Helgarpósturinn - 28.11.1985, Síða 30

Helgarpósturinn - 28.11.1985, Síða 30
HELGARDAGSKRÁVEIFAN Föstudagurinn 29. nóvember 19.15 Menningarlegar fréttatilkynningar. 19.25 Sænskt vandræðaefni fyrir börn. 19.50 Fréttir með hönd fyrir. 20.00 Fréttir með fót fyrir. 20.30 Sjampóauglýsingar; blobb-blobb- blobb. 20.45 Þingsjá. Páll Magnússon sér þing. 20.55 Kastljós. Einar örn Stefánsson kastar Ijósum. 21.30 Finnskur látbragðsleikur (OjalaOjala- gibbala). 22.05 Derrick ekur í þriðja gír með öryggis- beltin spennt, fram á morð (frekar en ekki hvað . . .) — Bjarki Elíasson stjórnar beinum umræðum í sjón- varpssal um efni þáttarins að honum loknum. 23.10 Lokkalöður (Shampoo) ★★ Banda- rísk bíómynd frá 1975. Leikstjóri Hal Ashby. Aðalleikarar Warren Beatty, Julie Christie, Goldie Hawn, Lee Grant, Jack Warden. Beatty við það að ofleika, en að öðru leyti og slepptu hæpnu handriti á köflum, er hér á ferðinni hin broslegasta vitleysa um fjöruferðir hárgreiðslumeistara í Hollywood. Lee Grant hreppti öskar- inn fyrir bestan leik í aukahlutverki kvenna. 01.00 „Fariði nú að sofa, fíflin ykkar. .." Laugardagurinn 30. nóvember 14.20 Gladback Miinchen — Bremen Stutt- gart. Bein útsending, nema ef vera kynni að Geiri Sigurvins fengi ekki að spila með. Þá skökk! 17.00 Móðurmálið. Árni Böðvarstalar af sér. 17.10 íþróttir. Bjaddni og röndótta skyrtan mæta á skjáinn. 19.20 Baddnaefni. 19.50 Fréttaágrip af fingrum fram. 20.00 Hlé með fréttum á stangli (og vand- ræðabrosum). 20.25 Vandræðaauglýsingar (allir fram að fá sér kaffi). 20.40 Staupasteinn (... eða eitthvað sterk- ara í tilefni af þættinum). Onnðe- rokkhs, auövitað. 21.10 Fastir liöir „eins og venjulega". Karl- menn gerðir að fíflum og þó þetta eigi að heita fyndiö, finnst mér að Jafn- réttisráð ætti að tékka á þessu ... 21.35 Draumadísir (The Dream Girls) Heim- ildarmynd um líf og starf sýningar- stúlkna í tískuhúsum Parísarborgar. „Ég bíð spenntur („og slefandi")..." 22.30 Ringulreið í Rómaborg (A Funny Thing Happened on the Way to the Forum) ★★★ Bandarísk gamanmynd frá 1966. Leikstjóri Richard Lester. Að- alleikarar: Zero Mostel, Phil Silvers, Buster Keaton, Jack Gilford, Michael Crawford, Annette Andre. Petta er næsta mynd Lesters á eftir Bítlamynd- unum „A Hard Days Night" og „Help" og ber þess örlítil merki. Gott safn gamanleikara á borð við Keaton og Mostel stendur fyrir sínu. 00.10 Ekki meir, ekki meir... Sunnudagurinn 1. desember (fullveldisdagurinn, hömm) 16.00 Sunnudagshugvekja: Spjallað við Guðmund á efri hæðinni sem velur sér einnig lög inn á milli skrafsins. 16.10 Áfangasigrar. 17.10 Feim. 18.00 Geim. (Ég meina, Stundin okkar.) 18.30 Stiklur. Ómar treður sér inn í koldimm- an moldarkofa á Norðurlandi og kvik- myndatökumaöur á eftir ásamt Bolla i Laufási. Síðan myrkur á skjánum í klukkustund eða þangað til þremenn- ingarnir koma út í dagsbirtuna á ný . . . 19.50 Táknmálið. 20.00 Hitt málið með ritvélaóhljóðum í bak og fyrir. 20.25 Aulasýningar. 20.40 Sjónvarp næstu viku. Áhorfendur var- aðir við. 21.00 Síðasta blómið. Ljóð eftir James Thurber í þýðingu Magnúsar Ásgeirs- sonar. Tónlist eftir Þorkel Sigurbjörns, flutt af skólakór Garðabæjar. 