Helgarpósturinn - 28.11.1985, Síða 3

Helgarpósturinn - 28.11.1985, Síða 3
FRÉTTAPÓSTUR Stjórn SÍS líst ekki á Hafskip! Æðstu ráðamenn Sambandsins urðu að lúta i lægra haldi fyrir kaupfélagsstjórum úti á landi þegar gengið var til atkvæða í vikunni í stjórn SÍS um það hvort gaumgæfa ætti þann mögu- leika að innlima Hafskip í skipadeild SÍS. Stjórnarformaður og varaformaður stjórnar SÍS guldu tillögunni hinsvegar jáyrði, svo sem vitað var, að hæði forstjóri og aðstoðarforstjóri SÍS og framkvæmdastjóri skipadeildar SÍS voru allir tillögunni hlynntir. Hafskipsmálið hleður utan á sig Guðmundur Einarsson þingmaður BJ stóð upp í pontu Alþingis i vikunni og fór þess á leit við bankamálaráðherra að gerð yrði tafarlaus opin- ber rannsókn á rökstuðningi og sannleiksgildi yfirlýsingar bankastjórnar Utvegsbankans frá í júní síðastliðnum — þ.e. í kjölfar þess að HP opnaði Hafskipsmálið með yfirlitsgrein um stöðu firmans — en yfirlýsingin var á þá leið að bankinn hefði tryggingu í eignum fyrirtækisins og eignum hluthafanna fyrir þeim skuldum sem Hafskip væri í við bankann. Fjármálaráðherra kastar ekki út björgunar- hring Þorsteinn Pálsson sagði í vikunni að ríkið myndi ekki fara að blanda sér í kaupskipaút- gerð í landinu, hvorki með hlutafjárframlögum, ná ábyrgð um þau, þegar hann var spurður hvort hann léði máls á því að bjarga Hafskipi frá því að sökkva endanlega. ,,Égtelaðþað sé miður hvernig komið er fyrir þessu skipafélagi, því það hefur virkilega gegnt mikilvægu hlutverki í flutningastarfsemi og í því að viðhalda eðlilegri samkeppni," sagði ráðherrann m.a. í samtali við Morgunblaðið í gær, miðvikudag. Hvað verður um Hafskip / íslenska skipafélag- ið? Stíf fundahöld hafa verið um það allt frá því að Helgarpósturinn kom síðast út, hvernig málum Hafskips verður komið fyrir þegar í ljós eru nú komnar stórkostlegar skuldir fyrirtækisins, ekki aðeins við Útvegsbankann, heldur og við flesta viðskiptaaðila þess erlendis. Bankastjór- ar Útvegsbankans funduðu lengi með Matthíasi Bjarnasyni bankamálaráðherra i gær, miðviku- dag, þar sem þeir kynntu honum stöðuna. Pull- trúar Dagsbrúnar hafa einnig fundað stíft, vegna hugsanlegs atvinnuleysis skjólstæðinga sinna hjá skipafélaginu. Konur útundan í prófkjöri sjálfstæðismanna í Reykjavík Aðeins ein kona náði öruggu sæti á lista Sjálf- stæðisflokksins fyrir næstu borgarstjórnar- kosningar í prófkjöri flokksins um helgina. Katrín Fjeldsted hafnaði í þriðja sæti, en úrslit- in urðu annars þessi: 1. Davíð Oddsson. 2. Magn- ús L. Sveinsson. 4. Páll Gíslason. 5. Vilhjámur Þ. Vilhjálmsson. 6. Hilmar Guðlaugsson. 7. Árni Sigfússon. 8. Júlíus Hafstein. 9. Jóna Gróa Sig- urðardóttir. Og 10. sætið hreppti Sigurjón Fjeld- sted. Árni Sigfússon er eini nýliðinn sem náði öruggu sæti í borgarstjórnarkjöri flokksins. Ungt fólk vill eignast þak yfir höfuðið! Könnun sem gerð var á húsnæðismálum ungs fólks á aldrinum 18 til 29 ára leiðir í ljós að mik- ill meirihluti þess hóps styður sjálfseignar- stefnuna í húsnæðismálum. Félagsvísindadeild HÍ gerði þessa könnun í sumar að tilhlutan Hús- næðisstofnunar ríkisins og félagsmálaráðu- neytisins. Það kom einnig fram í könnunninni að 82% þeirra sem spurðir voru, er fylgjandi skyldusparnaði ungs fólks. Á annað hundrað manns viðriönir okurmálið Enn sér ekki fyrir endann á því hversu margir tengjast okurlánamálinu sem RLR kom upp um fyrir rúmum þremur vikum. Hermann Björg- vinsson, sem nappaður var vegna málsins, situr enn í gæsluvarðhaldi, en