Helgarpósturinn - 28.11.1985, Síða 23

Helgarpósturinn - 28.11.1985, Síða 23
sumum er alltaf þessi lifandis skelf- ingar ósköp að gera. Það má segja að þeir séu í einhverri púlvinnu við þetta allt saman, sem er alls ekki nauðsynlegt, því ef menn skipu- leggja vel og hafa það innbyggt að gera þetta eftir ákveðnum reglum, þá verður þetta ekki nein vinna í sjálfu sér. Þetta verður svona system og menn fljúga létt og lipurlega og á skemmtilegan hátt. Það að fljúga sjálfur er alveg sér- stök tilfinning og ég get tekið undir með Jóhannesi Snorrasyni, sem sagði einhvern tímann að flugið væri alltaf nýtt og heillandi ævin- týri. Það er svo undravert hversu margbreytileikinn er mikill í flug- inu. Maður finnur flugið aldrei eins frá einni ferð til annarrar. Það er enginn flugtími eins og sá næsti á undan og landið sem við erum að fljúga hérna yfir er svo óendanlega fjölskrúðugt, að það er ekki hægt að fá leið á því. Þótt maður fljúgi í áætl- unarflugi sömu rútuna kannski dag eftir dag, þá sér maður landslagið alltaf frá nýju og nýju sjónarhorni. í fluginu upplifir maður fegurðina eins og hvergi annars staðar." Önnur vídd „Og svo er það hitt, sem mörgum finnst skrýtið, en flugið færir mann nær guðdóminum. Þetta hef ég sagt og meira að segja prestur sem var í læri hjá mér gat ekki neitað þessari staðreynd. Sannleikurinn er sá að það er hreinlega mannbætandi að fljúga. Á flugi um loftin blá er maður kominn á annað svið. Maður er kominn í burtu frá argaþrasinu og leiðindahasar á jörðu niðri og eng- um háður nema sjálfum sér og flug- HP RÆÐIR VIÐ EINAR FREDERIKSEN FLUGKENNARA OG HEIMSHORNAFLAKKARA vélinni sinni. Maður hugsar öðruvísi þarna uppi — spekúlerar í allt öðr- um hlutum. Það er málið. Þetta er önnur vídd þarna uppi. Ég hef aldrei unnið hjá hinum svo- kölluðu tveimur stóru hér á landi, sem nú eru sameinaðir, Flugfélag- inu/Loftleiðum, síðar Flugleiðum. Atvikin hafa sennilega hagað því þannig. Þegar ég var kominn á þennan flæking og hafði gaman af, þá var ævintýraeðlið það mikið í mér að tilhneigingin gegn bindingu var sterk. Og ég hef ákaflega víða flækst. Allt austur frá Teheran til Afríku, vestur um haf, til Suður- Ameríku og flækst þetta vítt og breitt. Mín innrétting er þannig, að ég hef alltaf haft gaman af ævintýrum og þótt ég sé orðinn þetta fullorð- inn, þá á ég eftir að lenda í nýjum ævintýrum. Er harður á því. Og ég er með fleiri járn í eldinum en flugkennsluna hér heima. Maður hefur alltaf gengið með það í mag- anum, hvort einhverjir möguleikar sköpuðust ekki á því að koma ein- hverjum af þessum mönnum í vinnu sem maður hefur verið að skrifa út. Ég hef reynt að halda úti flugrekstri m.a. með framangreind sjónarmið í huga. Og fyrir nokkrum árum und- irbjuggum við stofnun flugfélags sem gæti unnið á alþjóðlegum vett- vangi. Ég fékk síðan gamlan og góð- an kunningja minn í lið með mér, sem ég reyndar skrifaði út í atvinnu- og kennaraflugprófi á sínum tíma, Arngrím Jóhannsson. Og í samein- ingu komum við þessu á laggirnar og Air Arctic komst í gang í fyrra. Við tókum á leigu flugvél í Belgíu og komum upp námskeiði fyrir flug- menn og vélamenn þar ytra og vor- um í flugrekstri í allan fyrravetur og í sumar. Höfum tekið að okkur verk- efni og flogið fyrir ýmis merkisflug- félög, s.s. eins og Kenya Airways og