Helgarpósturinn - 27.06.1985, Blaðsíða 8

Helgarpósturinn - 27.06.1985, Blaðsíða 8
Yfirstiórn hins opinbera í ferðamálum eftir Bjarna Harðarson mynd Valdís Óskarsdóttir lið Alda hörmulegra dauðaslysa á erlendum ferðamönnum á fjöllum pi í ágústmánuði síðastliðið sumar vöktu menn til umhugsunar. Á num vetri funduðu 12 aðilar tengdir ferðamálum, löggæsíu og björgunarstarfi um það hvað gera mætti til úrbóta. Á fundum þessum kom í I jós að enginn aðili ber ábyrgð á viðvörunum við hættulega staði né hefur fjármagn til þess að koma slíku upp. Aðilar þeir sem funduðu voru sammála um ákveðna þætti sem þyrfti að vinna að en engar ákvarðanir voru teknar um aðgerðir í sumar. Fjárráð veita óvlða ráð- rúm til annars en að haldið sé i horfinu. Framlag Alþingis nú á vordögum var svo að skera niður tekjustofna Ferðamálaráðs og Ferðamálasjóðs, rétt eins og gert var í fyrra, hitteð- fyrra og flest árin þar á undan. Á meðan gjaldeyristekiur af ferða- mannaþiónustu eru taldar vera um 2,5 milljarðar króna ser ríkissjáður af 12 milljónum til þessara mála. Virðist þá engu skipta þótt reiknað sé með verulega auknum ferðamannastraumi til landsins í sumar, eða allt að 90 j>úsundum gesta. íslensk þjónusta við erlenda ferðamenn einkennist i þessum efnum af því að taka, rukka og skattlegg ja en gefa ekkert til baka. Ringulreið og fégrœðgi Ríkið halar inn hundruð millióna a erlendum ferðamönnum og skilar engu til baka 8 HELGARPÓSTURINN • •

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.