Helgarpósturinn - 28.11.1985, Síða 18

Helgarpósturinn - 28.11.1985, Síða 18
Garðyrkjubóndi býður varning til sölu á bát sínum. HP Á FERÐÁLAG!! HIMALAJAFJÖLLUM FYLKIÐ SEM HEFUR VERIÐ BITBEIN INDLANDS OG PAKISTANS og myndir Bjarni Harðarson Islenskir kotbœndur trúöu því um aldir að ein- hvers stadar uppi í fjöllunum vœri grösugur dal- ur þar sem byggju útilegumenn. Stœrra, hraust- ara og merkilegra fólk sem hefði betra lífsviður- vœri en það sem þekktist niðri í sveitunum. Móg- úlarnir í Delhi vissu af svona dal uppi í Hima- lajafjöllum, þar sem moldin er frjósamari, veðr- áttan þægilegri, grasið grœnna og fólkiö sœl- legra. „Aðeins Kasmír“ voru andlátsorð Jehangirs mógúls sem skildi við einhvers staðar á leiðinni frá Delhi til Shrinagar. Árlega flúðu mógúlarnir óbœrilegan sumarhita Indlands yfir fjöll og firn- indi til þess að eyða sumrinu í þessum velsœld- ardal. Lestarkerfið endar við rætur Himalaja og það- an er 12 tíma stím með áætlunarbíl yfir 300 kíló- metra fjallveg. Vegurinn liggur í yfir 2000 metra hæð, gegnum sveitaþorp þar sem bæirnir raða sér í vegalausar snarbrattar brekkur, 50, 100 og sumstaðar áreiðanlega 200 metra ofan við veg- inn. Annars staðar jafnlangt fyrir neðan. Þó ein- hvers konar slitlag hafi verið lagt á veginn, þá er seinfarið. Víða eru u-beygjur fyrir angamjó nef sem skaga út í hyldjúpa dali. Ólafsfjarðarmúiinn kemur upp í hugann þegar snarbrattar skriður umlykja rútuna og vegurinn liggur á lítilli syllu þar sem skriðuföll hafa stolið þeim möguleika að tvö ökutæki megi mætast. Og ekki einasta vegagerðin glímir við sömu vandamál og heima. Landslagið á samsvörun við fjalllendið á Fróni. Árnar eru tæplega nema sprænur en flest annað stærra í sniðum en við eigum að venjast. Og þegar 200 kílómetrar eru að baki rennur rútubíllinn inn í Oddsskarð þeirra Indverja, — tveggja og hálfs kílómetra löng jarðgöng sem halda byggðinni handanvið í vegasambandi yfir vetrartímann. Við lesum í ferðahandbókum að handan við þessi göng blasi sjálfur Kasmírdalur við. En klukkan er eitt að nóttu og löngu komið svartamyrkur þegar okkur ber þarna að. ÞRÆTUGIRNI OG SKAPHEIFT Shrinagar, höfuðborg Kasmírfylkis er frá- brugðin borgum Indlands. Enda þótt landið hér lúti Delhi-stjórninni þá er héraðið ekki hluti af Indlandi frekar en Færeyjar af Danmörku. Kasmírfylki hefur allt frá skiptingu Indlands hins forna verið bitbein ríkjanna tveggja, Pakistan og Indlands. Aðeins fyrir fáum dögum lýsti Zia U1 Haq hershöfðingi því yfir að Kasmírfylki ætti að tilheyra Pakistan og á auðlindasnauðum jökli nyrst á landamærum ríkjanna hafa hersveitir ríkjanna drepið 100 úr hvoru liði síðustu þrjú eða fjögur misseri. Ibúarnir í Shrinagar eru lang- flestir, yfir 9 af hverjum 10, múhameðstrúar, 5% eru hindúar, nokkur þúsund Sikkar og innan við 100 kristnir. Borgarbúar eru eitthvað fleiri en 500 þúsund og sumir halda þjóðhátíðardag Pak- istana hátíðlegan, frekar en þann indverska. Húsin hérna eru evrópsk, með bárujárnsþök- um upp á íslenska vísu. Sumir hér virðast leggja meiri rækt við hús sín og híbýli heldur en við þekkjum annars í Asíulöndum. Fólk hér býr líka við vetrarríki. Snjórinn getur orðið vel ökkla- djúpur og gaddurinn farið í 15 gráður. Kasmír- búar eru álíka hörundsdökkir og Norðurindverj- ar en að öðru leyti