Helgarpósturinn - 28.11.1985, Qupperneq 26

Helgarpósturinn - 28.11.1985, Qupperneq 26
LEIKHÚS Skemmtileg skólasýning eftir Gunnlaug Ástgeirsson Leikfélag MH: Einn þáttur eftir Jóhannes S. Kjarval og Ast Don Perlimpíns til Belísu í gardi hans eftir Garcia Lorca í þýöingu Guðbergs Bergssonar. Leikstjórn: Ingunn Ásdísar- dóttir. Leikendur: Þorsteinn Örn Andrésson, Gud- munda L. Grétarsdóttir, Gunnar Hansson, Arndís Egilsdóttir, Björn Gunnlaugsson, Sigrídur Stefánsdóttir, Þórdur Þórsson, Birna Ólafsdóttir, Einar Skúli Sigurdsson, Gudný Rósa Ingimarsdóttir, Arnar Gests- son, Þóranna Jónsdóttir, Magnús J. Gud- mundsson, Asta Gunnarsdóttir, Dýrleif Dögg Guömundsdóttir, Edda Bryndís Ármannsdóttir, Hera Ólafsdóttir. Á þessu ári hefur ekki farið framhjá nein- um að eitt hundrað ár eru liðin frá fæðingu meistara Kjarvals. Það er mjög vel til fundið hjá Leikfélagi MH að grafa úr gleymsku stutt- an einþáttung sem Kjarval setti saman og gaf út árið 1938. Reyndar er þessi einþáttungur meira af ætt ljóðs en leikrits og er því tölu- vert áræði og metnaður fólginn í því að svið- setja verkið. En hér sannast það sem oft hef- ur verið reynt, að ef unglingum eru fengin í hendur erfið verkefni laðar það fram það besta í þeim svo árangurinn verður mun betri en ætla hefði mátt að óreyndu. Texti Kjarvals er mjög ljóðrænn en efnið er í stuttu máli á þá leið að skáld er að yrkja merkileg Ijóð en fellur síðan í svefn. Þá sækja að honum náttúruandar sem hæða hann og hans skáldskap og þegar skáldið vaknar er það breyttur maður og finnst að sinn fyrri skáldskapur sé hjóm eitt. í sviðsetningunni er unnið vel úr draum- kenndu efninu, vel er farið með vandasaman texta og þeir Þorsteinn og Gunnar eiga ágæt- an samleik í upphafs- og lokasenunum. Seinni þátturinn í sýningunni er sömuleið- is draumkenndur og ljóðrænn þannig að að því leyti mynda þættirnir samstæðu þó úr ólík- um áttum séu. Hinsvegar er verk Lorca leik- rænna og því heldur viðráðanlegra í svið- setningu. Don Perlimpín hefur alla ævi verið ógiftur en þjónusta hans etur honum út í hjónaband sem leiðir til undarlegra að- stæðna sem erfitt er að sjá hvernig leysast megi. Teflt er saman hinni andlegu ást Per- limpíns og holdlegri ást Belísu og verkið því hugleiðing um ástina og eðli hennar og margbreyttar myndir. Leikstjórinn hefur bersýnilega náð að aga sitt fólk í þessu atriði því þau þrjú sem mest eru á sviðinu skila sínum hlutverkum mjög vel, en það eru Magnús í hlutverki Perlimp- íns, Ásta í hlutverki Belísu og Þóranna í hlut- verki þjónustustúlkunnar. Fjörlegt er atriði húmvofanna sem Edda og Hera leika. Það er eftirtakanlega vönduð leikstjórn í þessari sýningu, og má minna á að svo er ekki alltaf um skólasýningar. Leikstjórinn leggur ekki of mikið á sína óreyndu leikara en reynir samt í þeim þolrifin til fulls. Skólasýningar eiga miklu hlutverki að gegna í leikhúslífi landsins. Þær eru fyrir það fyrsta holl og lærdómsrík tómstundaiðja en þær eru ekki síður uppeldisstöðvar fyrir leik- ara framtíðarinnar og þó ekki verði allir sem koma nálægt slíkum sýningum leikarar hafa þeir fengið bakteríuna og verða úr því að minnsta kosti dyggir áhorfendur. Þess vegna ber að hlúa að slíkri starfsemi. BÓKMENNTIR * I froskmannsgervi eftir Guðrúnu Bjartmarsdóttur og Magneu J. Matthíasdóttur Froskmaöurinn eftir Hermann Másson. 