Helgarpósturinn - 27.06.1985, Blaðsíða 7

Helgarpósturinn - 27.06.1985, Blaðsíða 7
YFIRHEYRSLA NAFN: Gísli Alfreðsson staða: Þjóðleikhússtjóri heimilisfang: Suðurgata 35 heimilishagir: Kvæntur Guðnýju Árdal. Þau eiga sjö börn. bifreið: Mazda 626 '81 áhugamáL: Leiklist og leiklistarmál, skák og útivera á íslandi. laun: 63.077.- kr. Rekstur Þjódleikhússins stendur í járnum eftir Gunnar Gunnarsson myndir Valdis Óskarsdóltir — Hvernig finnst þér það leikár sem nú er að Ijúka hafa tekist? — Það hefur tekist mjög vei. Aðsókn hefur verið mjög góð — með því besta sem verið hefur gegnum árin. Sætanýtingin 70% — en meðalsætanýting er 55—56%. — Er það eini mælikvarðinn sem not- adur er varðandi starfið — hvort aðsókn- in hafi verið góð eða ekki? — Nei, nei. Það er margt annað sem má meta — t.d. hvort unnin hafi verið einhver eftirminnileg leikafrek, hvort einhver hafi sýnt mjög góða frammistöðu. í vetur var að okkar og mtnu mati eitt tilvik sem heppnað- ist mjög vel. Þar voru unnir veruiega miklir listrænir sigrar, bæði af hálfu leikara og leik- stjóra — en þetta var um Ieið eina verkefni vetrarins sem áhorfendur sýndu ekki nægan áhuga; þetta var japanska verkið Rashomon. Það sýnir sig að okkar mat á listrænum ár- angri er ekki alltaf það sama og áhorfenda. — En hafið þið í Þjóðleikhúsinu ekki bara vanið áhorfendur við léttmetið, t.d. söngleíki? — Ekki veit ég það — söngleikir eru ekki aðaluppistaðan í verkefnavali Þjóðleikhúss- ins. Við settum upp söngleik í fyrra sem gekk fram á næsta vetur. í lok þessa leikárs settum við svo upp annan söngleik, en söngleikir hafa ekki verið meginuppistaðan t því sem við höfum sýnt. Og öll önnur leikrit hafa gengið mjög vel hér. Ég vil t.d. nefna íslands- klukkuna, sem varð að hætta fyrir fullu húsi. Þótt söngleikurinn „Gæjar og píur“ hafi ver- ið áberandi á sviðinu hjá okkur seinni hluta leikársins þá er langt frá því að sú sýning hafi verið sú eina sem naut vinsælda. — Þiö hælið y kkur sí og æ af mikilli að- sókn — en er leikhúsið ekki um of háð aðsókn — og er fjársvelt fyrir bragðið? — Leikhúsið er alltof háð aðsókninni. Hlutfallið á milli fjárframlaga og eigin afla- fjár verður æ óhagstæðara fyrir leikhúsið. — Gleymist þá ekki eða dettur upp fyr- ir aðalatriðið, eða eitt þýðingarmesta atriðið í starfsemi hússins — efling al- mennrar leikmenntar, túlkun sígildra og nýrra leikbókmennta — og þið neyð- ist til að reyna að hala inn á söngleikina? — Nei, ég ætla nú að vona ekki — eins og ég sagði áðan, þá hefur ekki verið lögð nein megináhersla á söngleiki hér. Við höfum lagt áherslu á að rækja skyldur okkar við íslensk leikverk, ný og gömul. Á afstöðnu leikári sá- um við t.d. tvö eldri íslensk verk, íslands- klukkuna og Skugga-Svein, og eitt nýtt, Milli skinns og hörunds eftir Ólaf Hauk Símonar- son. Ég tel það ótvírætt að Þjóðleikhúsið ræki skyidur sínar. — En ertu ekki hræddur um að stjórn- völd séu að kyrkja leikhúsið með naum- um fjárveitingum? — Eg vona að svo fari ekki. Maður vonar að Þjóðleikhúsið og íslensk leiklist sé svo stór fjöður t hatti íslenskrar menningar að menn fari nú ekki að kyrkja þessa starfsemi. Það er ekki til það land sem getur státað af eins mikilli leiidistarstarfsemi og leiklistar- áhuga og íslendingar. — Svo við komum aðeins aftur að söngleikjunum; í vor var í aðalhlutverki í söngleiknum Chicago stúika sem haföi aldrei áður leikið — og svo fékk hún heldur ekki sérlega góða dóma fyrir frammistöðuna — var ekki tækifæris- mennskan einum um of djörf í þessu