21.30 Verdi. (Slarkfært tónskáld, skilst mér. . .) 22.50 Karen Blixen í Afríku. 23.50 Þjóðsöngurinn, allir að standa upp (meö bakiö beint og lófann þótt- ingsfast um brjóstið). . . Brotna síö- an saman og emja af þjóðernisást. Sofna með ekka . . . Fimmtudagskvöldið 28. nóvember 19.00 Kvöldfrétt. 19.50 Deilý Sprakkhe Sigga Tóm, með gói á milli. 19.55 Sesselja Einars sem er gömul kona, segir Ingu Huld Hákonar frá merkilega merkilegu lífi sínu. 20.30 Sinfónían í soltla stund. 21.20 „Þangaö vil ég fljúga". Símon Jón Jóhannsson tekur saman þátt um Ijóðskáldið (og flugfreyjuna (í sumar- afleysingum)) Ingibjörgu Haraldsdótt- ur. 22.25 Fimmtudagsumræöan. 23.25 Kammertónleikar (og þar með fækkar hlustendum svo mikið að ... 24.00 .. .þaðerekkitilneinsaðhaldaþessu lengur áfram. Flöskudagurinn 29. nóv. 7.00 Jón Múli og Jóhannes Ara fara með bænirnar. 7.15 Morgunvaktin (ef umsjónarmenn verða vaknaöir. 7.20 Og ef ekki, þá morguntrimm í tvo tíma, enda heföi Jónína gott af því... 9.05 Morgunstund barnanna: „Elvis, Elvis" lesinn. 9.45 Þingfréttir (Svoldið krassandi, finnst ykkur ekki?. 10.40 Sögusteinn. Haraldur Ingi á Akureyri sparkar völum á undan sér og sínum tíma ... 11.10 Málefni aldraðra (eins og t.d. hvass- ari mannbrodda á markaðinn!) 11.25 Morguntónleikar ( + ). 12.20 Fréttir ( + ). 14.00 Miðdegissagan ( + ). 14.30 Sveiflur ( + ). 16.20 Síðdegistónleikar ( + ). 17.00 Helgarútvarp barnanntf ( + ). 19.00 Fréttir ( + ). 19.50 Daglegt mál ( + ). 20.00 Jesús, hvað maður er orðinn jákvæð- un(En skítt með það, Lög unga fólks- ins eru nýbyrjuð.) 20.40 Kvöldvaka: Samanþjöppuð þjóðern- isbulla á fullu! 21.30 (Verulega langt) Fró tónskáldum. 22.25 Kvöldtónleikar ( + ). 22.55 Svipmynd. Nasi Nas á nasavængjun- um út Eyjafjörð og aftur heim. 00.05 Djassþáttur. Múlinn svífandi um Múl- ann, hittir Nasa og þeir síðan heim að spila Ellington. 01.00 Rás 1 og 2 samtengdar með þeim af- leiðingum að a.m.k. átta tæknimenn fá raflost. .. * Eg mœli með Rás 1, sunnudaginn 1. desember, klukkan 9.30; Óskalög sjúklinga: Helga Þonn Stephens (klædd gúmmígalla af ótta við Eids) kynnir lögin og setur á fóninn, sem er einnig gúmmívarinn út af samskonar ótta. (Sund)laugardagurinn 30. nóv 7.00 Og þá byrjar það einn ganginn enn. 7.00 einn ganginn, einn ganginn — Jónína gefur taktinn. 7.30 Islenskir kórar og einsöngvarar syngja (hræðilega falskt, hefur mér fundist, frómt frá sagt). 9.30 Óskalög sjúklinga. Helga Þonn Stephens (klædd gúmmígalla af ótta við Eids) kynnir lögin og setur á fón- inn, sem er einnig gúmmívarinn út af samskonar ótta. 11.00 Bókaþing. Gunni Stef dottar yfir kaflaskilum en er vakinn jafnóðum af tæknimanninum. 12.20 (Hádegisfrétt) 13.50 Vikuþáttur í fréttalokin . . . 15.00 Miðdegistónleikar: Do-re-mi-fa-so- la-ti-do . . . 15.40 Fjölmiðlun vikunnar. (Blaða- og frétta- menn skammaðir). 15.50 íslenskt mál (landsmenn skammaðir). 16.20 Listagrip. Sigrún Björns festir lista á veggi með jötungripi, hehe. 17.00 Framhaldsleikrit barnanna „Á eyði- ey"; Denni heldur áfram lestri endur- minninga sinna úr þjónustu hins opin- bera. 17.30 Einsöngur í útvarpssal; Denni syngur bundnar endurminningar sínar úr þjónustu hins opinbera. 