Helgarpósturinn - 28.11.1985, Qupperneq 4

Helgarpósturinn - 28.11.1985, Qupperneq 4
„HÉLDU ÁFRAM TIL AÐ BJARGA I ANDLITINU“ SEGIR GUNNAR ANDERSEN ■ UM FORRÁÐAMENN HAFSKIPS B ■■■■eftir Halldór Halldórsson myndir Jim Smart Gámar, sem Hafskip er með á leigu: Uppgjörið vegna leigunnar, sekta og glataðra gáma gæti orðið dýrt. Helgarpósturinn hefur kannaö heildarskuldastöðu Hafskips og kemur þá í Ijós, að skuld fyrirtœkis- ins er ekki einvörðungu þœr 760 milljónir króna, sem Útvegsbankinn hefur ábyrgzt fyrir félagið, heldur er um að tefla helmingi hœrri fjárhœð, sem leggst á Hafskip, þegar það verðurgert upp. Alls mun hér um að ræöa u.þ.b. einn og hálfan milljarö króna eða því sem nœst 30—35 milljón dollurum. Ofan á Útvegs- bankaskuldina bœtast um 800 millj- ónir króna. Hingað til hafa menn einblínt á beinar og óbeinar skuldir Hafskips við Útvegsbankann. Fyrir liggur, að heildarskuldin þar er 760 milljónir króna og nema skuldir til bankans umfram eignir því a.m.k. hálfum milljarði króna. En það er fleira, sem er á skulda- skrá Hafskips. Þar ber fyrst að nefna tapið á Norður-Atlantshafssiglingunum. Samkvæmt upplýsingum Helgar- póstsins nam tapið á hverri hring- ferð að meðaltali um 150 þúsund dollurum, en alls hafa þessar ferðir verið fjórar í mánuði lengst af. Þannig hefur mánaðarlegt tap á Norður-Atlantshafssiglingunum numið 600 þúsund dollurum í hverj- um mánuði. Siglingarnar hófust formlega 15. október í fyrra og fyrst í stað voru færri skip í ferðum. Okk- ur reiknast þannig til, að í heild hafi Hafskip tapað sem næst 7 milljón dollurum á þessu ævintýri eða um 300 milljónum króna. Þá munu erlendar viðskiptaskuld- ir Hafskips vegna uppskipunar, af- greiðslu, benzín- og olíukaupa, vista o.s.frv. vera á bilinu 3—4 milljónir dollara í Evrópu og annað eins í Bandaríkjunum eða alls 6—8 millj- ónir dollara. Loks er svo að nefna kostnað vegna allra þeirra gáma, sem Haf- skip hefur á leigu. Ragnar Kjartans- son hefur sagt, að þeir séu á milli 5—6 þúsund talsins. Þar af eru að minnsta kosti 200 týndir og sumir segja þá enn fieiri. Vegna þessara gáma þarf Hafskip Gunnar Andersen: Björgólfur staðfesti tap á Trans-Atlantic I desember I fyrra. að greiða hátt í eina miiljón dollara. Kostnaður vegna týndra hjólastella getur orðið um ein milljón dollara. Viðgerðarkostnaður á hvern gám getur hlaupið á 300 til 500 dollurum og í heild getur viðgerð því kostað um 2 milijónir dollara. Loks kemur svo til greiðslu á sekt- um, ef gámaleigusamningar eru rofnir. Allir gámar Hafskips eru leigðir til ýmist 3ja eða 5 ára og skili Hafskip gámunum nú, aðeins einu ári eftir að fyrstu gámarnir voru teknir á leigu, þá þarf Hafskip að greiða 400 dollara í sekt á hvern gám. Samtals gæti þessi tala numið um tveimur milljónum dollara. Ef skuldir í höfnum, tapið á Trans Atlantic, og gámadæmið er lagt saman, þá er niðurstöðutalan hátt í 20 milljón dollarar, eða yfir 800 milljónir króna. í heild hljóðar því skuldadæmið og fjárhagsskuldbindingar alls uppá um 1,6 milljarð króna, eða helm- ingi hærri upphæð og vel það en al- mennt hefur verið rætt um í sam- bandi við skuldamál Hafskips. En lítum á Norður-Atlantshafssigl- ingarnar, vonarpeninginn fræga. NORÐUR-ATLANTS- HAFS-BLEKKINGIN f viðtali við Styrmi Gunnarsson ritstjóra Morgunblaðsins