Helgarpósturinn - 28.11.1985, Blaðsíða 28

Helgarpósturinn - 28.11.1985, Blaðsíða 28
BARNABÓKMENNTIR Fuglarnir okkar — bók ársins Stefán Adalsteinsson Grétar Eiríksson: Fuglarnir okkar Bjallan 1985. Bókaútgáfan Bjallan er eina forlagið, sem nær einungis gefur út bækur handa börnum og unglingum, reyndar ekki mjög margar, en þó nokkrar á hverju ári og yfirleitt ágætar bækur, hvort sem eru skáldskapur eða fræði- rit. Fuglarnir okkar eru eins konar óbeint framhald af Húsdýrunum okkar eftir Stefán Aðalsteinsson og Kristján Inga Einarsson, sem Bjallan gaf út 1982, en sú bók hlaut við- urkenningu Námsgagnastofnunar það ár sem úrvals fræðirit handa börnum og ungl- ingum. Og ég fæ ekki betur séð en Fuglarnir okkar eigi jafnmikinn sóma skilinn. Fuglarnir okkar er 71 bls. í allstóru broti, litprentuð á vandaðan pappír og traustlega bundin. í henni er fjallað um 35 íslenska fugla: „Sjö spörfugla, einn hænsnfugl, sjö vaðfugla, þrjá ránfugla og sautján sundfugla. Alls er talið að um sjötíu tegundir fugla verpi að staðaldri á íslandi og er því aðeins um helmingi íslenskra fugla lýst í bókinni." Og þeir voru valdir „með það í huga að þeir væru algengir, en auk þess eru teknar með tegundir sem eru sérstæðar fyrir Island og fuglar sem eru fulltrúar fyrir skyldleikahópa eða kjörlendishópa." Þetta sýnist mér skyn- samlegt val og önnur vinnubrögð eru líka tii eftirbreytni: Ævar Petersen fuglafræðingur var með í ráðum þegar valdir voru fuglar, Arnþór Garðarsson prófessor og Arni Böðvarsson cand. mag. lásu síðan handrit. Þá er þess að geta, að með bókinni eru skrár um atriðisorð og staðanöfn, myndir og helztu heimildir. I texta bókarinnar er lýst útliti fuglanna, sérkennum, lifnaðarháttum, svo sem hvar þeir verpa, hvernig þeir haga útungun, fæðuvali, greint frá kjörlendi þeirra o.s.frv. Myndirnar eru í senn til stuðnings textanum, að því leyti sem þær sýna útlit fuglanna og umhverfi þeirra, en auk þess eru þær margar sjálfstæð listaverk, t.d. hrafninn bls. 5, snjó- tittlingur bls. 11, rjúpukarrinn bls. 19 og margar fleiri. Þessu til viðbótar er fjallað um margvíslega þjóðtrú, sem bundin er fuglun- um. Reyndar sýnir hún fjarska vel, hvað menn höfðu næman skilning á náttúrunni, skynjuðu umhverfi sitt miklu betur en mönn- um er nú tamt. Þeir heyrðu á hneggi hrossa- gauks hvað var í vændum, óðinshaninn boðaði mönnum sumar með sínum hætti á köldu vori, börn urðu minnug ef þau drukku gegnum arnarfjöðurstaf, og sá litli fugl mús- arrindili er ekki allur þar sem hann er séður: „Til þess að geta séð jafnvel á nóttu sem degi þvær maður sér úr heitu blóði músarrindils." Og kannski hafa einhverjir sett krossmark í eldhússtromp til þess að vernda jólahangh kjötið fyrir þessum minnsta landsins fugli! í þjóðtrúnni blasir við hugarheimur, sem nú er liðinn undir lok. Nú eru menn yfirleitt ekki feigir þótt gæsir fljúgi oddaflug yfir höfði þeirra, og ekki deyja menn lengur af svanablæstri. Sem betur fer, kann margur að segja, en samt er að þessu skaði. Ég held að flest færi jafnvel þótt ennþá væri námsgauk- ur í norðri og menn dæju ekki ef einungis væri rjúpnafiður í sæng þeirra. Meginmál bókarinnar er afar skýrt og börnum og unglingum auðskilið, eins og vera ber í fræðiritum, setningar stuttar og hnitmiðaðar. Ég fann enga prentvillu, ein- ungis örlítið ósamræmi í skammstöfun (cm/sm). Það ber vott um nákvæmni við út- gáfuna. Á stöku stað er óþarflega mikil end- urtekning í stílnum, sbr. bls. 18: „Haldi mað- ur síðan á því í hendinni, getur maður lesið hugsanir þess manns sem maður er að tala við.