Helgarpósturinn - 28.11.1985, Blaðsíða 27

Helgarpósturinn - 28.11.1985, Blaðsíða 27
KVIKMYNDIR Sjálft lífid Regnboginn: Love Streams (Ástarstraumar). ★★★ Bandarísk. Árgerd 1984. Framleiöendur: Menahem Golan og Yoram Globus. Leikstjórn: John Cassauetes. Handrit: Ted Allman og John Cassavetes. Kvikmyndataka: Al Ruban. Adalhlutverk: Gena Rowlands, John Cassavetes, Seymour Cassel, Duahnne Abbott o.fl. Aðstandendum Regnbogans skulu hér með þakkir færðar fyrir framtakið: — Mánu- dagsmyndir alla daga — sem hleypt var af stokkunum á dögunum, með frumsýningu Love Streams meistara Cassavetes. Ef fram- haldið verður eitthvað í líkingu við upphafið hvað gæði snertir, þá eiga kvikmyndaunn- endur höfuðborgarsvæðisins í vændum einkar öruggt athvarf sér til afþreyingar, á Viö feöginin Regnboginn: Dísin og drekinn (Sken- heden og Udyret): ★★★ Dönsk, árgerd 1983. Framleiöandi: Per Holst Filmproduktion. Leikstjórn og handrit: Nils Malmros. Kvikmyndun: Jan Weincke. Adalleikarar: Jesper Klein, Line Arlien Soborg, Merte Voldstedlund, Carsten Jorgensen, Jan Johansen. Danska kvikmyndin Dísin og drekinn er fyrir það fyrsta ákaflega notaleg mynd. Hún fer öll fram á lágu nótunum. Hér er ekki farið með látum um tilkomumiklar sviðsetningar, áhrifin aukin með alskyns yfirgangi effekta og ofleiks og síst af öllu sagt frá einhverju nógu óvenjulegu svo áhorfandinn fái undrast Stóísk ást Stjörnubíó: Sylvester ★ Bandarísk. Argerð 1985. Framleiðandi: Martin Jurow. Leikstjórn: Tim Hunter. Handrit: Carol Sobieski. Aðalhlutverk: Melissa Gilbert, Richard Farnsworth, Michael Schoeffling o.fl. Eina stjörnu fyrir Melissu... eða öllu held- ur fyrir að hún skuli vera komin af barns- aldri, hætt að gráta yfir vonsku heimsins og þess í stað farin að takast á við vandamálin, með tiltölulega manneskjulegum tilþrifum. Melissa er sem sagt vaxin upp úr „Litla húsinu á sléttunni" og farin að vinna á bú- köldum síðkvöldum komandi svartnættis- mánaða. I ekta Cassavetes-anda er það ekki eigin- legur söguþráður myndarinnar, sem heillar aðdáendur hans upp úr skónum. Heldur er það sjálfur frásagnarstíllinn. Það er fyrst og fremst þai} sem styrkur þessa ágæta höfund- ar liggur. I existensíalískum anda Sartre eða Camus, svamlar hann um í raunveruleikan- um og bregður upp, eins og af hendingu, at- burðum og að því er virðist samhengislaus- um augnablikum úr lífi sögupersónanna. Um síðir gerir áhorfandinn sér það ljóst, að höf- undur er ekki að segja sögu. Hann er að fást við lífið sjálft. Sara (Gena Rowlands) stendur í hjónaskiln- aði og hefur hún, að hætti margra kynsystra sinna af bandarískri millistétt, einvörðungu helgað líf sitt fjölskyldunni. Þegar í fyrstu atriðum myndarinnar er okkur gert ljóst, að og æst. En það er jú uppskriftin að afþrey- ingabíói þessa árs. Þvert á móti hefur Nils Malmros tekist að skrifa sérstaklega nærfærið handrit að efni- viði sem fáum hefur tekist að koma almenni- lega til skila á undanförnum árum, allra síst Bandaríkjamönnum í sínum útjöskuðu ungl- ingamyndum. Hann setur hér fram samband feðgina af feikilegri lagni; sambandi