Helgarpósturinn - 27.06.1985, Blaðsíða 23

Helgarpósturinn - 27.06.1985, Blaðsíða 23
M ■ W ■yndbanda- og fjölmiðla- fyrirtæki spretta nú upp eins og gor- kúlur á síðum Lögbirtings. Þannig var auglýst í gær nýtt fyrirtæki, Auglýsingasjónvarp hf., og er til- gangur félagsins gerð auglýsinga- og kynningarmynda. Stofnendur eru Maríanna Fridjónsdóttir sjónvarpsstarfsmaður og krati, Þór Elís Pálsson, Sævar Pálsson, Kristinn T. Haraldsson og Mar- grét Berndsen. Ætli fyrsta verk- efnið verði ekki glansmynd um Jón Baldvin, átrúnaðargoð Maríönnu, samanber viðtal hér í HP fyrir nokkrum vikum. . . l sama Lögbirtingi er tilkynnt stofnun hlutafélagsins Bíó og eru meðal stofnenda Jón Ólafsson (Skífunni), Helga Hilmarsdóttir, Öddur Björnsson (leikritaskáld), Hilmar Oddsson (sonur hans og kvikmyndagerðarmaður) og Karl R. Karlsson. . . dögum áður á ferðinni í þessu sama blaði vegna tilkynningar um ís- lenska útvarpsfélagið, þar sem hann er m.a. í kompaníi með Magn- úsi Axelssyni fasteignasala og Jóni Aðalsteini Jónassyni kaup- manni og framsóknarmanni... A ^^T^gjör upplausn virðist rikja 1 herbúðum Alþýðubandalags- manna. Skoðanakannanir sýna fall- andi fylgi og hver höndin virðist upp á móti annarri. Þar að auki er flótti brostinn í liðið og ýmsir topp- menn búnir að afsala sér embættum og stöðum í flokknum. Svavar Gestsson formaður er farinn í sum- arfrí og hugsar nú stíft hvað gera skuli á hausti komanda. Ljóst er að kreppa Alþýðubandalagsins á sér margar rætur, en einkum eru ástæð- urnar tvær; rofin tengsl flokksins við verkalýösforystuna, og þó eink- um Asmund Stefánsson forseta ASÍ, og linkind Svavars gagnvart ýmsum þrýstihópum innan Alþýðu- bandalagsins. Svavar er þó enn virt- ur sem leiðtogi Alþýðubandalagsins og alveg víst að hann verður ekki beðinn um að hverfa úr formanns- stóli í haust, ef hann óskar að sitja áfram. Það verður fróðlegt að fylgjast með þróun Alþýðubanda- lagsins á haustmánuðum. . . I jórðungsmót hestamanna á Víðivöllum er nú byrjað, og reka gestir upp stór augu þegar þeir líta dýrðina. Heil borg útivistarsvæða, veitingahúsa, hesthúsa, hrossagirð- inga o.fl. hefur risið á svæðinu, mestan part fyrir sjálfboðavinnu hrossaglaðra og púlsfúsra manna og kvenna, en ekki síður fyrir örlæti Reykjavíkurborgar, sem virðist hafa snúið sér að þessari íþróttagrein með meiri stórhug en oftast áður. Sem dæmi um ,,grand‘‘leikann skal nefnt, að einn matsölustaðurinn getur tekið á móti 15 þúsund manns á dag, og eru þá ótaldar pylsu- og hamborgarasölurnar. . . lEinn af hestamannamóti aldar- innar: Verðlaun eru þar glæsilegri en nokkru sinni fyrr. Þannig má sig- urvegarinn í 250 m skeiði, slái hann nýtt Islandsmet, eiga von á 100 þús- und krónum undir volkann — nema vitanlega að knapinn hirði þær. ís- landsmetið í 250 metrunum er nú 21.6 sekúnda, en að sögn eru a.m.k. sex hestar skráðir til keppni sem hafa náð tíma undir 22 sekúndum. Búast menn því við spennandi keppni. Úrslitin ráðast á sunnu- dag... . Þ ingmenn eru víst komnir í frí frá þingstörfum og komnir hing- BIIALEICA REYKJAVIK: AKUREYRl: BORGARNES: VÍÐIGERÐI V-HÚN.: BLÖNDUÓS: SAUÐÁRKRÓKUR: SIGLUFJÖRÐUR: HÚSAVÍK: EGILSTAÐIR: VOPNAFJÖRÐUR: SEYÐISFJÖRÐUR: FÁSKRÚÐSFJÖRÐUR: HÖFN HORNAFIRÐI: 91-31815/686915 96-21715/23515 93-7618 95-1591 95-4350/4568 95-5884/5969 96-71498 96-41940/41594 97-1550 97-3145/3121 97-2312/2204 97-5366/5166 97-8303 interRent að og þangað um land eða heim til að láta ljós sitt skína á öðrum svið- um. Fjórir þeirra munu koma fram á laugardagskvöldskemmtun fjórð- ungsmótsins á Víðivöllum. Ekki fékkst upplýst hvað þingmennirnir myndu gera fólki til skemmtunar annað en að þeir munu alveg örugg- lega vera með hjálma á höfðinu. Kannski þeir verði bara látni ganga lausir á svæðinu! Þingmennirnir sem skemmta eru þeir Arni ,,söl- æta“ Johnsen, Guðmundur ,,BJa‘‘ Einarsson, Kjartan ,,krati“ Jó- hannsson og Ólafur „þinghelgi" Þórðarson. . . B ■^orgarstjornarkosningar eru á næstu ári. Minnihlutanum í Reykjavík hefur ekki litist á að hnekkja veldi Davíðs Oddssonar, enda stendur borgarstjórinn vel að vígi og þykir hafa staðið skörulega að ýmsum málum, auk þess sem hann er vinsæll