i janúar á þessu ári lýsti Ragnar Kjartansson þessum siglingum sem helzta von- arpeningi Hafskips hf., í skýrslunni „A krossgötum", sem var áróðurs- plagg stjórnar Hafskips til væntan- legra hluthafa var sagt, að þessi sigl- ingaleið hefði skilað hagnaði frá upphafi, gróðinn af þessum sigling- um myndi nema 10% af veltu og beinu siglingarnar myndu rétta fé- lagið við og leysa öll vandamál fé- lagsins. Allt hefur þetta reynzt rangt og það sem verra er: í desember stefndi Hafskip í þrot og forráða- menn Hafskips sögðu við Útvegs- bankastjórnina, að ekki væri rétt- lætanlegt að halda áfram. Þess vegna hófust viðræður við Eimskip um yfirtöku strax í desember í fyrra. RAGNAROG BJÖRGÓLFUR VISSU HVERT STEFNDI í FYRRA Helgarpósturinn hefur heimildir fyrir því úr innsta kjarna Hafskips, að um áramótin síðustu hefðu þeir Björgólfur Guðmundsson forstjóri og Ragnar Kjartansson verið búnir að gera sér grein fyrir því, að fyrir- tækið væri komið á hausinn. Upp risu deilur á milli þeirra Björgólfs og Ragnars og mun Ragnar hafa verið ákveðinn í því að hætta hjá Haf- skipi. Áður hafði komið til tals, að hann yrði aðstoðarmaður Alberts Guðmundssonar fjármálaráðherra, en öflugir sjálfstæðismenn munu hafa komið í veg fyrir það. Hvað um það. Ekki varð af því, að Ragnar hætti. A þessum tíma viðurkenndi Björgólfur í samtölum við menn innan fyrirtækisins, að Norður- Atlantshafssiglingarnar gengju illa og það væri dúndrandi tap á þeim, eins og hann orðaði það. „Það er gíf- urlegt tap á þessum siglingum og þú veizt það,“ sagði Björgólfur við starfsbróður sinn í desember. Þessi starfsbróðir hans var Gunnar And- ersen fyrrum forstjóri Cosmos í New York. „Þeir Björgólfur og Ragnar gerðu sér hins vegar grein fyrir því, að ef málið yrði lagt svona á borðið, þá væru þeir báðir búnir á Islandi sem ungir og vaxandi bissnessmenn. Þess vegna ákváðu þeir að falsa skjöl og blekkja hluthafa og ná þannig í nýtt hlutafé til þess að reyna að halda þessu gangandi eins lengi og mögulegt væri,“ segir Gunnar Andersen rekstrarhagfræð- ingur. Þessi frásögn kemur heim og sam- an við þá staðreynd, að snemma í janúar tilkynntu þeir félagar banka- stjórn Útvegsbankans að umræðum við Eimskip hefði verið hætt vegna þess, að málið væri ekki nógu „þroskað", eins og þetta er orðað í skjölum, sem HP hefur undir hönd- um. Bankastjórnin virðist hafa tekið þetta gott og gilt en jafnframt gert kröfu um hlutafjáraukninguna upp á 80 milljónir, sem gengið var frá í febrúar. En forsendur þeirrar aukn- ingar voru byggðar á blekkingunni um gott gengi Norður-Atlantshafs- sigiinganna. Þeim ósannindum var haldið að þjóðinni í Morgunblaðinu, að hluthöfum í plagginu „Á kross- götum“ og víðar. Og vitanlega fékk starfsfólkið ekkert að vita fremur venju. VILDU EKKI VIÐURKENNA RÉTTAN KOSTNAÐ Lítið dæmi um þessa blekkingu alla er frásögn Björgvins Björgvins- sonar fyrrum starfsmanns hjá Haf- skipsskrifstofunni í New York, sem var rekinn fyrir að hafa verið meint- ur heimildarmaður að fyrstu grein Helgarpóstsins um málefni Haf- skips. Hann sagði í símtali við HP: „Hérna úti kom það í minn hlut að gera upp ferðir skipanna sam- kvæmt reikningum og niðurstöð- urnar sendi ég svo heim á aðalskrif- stofuna. Og það brást nánast aldrei, að ekki hringdi einhver í mig úr