Helgarpósturinn - 28.11.1985, Page 17

Helgarpósturinn - 28.11.1985, Page 17
eftir Jónínu Leósdóttur mynd Jim Smart bandið hér á landi var stofnað sem andsvar við stofnun verkalýðsfélaganna, eins og sambæri- ieg samtök erlendis. Það var stofnað upp úr verkalýðsátökunum á fyrstu áratugum aldarinn- ar og skrifstofan hefur verið starfrækt alla tíð síðan. Auðvitað hefur margt breyst með árun- um. Starfsemin er öll orðin stærri í sniðum og samtökin öflugri. Þetta eru frjáls félagasamtök, andstætt því sem oft er gefið í skyn í fjölmiðlum, og á skrif- stofunni fer fram starf í þágu aðildarfélaga sam- bandsins. Við erum málsvarar þeirra út á við, bæði gagnvart stjórnvöldum og verkalýðshreyf- ingu, en ekki síst gagnvart almenningi. Við komum fram sem samningsaðili, en okkur er einnig ætlað að koma sjónarmiðum atvinnu- rekenda á framfæri við stjórnvöld og vinna hagsmunamálum frjáls atvinnurekstrar brautar- gengi á pólitíska sviðinu. Meginhluti starfsem- innar fer hins vegar í það að auðvelda fyrirtækj- um samskipti við starfsmennina með því að túlka kjarasamninga, aðstoða við uppbyggingu afkastahvetjandi launakerfa og koma á fram- leiðniaukandi aðgerðum af hvaða tagi sem er. Undanfarið höfum við reynt að víkka starfs- vettvang okkar og líta meira til framtíðarinnar. Við höfum horft til þess hver áhrif tæknivæðing- ar verða á íslenskt samfélag og hvar mannafla- þörfin verður á komandi árum og áratugum. Kannanir hafa verið gerðar á samsetningu vinnumarkaðarins, hvar vöxturinn er og hvar þarfirnar eru fyrir aukið vinnuafl. Þetta leiðir auðvitað tii rannsókna á námi og námsvali, en ég hef einmitt trú á því að þar sé starfsvettvang- ur okkar í auknum mæli í náinni framtíð. I nýlegri könnun á kynjaskiptingu í framhalds- skólum komu í ljós óhugnanlegar staðreyndir. Stúlkurnar sækja að mínu mati í allt of ríkum mæli í hugvísindagreinar og greinar, sem eru fyrst og fremst grundvöllur að opinberri þjón- ustu. Þær sækja síður inn í tæknigreinar eða greinar, þar sem augljóslega er skortur á vinnu- afli. En þar sem skortur er á vinnuafli, þar er hátt kaup!“ — Að vísu ekki í fiski, eöa hvaö? „Að vísu ekki í fiski, segir þú. Þar erum við aft- ur komin að hinum dýpri lögmálum efnahags- lífsins. Við stöndum nú einu sinni þannig með fiskvinnsluna, að hún sækir allar sínar tekjur í erlendri mynt og það sem ræður hennar tekjum í íslenskum krónum, er gengið." — Nú ertu farinn ad tala í klisjum, Þórarinn. „Já, um leið og maður er spurður svona spurninga, brjótast klisjurnar upp á yfirborðið. En við stöndum frammi fyrir þeim vanda að fisk- vinnslan getur ekki velt sínum launakostnaði út í verðlagið, eins og gerist t.d. í verslun og þjón- ustugreinum. Hún situr einfaldlega föst í sinni tekjuskiptingu á meðan aðrar greinar geta boð- ið betri kjör. En það hefur verið unnið gífurlega mikið starf í þessum málum í sumar, sem von- andi og væntanlega verður verða til þess að fisk- vinnslan getur boðið upp á betri kjör og vinnu- aðstöðu en áður. Fiskvinnslan mun að minnsta kosti næsta áratuginn halda áfram að vera okk- ar aðalútflutningsgrein, svo hér er um mjög mikilvægt mál að ræða.“ ÞORARINN V. ÞÓRARINSSON NÝRÁÐINN FRAMKVÆMDASTJÓRI VSÍ í HP-VIÐTAU — Á þingi verslunarmanna nú nýverid, kom í Ijós ad medallaun karla í verslunarstéttum eru um tíu þúsund krónum hœrri en hœsti umsam- inn taxi, en medallaun kvenna eru samsvarandi hœsta taxta, eda um þad bil þrjátíu þúsund krónur á mánuöi. Yfirborganir eru því augljós- lega afar algengar, bœði hjá verslunarmönnum og í öðrum stéttum. Eru þessir sleitulausu samn- ingafundir ekki eintómt plat og báðir aðilar ad eyða dýrmœtum tíma með þessu karpi? „Það verður nú alltaf þannig, að taxtarnir eru lágmarkstaxtar. Þeir endurspegla ekki endilega greitt kaup. Hins vegar er núorðið farið að muna óeðlilega miklu á