á þessum siglingum nuna. • Fimm skipafélög hafa runnið á rassinn með siglingar á þessari leið. Öll voru þau lítil. • Gert er ráð fyrir því að fleiri lítil skipafé- lög fylgi í kjölfarið og fari á hausinn. • Samtök skipafélaga ætla að koma „óháðu" félögunum eins og Hafskip fyrir kattarnef. • Litlu óháðu félögin eru að ganga hvert af öðru dauðu. • Flutningsgetan er mun meiri en þörf in og skipin sigla hálftóm til Evrópu. • Stóru félögin með f jármagnið á bak við sig þola samkeppnina um langa hrlð. Litlu f jarvana félögin þola ekki „þurrkinn". • Á síðari hluta þessa árs verður látið sverfa til stáls gegn litlu óháðu félögunum. • Forsenda þess að markaðurinn verði stöðugur, er að styrkur dollarsins minnki verulega. Það er ekki fyrirsjáanlegt á þessu ari. • Farmgjöld til Evrópu hafa lækkað niður úr öllu valdi. Vegna of mikillar flutninqs- getu of margra skipa, er jafnvel talið hugsanlegt að farmgjöld til Bandaríkj- anna eigi einnig eftir að lækka. „Það verður blóðbað á Norður-Atlantshafi## segir Conrad Everhard, forstöðumaður Dart-skipafélagsins í New York í apríl var talað um lægð yfir Norður-Atlantshafssiglingunum. Nú eru menn farnir að hervæðast og búast við strlði og blóðbaði. Á tveimur síðast liðnum mánuð- um hafa tvö skipafélög, sem sigldu á Norður-Atlantshafsleiðinni, hætt þessum siglingum, þar sem ekki var það upp úr þeim að hafa sem fyrir- tækin höfðu gert sér vonir um. Þessi skipafélög eru annars vegar „Double Eaglé' (sem leigði gáma- pláss) og hins vegar ScanAm, sænskt félag, sem hugðist einbeita sér að flutningaþjónustu á milli Bandaríkjanna og Skandinavíu. í fyrra hurfu þrjú önnur lítil skipa- félög á Norður-Atlantshafsleiðinni af markaðnum vegna mikillar sam- keppni. Hér var um að ræða Ameri- can Coastal Lines (AMCO), Park- lines og ABC Containerline (á sigl- ingaleiðinni vestur). Ny á þessari siglingaleið eru Eim- skip (með eitt skip), Hafskip (4) og svo Evergreen, sem kom inn á þessa leið með stormi í september s.l., mánuði á undan Hafskip. Evergreen er frá Taiwan og var með 8 skip í siglingum á þessari leið til skamms tíma og er vitað að það muni fjölga skipum á þessu ári. Ýmsar breytingar eru væntanleg- ar á markaðnum á þessu ári, að því er Conrad Everhard, forstöðumaður Dart-skipafélagsins í Bandaríkjun- um, sagði í viötali við Helgarpóst- inn. Hann sagði, að skipafélagið Overseas Orient Lines ætlaði að fara inn á þennan markað með stór- um skipum og mörgum. Petta hefur ekki komið fram áður og mun hafa í för með sér enn harðari sam- keppni á mjög erfiðum markaði. Orient Overseas er hluti af C.Y. Tung keðjunni svokölluðu, sem ræður yf- ir Dart og SLCS, sem siglir á Kanada. Tung hefur aðsetur í Hong Kong og er eitt af stærstu skipafélögum í heimi. Fyrirætlunin með því að bæta skipum inn á markaðinn, er að sigla litlu félögin í kaf. „Það verður blóðbað í Norður-At- lantshafinu," sagði Conrad Ever- hard, þegar hann var spurður um ástand og horfum á Norður-Atlants- hafsmarkaðnum á næstunni. „Eg spái blóðbaði á þessum mark- aði í haust eða fyrir lok þessa árs og slagurinn mun standa í að minnsta kosti eitt ár, um leið og skipafélögin byrja að bæta við nýjum skipum á þessari siglingaleið," bætti Everhard við. 20 HELGARPÖSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.