fjár- máladeildinni eða rekstrardeildinni eða þá sérlegur aðstoðarmaður for- stjóra Þorvaldur Bergmann Björns- son með kvartanir um, að kostnað- urinn væri alltof mikill. Og þegar ég svaraði því til, að kostnaðurinn væri nú samt svona hár samkvæmt reikningum, þá var viðkvæðið alltaf það, að kostnaðurinn væri miklu hærri en „Baldvin (Berndsen for- stjóri Hafskips USA) var búinn að lofa". Síðan var þessum tölum breytt og kostnaðurinn færður eitthvað annað," segir Björgvin Björgvins- son, sem varð fyrstur manna til þess að missa vinnu sína hjá þrotabúinu Hafskipi. Við spurðum Gunnar Andersen að því hvernig Útvegsbankinn hefði átt að komast að því, að það væri verið að blekkja hann? „Hafskip er einn af stærstu við- skiptavinum bankans og vitanlega átti bankinn að gera sjálfstæða út- tekt á þessum málum, fara ofan í bókhaldið, sökkva sér niður í þessar áætlanir, og þá hefðu þeir séð, að kostnaðarliðirnir gætu ekki staðizt. Þetta hefði í raun verið mjög ein- falt," sagði Gunnar Andersen. /7bankinn brást GJÖRSAMLEGA'' Því má skjóta hér inn í, að ná- kvæmlega þetta var gert á skrifstof- um Hafskips USA. Þetta verk unnu þeir Björgvin Björgvinsson og Finn- bogi Gíslason og þeir sýndu fram á, að það væri ekki hægt að reka þetta með hagnaði. En það var ekki hlust- að á þá. „Útvegsbankinn virðist ekki hafa mannskap, sem býr yfir nauðsyn- legri þekkingu til að fara yfir svona hluti, vinnubrögðin eru ákaflega viðvaningsleg og í rauninni er um ófyrirgefanleg afglöp að ræða hjá bankanum. Bankinn hefur brugðizt gjörsamlega," sagði Gunnar Ander- sen. í ræðu Alberts Guðmundssonar fyrrum fjármálaráðherra, fyrrum stjórnarformanns Hafskips og fyrr- um formanns bankaráðs Utvegs- bankans í umræðum utan dagskrár um Hafskipsmálið/Útvegsbanka- málið sagði hann, að tekinn hefði verið upp sá siður að Axel Kristjáns- son aðallögfræðingur Útvegsbank- ans hefði heimsótt Hafskipsskrif- stofurnar einu sinni í viku í nokkur ár og heimsóknum hans mun hafa fjölgað mjög á þessu ári. Þá sat hann einnig stjórnarfundi og fylgdist á annan hátt með fyrirtækinu. Hvað sem þessum heimsóknum líður og sýnilegu gagnsleysi þeirra breytir það engu um ábyrgð bankastjórnar Útvegsbankans, sem virðist hafa trúað öllu, sem að henni var rétt. Áður en til Norður-Atlantshafs- siglinganna kom mun Útvegsbank- inn hafa verið búinn að átta sig á því, að hann lægi illa í því og í upp- siglingu væri meiri háttar hneyksli. Þess vegna kann það að vera skýr- ing á afstöðu Útvegsbankamanna, að þeir hafi gripið hugmyndir og áætlanir Hafskipsmanna um Trans Atlantic fegins hendi sem hugsan- legt björgunarnet. Og ekki sakaði, að Hafskipsmenn voru búnir að kynna bankastjórninni 20 milljón króna hagnað skömmu áður, sem hefur sjálfsagt kveikt vonarneista í brjóstum bankastjórnarmanna. Gallinn var bara sá, að þessar tölur og áætlanir voru rangar og senni- lega falsaðar. „Það er alveg greinilegt, að for- ráðamenn Hafskips voru búnir að sýna Útvegsbankanum falsaðar skýrslur, sem sést bezt á því, að Björgólfur var búinn að staðfesta við mig, að það hefði verið tap á þessum Norður-Atlantshafssigling- um frá upphafi. Það vissu það allir, sem nálægt þessu komu í fyrirtæk- inu,“ segir Gunnar Andersen. 4 HELGARPÖSTURINN

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.