taxtakaupi og greiddu kaupi í ýmsum starfsgreinum. Taxtinn er vísitala á miklu hærra kaup en við erum að ræða um. Við erum hins vegar frosnir fastir í kerfi yfirborgana, sem virðist ekki svo auðvelt að komast út úr. Það hafa verið gerðar tilraunir til þess að taka svokallaðar yfirborganir inn í taxta, en það hef- ur ekki tekist hingað til. Það er mjög erfitt að komast út úr þessu kerfi." MEÐ LAGERINN í HÖFÐINU Nú kom einnig í ljós á nýafstöðnu þingi versl- unarmanna, að í því launaskriði, sem verið hef- ur undanfarna mánuði, hallar mjög á konur. Laun þeirra hafa alls ekki hækkað til jafns við laun karla á þessu tímabili. Niðurstöður könnun- ar VR frá árinu 1979 sýna líka að yfirborganir í bíla- og varahlutaverslunum voru 64,5%, en í snyrti- og hreinlætisvöruverslunum voru yfir- borganir aðeins 3%. Við vitum hvernig kyn- skiptingin er í slíkum verslunum og því þótti mér við hæfi að spyrja: — Eru vinnuveitendur daglega að brjóta jafn- réttislögin? „Nei, það held ég ekki,“ svarar Þórarinn. „Að minnsta kosti ekki vísvitandi. En hefurðu komið inn í varahlutaverslun? Þar er um mjög sérhæfða starfsemi að ræða og mennirnir, sem þar vinna, þurfa að vera „með lagerinn í höfðinu". Þeir þurfa að kunna skil á ótrúlegum fjölda árgerða og bifreiðategunda og það skiptir viðskiptavininn gífurlega miklu máli að afgreiðslumaðurinn viti hvaða stykki eru til. Það getur munað því hvort sérpanta þarf hlut- inn og bíða eftir honum í margar vikur. Einnig getur það komið sér vel, ef viðkomandi maður veit að nota má varahlut úr annarri árgerð sé honum aðeins breytt örlítið. Það er verið að borga fyrir þetta.“ — Það er greinilegt, að þú þarft ekki mikið að notfœra þér þá þjónustu, sem fram fer í snyrti- vöruverslunum, ef þú heldur að enga sérþekk- ingu þurfi þar. „Þetta snýst einfaldlega um lögmál framboðs og eftirspurnar. Það er erfitt að fá menn, sem hafa þá hæfni til að bera að kunna skil á hinum ýmsu vélahlutum. Þeir eru ekki á hverju strái. Hins vegar þekki ég ekki stöðu mála í snyrti- vöruverslunum, það er rétt. En það er vissulega áhyggjuefni hvernig starfsvali kynjanna er háttað og því verður ekki breytt með lögum eða reglum. Því miður virðast stúlkur vera miklu seinni að átta sig á möguleik- um í því efni en strákar. Þeir eru miklu fljótari að hreyfa sig til eftir tækifærunum og eru t.d. í yfir- gnæfandi meirihluta í raftæknigreinum í Iðn- skólanum." — Koma tœknibreytingar á vinnumarkaðnum ekki til með að bitna meira á konum en körlum? „Jú, ef stúlkur halda áfram að sækja í sama nám og nú er. Vinnuveitendasambandið mun einmitt beita sér í upplýsingaherferð meðal skólanema á næstunni. Starfsemin hjá okkur hefur verið að þróast meira í þá átt að horfa til framtíðarinnar og næsta skref er það að fara að beita okkur meira innan skólakerfisins og gagn- vart unga fólkinu. Ekki til þess að predika yfir því um hvað það eigi að gera, heldur að fræða það um hvar möguleikarnir liggja. Enga unga manneskju getur langað til þess að fara út í nám, sem er grundvöllur að láglaunastarfi eða jafnvel engu starfi! Sjáðu bara hve mikil breyting hefur orðið á kynskiptingu innan kennarastéttarinnar á und- anförnum áratug eða svo. Strákarnir færa sig til eftir kjörunum." — Líta á sig sem fyrirvinnu! „Já, þeir gera það, en stelpurnar gera það ekki.