Helgarpósturinn - 28.11.1985, Side 25

Helgarpósturinn - 28.11.1985, Side 25
LISTAPÓSI Nemendur 3. bekkjar sem flytja Þrjár systur eftir Tékov. Á stólnum lengst til vinstri situr leikstjórinn Hilde Helgason. Nemendur 3. bekkjar Leiklistarskólans sýna Þrjár systur eftir Tékóv: Leiktúlkun- arverkefni „Þetta er sýning sem unnin hefur verid innan Leiklistarskólans. Og kannski mœtti því heldur kalla þessa sýningu kynningu á leiktúlk- unarverkefni," segir Hilde Heljgason kennari vid Leiklistarskóla Islands og leikstjóri „Priggja systra" eftir Anton Tékov sem nemendur 3. bekkjar LÍ frumsýna þridjudaginn 3. desember í Félagsmidstöd Sel- tjarnarness. „Leiktúlkunarverkefni þetta hef- ur verið unnið af 3. bekk á síðustu önn og því ekki verið ótakmarkaður tími fyrir uppsetninguna enda leik- ararnir í fullu námi. Þar að auki hef- ur ekki verið fjárveiting í búninga eða leiktjöld þannig að umgjörðin er ekki býsna voldug," segir Hilde Helgason. — En hvers vegna Þrjár systur? „Slík uppsetning er fyrst og fremst hugsuð sem kennslu- og vinnsluferli að sýningu. Okkur þótti við hæfi að velja sígilt verkefni og þarna varð aldamótaleikrit fyrir val- inu. Það má segja að beita megi mörgum aðferðum á leikrit Tékov. Við höfum notast mikið við aðferð þá sem kennd er við Stalínslavskí og sköpum úr þeim anda sem þá ríkti í rússnesku þjóðfélagi." Nemendur 3. bekkjar sem taka þátt í sýningunni eru þau Halldór Björnsson, Hjálmar Hjálmarsson, Ingrid Jónsdóttir, Ólafía Hrönn Jónsdóttir, Stefán Sturla Sigurjóns- son, Valgeir Skagfjörð, Þórarinn Eyfjörð og Þórdís Arnljótsdóttir. Auk þeirra taka þrír nemendur úr Nemendaleikhúsinu þátt í sýning- unni, Guðbjörg Þórisdóttir, Bryndís Petra Bragadóttir og Eiríkur Guð- mundsson. Þá leikur Árni Pétur Guðjónsson í sýningunni en hann er í framhalds- og endurmenntun við LÍ. Frumsýningin verður sem fyrr segir þ. 3. desember og standa sýn- ingar út þá viku og sennilega næstu viku á eftir en enn er óákveðið um sýningafjölda. -IM Guðlaugur Arason rýfur þögnina eftir fimm ár: Ævisaga alþýdukonu og lífsviðhorf skálds Guðlaugur rýfur nú skáldaþögn stna eftir fimm ára hlé, en síðast kom út eftir hann skáldsagan „Pela- stikk" árið 1980. • V’, „Sóla, Sóla segir frá ljóðskáldi sem búsett er á Akureyri," segir Guðlaugur. „Hann leggur leið sína á elliheimili til að viða að sér efni í smásögu. Þar rekst hann á gamla al- þýðukonu sem heitir Sólrún, kölluð Sóla. Skáldið verður svo uppnumið af frásagnargáfu konunnar að hann ákveður að skrifa ævisögu hennar. Síðari hluti bókarinnar er í 3. per- sónu og segir frá ævi Sólu sem rekur einnig ættarsögu sína sem hefst á öndverðri 17. öld en ævisaga hennar sjálfrar hefst um aldamótin síðustu og nær fram til Siglufjarðar 1934. Jafnframt sem rithöfundurinn skrifar ævisöguna er hann hugfang- inn af fyrsta barni sínu sem sambýl- iskona hans ber undir belti. Hann er upptekinn af því hvar karlmaður standi gagnvart barni og hann tekur að segja fóstrinu frá þeim heimi sem bíður þess; hvaða augum hann líti nútíð og fortíð, því sjálfur stendur hann mitt þar á milli. Inn í söguna fléttast einnig sambýliserfiðleikar við konuna." Um söguna segir Guðlaugur enn- fremur: „Ég hef safnað heimildum í þessa bók í ein 10 ár og hóf gagna- söfnunina í Kaupmannahöfn, nánar tiltekið í íslenskum blöðum á Há- skólabókasafninu. En ég hef verið með sjálfa bókina í smíðum í fimm ár, og er búinn að fara með hana í marga hringi." -IM „Þessi bók er í rauninni tvœr sög- undur um nýja bók sína, „Sóla, urý segir Guðlaugur Arason rithöf- Sóla" sem Mál og menning gefur út. Guðlaugur Arason rithöfundur hóf að safna efni (Sóla, Sólafyrir 10árum en undanfarin 5 ár hefur hann verið með bókina ( smíðum og farið marga hringi að eigin sögn. BÓKMENNTIR •X* Spottar innávið eftir Gunnlaug Ástgeirsson Vésteinn Lúðvíksson: Oktavía. Skáldverk. 