sem hef- ur fram að þessu verið afskaplega náið og ástúðlegt en tekur nýja stefnu þegar stúlkan — eins og gengur — fer að líta meira við strákum á sínu reki en karlinum pabba. Það sterkasta í þessari mynd, hvað sjálfa söguna varðar, er hvernig Malmros hefur tekist að sýna fram á þá dýrslegu afbrýði- garði herra Fosters, vegna þess að pabbi hennar var róni og skúrkur, og keyrði fullur út í skurð og drap sjálfan sig og móður henn- ar, sem var góð kona og soldið skotin í Foster, sem er góður maður og soldið skotinn í móð- ur Melissu, sem var ekki nógu skotin í hon- um, því hún kenndi í brjósti um föður Mel- issu, sem var róni og skúrkur og sem. .. Hvað um það, í myndinni heitir Melissa Charlene og er kölluð Charlie, af því að hún er svo dugleg, að hún gæti allt eins verið strákur. . . stelpustrákur. Hún býr í húsvagni, keyrir um á gömlum sexgata Chevrolet skúffubíl og er soldið skotin í Bruce Spring- eftir Ólaf Angantýsson og Sigmund Erni Rúnarsson hún getur ekki talist heil á geðsmunum, en það reynist síðar vera ein meginástæða hjónaskilnaðarins. Robert (J. Cassavetes) er mikilsvirtur höf- undur metsölubóka, sem flestar fjalla um konur og kynlíf. Við kynnumst honum, þar sem hann er í ieit að efni í næstu bók og flæk- ist ýmist dauðadrukkinn um undirheima skemmtanalífs borgarinnar, eða ranglar stefnulaust um á íburðarmiklu heimili sínu, innan um tómar bjórdósir, vínflöskur, krist- alglös og fáklætt kvenfólk. Einu ritstörfin sem hann stundar eru stríður straumur ávísana, er hann sáldrar kringum sig sem greiðslu til þeirra er um stundarsakir veittu honum nokkra lífsfyllingu. Cassavetes bregður á víxl upp myndum úr lífshlaupi þessara tveggja persóna, gerir ítar- lega grein fyrir hinum þverstæðukenndu skapgerðareinkennum þeirra uns hann um % f síðir leiðir þær saman, og reynast þau þá vera systkini. Það er athyglisvert að sjá hvernig Cassa- vetes hefur smám saman snúið baki við hversdagsraunsæi í myndum eins og Faces (1968), Husbands (1970) og A Woman Under the Influence (1974), án þess þó að segja skil- ið við þá leikstjórnaraðferð sína að iinpróvi- sera framþróun einstakra atriða eða efnis- atriða myndarinnar. Sérstaklega skemmti- legt dæmi um framangreint er draumur Söru, þar sem hún nær sáttum við fyrrver- andi eiginmann sinn og dóttur. Þetta atriði er sett upp á leiksviði, í nokkurskonar blönd- uðu formi óperu og hins episka leikhúss Brechts, þar sem textinn er spunninn (sung- inn) af fingrum fram og nálægðin er svo yfir- þyrmandi, að svörun áhorfandans er einna líkust því sem hún gerist best í leikhúsi. semi sem blundar líkast til í hverjum föður þegar það gerist að strákur úti í bæ er farinn að hafa meira að segja í huga stúlkunnar en sjálfur faðirinn. Þessi þungamiðja sögunnar er vel undirbyggð, aðfarasenurnar stíga markvisst upp hver af annarri, skerptar með einstaklega vel skrifuðum samtölum sem umfram allt einkennast af daglegu máli. Svo fyllir leikurinn út í það sem á vantar að gera verkið eins notalegt og raun ber vitni. Skemmtikrafturinn Jesper Klein leikur hér í fyrsta sinn öðruvísi