“ FÓRNA EKKI MÉR NÉ FJÖLSKYLDU MINNI — Sumir vilja líta á framkvœmdastjóra VSÍ sem persónugerving þeirra afla í þjóðfélaginu, sem vilja halda verkalýðnum niðri í launum. Ertu að taka við mjög vanþakklátu starfi? „Það verða alltaf einhverjir, sem líta þannig á, og við því er ekkert að gera. Sumir vilja trúa því að hér sé um fullkomlega andstæð öfl að ræða, þ.e. verkalýðshreyfinguna og VSÍ, og þeir koma til með að líta á framkvæmdastjóra Vinnuveit- endasambandsins sem persónugerving hins illa. Eg kvíði þessu hins vegar ekkert." — En er tilhugsunin um ábyrgðina þrúgandi fyrir mann, sem aðeins er rúmlega þrítugur? „Þetta er áberandi staða, ein af þessum fjöl- miðlastöðum. Hins vegar er mjög fjarri því að sá sem þar er í forsvari, taki ákvarðanir einn og upp á sitt eindæmi. Við förum aldrei annað eða lengra en þangað, sem félagsmenn okkar vilja." — Er þá ekki von á neinum breytingum við þessi mannaskipti hjá Vinnuveitendasamband- inu? „Að sjálfsögðu hlýtur hver nýr stjórnandi að velja sér áherslur í daglegu starfi. Ég er þó ekki að koma í fyrsta skipti að þessum málum, þar sem ég hef starfað hjá VSÍ í fimm ár. Það verður ekki um neinar byltingar að ræða, heldur fram- hald á þeirri þróun, sem mótuð hefur verið und- anfarin ár.“ — Nú er einn af forverum þínum orðinn fjár- málaráðherra. Elur þú með þér draum um póli- tískan frama? „Nei, Ég hef gaman af því að fylgjast með póli- tík úr vissri fjarlægð, en ég myndi hvorki fórna mér né fjölskyldu minni á þann uppboðsmark- að, sem stjórnmálin eru hér á landi." — Hvað áttu við? „Stjórnmálamenn gegna vanþakklátu starfi, sem krefst þess að þeir fórni gjörsamlega sínu einkalífi, vegna þess hve tímafrekt það er. Einka- líf mitt er ekki hlutur, sem ég er tilbúinn til að fórna fyrir þetta. Stjórnmálamenn þurfa líka að sækja umboð sitt til kjósenda, sem þeir þurfa þess vegna að halda sífellt á sínu bandi. Það kann ekki góðri lukku að stýra. Ég hefði vissulega löngun til að vinna ákveðn- um málum brautargengi, en í því andrúmslofti, sem ríkir í stjórnmálum á íslandi, myndi það ein- faldlega verða of dýrkeypt." — Hefurðu þá ekkert starfað í pólitík? „Ég hef unnið lítillega innan Sjálfstæðisflokks- ins á undanförnum árum, er t.d. nýlega genginn úr stjórn hverfafélagsins hér í Vesturbænum." SENDILL Á ÞJÓÐVILJANUM — Mig grunar að þú hafir verið róttœkari á þínum yngri árum? „Minn bakgrunnur er vissulega á vinstri vængnum og fram yfir fermingu aðhylltist ég mína æskutrú. Ég starfaði meðal annars á Þjóð- viljanum. Þar var ég sendill í eitt eða tvö ár. Á árunum upp úr fermingu tók afstaða mín til lífsins og tilverunnar hins vegar breytingum og hefur haldist óbreytt síðan." — Var starfið á Þjóðviljanum fyrsta starfið þitt? „Fyrsta fasta starfið, já. Síðar meir gerðist ég sjálfstæður atvinnurekandi og vann þannig fyrir mér frá því í lok menntaskóla og fram að því að ég kom til Vinnuveitendasambandsins eftir lög- fræðinámið. Við vorum fjórir skólafélagar, sem stofnuðum hreingerningafyrirtæki í sameiningu og kölluðum það Þvottabjörninn. Félagarnir voru: Sigurður Helgason, fréttamaður hjá Ríkis- útvarpinu, Valgeir Pálsson, lögfræðingur, bróðir Þorsteins Pálssonar fjármálaráðherra, Ólafur ís- leifsson, hagfræðingur hjá Alþjóða gjaldeyris- sjóðnum í Washington. Á meðan skólabræður mínir gengu í sjóði Lánasjóðs íslenskra námsmanna, fór ég sem sagt mánaðarlega niður á Skattstofu til þess að greiða minn skerf til samneyslunnar." — Var það erfitt fyrir rúmlega 25 ára gamlan mann að koma til starfa sem lögfrœðingur VSÍ? Varstu tekinn alvarlega af hinum fullorðnari köppum í samningaviðrœðum? „Nei, í sjálfu sér var það ekki erfitt. Ég var svo lánsamur að koma strax inn í harðvítuga kjara- deilu, svo það var eins og að detta beint út í djúpu laugina. Ég skólaðist því afskaplega fljótt. Þar að auki þótti ég nú snemma fullorðinn og ef eitthvað er, þá hef ég heldur yngst með árun- um.“ Þegar hér var komið sögu, var reykjarmökk- urinn farinn að teygja sig langt útfyrir hús- bóndastólinn, tvær kaffikönnur voru tæmdar og óveðurshvinurinn utandyra var orðinn ógnvekj- andi á að hlýða. Forvitninni um náungann varð því ekki svalað frekar að sinni, enda fullvíst að fórnarlambinu fannst nóg að gert. Ég tók því saman mitt hafurtask og hvarf út í náttmyrkrið.

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.