frábrugðnir þeim. Fólk hér er evrópskara að líkamsburðum, vinnusamara og kannski ögn stærra. En Kasmírbúar eru líka þekktir fyrir þrætugirni og skapheift. Andstætt við sallarólega hindúa í Rajastan eða gúrúana í Gangesfljóti þá stóðu íbúar Shrinagar í hávaða- rifrildi daginn út og inn, slagsmálum þegar henta þótti og stundum datt manni í hug að gamlar kerlingar væru í þann veginn að særa hvor aðra ofan í jörðina. Það er eins og þessi tröllslegu fjöll, vatnsföll og óblíð veðrátta hafi mótað mannskepnuna hér. Eða höfum við það ekki heima á íslandi að Flóamenn og Landey- ingar hafa þótt heldur seinþreyttir til vandræða meðan Húnvetningar og Þingeyingar hafa ráðið yfir fádæma baráttugleði? En samanburðar- landafræði er annars varasöm fræðigrein. HÚSBÁTAR Ferðalangar fengu líka að kynnast kostum og löstum þessa skapferlis fjallabúanna. Borgin Shrinagar sem byggð er á bökkum Selum-árinn- ar og Dal-vatnsins er hvað þekktust fyrir þau hundruð af húsbátum sem þar er að finna. Um það bil 100 þessara báta eru reknir sem hótel. Flestir litlir, með tveimur til þremur herbergj- um, baði og stofu og svölum. Fjórir eða 6 ferða- langar í hóp geta því haft einn bát út af fyrir sig og bátseigandinn sér oftast um að koma gestum sínum í land með litlum gondólum sem hér kall- ast sikhara. Við, tveir íslendingar, Austurríkis- maður og Breti samskipa á Dalvatni, lásum það degi of seint í ferðahandbók að í Kasmír ganga menn frá því við báteiganda áður en flutt er inn að heitt bað sé heit sturta en ekki ylvolg vatns- fata, og fá það á hreint hvort eggin séu eitt eða tvö í morgunmat og þar fram eftir götunum. Við- skiptalífið í Kasmír er óprúttnara og ákefðin meiri en annars þekkist í Indlandi. Á hólmum og bökkum Dalvatnsins er hver skiki ræktaður og grænmetið úr þessum jarð- vegi er bragðmeira og betra en það sem fæst á markaðstorgum niðri í Delhi. A hverjum morgni koma garðyrkjubændurnir með vörur sínar á sikhörum til fundar við kaupmennina sem sigla tómum sikhörum á sama stað. Þennan morgun sem við völdum til þess að fara á markaðinn gekk allt saman friðsamlega fram og stemmn- ingin ekki alveg óskyld réttunum heima á ís- „landi. Brennivín var reyndar forboðið á þessari samkomu en það er ekki loku fyrir það skotið að enhverjir hafi laumað litlum hassmola í tóbakið sitt. Þarna voru púlsvinnukarlar með drekk- hlaðna báta. Einn með gulrætur, annar næpur, sá þriðji spínat og í þessu kraðaki 50 til 60 smá- báta glitti í tvo blómabændur sem buðu marglita vendi til sölu. Smám saman leystist samkoman upp. Smákaupmenn héldu burt með sitt lítið af hverju og sumir bændanna höfðu klárað allt sitt, en aðrir áttu hálfan farm óseldan. Skjannahvítir tindar blárra fjalla minntu und- irritaðan á afréttarlöndin heima. I skógi vaxinni brekku undir smábænum Gulmarg hittum við fátækan Kasmírbónda sem spurði galvaskur hvort við ættum tóbak, — og hefði getað verið Jón Hreggviðsson endurborinn. Þegar við kvöddum Shrinagar og héidum á vit undralandsins Ladakh var búið að strengja borða yfir aðalgötu bæjarins þar sem sagði frá því að Músagildran eftir Agötu Christí væri kom- in út á Urdu, öðru tveggja tungumála Kasmír- búa. I troðfullri rútu upp Himalajafjöll með snarbrattar hlfðar á báða bóga. 18 HELGARPÖSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.