100 bls. Mál og menning, 1985. Það er á mörkunum að hægt sé að kalla nýjastá skáldverk . Vésteins Lúðvíkssonar skáldsögu. Verkið er þannig upp byggt að það eru tólf menn sem hver um sig segja átta sögur af einni og sömu kvenpersónunni, Oktavíu. Ramminn er sá að félag eitt mekt- ugt hyggst ráða sér framkvæmdastjóra og meðal umsækjenda er einn gamall'og virkur félagi, nefnilega Oktavía. Nú er saman kom- in stjórn félagsins og á að greiða atkvæði, en hver maður verður að rökstyðja atkvæði sitt urh Oktavíu með átta sögum af henni. Á yfirborðinu gæti virst sem svo að mark- mið þessa verks væri að bregða upp marg- þættri mynd af eftirminnilegri persónu. Og víst er um það að ef Oktavía sögunnar væri, til yrði hún talin til merkispersóna og sömu- leiðis má ætla að fyrirfinnanlegar séu konur sem um sumt minna á Oktavíu. En það er ekki mergurinn málsins. Skáldverkið er ekki raunsæisverk um merka konu, heldur eru sögurnar af henni notaðar til þess að varpa ljósi á allt aðra hluti. „Góða kalla ég þá spotta sem liggja inn" er haft eftir Oktavíu í annarri sögu fyrsta manns (bls. 8). í þessari setningu kemur fram megin- viðfangsefni þessa verks, en það er að rekja margvíslega spotta sem liggja inn í sálu mannskepnunnar og kanna hvaða breytni þeir hafa í för með sér. Verkið leiðir því les- andann inn á vit sálarinnar og skoðar mann- lega breytni í þvi ljósi. Það er háttur flestra spekimála, einkum austurlenskra, að kristalla tilveruna í mót- sögnum sem yfirleitt eru óleysanlegar. Sög- urnar af Oktavíu eru einskonar hlutgerving slíkra mótsagna. Leitast er við að setja fram í frásögnunum af henni margvíslegar mót- sagnir mannlegrar breytni, sviðsettar í sam- skiptum hennar við annað fólk. Sögur fyrsta manns ganga þannig út á að sýna nauðsyn jákvæðrar breytni. Sögur annars manns ganga út á að sýna nauðsyn þess að. teysa mál frekar en að flækja þau. Sögur þriðja manns sýna mikilvægi þess að greina rétt frá ^röngu. Sögur fjórða manns ítreka mikilvægi þess að skilja börn (bæði í eiginlegri og óeig- inlegri merkingu). Sögur fimmta manns fjalla um staðfestuna. Sögur sjötta manns boða mikilvægi fjölbreyttrar reynslu. Sögur sjöunda manns fjalla um traust og sjálfs- traust. Sögur áttunda manns eru um nær- gætnina. Sögur níunda manns eru um vin- sældir. Sögur tíunda manns fjalla um mikil- vægi góðra kennarahæfileika. Sögur ellefta manns um það að vera skiljanlegur og sögur tólfta manns um skilninginn. Allar sögurnar eru stuttar og af tegund dæmisagna. Vís maður hefur haldið því fram í merkri ritgerð að íslendingum sé ekki lagið að skrifa eða tala um heimspekileg efni í skil- greindum hugtökum heldur sé þeirra háttur ævinlega sá að segja sögur, hvað svo sem þeir þúrfa að útskýra eða fjalla um. Mikið er til í þessu og ég fæ ekki betur séð en Vésteinn Lúðvíksson sé einmitt að reyna slíkt í þessu verki með þv,í að segja sögur sem allar gætu vel verið úr íslenskum veruleika, þó svo það sé ekki endilega meginmál að íslenskt sé. Nú eru spekimál Vésteins ekki svo ber að unnt sé að heimfæra þau beint uppá ákveðn- ar kenningar eða spekiskóla og ekki er ég heldur nógu vel að mér í slíkum fræðum til að reyna slíkt, en á hitt má benda, að tölurn- ar sem fyrir koma í verkinu, átta og tólf, benda til búddisma. Þar er að finna hinn göf- uga áttfalda veg (Oktavíu?) og til viðbótar hin fjögur göfugu sannindi um þjáninguna og þá er talan tólf komin (mennirnir tólf). En séu þessi atriði athuguð nánár kemur i ljós að þau ganga ekki nema að takmörkuðu leyti upp í meginviðfangsefnum í sögum mannanna tólf. En hvað sem því líður eru þessar frásagnir fremur ætlaðar til íhugunar lesanda en til röklegs skilnings, þó ég sé þar með ekki að útiloka að hann sé;mögulegur. Mótsagnir frá- sagnanna eru oft éins og flóknar krossgátur sem liggja verður yfir til að fá einhvern skiln- ing á. Sögurnar eru af ætt dæmisagna svo sem að framan greinir og er stíll þeirra einnig svipaðrar ættar. Frásögnin er yfirleitt einföld og lítt borið í stíl svo það truflar ekki fram- setningu íhugunarmálanna. „Frásagnirnar í Okta- vfu eru fremur aetlaðar til Ihugunar lesanda en til röklegs skiln- ings," segir Gunn- laugur Ástgeirsson m.a. í umfjöllun sinni um nýja bók Vésteins Lúðvíkssonar, Oktavíu. HELGARPÓSTURINN 25

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.