Helgarpósturinn - 28.11.1985, Page 32

Helgarpósturinn - 28.11.1985, Page 32
JUfi M W Biklar sviptingar eru nú í vændum hjá Arnarflugi. Agnar Friðriksson forstjóri er á förum frá fyrirtækinu eins og komið hefur fram í fréttum. Við heyrum að til standi að við forstjórastöðunni taki Sigfús Erlingsson hjá Flugleiðum. Þá heyrum við að stjórnarformað- urinn Haukur Björnsson eigi und- ir högg að sækja sem stjórnarfor- maður og ekki talið ólíklegt að Flug- leiðamaður taki við hans sæti einn- ig. Flugleiðir, sem eiga rúmlega 40% í Arnarflugi, munu því væntan- lega taka yfir Arnarflug á einn eða annan hátt. Það er því skammt stórra högga milli: Hafskip og Arn- arflug bæði að hverfa af sjónarsvið- inu og gamla, góða einokunin tekin við á nýjan leik... Þ að hefur vakið athygli margra, að Hafskip skuli hafa feng- ið 30 milljón króna tilboð í dóttur- fyrirtæki sitt Cosmos í New York einkum þegar haft er í huga, að höf- uðstóll fyrirtækisins er neikvæður um 30 milljónir. Þeir sem buðu eru Sigtryggur Jónsson núverandi forstjóri Cosmos og fallít félagi hans Leonard Tarloff frá Express For- warding. Það fylgir sögunni, að gerður hafi verið baksamningur þess efnis við Jón G. Zoéga lög- .mann Hafskips, að ekki yrði gengið að Cosmos vegna skulda þess við Hafskip upp á 300 þúsund dollara. Þá skuldar Cosmos banka í New York 250 þús. dollara. Samningur- inn mun hafa verið gerður fyrir milligöngu Björgólfs Guðmunds- sonar forstjóra og Ragnars Kjart- anssonar stjórnarformanns. Vegna þrota Hafskips er fyrjrsjá- anlegt, að tvö flutningsbílafyrirtæki fari á hausinn, V.I.P. Trucking og- Rhett Trucking vegna skulda Haf- skips við þau. Þessa síðustu dagana hefur margt verið á seyði. Meðal anhars heyrð- um við, að útvaldir viðskiptamenn Hafskips hefðu verið settir á sérstak- an lista og gerðar upp allar skuldir við þessa aðilja. M.a. þessara fyrir- tækja er Reykvísk endurtrygg- ing, en Björgólfur á einn þriðja í fyr- irtækinu og Ragnar annað eins. Helsti viðskiptavinur þessa trygg- ingafélags er Hafskip. .. JÍ^l^^argir segja að sjálfstæðis- menn megi þakka fyrir hneykslið hjá Hafskipi og Útvegsbankanum því meðan þau mál vaða á súðum, taki enginn eftir þriðja hneykslis- málinu, sameiningu BÚR og ísbjarn- arins. Annars eru alþýðubandalags- menn óðir út í Þröst Ólafsson, framkvæmdastjóra Dagsbrúnar, fyrir að taka sæti í stjórn Granda, nýja sameiningarfélags borgarinnar og einkaauðvaldsins. Þröstur var umdeildur maður innan verkalýðs- hreyfingarinnar og hefur notið verndar Guðmundar J. Guð- mundssonar en eftir inngöngu í stjórn Granda mun hafa soðið upp úr hjá mörgum verkamanninum, sérstaklega innan Dagsbrúnar. Það var Davíð Oddsson borgarstjóri sem tilnefndi Þröst í stjórnina og hefur það ekki beinlínis bætt skap verkalýðsins... að gerist ekki oft í sögu Sam- bandsins að forstjóri, aðstoðarfor- stjóri, formaður og varaformaður SIS séu kveðnir í kútinn á stjórnar- fundi. En þetta gerðist nú eins og kunnugt er á fundinum um aðild SIS að Hafskipsflakinu, eða samninga- viðræðunum við íslenska skipafélag- ið eins og það heitir. En þótt SÍS- topparnir hafi orðið undir í slagnum við fimm kaupfélagsstjóra er þó talið fullvíst að SÍS sé ekki búið að bakka út úr viðræðunum við Islenska skipafélagið. Toppar Sambandsins bíða hins vegar átekta hverju fram vindur. Líklegast mun Útvegsbank- inn taka á sig skuldasúpu Hafskips og íslenska skipafélagið hökta áfram. Þrýstingur alþýðusamtaka eins og Dagsbrúnar á SIS er óvænt- ur stuðningur fyrir Erlend Einars- son og hans menn og því talið lík- legt að SÍS-topparnir fari fram á það að teknar verði aftur upp samninga- viðræður við íslenska skipafélagið með meirihlutaeign Sambandsins í huga. Verður þá eflaust vitnað til einokunaraðstöðu Eimskips og hækkunar vöruverðs í landinu og nauðsynjar þess að Eimskipafélaginu verði sýnd samkeppni í vöruflutn- ingum. Þannig að sá hlær best sem síðast hlær. . . liíkur eru á þvi að sjálfstæðis- menn ákveði að forseti borgar- stjórnar sitji ekki jafnframt í borgar- ráði. Sennilega mun núverandi for- seti borgarstjórnar, Magnús L. Sveinsson, gera þá kröfu að þetta haldist áfram óbreytt en allt bendir til þess að þeirri kröfu verði ekki sinnt. Þá þykir mörgum það líklegt að Magnús L. segi af sér forsetatitl- inum og sitji áfram í borgarráði en Páll Skúlason sem er „grand old man“ borgarfulltrúa sjálfstæðis- manna, verði næsti forseti borgar- stjórnar. Bæði er það vegna þess að Páll er vinsæll maður og virtur en einnig þykir það ekki við hæfi að tveir læknar sitji í borgarráði fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Hinn er að sjálf- sögðu Katrín Fjeldsted. Þá er ekki ólíklegt að konur geri kröfu um for- setaembættið og er þá aðeins ein um framboðið, nefnilega umrædd Katrín... ;ýi. mynd sem f** gerum jolakorttn þ pujl, ^Mtomnumvdu OTrnv.6 Minnsta pöntun er 10 Rétt s 32 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.