19.00 Fréttir; ja, svei mér þá. 19.35 Stungið í stúf: hi-hi-he-þáttur í gamni. . . 19.55 Harmóníkuþáttur: dú-bi-dú-þáttur í alvöru . . . 20.25 Kvöld á Húsavík: Jónas Jónasson var- ar sig ekki á myrkrinu og ratar þar af leiðandi ekki heim á ný . . . 21.25 Vísnakvöld: Reynt að seiða Jónas fram úr dimmunni. 22.30 Áferð: Sveinn Einarsson finnur Jónas á Holtavörðuheiði, sem segist þrátt fyrir það, vera dáldið happý. 23.05 Danslög („Og nú er að sveifla sér, krakkar. . ."). 00.05 Miðnæturtónleikar: Jón örn Marinós sveiflar sér inn í stúdíó og er þar eins lengi og hann langar.. .! 01.00 Jón örn Marinós langar ekki meir. Sunnudagurinn fyrsti des. 8.00 Morgunandaladrakt. Séra Ingiberg J. Hannesson gufar upp í stólnum, en þegar söfnuðurinn andar köldu, birtist hann í smástund og síöan skærar eftir því sem maðurinn á næstfremsta bekk sofnar fastar. 8.35 Létt morgunlög (innan við 12%). 9.05 Morguntónleikar (-) 10.25 Sagnaseiður. Einsi kallinn gruggar bruggið. 11.00 Messa. '12.20 Frétt. 13.20 Miðdegistónleikar (-). 14.00 Háskólastúdentar röfla í tilefni dags- ins. 16.20 Vísindi og fræöi: Ættu frekar að spek- úlera þau, ha! 17.00 Páll Heiðar spilar klassík frá síðustu öldum og reynir að geta upp á því hvort hann viti eða viti ekki um háralit höfundanna sem sæist að vísu ekki í útvarpi, ef þeir heföu þá haft hár. 18.00 Bókaþing (eða Þókabing; sem er snjallara orð að mörgu leyti). 19.00 Fregnir. 20.00 Stefnumót. 21.00 Ljóð og lag. 21.30 Útvarpssagan. 22.40 íþróttir. 23.20 Svipir. 00.05 Eitthvað klassískt gaul og svo . . . 00.05 ... ansi hreint tónlistarþáttur fyrir háttinn. Fimmtudagskvöldið 28. nóvember. 20.00 Vinsældalisti stjórnenda rásar 1, Páll Þorsteinsson kynnir uppáhaldslög pabba síns og starfsbræðra hans. 21.00 Gestagangur: Ragnheiður Davíðs- dóttir leikur sónötu í G-dúr eftir Guil- laume Lekeu á lögregluflautuna sína. 22.00 Rökkurtónar: Svavar Gests svæfir gest sem átti að tala í þættinum á und- an en komst ekki að og varð ansi sár fyrir bragðið. 23.00 Roppgátan. Jónatan og Gulli setja maís í pottinn og geta svo upp á því hvað langur tími líði þangað til fyrsta kornið springur. 24.00 Jónatan og Gulli halda saddir heim á leið. Föstudagurinn 29. nóvember 10.00 Morgunþáttur. 12.00 Hin rásin 14.00 Pósthólfið. 16.00 Léttir sprettir. 18.00 Hin rásin. 20.00 Hljóðdósin. 21.00 Djassspjall. 22.00 Rokkrásin. 23.00 Næturvaktin. 03.00 Rin hásin. Laugardagurinn 30. nóvember 10.00 Morgunþáttur: Siggi Blöndal mættur í stúdíó með stjarnfræðilega margar malt (vegna gærkvöldsins) og kynnir lögin fram að hádegi (rámur mjög svo). 12.00 Suð (frekar svona óþægilegt, ef það er hátt stillt). 14.00 Laugardagur til lukku: Svavar happý og fleiri vonandi, ef þetta lukkast þá hjá honum. 16.00 Fbpplistin: Gunnar Salvarsson málar í þeim anda og sýnir útvarpshlustend- um jafn óðum. 17.00 Hringborðið. Gul aðgangskort gilda. 18.00 Suð. 20.00 Hjartsláttur (nei, nei; ekki AIDS-þátt- ur, barasta tónlist smituð af myndlist og myndlistarmönnum). -21.00 Milli stríða: Jón Gröndal leggur niður vopnin. 22.00 Bárujárn. Siggi Sverris fýkur af þökunum. 23.00 Svifflugur: Hákon Sigurjóns á eftir honum. 