158 síður. Forlagiö, 1985. Um nóttina dreymdi mig kött sem ég þekkti einu sinni, kominn í nýja vist og með allt yfirbragð unglegt, léttpönkað hálsband og jafnvel nýjan feld. Síðdegis kynntist ég Froskmanni Hermanns Mássonar og sá þá í hendi mér að feldurinn hafði verið frosk- mannabúningur og sagan gamall kunningi. Froskmaðurinn líkir enda hafinu við kött. Froskmaðurinn syndir um óendanlegt og margrætt haf með ævintýri í hafmeyjar- mynd. Ævintýrið unir því gjarna illa að því sé ekki sinnt og Hafmeyjan flækir netin í skrúfur fiskiskipaflotans, rétt einsog önnur ævintýri flækjast fyrir í andlegum skrúfum skyldunnar ef þau fá ekki að lifa og leika sér. Þó er þessi saga Froskmannsins ekkert eigin- legt ævintýri. Stundum minnti hún mig meira að segja á köttinn áðurnefnda þegar hann sat uppi í gluggakistu og kvakkaði á fugla úti í garði, án þess þó að stökkva til þeirra á veiðar. Nú er ég ekki bókmenntafræðingur og því ekki í stakk búin að skýra frá því hvað höf- undur ætlaði að segja (en tókst ekki) eða hvað höfundur hefði átt að segja (en skorti vit til). Bókalestur er ákaflega eigingjörn upplifun mín: Nefnilega hvað bókin segir mér „persónulega og prívat", einsog sagt er. Kannski hefði þessi bók átt að kveikja hjá mér áhuga á froskköfun en gerði það ekki. Kannski hefði ég átt að vera móttækileg fyrir einsemd og sálarkreppu miðaldra manna en varð það ekki. Og kannski mátti ég bara lesa úr henni söguna um syndafallið, sem var raunin. „Kannski var Adam sjómaður, sagði ungi maðurinn. Já, sagði froskmaðurinn. Og aldingarður- inn var hafið." (bls. 132). Og kannski er Froskmaðurinn Adam, kon- an hans Eva og hafmeyjan Lilít, fyrri kona Adams sem stökk frá honum og unir nú með árum og púkum. Þá væri hún í þessari sögu útsendari Lúsífers, í kynlausu líki einsog slangan og vill fá Froskmanninn til að gera hvorutveggja: Synda og syndga. Heimsó- sómaspámaðurinn faðir Froskmannsins gegndi þá væntanlega hlutverki Guðs al- máttugs, hlakkar yfir óförum mannanna, býst ævinlega við hinu versta og verður því glaðbeittari sem verr gengur og drjúgari við kaffi með kerlingunum. Og syndafallið verð- ur í sögulok þegar Froskmaðurinn umbreyt- ist í. einu vetfangi í skilningstré með fallinni konu en sonur hans ungur fer á hafmeyja- veiðar. Erfðasyndin er ævinlega kynferðis- leg. Upp gengur fangakaball aldrei eöa seint Ásta Siguröardóttir Sögur og Ijóö Mál og menning 1985 Fyrri hluti þessarar bókar er smásagna- safn Ástu, Sunnudagskvöld til mánudags- morguns, sem út kom 1961 og hefur ekki verið á markaði um nokkurt skeið. Síðari hlutinn geymir átta smásögur sem fæstar hafa áður komið fyrir almenningssjónir, ein hefur birst í Vikunni og tvær verið lesnar í útvarp. Dreifð milli sagnanna eru ellefu Ijóð, flest áður óbirt. Auk þess prýða bókina 16 dúkristur eftir skáldkonuna sem líka var myndlistarkona og tvær ijósmyndir af henni sjálfri. Ásta var þekkt kona á sinni tíð, bæði fyrir gáfur og glæsileika og að binda ekki bagga sína sömu hnútum og samferðamenn. Fyrstu sögur hennar vöktu aðdáun margra og hneykslun annarra fyrir mikla frásagnar- gáfu, frumleg efnistök og miskunnarlausa hreinskilni sem kom við kaunin á ýmsum. í bókmenntasögum eru árin uppúr 1950 gjarnan