Helgarpósturinn - 28.11.1985, Qupperneq 10

Helgarpósturinn - 28.11.1985, Qupperneq 10
HP HELGARPÓSTURINN Ritstjórar: Ingólfur Margeirsson og Halldór Halldórsson Blaðamenn: Edda Andrésdóttir, Jóhanna Sveinsdóttir og Sigmundur Ernir Rúnarsson Útlit: Jón Óskar Hafsteinsson Ljósmyndir: Jim Smart Handrit og prófarkir: Magnea J. Matthíasdóttir Útgefandi: Goðgá h/f Framkvæmdastjóri: Hákon Hákonarson Auglýsingar: Steinþór Ólafsson Dreifing: Garðar Jensson (heimaslmi: 74471) Afgreiðsla: Berglind Björk Jónasdóttir Ritstjórn og augiýsingar eru að Ármúla 36, Reykjavík, sími 8-15-11. Afgreiðsla og skrifstofa eru að Ármúla 36. Sími 8-15-11 Setning og umbrot: Leturval s/f Prentun: Blaðaprent h/f Áþyrgð an abyrgðar Hin mikla umræða, sem orð- ið hefur að undanförnu um fjár- hagsvandamál Hafskips og meðfylgjandi Útvegsbanka- mál, hefur vakið marga til um- hugsunar um þá gífurlegu ábyrgð, sem hvílir á bankastjór- um, einkum þeim er hafa lánað ríflega í erfiðan eða vonlausan atvinnurekstur. Nú blasir gjaldþrot við Haf- skipi og því fylgir atvinnuleysi starfsmanna fyrirtækisins. Þessi hópur hefur verið illa leik- inn af þeim, sem hafa reynt að þagga vandamál fyrirtækisins niður, því með þögn um stað- reyndir málsins en því meiri málgleði um lygaburð og at- vinnuróg Helgarpóstsins, hafa forráðamenn Hafskips vakið falskar vonir í brjóstum starfs- manna, sem nú skýra frá því, að þeim hafi aldrei verið skýrt frá staðreyndum málsins á vett- vangi fyrirtækisins. Og ekki bætir úr skák, þegar því er haldið fram, að gjald- þrota félaginu hafi verið haldið á floti vegna persónulegs metn- aðar stjórnenda þess. Þannig hafa ungir framapotarar í raun verið að „leika" sér að framtíð starfsmannanna. En ábyrgðin liggur víðar. Hún er og hefur verið í höndum bankastjórnar Útvegsbankans. Bankastjórarnir reyndust ekki starfi sínu vaxnir og féllust á áætlanir Hafskipsmanna, sem voru rangar af ásettu ráði. Bankastjórnin fór ekki í saum- ana á gögnum Hafskips heldur skrifaði upp á ábyrgðir vegna erlendra lána, eins og ekkert hefði í skorist. Með þessu hélt Útvegsbank- inn lífi í fyrirtæki, sem komið var í þrot. Og vitanlega átti bankinn að vita hvað hann var að gera. En svo virðist ekki vera og nú eru bankastjórarnir komnir í sömu spor og efnilegu bissnessmennirnir hjá Hafskipi með ríkisábyrgðina á kapítal- ismanum sínum. Bankastjór- arnir eru farnir að gefa ranga hluti ískyn. Þeir segja e.t.v. ekki beint ósatt, en þeir reyna að fegra mynd sína sem mest þeir mega. Og þótt eftirlitsstofnunin (?) bankaráðið sitji fundi og biðji um upplýsingar og taki þátt í málinu nú, þá virðast þeir menn einkum líta á það sem hlutverk sitt að hlífa bankastjórunum sínum. Þetta er gert í skjóli banka- leyndarinnar. Og þetta er gert í skjóli nafni samtryggingar stjórnmálaflokkanna, sem eiga fulltrúa í bankaráðunum, þótt þeir séu ákaflega misjafnir. Þeir sem hér hafa verið nefndir gegna ábyrgðarstörf- um. Hins vegar er enginn látinn vera ábyrgur gjörða sinna. Þeg- ar kemur að þeim viðkvæma punkti er búin til skjaldborg, skjaldborg ábyrgðarleysisins. systkinunum. Baráttan var að sjálf- sögðu hörðust um efstu sætin og einkum milli Vilhjálms P. Vil- hjálmssonar og Magnúsar L. Sveinssonar forseta borgarstjórn- ar sem báðir börðust um 2. sætið. Endalokin urðu þau að Magnús bar sigur úr býtum og Vilhjálmur lenti í 5. sæti sem er reyndar stökk upp á við, því áður var hann í 8. sæti. Það hafði mikil áhrif á slag þessara tveggja manna að nafnkunnir sjálf- stæðismenn sendu lokað bréf til allra flokksmanna skömmu fyrir prófkjörið og hvöttu menn að kjósa Magnús L. í annað sæti vegna þess að það væri mjög mikilvægt að for- seti borgarstjórnar kæmi sterkur út úr prófkjörinu. Undir þessa yfirlýs- ingu rituðu átta manns og þar á meðal Birgir ísleifur Gunnars- son, Ingibjörg Rafnar, Margrét S. Einarsdóttir og Sveinn H. Skúla- son.. . LAUSNÁ SKÁKÞRAUT 25. Lykilleikurinn 1. Hb3 er ljóm- andi snotur: 1. - Kxb3 2. Bdl 1. - b5 2. Ha3 1. - Ha5 2. Hb4 26. Byrjum á því að athuga hvað svartur gæti gert, ætti hann leik. Hróksleikir leiða til 2. Hd6 mát, biskupsleikir til Rf4 eða Rf6 mát, f6 eða f5 til Bg8 mát. Svartur á að- eins einn raunhæfan leik: 1. - c4. Við honum þarf að finna máthót- un. 1. Hba3! c4 2. H3a5 mát. 1. - ba3 2. c4 mát. Hin mátin eru óbreytt. MÚSIKFÓLK-TÓNUSTARNEMAR NÝ LEIÐ FYRIR ÞÁ SEM \AI\TIAR PÍÁNÓ LEIGA MEÐ KAUPRÉTTINDUM Heimsþekkt merki: Schimmel • Bluthner • Zimmermann • Förster • Rönisch • Hupfeid á þessum nýju kjörum: Leiðin sem við bjóðum hentar bæði til að kynnast vel hljóðfæri sem ætlunin er að eignast - og létta átakið sem til þess þarf. • Leigusamningur er gerður til a.m.k. 12 mánaða. • Verð hljóðfærisins er óbreytt allt leigutímabilið. • Leigutaki getur gert kaupsamning hvenær sem er á tímabilinu og fengið allt að 6 mánaða lei^u dregna frá kaupverðinu. • Mánaðarleigan er 2,2% af útsöluverði hljóðfærisins. MQLTÓ, Lampar8cglerhf Píanóstólar og bekkir ávallt í úrvali. Seljum og útvegum blásturs- og strengjahljóðfæri ásamt fylgihlutum frá Mittenwald í V.-Þýskalandi. Suðurgötu 3 Reykjavík Sími91-21830 10 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.