24.00 Næturvaktin stendur til klukkan þrjú um nóttina að vanda og umsjónar- maður hennar að þessu sinni er Pétur Steinn: Já, Pétur, mig langar að biöja þig að spila lagiö hérna bíddu nú við þú manst svona dúbi ræli hvernig í andsk ... ansans, jú hérna nei eða bíddu; æjæ, jæja, ég man þetta í næstu viku vonandi... Sunnudagurinn 1. des. (og allir í stuði) 13.30 Salt í samtíðina. 15.00 DæVe. 16.00 Listinn. 18.00 Suð, og síðan afmælisdagskrá uppúr tuttugu, en þá á rásin tveggja ára af- mæli (og ég reyndar líka, í vissum skilningi). 03.03 Viss skilningur. ÚTVARP eftir Ingólf Margeirsson Af málvöndunarþœtti SJÖNVARP Nátturulögmálið eftir Sigmund Erni Rúnarsson Einn hinna föstu, hefðbundnu efnisþátta útvarpsins okkar er Daglegt mál. Ekki veit ég til þess að þessi dagskrárliður eigi sér nokkra hliðstæðu í nágrannalöndum okk- ar né yfirleitt á byggðu bóli annars staðar en hér á íslandi. Og þá er bara að vorkenna útlendingunum því betri lið er varla hægt að hugsa sér í útvarpi. Margir ágætismenn hafa stjórnað þess- um gamalgróna þætti gegnum árin og gott til þess að hugsa að enn veljist afbragðsfólk í stjórnun þáttarins. Tveir tiltölulega ungir stjórnendur hafa svifið með Daglegt mál á öldum ljósvakans að undanförnu, Sigurður G. Tómasson og Margrét Jónsdóttir. Eftir að hafa hlýtt á einn þátt með Margréti þar sem hún veittist að tökuorðum, fannst mér margt athyglisvert sem hún benti á. Hins vegar var umfjöllunin í góða, gamla um- Sigurður G. Tómasson: Bestur þegar hann upp- lýsir og níðir í senn. vöndunarstílnum: Þetta má og þetta má ekki. Jafnvel umsjónarmenn Daglegs máls verða að skilja, að tungumál er síbreytilegt og sveigjanlegt; ef svo væri ekki, væri tungan dauð en ekki lifandi. Þótt tökuorð séu hvimleið, og að öllu jöfnu af hinu illa, falla mörg þeirra að íslenskunni og ís- lenskri málfræði (t.d. beygingum). Þess vegna var alrangt hjá Margréti að mínum dómi að harma það að púdur í merking- unni andlitsduft væri komið inn í málið. Veri það velkomið, svo og sambærileg tökuorð sem idjót, imbi, pæling, gæi, skvísa, o.s.frv. Sigurður G. Tómasson er hins vegar dæmi um umburðarlyndan stjórnanda með íróníska (tökuorð!) kímnigáfu. Hann er bestur þegar hann upplýsir og níðir í senn og höfum við blaðamennirnir fengið marga þarfa dembuna frá honum. Sl. þriðjudagskvöld sat Sigurður hins vegar með höfuðið drjúpandi fyrir framan hljóð- nemann og át ofan í sig framburðar- kennslu í liðnum þætti. Hann drap á ádeilu sem Höskuldur Þráinsson prófessor hafði sent honum bréflega þar sem hann rekur allt það sem Sigurður hefur látið út úr sér um framburð, öfugt ofan í hann aftur. í því sambandi hampaði Höskuldur mjög framburðarreglum Björns Guðfinnssonar. En í ofaníáti og sjálfsiðrun Sigurðar gat hann ekki setið á strák sínum og þegar þættinum lauk var undirritaður orðinn blár af hlátri. Skólaspeki, sérstaklega þeg- ar íslenskan er annars vegar, er nefnilega alltaf fáránleg i eðli sínu (sbr. framburðar- reglur um lengd sérhljóða). Gott talmál er fyrst og fremst lifandi mál hlaðið tilfinn- ingu og neista samtíðarinnar. Og þar stend- ur Björn Guðfinnsson höllum fæti. Þegar að er gáð er dagskrá sjónvarpsins afskaplega fastmótuð. Þáttum