Helgarpósturinn - 28.11.1985, Síða 6

Helgarpósturinn - 28.11.1985, Síða 6
INNLGND YFIRSÝN Fimmtudagurinn 21. nóvember fyrir réttri1 viku var ósköp venjulegur dagur í íslenskri dagblaðaútgáfu. Þá komu út sex dagblöð sem endranær, samtals 192 síður. Helgarpóst- urinn er reyndar blað fimmtudaganna þann- ig að vel má bæta hans 32 síðum við töluna. Þá lætur nærri að þennan dag hafi verið brotin um ein síða á hvert þúsund lands- manna. Það þarf ekki einu sinni að athuga hvort það er heimsmet! Nú er það svo að fimmtudagarnir eru engir sérstakir útgáfudagar hjá íslensku pressunni. Miklu fremur legst þungi hennar á helgarn- ar, en þá eru menn vanir því að sjá ekki mott- una undir lúgunni fyrir blöðum. Ef menn hinsvegar bregða sér bæjarleið og eru að heiman, segjum í viku og kaupa öll dagblöð- in, væri bunkinn sennilega orðinn meiri en svo að hann þekti aðeins mottuna. 1 síðustu viku voru brotnar um rétt rúmlega þúsund síður af íslenskum dagblöðum, 1020 ná- kvæmlega. Árið 1985 má búast við því að blaðsíðu- fjöldi dagblaðanna okkar verði eitthvað í kringum 57 þúsund talsins, þau eru sex sem fyrr segir og heita í stærðarröð, Morgunblað- ið, DV, NT, Þjóðviljinn, Dagur og Alþýðublað- ið. í viku hverri bætast svo landsmálablöðin við og barasta þau sem koma út vikulega gefa okkur samanlagt um tíu þúsund blað- síður á ári. Hér er Helgarpósturinn meðtal- inn, svo og Vikan. Ef öll tímaritaútgáfan er síðan tekin inn í þetta dæmi — á ársgrund- velli eins og svo flott er að segja — gerist til- veran flóknari... Eftir því sem næst verður komist eru um þessar mundir gefin út eitthvað á hundrað- asta og fjórða tug tímarita í landinu, en þá er aðeins tekið tillit til þeirra rita sem koma út reglulega. Útgáfutíðni íslenskra tímarita er ákaflega misjöfn eins og gengur, en þegar að er gáð nálgast hún töluna 3 á ári, sem gerir sinnum 140 nákvæmlega 420 tímarit á ári. Og blaðsíðufjöldi að meðaltali rétt innan við fjörutíu síður í riti, gefur okkur síðustu for- senduna fyrir því að samtals sé blaðsíðufjöldi íslenskra tímarita á ársgrundvelli nálægt 17 Ekki þrátt fyrir, heldur vegna þess að upp- gangur sjónvarps, út- varps og myndbanda er mikill, hefur blaða- og tímaritaútgáfa aukist! Lesefni og ljósvakamiðlar styðja hvert annað þúsund eintökum. Þannig er hægt að komast að því að íslend- ingum er boðið upp á um það bil 85 þúsund blaðsíður af blaða- og tímaritaefni á hverju ári. Spurningin er síðan vitaskuld þessi: Er þetta eitthvað lesið? Svarið er já. Sú stað- reynd er furðuleg en engu að síður óvefengj- anleg að þrátt fyrir gríðarlegan uppgang miðla á borð við sjónvarp, útvarp og mynd- bönd á allra síðustu árum, hefur íslenskt les- efni aukist að miklum mun á sama tíma: Blaða- og tímaritaútgáfa hefur aldrei verið öflugri. Og það sem meira er; aldrei verið flottari. Mönnum kann að virðast þetta vera öfug- mæli. Ljósvakamiðlarnir hljóti að rýra hlut- deild lesefnis í frítíma fólks. Staðreyndin er samt þessi: Við uppgang nýju miðlanna virt- ist sem þeir gömlu reyndu að brjóta þessa fjölmiðlabyltingu á bak aftur en það var stutt viðspyrna, smám saman fóru blöð og tímarit að reyna að nýta sér þessa nýju miðla til þess að auka lestraráhuga fólks. Nú er svo komið að þessir fornu fjendur — ljósvaka- miðlarnir og lestrarefnið — spila hver á ann- an. Þeir vísa hver til annars í uppsetningu/ framsetningu og efnisvali. Þetta kemur kannski hvað gleggst fram í auglýsingum. Auglýsingar okkar daga benda skoðanda gjarnan á að skoða sig jafnframt í hinum miðlinum. Auglýsendur sveifla sér á milli sjónvarps og blaða og læða því smám saman að fólki að það sé nú eiginlega nauðsyn að nota þessa miðla samtímis. Auglýsendum hefur tekist þetta: Æ fleiri standa sig að því að kíkja í blaðið sitt milli þess sem horft er á sjónvarpið ellegar hlustað á útvarpið. Þessir miðlar eru þannig notaðir samtímis, enda er það líka orðið svo, að þeir bakka hvern ann- an upp. Þetta, ásamt auknum frítíma fólks, hefur gert það að verkum að lesefnið hefur ekki látið undan sívaxandi þunga ljósvakamiðl- anna. Þessi aukni frítími felst ekki aðeins í styttri vinnutíma en áður, heldur líka færri heimilisstörfum, sem stafar af færri börnum að annast, meiri sjálfvirkni í heimilishaldi og til dæmis minna ryki en áður — þar sem allt er nú malbikað — og afþurrkun þannig sjaldnar nauðsynleg! Sú staðreynd, að les- efni og ljósvakamiðlarnir styðja hvert annað — en grundvöllurinn fyrir því að svo getur verið er meðal annars þessi aukni frítími — hefur haft afdrifaríka afleiðingu fyrir blaða- mennskuna sem fag. Og á eftir að hafa mikil áhrif, sérstaklega á íslandi. Þetta sést kannski best með því að kíkja aðeins yfir álinn og alla leið til vesturheims. eftir Sigmund Erni Rúnarsson Þar hefur þróunin gengið hvað lengst í þess- um gagnkvæma stuðningi miðlanna. Það ásamt afleiðingunni, breyttri blaðamennsku, kristallast í stærsta smelli bandarískrar blaðaútgáfu á síðustu árum: USA Today. Það blað var mjög skipulega byggt upp með það fyrir augum að það sé lesið og þó miklu frem- ur bara skoðað fyrir framan sjónvarpið elleg- ar með heyrnartól útvarps eða græja á eyr- unum. USA Today er í reyndinni sjónvarp í blaðaformi. Texti þess er næsta enginn. Sem fyrr segir skoða menn blaðið miklu fremur en að lesa það. Meginhluti efnisins er grafísk- ur; byggist á myndefni, teikningum, jafnvel línuritum frekar en texta til að útskýra hvað verið er að fara á síðunum. Fjölmiðlafræðingar þykjast sjá þessa þró- un á frumstigi hér heima. USA Today-stíllinn sé á leiðinni. í raun og veru sé ekki útlit fyrir annað en að blaðamennska sem fag bakki fyrir allskonar skrumi og glimmeri. Móttóið verði, minni alvara, meira grín. Almennt kæruleysi eigi eftir að einkenna blaða- mennskuna eins og allt annað. Glannaskap- urinn sé ákveðin vörn við ákveðnu vonieysi í þessum darraðardansi. Menn eru farnir að taka eftir þessu á íslandi. Fyrirsagnir og full- yrðingar fjölmiðla eru orðnar miklu æsilegri en áður. Annars næst ekki athygli fólks. Og án athygli lifir enginn fjölmiðill. Þessi glannaskapur hefur og leitt til þess, að því er mönnum sýnist, að gæði lesefnis hafa minnkað. Meira er hugsað um magn, fleiri síður, þó ekki sé nema vegna þess að æ meira pláss þarf í hverju blaði til að koma fyr- ir auglýsingum svo útgáfan standi undir sér. Lesendur taka þessu hinsvegar ekki svo al- varlega. Fólk virðist vera orðið mjög um- burðarlynt gagnvart slælega unnu efni. Það sættir sig altént við það innan um. Kröfurnar hafa minnkað, að minnsta kosti að því leyti að fólk tekur meira eftir umbúðum efnisins en