“ En slíkt heyrir til undantekninga. Grétar Eiríksson hefur tekið flestar mynd- irnar í þessa bók, en auk hans eiga hér myndir Erling Ólafsson, Skarphéðinn Þóris- son og Sigurgeir Jónasson. Allar eru þær augnayndi, og leikmönnum er illskiljanlegt, hvernig hægt er að ná fuglum í slíkt sjónar- horn, sem bókin ber vitni (bls. 13, 17, 27, o.v). Utgáfa sem þessi hlýtur að vera feikna kostnaðarsöm. Hún ber líka vitni virðingu fyrir ungum lesendum. Þeir eiga jafngott skilið og hinir fullorðnu, vandað meginmál, myndir, frágang. Ég hygg, að önnur bók eigi ekki meira erindi inn á barnaheimili, og víst hafa fullorðnir mikla ánægju af lestri hennar. Þar er margvíslegur fróðleikur um næsta umhverfi manna og vafalaust kemur margt á óvart, ekki sízt ýmsir fróðleiksmolar um fugla, sem eru oft fyrir augum. Hér er til dæmis frá því greint, að einungis 500—1000 skógarþrestir dveljist vetrarlangt hér á landi, að músarrindill er aðeins 14—17 grömm á þyngd, að starrinn er hin mesta hermikráka og fyrsta brandugluhreiðrið fannst 1912, og svona mætti lengi telja. Fuglarnir okkar er öndvegisrit eins og bók- in um húsdýrin og ætti að vera til á hverju heimili, rétt eins og Vísnabókin, sem Símon Jóh. Ágústsson sá um af alkunnri smekkvísi og þekkingu (frumútg. 1949), eða Hjalta- bækurnar hans Stefáns Jónssonar, svo dæmi séu tekin af öðrum ólíkum klassískum ritum. Fuglarnir okkar ber vitni þeim metnaði, sem ætti að einkenna útgáfu barna- og ungl- ingabóka yfirleitt. „Fuglarnir okkar er öndvegisrit eins og bókin um húsdýrin og ætti að vera til á hverju heimili". KVIKMYNDIR 50 milljón dollara geispi Háskólabíó: Jólasveinninn (Santa Claus) ★ Bandarísk. Árgerð 1985. Framleiðandi: Alexander Salkind. Leikstjóri: Jeannot Szuiarc. Aðalhlutverk: Dudley Moore, John Lithgow, David Huddlestone, Burgess Meredith, Judy Cornwell og fl. Það felst ákveðin þversögn í því að verja 50 milljónum dollara í að gera kvikmynd sem lofsyngur einfaldleik jólanna og gagnrýnir mammonsdýrkun hátíðanna. Þetta gera samt Salkind-feðgarnir sem framleiddu m.a. Superman og Supergirl; nýjasta ofurfram- leiðslan er kvikmynd um jófasveininn sem heitir á frummálinu því beinskeytta nafni Santa Claus — The Movie. Til þessarar myndar er ekkert sparað. Stór- brotnar sviðsetningar og mikil Ijósadýrð og stjörnuryk í annarri hverri senu. Flogið um háloftin í hreindýrasleða yfir fjallgarða og milli skýjakljúfa New-York borgar. En allt kemur fyrir ekki. Myndin virkar ekki, hún hrífur ekki; það vantar í hana galdurinn, ævintýrið. Þessa skyssu ber fyrst og fremst að skrifa á reikning handritshöfundar. Sögu- þráðurinn er of flókinn og þvælist fram og aftur í tíma og rúmi þannig að fullorðnir eiga fullt í fangi með að fá botn í myndina, hvað þá börn. Jólasveinninn segir frá samnefndum manni (David Huddlestone); hvernig ljósálf- ar uppgötva hann og gera hann ódauðlegan sendil sinn sem flýgur um nátthimin á hverj- um jólum og úthlutar gjöfum. Álfurinn Pjakkur (Dudley Moore) breytir leikfanga- smíðinni í fjöldaframleiðslu með skelfilegum afleiðingum. Um stund virðast jólin sjálf í hættu, því vondi leikfangaframleiðandinn BZ (John Lithgow) í New York svífst einskis til að græða peninga og fyrirhugar önnur jól á ári í hagnaðarskyni og ná þar með bissnessnum af jólasveininum. En eftir tals- verðar hremmingar og eltingarleik fer allt vel að lokum. Tilgangur Salkind-feðga var eflaust að gera hefðbundna ævintýramynd fyrir börn í Disney-stíl, kvikmynd sem væri eftirminni- leg sem fyrsta bíóferðin. En tugir milljóna dollara breyta þeim ekki í Disney. Jóla- sveinninn er og verður 50 milljón dollara geispi. —IM JAZZ Djasssagan á íslensku Jón Múli Árnason: Djass. 