það var lengt núna í vikunni. Að sögn rannsóknarlögreglumanna má búast við því að í heild verði á annað hundrað manns yfirheyrðir sem grunaðir eru um lögbrot vegna rannsóknar málsins. Nöfn 89 manna, sem lánuðu Hermanni fé gegn okurvöxtum, fundust við húsleit hjá honum, eins og áður hef- ur komið fram. Fréttamolar • Sjöstjarnan í Keflavik hefur orðið uppvís að því að svík'ja milli 80 og 90 milljónir í afurðalán- um út úr Utvegsbankanum. • Langferðabíl með 30 starfsmenn Járnblendi- verksmiðjunnar á Grundartanga hvolfdi utan Akranessbæjar í vikunni. Engan sakaði. • í tilefni af 200 ára kaupstaðarafmæli Reykja- víkur á næsta ári hefur verið ákveðið að efna til samkeppni um sérstakt borgarlag. • Byrjað er að reisa vegg- og loftklæðningaverk- smiðju í Hveragerði, sem mun kosta um 130 milljónir fullbúin á næsta ári. • Agnar Friðriksson forstjóri Arnarflugs hefur sagt starfi sínu lausu og mun ástæðan m.a. vera ósætti um rekstrarleiðir. • Oggulítil leðurblaka fannst úti í glugga íbúð- arhúss í Garðinum um síðustu helgi. Hún hefur sennilega fokið hingað uppeftir. • Hagnaður af rekstri Flugleiða fyrstu tíu mán- uði ársins er eitthvað um HO milljónir króna. Tap verður á síðustu tveimur mánuðunum. • Sildarvertíðinni er að ljúka og verður veiðin líkast til rúmlega 46 þúsund brúttólestir, en það er aðeins minna en áætlað var. • Samtök matjurtaframleiðenda voru stofnuð í vikunni. Á stofnfundinum var þeim gefið nafn- ið Ágæti, og voru menn ánægðir með það nafn. • Viðræður eru á milli forystumanna krata og B J um sameiginlegan lista þessara afla í borgar- stjórnarkosningunum að vori. • Minkur átti leið um höfuðborgina i vikunni og trítlaði meðal annars út á Tjörnina í ætisleit, en var skotinn þar. • Komið er út á hljómplötu lag þar sem íslensk- ir tónlistarmenn syngja til stuðnings hungruð- um í Afríku. Það heitir „Hjálpum þeim“. • Ný umferðarlög voru lögð fram á Alþingi í vik- unni, en þau kveða m.a. á um að þeir sem eigi lágu bílnúmerin missi þau! • Nú, og svo eru fyrstu jólatrén komin á mark- aðinn, ágætlega barrheldinn, að því er forráða- menn Skógræktarinnar hreykja sér af. Ráðningar Stefán Thors hefur verið skipaður skipulags- stjóri rikisins. Þorsteinn Tómasson hefur verið skipaður for- stjóri RALA, Rannsóknarstofnunar landbúnað- arins. Andlát Henrik Sv. Björnsson sendiherra er látinn á 72. aldursári. Jón Kjartansson forstjóri ÁTVR er látinn á 69. aldursári. SMARTSKOT Hvaða kjaftæði er þetta í þér um „sveiflukennda" frjálshyggju? Arni Sigfússon „Þetta kjaftæði er ekki úr mér komið, þó svo að ég hafi verið skrifaður fyrir því í forsíðufrétt DV á þriðjudag. Blaðakonan sem hafði samband við mig í kjölfar prófkjörsúrslitanna var greinilega syfjaðri og þreyttari en ég eftir erfiða kosninganótt, því það sem hún lét vera mín orð í fréttinni af málinu, var meira og minna vitlaust haft eftir." — Hvað varstu að reyna að segja henni? „Ég var að reyna að segja henni frá ástæðunni sem ég tel liggja að baki góðum árangri mínum í kjörinu: Ég naut mjög víðtæks stuðnings sjálfstæðisfólks í borginni. Síðan reyndi ég að útskýra fyrir henni hvaða pólitík ég hefði fram að færa, sagð- ist hneigjast undir sveigjanlega frjálshyggju, ég endurtek sveigjanlega, ekki sveiflukennda eins og útkoman varð síðan í fréttinni." — Og hverskonar sveigja er á frjálshyggjunni þinni, Árni? „Hún lýsir sér meðal annars í skoðun sem þessari: Ég tel vera kominn tíma til þess að endurskoða ýmislegt í okkar velferðar- þjóðfélagi, þó ekki þannig að því