innihaldinu þegar og ef það langar að kaupa það. Lífið glansar á ytra borði. Það endurspegla fjölmiðlarnir. ERLEND YFIRSYN Paul Keating fjármálaráðherra kom á kjarasáttmála og hag- vexti í blóma. Haftaslátrun kratastjórnar leysir Ástralíu úr kreppu Á fimm missera stjórnajferli hefur stjórn Verkamannaflokksins í Ástralíu tekist að snúa hnignandi atvinnulífi í einhvern blóm- legasta hagvöxt sem nú þekkist í iðnvædd- um löndum. Þetta hafa áströlsku kratarnir einkum afrekað með tvennu móti. Annars vegar hafa þeir komið skikki á óstýrilát og uppivöðslusöm verkalýðsfélög. Hins vegar hafa þeir snúið baki við hafta- og verndar- stefnu hægri stjórnarinnar sem á undan fór, bæði í atvinnurekstri og á fjármagnsmark- aði. Munurinn á Bob Hawke, ungum og álitleg- um foringja Verkamannaflokksins, og Mal- colm Fraser, fyrirrennara hans í forsætisráð- herraembætti, átti sinn þátt í stjórnarskipt- um í mars 1983. Fraser hafði byggt langan valdaferil sinn á gamaldags sérhagsmuna- pólitík og þar að auki Ient í illdeilum við fé- laga sína í Frjálslynda flokknum upp á síð- kastið. En það sem reið baggamuninn var að atvinnuleysishlutfall og verðbólguhraði í Ástralíu höfðu undir hans stjórn komist í tveggja stafa tölur, sem fóru ískyggilega hækkandi. Kjósendum fannst rétt að lofa vinstrimönnum að spreyta sig. Aðalhöfundur efnahagsstefnu Verka- mannaflokksins í kosningunum, fjármála- ráðherra og næstráðandi í ríkisstjórn við Hawke forsætisráðherra, er Paul Keating. Hann var á ferð í London um daginn, og lýsti þá við Coliri Chapman frá International Herald Tribune fyrirlitningu á peninga- magnsstefnu frú Thatcher og hennar nóta. Chapman er á því, eftir úttekt á árangri Ástralíustjórnar í efnahagsmálum, að Keat- ing hafi efni á að hrækja hraustlega. Við stjórnarskiptin 1983 ríkti ófriður á vinnumarkaði í Ástralíu. Verkalýðsfélögin háðu kjarakapphlaup með tíðum verkföll- um. Nýju stjórninni vildi til happs, að sumir illskeyttustu verkalýðsrekendurnir urðu uppvísir að mútuþægni, fjárdrætti og aðild að skipulagðri glæpastarfsemi. Samkomulag náðist við verkalýðsforustuna um tveggja og hálfs árs samning um vinnufrið og kaup- hækkanir verulega undir hækkun fram- færslukostnaðar. í staðinn tók ríkisstjórnin til óspilltra mál- anna að ná niður samtímis atvinnuleysi og verðbólguvexti. Það hefur henni heppnast svo vel, að verkalýðsforustan hefur ákveðið að endurnýja til tveggja ára samkomulagið um vinnufrið og markaða kjarastefnu út það tímabil. Kjarasáttmálinn sem Keating kom á ætlar því að endast hálft fimmta ár. Fjárlagaárið sem lauk 30. júní 1983, eftir ársfjórðungs stjórnarsetu Verkamanna- flokksins, varð samdráttur í ástralskri þjóð- arframleiðslu sem nam 1,2%. Tveim árum síðar, fjárlagaárið sem lauk á miðju sumri í ár, var hagvöxtur utan landbúnaðar hjá Áströlum 5%. Á sama tíma hefur hlutfall at- vinnulausra lækkað úr 11,5% í 7,9%, sam- tímis því að fjölgun á vinnumarkaði varð meiri en um getur, við að fjölmennir árgang- ar komust á starfsaldur. Ástralíustjórn getur því státað af að hafa síðustu tvö og hálft ár haft forustu í hópi allra iðnvæddra ríkja, þeg- ar um er að ræða myndun nýrra atvinnu- tækifæra að tiltölu við fólksfjölda. Hagvaxtaraukningin og fjölgun atvinnu- tækifæra hefur ekki aðeins náðst með vinnu- friði og