til- viki? — Það hefur oft gerst hér að það hefur val- ist í hlutverk fólk sem ekki hefur ieikið áð- ur... ^ — Áhugaieikarar? — Já — t.d. í My fair Lady um árið. Þá fór reyndar stúlka með aðalhlutverkið og hafði ekki leikið áður. Stúlkan sem var valin í hlut- verkið í vor syngur frábærlega vei og hefur gert garðinn frægan í London. Það var full ástæða til að taka hana í þetta hlutverk, ekki síst í ljósi þess að okkur vantaði — og við höfðum hafið leit að — leikkonu sem gæti orðið mótvægi við Sigríði Þorvaldsdóttur. Það var nú kannski fyrsta ástæðan — fyrir nú utan það að ég tel að gagnrýnendur margir hverjir, einkum ef Þjóðleikhúsið er annars vegar, geri sig að sjálfskipuðum böðlum og að þeir hafi tekið þessari uppfærslu sérlega óbliðlega. — Finnst þér sjálfum að þessi upp- færsla hafi tekist vel? — Já. Mér finnst það sjálfum og ég held að flestum þeim sem sáu sýninguna hafi þótt mjög gaman. — Nú virðist þaö stefna Þjóðleikhúss- ins að sýna leikrit helst sem mest sitt úr hverri áttinni og af ýmsum tímabilum — stendur nokkuð til að hafa meira sam- hengi í verkefnavali, taka fyrir höfunda, tiltekin tímabil eða hafa eina ákveðna yf- irskrift á Ieikári, kanna með leiklistinni þætti úr menningu eða þjóðlífi? — Ég held að það verði ekki hægt að gera það. Þjóðleikhúslögin gera beinlínis ráð fyrir því að verk séu valin úr ýmsum áttum — það má kannski segja að það ríki viss taktur í því hvenær Shakespeare er sýndur. Leikhúsinu er lagt það á herðar að sýna erlend og inn- lend verk, ný og sígild. Það er í þessu viss ryþmi — það verður að ríkja breidd. Ég held að leikhús sem er byggt upp eins og Þjóðleik- húsið — það er ætlast til þess að það nái til sem flestra — það veröi að miða verkefnavai við að hafa eitthvað fyrir alla. Er það þannig menningarpólitísk stefna að vera opinn til alira átta? — Já, í þessu tilliti. En það er hinsvegar hugsanlegt að Litla svið Þjóðleikhússins — ef einhvern tíma verður hægt að reka það eins og ætlast er tii í lögum þ.e.a.s. sem fullgilt leikhús og ekki í sambýli við veitingastaðinn — gæti tekið ákveðna hluti fyrir. Við getum sagt t.d. að það taki fyrir einhvern íslenskan höfund og geri honum einhver skil. En þetta væri ekki hægt með stóra sviðið. Ef við tækj- um eitt árið fyrir Shakespeare, segjum kannski aðeins Shakespeare í eitt eða tvö ár — þá yrðum við fljótlega að loka, því að ég hef ekki þá trú að við myndum þannig ná þeirri aðsókn sem ríkisvaldið ætlast til at okkur að við gerum. Það er ætlast til þess að eigið aflafé standi undir 45% af rekstrinum. — Finnst þér það eðlileg tilætiunar- semi? — Nei, það finnst mér ekki og það af tveimur ástæðum: í fyrsta lagi er miðaverð hér mjög lágt og í öðru lagi nánast kraftaverk hvernig þetta hefur gengið. Á öðrum Norð- urlöndum er reiknað með að eigið aflafé sambærilegra leikhúsa sé á bilinu 5—15%. Svo blasir það við að fjárframlagið til leik- hússins er það sama núna og það var fyrir tólf árum — framreiknað. Þá var íslenski dansflokkurinn ekki starfandi. Þá var Litla sviðið ekki starfrækt. Þá voru leikarar húss- ins töluvert færri. Og almennt færri starfs- menn — og launin reyndar lægri. En samt er framlagið framreiknað og með iánskjaravísi- tölu það sama 1985 og það vai i9?3. — Er leikhúsið þá ekki vanbúið að mæta vaxandi samkeppni — t.d. þegar nýtt Borgarleikhús tekur til starfa? — Það má segja það. Það þarf að kanna þessa hluti vel þegar Borgarleikhúsið kemur. En við erum vissulega ekki vanbúin hvað snertir góða starfskrafta. Hér