224 bls. Iðnskólaútgáfan og FÍH. Þá er fyrsta djassbókin komin út á ís- lensku. Að vísu hafa verið gefin út timarit og sérprentanir og meiraðsegja myndabækling- ur: Jazzstjörnur — en þetta er þykk bók og í bandi og kjölurinn gylltur — samkeppnis- hæf á gjafabókamarkaði jólanna. Jón Múli Árnason hefur lengi frætt þjóðina um djass í gamla gufuradíóinu og 1981 hóf hann að kenna djasssögu við Tónlistarskóla FÍH — sú kennsla varð kveikjan að útvarps- þáttum um sögu djassins og þeir þættir kveikjan að þessari bók. Ber hún og þess merki. Er það bæði kostur og galli — þó frek- ar kostur fyrir þá er lítið hafa sökkt sér niðrí djasssöguna, sérílagi hafi þeir þá tónlist er vitnað er í við hendina. Afturá móti var kannski óþarfi að prenta hverjir spili í hverri hljómsveit einsog stundum er gert — það gefur bókinni of mikinn þáttakeim. Áðuren Jón Múli hefur að rekja djasssög- una á hefðbundinn hátt fjallar hann um blús- inn — The Blues. Er það einskonar djasssaga í yfirlitsformi og fer ekki illa á því — blúsinn allstaðar nálægur í djassi. Öllum bollalegg- ingum um djassrætur í forneskju er sleppt og fátt sagt um það er gerðist áðuren hljóðritan- ir komu til sögunnar — enda byggir bókin fyrst og fremst á því er hljóðritað hefur verið. Louis Armstrong og Duke Ellington fá sinn kaflann hvor og sagan er samviskusamlega rakin fram að þeim hræringum er urðu á ár- unum kringum 1960 er framúrstefnudjass- inn kom til sögunnar. Örlítið er getið um djass í Evrópu, sérílagi á Norðurlöndum, þar- af rúmar sjö síður um íslenskt djasslíf. Ein- hverstaðar urðu takmörkin að vera — annars hefði ritið orðið að vera í tveimur bindum að minnsta kosti. Það er mikill fengur að þessari bók fyrir þá sem eru að hefja djassferilinn — að sjálf- sögðu eru hér engin ný sannindi á ferðinni — og þó. Sagan af Abba Labba, Muggi og Davíð frá Fagraskógi er skemmtileg einsog bókin sjálf. Jón Múli er aldrei þurr né leiðinlegur þegar hann fjallar um djass og glöggskyggn á hinn félagslega þátt. Enginn djassáhugamaður má láta þessa bók vanta í safn sitt — fyrstu tónlistarsögu- bók á íslensku sem er annað en ágrip. Gudmundur R. sextugur Þann 26. nóv. sl. varð Guðmundur R. Ein- arsson trommuleikari sextugur. Það er kannski ekki hár aldur — en á mælikvarða íslenskrar djasssögu er hann firnahár. Um Guðmund og Björn bróður hans segir Jón Múli í djasssögu sinni: ... „um þetta leyti verða til fyrstu djassbönd hér á landi, hljóm- sveitir pilta sem lögðu aðaláherslu á djass. Og eins og jafnan fyrr og síðar er upptaka menningarinnar að leita í lúðrasveitunum á landinu. Björn R. Einarsson básúnuleikari og bróðir hans Guðmundur trommari eru ætt- aðir úr Lúðrasveit Reykjavíkur, faðir þeirra blés þar á básúnu og tenórhorn. Bræðurnir voru útlærðir iðnaðarmenn, en ákveðnir að gera músík að ævistarfi, fyrst og fremst djass." Þetta eru orð að sönnu og alla tíð síð- an hefur hjarta Guðmundar R. 'slegið með sveiflu. Hann gekk í smiðju Cozy Cole, Sid Cattlet og Gene Krupa og það var ekki ama- legur skóli. Shufflin’ at Hollywood með Hampton þarsem Cozy sló trommurnar varð hans biblía og enn er sveiflan hin sama hvort sem blásararnir sem hann leikur með eru ungir eða aldnir. Hann er vafalítið besti stór- sveitartrommari er við höfum átt og auk þess að vinna hörðum höndum fyrir brauði sínu og leika djass af hjartans lyst er hann í fararbroddi í Jazzklúbbi Reykjavíkur. Sá klúbbur efnir til djammsessjóna síðasta fimmtudag hvers mánaðar að Hótel Sögu og verður síðasti sessjón ársins þar í kvöld. Þá gefst djassgeggjurum tækifæri að hlusta á heita sveiflu og skála fyrir Jóni Múla og Guð- mundi R. Einarssyni. 28 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.