verði umbylt, heldur með þeim hætti, að jafnt og sígandi verði undið ofan af því. Tak- markið er ekki í sjálfu sér að minnka þjónustuna er við veitum t.d. hér í Reykjavík, heldur bæta hana, og þá fyrst og fremst með hagkvæmari rekstri. Það, ásamt því að auka og bæta at- vinnutækifæri borgarbúa, tel ég vera undirstöðu bættrar þjón- ustu og þar með bættra lífskjara. Þetta vil ég meðal annars kalla sveigjanlega frjálshyggju. Og þetta er það sem ég var að reyna að segja blaðakonunni af DV, blessaðri, með fyrrgreindum af- leiðingum." — Sveigjanlegt og sveiflukennt; er ekki málið bara það að almenningur er farinn að sjá í gegnum þessa frjálshyggju ykkar sem þið þar af leiðandi þorið ekki að lýsa ykkur hlynnta með berum orðum? „Nei, nei. Tilfellið er hinsvegar að sá mikli áróður sem verið hefur uppi gegn þessu fyrirbæri, frjálshyggjunni, hefur haft áhrif og þá einkanlega í þá veru að fólk hefur misskilið þetta hugtak eins og það kemur fyrir eitt og sér. Það er orðið nánast samasemmerki milli þess og markaðshyggju. I raun réttri legg- ur frjálshyggja áherslu á siðfræði þar sem í felast réttindi og skyldur anna í samfélaginu og slíka siðfræði verður aldrei hægt að aðskilja frjálshyggjunni. Þá er hún ekki lengur frjálshyggja. Allt um það, þá er það orðin hálfpartinn nauðsyn, því miður, að skilgreina sig innan frjálshyggjunnar, í hvert sinn sem maður segist vera hlynntur henni. Ástæðan sem sagt ruglandi áhrif andróðursins." — Víkjum þá að úrslitunum. Sáttur við sjöunda? „Já, ég er mjög ánægður að hafa náð því sæti." — Hverju þakkarðu þann árangur? „Þeim sem kusu mig." — Hefðirðu komist þetta langt án þeirra auglýsinga sem þú birtir í blöðum fyrir kjörið? „Nei, ég held ekki." — Segir það okkur ekki svolítið?Til dæmis það að úr- slitin í svona prófkjörum séu farin að ráðast meira af dálksentimetrum en eiginlegum skoðunum manna, efnum í stað inntaks? „Ég get ekki svarað þessu játandi. Menn þurfa ekki alitaf að horfa á auglýsingar sem neikvæðan hlut. Þið blaðamenn lifið til dæmis á þeim að miklum hluta. Staðreyndin er auðvitað sú að þegar líður að kosningu þurfa menn og stefnur að minna á sig. Auglýsingar eru staðreynd, snar þáttur í okkar daglega lífi. Hversvegna þá ekki að nota sér þær? Ég sé ekkert sem mælir því í mót. Ég auglýsti fimm sinnum til þess að vekja athygli á mér, minna á mig, og mér fannst það sjálfsagt. Ég leyni því hins- vegar ekki að innst inni dreymir mig um persónulegri samskipti kjósenda og frambjóðenda en nú er orðið. Samband þessara aðila verður að byggjast á trausti og það næst aldrei betur en milliliðalaust. Auglýsingar frambjóðenda eru í rauninni aðeins til þess fallnar að breikka bilið hér á milli. Og er ekki á það bæt- andi. Við verðum að hafa það í huga að þetta er lítið samfélag sem við búum í. Samstaðan er mikils virði. Ég held að það færi margt betur ef við reyndum að komast aðeins nær hvert öðru." Árni Sigfússon vann góðan sigur í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins fýrir komandi borgarstjórnarkosningar. Kjörið var um helgina og lenti Árni f sjöunda sæti, langtum ofar en menn áttu von á, þar sem þetta er í fyrsta sinn sem hann fer fram fyrir flokkinn. í viðtali við DV, að úrslitun- um Ijósum, sagðist Árni vera fulltrúi „sveiflukenndrar" frjálshyggju. Það orðalag höfðum við hér á HP aldrei heyrt áður, og slógum þess- vegna á þráðinn til þessa verðandi borgarfulltrúa. UÓSMYND JIM SMART HELGARPÓSTURINN 3

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.