kennd við módernisma og existensí- alisma. Meðal helstu viðfangsefna þeirra stefna voru einangrun og einsemd, ótti og sektarkennd, grunur eða vissa um vonleysi og tilgangsleysi alls. Þessar tilfinningar eru líka áberandi í þeim sögum sem hér birtast. En existensíalistar og margir módernistar litu á allt þetta böl sem óhjákvæmilegan fylgifisk mannskepnunnar, hvernig sem lífs- kjör hennar væru, og höfðu því lítinn áhuga á samfélaginu. Hjá Ástu eru ástæðurnar hins vegar oftast næsta efnislegar og áþreifanleg- ar; hún deilir hart á samfélagið, stéttaskipt- ingu og fátækt, fordóma, tvöfalt siðgæði og tilfinningaleysi fyrir þjáningum annarra. I safninu frá ’61 er sögusviðið nánast alltaf Reykjavík samtímans. Fjórar af viðbótarsög- unum gerast hins vegar í sveitasamfélagi fyrri tíma og ein í fjarlægri fortíð. En sameig- inlegt með þeim öllum yngri og eldri, er að þær draga upp raunsæjar og oft óhugnanleg- ar myndir af lífi og líðan þeirra sem neðstir eru í virðinga- og valdastiganum. Aðal- persónurnar eru konur, börn eða utangarðs- menn í einhverjum skilningi, stundum allt þetta í senn. Þær eru fátækar, veikburða og varnarlausar, ráðvilltar og hræddar. Og full- trúar þess illa eru ævinlega meiri máttar, þeir sem hafa auðinn, virðinguna og valdið. Stundum eru dýr, einkum fuglar, látin leika hlutverk smælingjanna og eru þá í senn raunveruleg fórnarlömb umhverfisins og tákn eða hliðstæður bræðra sinna og systra meðal mannfólksins. Svanahjónin sem svelta og frjósa í hel í samnefndri sögu eru fulltrúar fegurðarinnar, ástarinnar og alls þess lífs sem berst fyrir tilveru sinni í vetrar- gaddinum og örbirgðinni í sveitinni. Fólkið syrgir þau og samsamar sig þeim en getur ekkert gert. Búrþrösturinn í Vor fyrir utan stendur fyrir frelsið og þá náttúru sem frök- en Valborg hefur orðið að bæla og þolir þess vegna ekki nálægt sér. Hann er bróðir stúlknanna sem samfélagið refsar fyrir að fylgja hvötum sínum án þess að hafa til þess leyfisbréf. Náttúran er bæði raunverulegur óvinur, einkum í sveitasögunum þar sem kuldinn beinlínis ógnar tilveru þeirra allslausu, og táknræn fyrir hugarástand persóna og sam- skipti fólks. Frost, rigning og nepja eru hlutar af sviðsetningu margra sagnanna og undir- strika hörku ogÆulda mannanna og tilver- unnar yfirleitt. Á sama hátt er vorið, sólskin- ið og blómin oft huggun þeirra aumu og um leið tákn þeirrar vonar sem þrátt fyrir allt gægist býsna oft fram í sögunum. Því eins og persónur Ástu eru barnslega saklausar, ein- lægar og grandalausar andspænis vonsku heimsins eru þær Iíka ótrúlega bjartsýnar, örlyndar og fljótar að taka gleði sína ef sólin brosir við þeim stutta stund og þær mæta skilningi og hlýju. En sá varningur fæst bara hjá þeim sem neðarlega eru í samfélagsstig- anum. Alkinn deilir síðasta tóbakinu með útigangskonunni, verkamennirnir hlýja henni og gefa af nestinu sínu þegar góðborg- arar hafa rekið hana á dyr og reynt að nauðga henni. Gömul kona í bakhúsi gefur hungruðu skáldi ýsu og rabarbaragraut. Meðan almenningsálitið, atvinnurekendur og yfirvöld neyða konur til að gefa börnin sín eða láta drepa þau í móðurkviði reynir eyrar- vinnustrákurinn að aðstoða barnsmóður sína og setja ungann á þó hann eigi ekkert til. Og hún kaupir kóngaliljur fyrir síðustu aurana