starfa mjög góðir listamenn. Hvað það snertir, er okkur ekkert að vanbúnaði að mæta aukinni sam- keppni. En fjársveltið hefur gert það að verk- um að viðhald á byggingunni hefur orðið að liggja í láginni. Og við höfum varla getað sinnt því sem lögin leggja okkur á herðar, eins og t.d. að fara regiulega í leikferðir um landið. Og það má nefna fleira. — Þú nefnir ieikferðir — er það af efnahagsástæðum aðeins að þið nýtið ekki stór, dýr og oftast auð félagsheimili úti á landi, þótt það sé skylt að taka tillit til Þjóðleikhússins við byggingu þessara félagsheimila? — Ég hef aldrei heyrt að það ætti að taka tillit til Þjóðleikhússins við þessar félags- heimilabyggingar, en það á kannski að taka tillit til leiklistarinnar. En það er fjárskortur sem veldur því að leikferðum hefur lítið ver- ið sinnt. — En þetta króníska peningaleysi — veldur það því ekki að þið verðið ofur- seld lögmáli sem segir: Léttmeti = mikil aðsókn og nokkrar krónur í kassann. Vandað ieikiistarstarf í visindalegum, listrænum anda = lítil aðsókn og tap? — Það er nú ekki alveg rétt, því reynsla ár- anna sýnir að það er alls ekki léttmetið sem skilar okkur flestum krónum. Söngleikir eru t.d. afskaplega kostnaðarsamir, mikill kostn- aður sem leggst á hverja sýningu, því þær eru fjölmennar — það eru háar greiðslur til höfunda. — Urðu einhverjar breytingar á starfi Þjóðleikhússins við það að þú tókst við af Sveini Einarssyni? — Það hafa engar merkilegar breytingar orðið, því að rekstur hússins er í töluvert föstu formi. Það má vera að það sé einhver áherslumunur á vissum hlutum, því að við Sveinn erum eflaust ekki með sama smekk. — En stefnirðu að einhverju marki, er það eitthvað í rekstri hússins sem þú vilt breyta? — Já — en sá óskalisti er ekki minn, heldur hefur verið óskalisti allra leikara sem hér hafa starfað um áraraðir. Þar má telja fyrst og fremst þá ósk að Litla sviðið komist í viðun- andi húsnæði, þannig að það geti orðið sá vaxtarbroddur íslenskrar leiklistar sem því er ætiað. — Þannig að ef eitthvað fer miður í rekstri og starfi hússins — þá er bara við fjárveitingavaidið að sakast? — Ekki vil ég nú endilega kenna þeim um allt, en því má vissulega mæta með meiri skilningi hvers við þurfum með. Leiklistin þróast eins og aðrar listgreinar. Tæknin breytist. Leikritin breytast og krefjast nýrra vinnubragða. Það verður að vera til einhver sjóður til að grípa í. Það er einfaldlega ekki hægt að reka Þjóðleikhúsið aðeins á því fé sem því er skammtað á fjárlögum um ára- mót. Rekstur leikhússins er nú þegar það mikið í járnum, að niðurskurður umfram það sem þegar hefur orðið er ekki mögulegur. — Menn hafa lengi undrast það að við Þjóðleikhúsið skuli ekki vera starfandi neinn bókmenntaráðunautur — hvernig má það vera að ekki er hægt að koma þvi viö? — Já, og ef vel ætti að vera þyrftu þeir að vera að minnsta kosti þrír til fjórir. Það fékkst að vísu heimild fyrir einu starfi í fyrra, en það varð niðurstaðan að þeirri fjárhæð skyldi í tilraunaskyni varið þannig í eitt ár, að leik- stjórar og leikhúsfræðingar gera úttekt á leikritum sem koma til greina að leikhúsið taki til sýninga. Það þarf að svara ýmsum grundvallarspurningum varðandi hvert verk. Og það var talið þess virði að prófa það að deila þessu eina starfi á marga, vegna þess að menn töldu það vera of einhæft ef hingað yrði ráðinn einn leikhúsfræðingur, dramaturg, sem síðan ætti að gera úttekt á öllum leikritum sem hér eru athuguð.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.