en brosandi mestallan tímann, og ferst það vel úr hendi. Lina Arlien Soborg er sömuleiðis trúverðug í hlut- verki dótturinnar. Mörg hinna veigaminni hlutverka eru hinsvegar lakar leyst af hendi, steentýpunni á bensínstöðinni. Hún er að- eins 16 ára og elur önn fyrir tveimur yngri bræðrum sínum með vinnu á búgarði hr. Fosters. Þar kynnist hún „the one and only“ . .. stóra kærleik, sem er gríðarstór og ljótur stóðhestur, sem hún skírir í hausinn á öðrum frægum stóðhesti: Sylvester Stallone. Með þeim takast ástir miklar, og er skemmst frá því að segja, að Charlie tekst að temja skepnuna, leika á yfirvöldin, sem vilja senda bræður hennar á upptökuheimili, og á annan hátt vinna hug og hjarta allra bæjar- búa, þannig að hún er styrkt með fjársöfnun til að fara með hann Sylvester sinn í stóð- til að mynda virkar Carsten Jorgensen oft vandræðalega í rullu drekans. Þó svo að kvikmyndataka Dísarinnar og drekans sé í flestu tilliti vel leyst af hendi — til dæmis er afrek út af fyrir sig að hafa beitt tökuvélinni af jafn mikilli lipurð og gert var inni í þröngum ranghölum þrílyfts íbúðar- húss þar sem mestur hluti myndarinnar ger- ist — þá vantar mikið á að þessi þáttur verks- ins sé jafn sjarmerandi og aðrir sem upp eru taldir. Myndskyni Malmros er ábótavant. Dísina og drekann vantar fyrst og fremst ris- meiri töku; fleiri, óvæntari og litríkari sjónar- svið en skotið er á, án þess þó að sýna ein- hverja stæla. Að öðru leyti: Fínt. -SER. hestakeppnina miklu handan við preríuna og Rocky Mountains blue og allt það. . . Sem sagt: Hugmynd sem hefði getað orðið að sómasamlegri kvikmynd í höndum gaml- ingjanna Elia Kazan eða John Fords, en hef- ur skolast niður um vaskinn með einkar klúðurslegri handritsgerð hennar Carólu Sobieski. Annars er mesta furða hvað Farns- worth tekst að gera úr hlutverki sínu, en það er háttur góðra leikara að sýna stillingu og binda sig af þrjósku við reiðann og standa þannig uppúr, þegar sýnt er að skútan muni sökkva. Ó.A. POPP Komið, séð . . Það hafa skipst á skin og skúrir á tónlistar- ferli Herberts Guðmundssonar. Fyrir rúmum tíu árum fórnaði hann sæti sínu í einni virt- ustu popphljómsveit landsins (Eik) til að taka við sem aðalsöngvari í þeirri vinsælustu (Pelican). Þetta gerðist eftir að Pétur Krist- jánsson hafði verið rekinn úr þeirri síðar- nefndu. Vinsældir Pelicans dvínuðu all svakalega við þessi söngvaraskipti. Ekki vegna Herberts heldur þess, hversu mikið persónufylgi Pétur hafði á þessum tíma. Her- bert galt þess sem sagt, að aðrir menn höfðu ákveðið að skipta um söngvara í hljómsveit- inni sinni. Einhver varð að vera sökudólgur. Nokkru eftir að Pelicanævintýrinu lauk sendi Herbert frá sér sólóplötuna Á strönd- inni. Hún var hroðvirknislega unnin og þeim til lítils sóma, sem þar lögðu hönd á plóg. Hins vegar segir sagan, að aðstandendurnir hafi skemmt sér vel og lifað hátt meðan á gerð plötunnar stóð. Á ströndinni er nú flest- um gleymd. Eftir þetta og ýmis önnur ævintýri til sjós og lands flutti Herbert Guðmundsson úr höf- uðstaðnum. Hann kom að nýju fram á sjón- arsviðið