þessa miðils er samviskusamlega — ég trúi hvergi eins samviskusamlega — raðað niður á sex daga vikunnar. Einn daginn er ekkert að sjá. Það er á fimmtudögum. Þá eiga allir í sjónvarpinu frí. Áhorfendur líka, nema þeim líki stillimyndin! Stillimyndin já. Reyndar er ekki svo fjarri að líkja dagskráruppbyggingu sjónvarpsins við stillimyndina. Dagskrá sjónvarpsins, mánuð eftir mánuð, breytist ekki mikið meira en stillimyndin frá kvöldi til kvölds. Uppsetningin er jafnan eins, og skorður hennar slíkar, að manni detta fyrst til hugar náttúrulögmál. Kíkjum aðeins á sjónvarpsvikuna, sem er sex daga, sem fyrr segir. Við sleppum frétt- um og öðrum föstum liðum sem er að finna á sínum stað á hverju þessara sex kvölda vikunnar. Og barnaefninu, sem einnig er orðið fastur liður á hverjum útsendingar- degi. Loksins. Byrjum yfirferðina á mánu- degi: Þá eru það evrópsku sjónvarpsleikritin, helst skandinavísk, en -alltaf það löng að öðrum dagskrárlið en stuttum íþróttum Bjarna Fel verður ekki komið á kvöldið, nema með herkjum. Þá sjaldan leikritin eru stutt (og laggóð) skeyta dagskrárfull- trúarnir dýralífi inn á milli; þáttum af kyrkislöngum og köngulóm. Nóg er reynd- ar til af hvorutveggja: Þeim kvikindum, og þáttum um þau. Þriðjudagskvöldin eru tími heimildar- myndaþáttar, gjarnan úr geira læknavís- indanna, sakamálaflokks af léttara taginu og síðan hálftíma innlits fréttastofunnar, oftast útlenda hluta hennar. Ef ekki, þá sér maður hvar fimm eða sjö menn mynda skeifu í sjónvarpssal. Það er umræðuþáttur um eitthvað, stundum ekkert. Miðvikudagskvöldin eru eitthvað á þessa leið: Náttúra manns, sápa og safn sjón- varpsins. Fimmtudagskvöldin ekki neitt neitt, en föstudagskvöldin svona: Ur þing- inu, stuttur fréttaskýringaþáttur, popp, sakamál og síðan sjónvarpsmynd, en sýnu oftar bíó. Ef það er ekki bandarískt, þá er svoleiðis nokkuð örugglega bíókvöldið á eftir, í versta falli enskt. Að loknum nokkurra klukkutíma elt- ingaleik við leðurtuðru, ýmist enska eða þýska, með beinum eða óbeinum hætti og Bjarna inná milli, er eitthvað fyrir börnin á laugardögum. Eftir föstu liðina, kemur engilsaxneskur gamanþáttur. Ef tvær eng- ilsaxneskar bíómyndir fylgja ekki þar á eftir, gerist nokkuð sem er grátlega sjald- gæft; íslenskt efni er sent út. Og af því að það gerist svo sjaldan, þá er það sama efni endursýnt að minnsta kosti einu sinni áður en ár líður frá frumsýningu þess. Á sunnudögum gerist sjónvarpið hvort- tveggja í senn: Heilagt og menningarlega sinnað. Þetta byrjar með andakt og síðan fallegu efni fyrir börnin. Eftir föstu liðina er síðan guðað á nokkra af ljórum listarinnar í landinu, en að þeim útsendum birtist vandaðasti framhaldsmyndaflokkur í minnst tólf þáttum, helst pínu þungur, en alltaf með pottþétta leikmynd. Að lokum býður sjónvarpið áhorfendum sínum að standa upp: Þjóðsöngurinn leik- inn, undir sömu ljósmyndinni og verið hef- ur þarna allt frá byrjun, nema hvað síðustu árin hefur hún verið í lit. Þannig lýkur maður sjónvarpsvikunni í sátt við allt og alla, einkanlega sjónvarpið; miðilinn sem maður veit hvenær og hvar maður hefur. 30 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.