meðal borgarbúa. Minnihlutinn, og þá einkum borgar- fulltrúar Alþýðubandalagsins, hafa þó á síöustu vikum þingað um ýms- ar hugmyndir og hernaðaráætlanir um það, hvernig koma megi Davíð á kné í kosningunum 1986. Hefur áætlun Alþýðubandalagsins eink- um gengið út á að finna snögga bletti á ákvörðunum og fram- kvæmdum meirihlutans, en hingað til hafa Davíð og félagar ekki lent í neinni ,,krísu“, lieldur staðið sig með sóma í flestöllum málum. Fyrir skömmu var því hernaðarskipulagi Alþýðubandalagsmanna breytt með öllu. Þegar þeir sáu fram á að ekki tækist að sigra Davíð með mál- efnum, yrði að freista þess að leggja hann að velli á persónunni. Vænsta ráðið væri því að finna enn vinsælli og stæðilegri mann en Davíð í borg- arstjóraembættið. Hafa Alþýðu- bandalagsmenn nú hafið skipu- lagða leit að manninum eða kon- unni sem þeir gætu boðið fram gegn Davíð. Hins vegar komust þeir fljót- lega að því að þessa manneskju væri ekki að finna í röðum stjórn- málamanna Alþýðubandalagsins, heldur yrði að leita hins hugsanlega kandídats úti í atvinnulífinu. Stend- ur nú leitin yfir og magnast með hverjum deginum sem líður en enn mun frambjóðandinn ófundinn. . . NAMSLAN Hverjir eiga rétt á aðstoð? Nám á háskólastigi Háskóli fslands. Kennaraháskóli íslands. Tækniskóli íslands, tæknifræöi og meinatækni. Bændaskólinn á Hvanneyri, búvísindadeild. Tónlistarskólinn í Reykjavík, nám á háskólastigi. ***„ 6Oo >/„ Annað nám Samkvæmt reglugerð sem menntamálaráð- herra setur. Fiskvinnsluskólinn 2. og 3. ár. Fósturskóli íslapds. Hjúkrunarskóli íslands. Iðnskólar, framhaldsdeildir 2. og 3. ár. íþróttakennaraskóli íslands. Leiklistarskóli íslands. Myndlista- og handíðaskóli (slands. Nýi hjúkrunarskólinn. Stýrimannaskólar. Tónskólar, kennaradeildir Tónlistarskólans í Reykjavík. Auk þess geta tónlistarnemar á 7. og 8. námsstigi skv. námsstigakerfi Tónlistar- skólans í Reykjavík fengið lán. Tækniskóli fslands, raungreinadeildirog iðnb- rautir. Vélskólar. Þroskaþjálfaskóli íslands. 20 ára reglan Lánasjóði er heimilt að veita lán til sérnáms þeirra námsmanna sem náð hafa 20 ára aldri á því almanaksári sem lán eru veitt. Um 20 ára regluna gilda ákvæði laga (gr. 2) og reglugerð- ar (gr. 3). Nám við eftirtalda skóla á Islandi er lánshæft skv. þessari reglu: Bændaskóla, bændadeildir. Fiskvinnsluskólann 1. ár. Garðyrkjuskóla ríkisins. Hótel- og veitingaskóla íslands. Iðnskóla: grunnnám, samningsbundið nám og tækniteiknun. Ljósmæðraskóla fslands. Lyfjatækniskóla íslands. Meistaraskóla iðnaðarins. Röntgentæknaskóla fslands. Sjúkraliðaskólann. Tækniskóla fslands: undirbúningsdeild. Erlendis Lánað er til náms á háskólastigi erlendis. Auk þess er sjóðnum heimilt að lána til sérnáms á grundvelli 20 ára reglu. Sjóðnum er heimilt að veita lán til náms sem ekki er hægt að stunda á íslandi enda sé um nægilega veigamikið nám að ræða að því er varðar eðli þess og upp- byggingu, námslengd og starfsréttindi. Þeim námsmönnum er hyggja á nám erlendis við skóla sem ekki eru á háskólastigi er sér- staklega bent á að gera skriflega fyrirspurn til Lánasjóðsins um lánshæfni námsins. UMSÓKNARFRESTIR OG AFGREIÐSLUTÍMI Afgreiðsla námsaðstoðar Sótt er um námslán á sérstökum eyðublöðum sjóðsins. Umsókn um námsaðstoð skal að öðru jöfnu skila tveimur mánuðum áður en nám hefst. Aðstoð er afgreidd 15. dag fyrsta heila mánaðar eftir að nám er hafið. Fyrsti umsóknarfrestur er 1. júlí 1985. Umsóknareyðublöð Umsókn um námslán og/eöa ferðastyrk er gerð á sérstöku eyðublaði sem sjóðurinn lætur í té. Umsóknareyðublöð fást alla jafna í skólum og sendiráðum íslands erlendis. Gildistími umsóknar Hver umsókn gildir fyrir eitt námsár eða það sem eftir er af námsárinu þegar umsókn er lögð fram. Eigi er veitt aðstoð til framfæris á tíma sem liðinn er þegar útfylltri umsókn er skilað nema sérstakar aðstæður valdi seinkun umsóknar og sjóðsstjórn taki þær gildar. LJOSMYNDAÞJONUSTAN HF LAUGAVEGI 178 OG NÝJA HÚSINU LÆKJARTORGI. NY ÞJONUSTA MEIRA FYRIR PENINGANA KOMDU MEÐ FILMUNA OG ÞU FÆRÐ MYNDIRNAR SAMDÆGURS f FALLEGU ALBÚMI ÁN AUKAGJALDS. HELGARPÖSTURINN 23

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.