í fyrra með vestfirsku hljómsveitinni Kan. Plata hennar, í ræktinni, vakti talsverða . og sigrað athygli fyrir lagið Megi sá draumur og fallega mynd á framhlið umslagsins! Flestir voru sammála um, að Herbert syngi bara ágæt- lega ennþá, — jafnvel betur en fyrr. Hann var því kominn inn á kortið að nýju. Fyrir nokkrum vikum bætti Herbert um betur og sendi frá sér aðra sólóplötu sína. Dawn Of The Human Revolution ber þess merki, að hvergi hefur verið til sparað við út- gáfuna. Umslag er vandað, textablað fylgir, innra umslag er úr þykkum pappa (allt of þykkum nota bene. Hann rispar plötuna) og myndband með aðailaginu var tilbúið til sýn- ingar í sjónvarpi áður en platan kom út. Út- gáfunni var síðan fagnað með myndarlegri veislu í Hollywood. Svona myndarlega hefur tæplega verið staðið að útkomu hljómplötu síðan í gamla daga meðan enn mátti hagnast á slíkum uppátækjum. Herbert Guðmunds- son er því greinilega fullur bjartsýni um framtíðina. Enda gefur hann plötu sína út sjálfur, leggur aleiguna undir og kallar fyrir- tækið Bjartsýni. Umbúnaður og ytra útlit eru sem sé í prýð- isgóðu lagi og þá er það innihaldið. Jú, platan Dawn Of The Human Revolution er áheyri- leg. Af tíu lögum má með góðri samvisku flokka fimm sem smelli og varla eru fleiri en tvö lög hrein uppfylling. Herbert semur öll lögin sjálfur, svo og flesta texta. Hann semur á ensku og sleppur sæmilega frá því. í hans sporum hefði ég þó leitað t.d. til Mike Pol- locks um yfirlestur og lagfæringar nokkurra smáatriða. Tónlistin er öllu bitastæðari en textarnir. Að minnsta kosti eru mörg lög Her- berts grípandi, þó að ekki risti þau ýkja djúpt. Flestir ættu þegar að þekkja Can’t „Tónlistin er öllu bita- stæðari en textarnir. Að minnsta kosti eru mörg lög Herberts grípandi þó að ekki risti þau ýkja djúpt..." segir Ásgeir Tómas- son ma. um nýút- komna sólóplötu Herberts Guðmunds- sonar, Dawn of the Human Revolution. eftir Ásgeir Tómasson Walk Away. Önnur, sem eyrað grípur fljótt, eru After The Storm, Better Land og Quick- sand. Mikið og frítt lið hljómlistarmanna aðstoð- ar Herbert við gerð nýju sólóplötunnar. Þar virðist mér Steingrímur Einarsson hafa verið góður liðsauki í nokkrum lögum. Af öðrum, sem eiga góða spretti á plötunni, má nefna Einar Braga, Þorstein Magnússon og Carol Nielsson. Magnúsar þáttur Sigmundssonar er einnig stór. Raddsetningar hans eru gler- fínar og fagmannlegar. Herbert á eiginlega mínus skilinn fyrir að láta Magnúsar ekki getið sem útsetjara á umslagi eða textablaði. Loks er mér ekki grunlaust um, að hljóð- blöndun Geoffs Calvers hirðupptökustjóra Mezzoforte, eigi góðan þátt í því, hversu vel heppnuð plata Dawn Of The Human Revolu- tion er. Ekki má svo gleyma Herberti sjáif- um. Hann syngur einfaldlega miklu betur nú en áður. Er fyrri sólóplata Herberts, Á ströndinni, kom út, fór ég um hana nokkrum orðum í Dagblaðinu. Fyrirsögn greinarinnar var Fall er fararheill. Þau orð hafa greinilega ræst. Til hamingju með plötuna Hebbi, gamli synda- selur. HELGARPÓSTURINN 27

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.