svo að þau hafi eitthvað fallegt að horfa á þegar þau eru háttuð. En oft ríkir myrkrið eitt og mér sýnist það enn meira áberandi í ,,nýju“ sögunum. Af þeim eru raunar aðeins tvær sem sýna ein- hverja ljóstýru, Huggun og Kvöldveröur skáldsins, sem jafnframt eru einna sístar að mínu mati, átakanlegar að vísu og vel sagðar en ekki að sama skapi frumlegar að efni, manni finnst þær hafa verið skrifaðar áður. í Varnargardinum snýst meira að segja sam- úðin og hjálpsemin upp í andstæðu sína. Stelpan sem gleymir eigin eymd við að hjálpa lóuungunum verður óvart völd að slysi. Og Frostrigning er kolsvört hrollvekja sem fylgir lesandanum lengi, e.t.v. ekki síst fyrir það að þar er sjónarhornið ekki hjá Þessi bók er sú fyrsta þar sem Hermann Másson tjáir hug sinn, áður hefur hann ýmis- legt sent frá sér undir dulnefni. Ég hef löng- um verið þeirrar skoðunar að í Hermanni eigum við færan og mikinn stílista og skipti naumast um skoðun á því fyrst um sinn, þó ég sé missátt við það sem ég hef lesið. Og ekki er verra að fá örstutta smásögu (eða flokkast það undir prósaljóð?) á baksíðu, þó ekki sé getið höfundar að verkinu. Aftur á móti sá ég ekki betur en það væri „Ragn- heiður" sem kvittaði þar fyrir kápumynd, sem minnti skemmtilega á Superman æsku- vin minn þar sem sameinast hið mannlega og yfirmannlega. Prófarkalesturinn hef ég lítið útá að setja, helst kannski smekksatriði, og sagan þótti mér skemmtileg aflestrar. Kötturinn hefur níu líf. Það væri mér að meinalausu að Hermann Másson birtist okk- ur í níu gervum með hugarfóstur sín. M. þeim pínda, heldur kvalaranum, eiginmann- inum sem kennir konunni um glatað líf og dauða barnsins sem hann elskaði meira en augun í höfði sér. Lesendum er látið eftir að setja sig í spor hennar sem er gjörsamlega of- urseld hatri hans og glórulausri grimmd. Satt að segja treysti ég mér ekki til að hugsa þá hugsun til enda. Ljóðin í bókinni finnast mér yfirleitt ekki jafnáhrifamikil og sögurnar. Hefðbundið form þeirra virðist oft setja þeim skorður og hamla tjáningu skáldsins, kannski einna minnst í ljóðinu um spilin þar sem einfalt og lauslegt þjóðkvæðaformið hentar vel því hálfsagða. En öll tjá ljóðin sterkar tilfinning- ar svipaðar og í sögunum, einsemd, ótta og ádeilu á samfélagið sem lætur sig engu skipta örlög utangarðsfólksins. Ástin er eina athvarfið, þó ekki sé nema í draumi. Spilin sem í samnefndu ljóði eru tákn gæfuleitar og framtíðarvona tvístrast fyrir veðri og vind- um þar sem skáldið er að villast á langri leið og hún veit að „upp gengur fangakaball aldrei eða seint". Þó örvæntir hún ekki því hún hefur náð spaðakónginum. „Sumir tapa kóngunum, ég á minn enn.“ í spilaspám er spaðakóngurinn karlmaður, gallagripur að vísu en maður samt. Og þar sem einhverja von er að finna í þessari bók er hún alltaf fólgin í mannlegri nálægð, eða eins og segir í sögunni um Súpermann: „meðaumkun, hlýju, hluttekningu — að geta talað við ein- hvern, sem gæti skilið hann, huggað hann og borið með honum alla þessa smán og sorg.“ Frágangur bókarinnar er ákaflega fallegur, kápa og band í rauðu og svörtu, litum ástar og sorgar, og er það vel við hæfi. Það er óhætt að segja að hún sé kjörgripur hvar sem á hana er litið. q g 26 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.