ströngum kjarasáttmála, þar kemur ekki síður til skjalanna aukið frjálsræði í at- vinnurekstri og á fjármagnsmarkaði ásamt ráðstöfunum til að beina f jármagni í atvinnu- starfsemi frekar en fasteignakaup eða neyslu. Sópað hefur verið burt höftum sem hægri stjórn Frasers hélt í dauðahaldi. í orði kveðnu áttu höftin að vernda áströlsk fyrir- tæki fyrir erlendri samkeppni, í raun skekktu þau markaðsaðstöðu í þágu sér- hagsmunahópa og sköðuðu samkeppnisað- stöðu ástralskra atvinnuvega í heild á heims- markaði. Gjaldeyrishömlum hefur verið aflétt og gengi ástralska doliarans látið fljóta. Til að auka aðstreymi fjármagns hefur erlendum bönkum verið heimilað að starfa í Ástralíu með öllum sömu réttindum og innlendum bankastofnunum. Sama máli gegnjr um tryggingafélög og verðbréfamiðlara. Síðast en ekki síst hefur verið fellt niður það skil- yrði fyrir erlendri fjárfestingu í áströlskum atvinnuvegum, að sá erlendi aðili sem kaupa vildi ástralskt fyrirtæki eða stofna nýtt í land- inu, skyldi lýsa eftir áströlskum samstarfsað- ila um reksturinn. Þetta var innstreymi er- lends framkvæmdafjármagns nær óyfirstíg- anleg hindrun, því erlendu fyrirtækin urðu eftir Magnús Torfa Ólafsson að birta áform sín fyrirfram og fyrirgerðu þar með eðlilegri samkeppnisaðstöðu. En fjármagnseigendur og atvinnufyrir- tæki hafa orðið að taka á sig kvaðir, hlið- stæðar þeim sem samtök launþega búa við. Takmörk hafa verið sett verðhækkunum, leigugjaldi og arðgreiðslum fyrirtækja til fjármagnseigenda. Skattalögum hefur verið breytt á þann hátt, að hverskonar fríðindi eigenda og stjórnenda fyrirtækja, til að mynda forstjórabílar, eru ekki lengur frá- dráttarbær frá skatti. Markmiðið er að örva sem mest fjárfestingu í framleiðslustarfsem- inni sjálfri. Niðurstaðan af öllu þessu er meiri arðsemi en áður hefur þekkst í áströlsku at- vinnulífi. Á síðasta ári nam arður skráðra fyrirtækja 15% af þjóðartekjum. Keating, fjármálaráðherra í Verkamanna- flokksstjórn, er harðánægður með hvernig til hefur tekist. Arður fyrirtækjanna er í hans augum besta tryggingin fyrir að ríkisstjórnin sé komin á rekspöl með það ætlunarverk sitt, að gera vöruvinnslu og þjónustu að vaxt- arbroddi og meginstoð ástralsks atvinnulífs. Frumframleiðsla í landbúnaði og námu- greftri er miklu háðari verðsveiflum á heims- markaði en úrvinnsla og þjónustustarfsemi. Sömuleiðis hefur kratastjórnin gætt þess vandlega að óhóflegur vöxtur í opinberri þjónustu sé ekki einkageiranum fjötur um fót. Síðan hún tók við völdum hefur vinnandi fólki í Ástralíu fjölgað um átta af hundraði. Fjórir fimmtu af fjölguninni eru hjá fram- leiðslu og þjónustu í einkarekstri, aðeins einn fimmti hjá opinberum aðilum. Afleiðingar af gengislækkun ástralska dollarans um 20% gagnvart þeim banda- ríska er helsta „vandamálið sem Ástralíu- stjórn á enn eftir að ráða fram úr. Efnahags- sérfræðingur Frjálslynda flokksins heldur því fram, að verðbólga komist aftur upp í tveggja stafa tölu, þegar hækkun innflutn- ingsverðs af völdum gengislækkunarinnar kemur að fullu fram á innanlandsmarkaði. Keating er á öðru máli. Hann staðhæfir að bætt samkeppnisaðstaða ástralskrar fram- leiðslu vegi þyngra, það tryggi kjarasáttmál- ann við verkalýðshreyfinguna. 6 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.