Surinam Airways. Ég held nú ekki að þetta Surinamverkefni hafi kom- ið upp vegna dvalar minnar þar nið- ur frá á sínum tíma, en það kann að vera að einhverjir innfæddir hafi munað eftir íslandsmanninum í frumskógafluginu. Það getur vel verið. Við höfum verið lánsamir. Og við höfum verið með tvær vélar í rekstri. Þetta hafa mest verið skammtímasamningar, sem við höf- um verið í, en frá í sumar höfum við flutt hartnær 20 þúsund farþega. Núna horfir málið þannig við, að sennilega byrjum við að fljúga niðri við indlandshaf innan skamms og sömuleiðis eru fraktverkefni í far- vatninu. Við höfum reynt að halda vel utan um þetta félag okkar og forðast alla yfirbyggingu eins og heitan eldinn. En ég ætla ótrauður að halda áfram með flugskólann og taka hann föstum tökum þótt á stundum hafi þetta verið dálítið erfitt, því að sannleikurinn er sá varðandi flug- rekstur hér á íslandi, að hann er bæði erfiður og dýr og hefur aldrei skilað nægu til að hægt væri að byggja upp og bæta. Þetta hefur svona hangið á horriminni." Öll ævintýri eru skemmtileg „Annars er ég ekki viðskiptalega vaxinn. Allt sem heitir fjármála- vafstur og svoleiðis er mér hin versta plága. Ég vil fljúga og kenna flug. Annars held ég að það veljist dálítið sérstakir karakterar í flugið. Ég man eftir því að Tryggvi Ófeigs- son stórútgerðarmaður var ein- hvern tímann að tala um skipstjór- ana sína og sagði að þetta væru allt saman greindir dugnaðarmenn, en frekir og fylgnir sér. Og ég held að þetta sé að verulegu leyti lýsingin á minni stétt manna, því yfirleitt eru þetta menn sem eru harðir af sér. Það er miskunnarlaus og óvægin baráttan um sætin og menn verða að leggja sig mikið fram. Þetta er óstöðug vinna og menn verða að gefa ansi mikið til að þetta geti gengið. Velflestir vita líka um hin ströngu heilbrigðisskilyrði sem sett eru í fluginu. Atvinnumenn í fiuginu verða að fara í læknisskoðun með stuttu millibili. Það skapar dálítið sérstaka stöðu, því flugmenn vita, að ef eitthvað ber út af í þessum læknisskoðunum, þá geta þeir gleymt sínu ævistarfi. Þetta skapar óhjákvæmilega vissa spennu. Ég hef aldrei fyrir alvöru leitt hug- ann að því að hætta að fljúga, þótt á stundum verði maður þreyttur, þegar manni finnst fjárhagsgrund- völlurinn standa ansi tæpt fyrir flug- rekstur. En það er nú svona, að það er æði erfitt að snúa baki við þessu. Ég held að það sé voðalega mikið atriði hjá mörgum, sérstaklega mönnum á mínum aldri, sem upp- lifðu eiginlega byltinguna í fluginu, við sáum það fæðast og verða að veruleika hér á landi, að við höfum fallið íyrir draumnum og getum ekki með nokkru móti slitið okkur frá honum. Þetta verður náttúrlega oft hálfgert hugsjónarugl. Ef ég væri bissnesssinnaður, þá kæmi ég ef- laust ekki nálægt flugrekstri hér á landi. En flugið er líf mitt og æra. Ég held t.d. að ég og vinur minn Helgi Jónsson flugkennari, sem er- um búnir að vera hvað lengst í þessu hljótum að geispa golunni áður en við hættum þessu og munum snúast í kringum þetta til dauðadags, hvernig sem vindar kunna að blása. Það er bara náttúrulögmál, sem maður fær ekki breytt. Þó svo að við myndum ekki annað geta en fara út á völl til að bóna vélarnar, þá mynd- um við staulast á staðinn. Ekki get ég heldur lofað því, að fljúga aldrei aftur í frumskógum Suður-Ameríku eða annars staðar, þar sem ævintýra væri von. Ég er fæddur undir þessari stjörnu að sjá alltaf einhvers staðar ævintýri og ef ég hefði tök á og tækifæri til, þá er ég ekki efins um það, að ég myndi slá til. Ég hef alltaf gaman af öllu sem er skemmtilegt. Og öll ævintýri eru skemmtileg. Það eru alveg hreinar línur." hvor annan, hafa tilfinningu hvor fyrir öðrum. Og reynslan er sú að ég hef haft ákaflega gott og náið sam- band við nemendur mína, og marga löngu eftir að þeir eru komnir úr læri frá mér. Sumir þessara stráka koma á mótunaraldri til manns, eru á aldrinum sextán ára til tvítugs og það er sami mórallinn í þessu og til sjós, maður er kallaður „helvítis karlinn", og margir þeirra hafa leit- að til manns með hin og þessi vandamál, sem ekki beinlínis tengj- ast nú fluginu öll saman. Hafa marg- ir orðið heimagangar hjá manni. Oft er ég spurður að því hvort hinn eða þessi sé vondur eða góður flugmaður. Það er erfið spurning. Það er eiginlega ekki hægt að skil- greina hlutina á þann hátt. Þetta byggist mikið á skaphöfn manns. Sumir eru í eðli sínu alltaf grófir. Þeir geta ekki að því gert. Þeir geta þrátt fyrir það verið prýðilegir flug- menn — akkúrat, eins og sagt er. En öll þeirra handbrögð verða alltaf svolítið hrjúf. Það verður oft á tíðum til þess að viðkomandi menn fá orð á sig fyrir að vera hálfgerðir hrossa- brestir, en það þýðir alls ekki að þetta séu vondir flugmenn. Langt í frá. Þeir eru ekki síður fullkomlega öruggir. Svo leggja flugkennarar áreiðan- lega mismunandi áherslu á einstök atriði í náminu. Ég legg óskaplega mikla áherslu á nettleika og að menn séu notalegir við flugvélina sína. Fari mjúkum höndum um hana og séu ekki að vinna þetta eins og þeir séu að moka, heldur hafi þetta „touch" eins og það kallast á vondu máli. Það er oft mikill munur á vinnu- brögðum manna í stjórnklefa. Hjá staðan skánað og aukinn tími gefst fyrir tómstundir. Ég held að elsti nemandinn, sem um mínar hendur hefur farið, hafi verið kona sem komin var á sjötugs- aldurinn. Hún tók gjarnan tíma hjá mér á sunnudögum og flaug, en hún kom alfarið með því fororði að hún ætlaði sér ekki að ná í nein réttindi, heldur hafði hún bara svo óskap- lega mikla ánægju af því að fá að fljúga. Og flaug sjálf á sunnudögum. Þetta var dálítið merkileg mann- eskja. Hún hafði.keyrt mjólkurbíl á sínum yngri árum og var fyrst kven- manna á Islandi, sem gerði eitthvað í þá veru. Og svo kom hún öldruð til að læra að fljúga. Hún ruddi braut- ina á ýmsum sviðum, þessi kona, og var ákaflega skemmtilegur og áhugasamur nemandi. Það er mjög misjafnt með hvaða hugarfari fólk lærir flug. Sumir fara alla leið og taka atvinnuflugmanns- próf og fara að vinna við þetta. Mik- ill fjöldi gamalla nemenda minna flýgur hjá Flugleiðum og raunar hjá ýmsum flugfélögum úti í heimi. Margir mínir piltar eru t.d. hjá Cargolux. Svo eru auðvitað fjölmargir sem læra þetta eingöngu ánægjunnar vegna." Að vera notalegur við flugvél „En það er einhvern veginn svo, að samband nemanda og kennara í fluginu verður afar persónulegt og náið. Nemendur eru auðvitað undir þá sök seldir að sitja við hliðina á manni við frekar þröng skilyrði og kennari og nemandi verða að ná vel saman til að árangur náist — skilja HELGARPÖSTURINN 23

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.