Helgarpósturinn - 28.11.1985, Blaðsíða 4

Helgarpósturinn - 28.11.1985, Blaðsíða 4
BÍÖIN HALDA VELU - ENN SEM KOMIÐ ER - íslendingar fara í kvikmyndahús 10 sinnum á ári, en á Norðurlönd- um fer fólk adeins tvisvar sinnum í bíó að meðaltali ár hvert. Þessi sam- anburður bendir til þess, að kvik- myndahús á Islandi standi vel aö vígi ísamkeppninni við t.d. sjónvarp og myndbandasýningar í heimahús- um. En tíðni bíóferða segir ekki alla söguna um stöðu kvikmyndahús- anna. Þannig er talið, að þau kvik- myndahús, sem hafa gengið lengst í því að fjölga sölum og færa myndir í minni sali eftir því sem aðsókn dal- ar, standi mun betur að vígi en hin. Hér er fyrst og fremst um Bíóhöilina og Regnbogann að ræða. Áður en lengra er haldið skulum við líta á tölur. HP reiknast til, að fjöldi kvik- myndahúsagesta í Reykjavík hafi verið um ein og hálf milljón allt árið í fyrra, 1984. Þrátt fyrir „mynd- bandabyltingu“ síðastliðinna ára hefur bíógestum ekki fækkað að neinu ráði. Hjá tollstjóra fengum við þær upp- lýsingar, að á árinu 1984 hefðu kvik- myndahúsin í Reykjavík selt alls 1.211.871 miða. Inníþessa töluvant- ar aðsóknartölur fyrir íslenskar kvikmyndir og þrjú-bíó barnanna. Lauslega er óhætt að áætla, að um 300 þúsund manns hafi séð þær ís- lensku myndir, sem sýndar voru í fyrra. Þannig er bíógestafjöldinn alls ein og hálf milljón manna að minnsta kosti. Af tölum síðustu ára sést þó, að bíóferðum Reykvíkinga hefur fækk- að: 1975 1.549.000 1982 1.373.500 1983 1.319.000 1984 1.211.871 Af þessum tölum einum sést, að bíóferðunum fækkar hægt og síg- andi, þótt niðurstaðan hljóti enn að vera sú, að kvikmyndahúsin haldi velli. Ein af ástæðunum fyrir því, að myndböndin hafa ekki höggvið stærra skarð í fjölda bíógesta er efa- laust sú ánægjulega staðreynd, að nú leggja mörg kvikmyndahús metnað sinn í að bjóða upp á nýjar myndir. Hér áður fyrr þótti það tíð- indum sæta, ef mynd var ekki orðin a.m.k. eins árs, þegar hún kom loks til íslands. Flestar voru mun eldri. En það mun einmitt vera þetta, sem skilur kvikmyndahúsin að. Þannig hefur HP heimildir fyrir því, að rekstur þriggja kvikmynda- húsa gangi fremur illa núna. Þetta eru Nýja bíó, Austurbæjarbíó og Tónabíó. Nýja bíó er yfirleitt mjög seint á ferðinni með sínar myndir og segja kunnugir, að hvað eftir annað gerist það, að myndir gangi í allt að 4 mán- uði á myndbandamarkaðnum áður en þær eru teknar til sýninga í Nýja bíói. Dæmi um þetta er myndin „Unfaithfully Yours“. Sömu sögu mun vera að segja af Austurbæjarbíói. Þar eru hvað eftir annað á dagskrá myndir, sem fólk hefur haft aðgang að á myndbanda- markaðnum svo mánuðum skiptir. Þá ku fjárhagur Tónabíós ekki vera beysinn og kemur þar m.a. til, að Bíóhöllinni hefur tekist að ná til sín ýmsum söluvænlegum mynd- um, sem Tónabíó hafði áður, og nægir þar að nefna James Bond myndirnar. Samkeppnin á milli kvikmyndahúsanna hefur harðnað og nú er boðið meira í myndir og sýningarrétt. Sumir telja, að eigi Tónabíó að halda velli, verði að bæta við sölum og þar fyrir utan að bæta myndaval- ið. Nú þegar liggur reyndar á teikni- borðinu teikning, sem gerir ráð fyrir tveimur viðbótarsölum. Það væri sjónarsviptir að þessum þremur kvikmyndahúsum, sem hér hafa verið nefnd. En verði ekki breyting á, má gera ráð fyrir fækkun kvikmyndahúsa í Reykjavík í nán- ustu framtíð. MYNDBANDALEIGURNAR: SVÖRT FRAMTÍD BLASIR VID Fyrir aðeins fjórum árum eða þar um bil voru aðeins örfáar mynd- bandaleigur hérlendis og eigend- urnir nutu þess að sitja örfáir að stór- um markaði. En brátt sáu aðrir, að hér væri um gróðavœnlega útgerð að rœða, gróðinn skjótfenginn auk þess sem ekki þurfti einu sinni að afla sér verslunarleyfis til þess að setja á fót myndbandaleigu. Upp úr því spruttu myndbanda- leigur eins og gorkúlur út um ailan bæ og um allt land. Afleiðingin lét ekki á sér standa. Kakan stækkaði lítillega, en alltof margir vildu fá bita. Gróðinn minnkaði og smátt og smátt er leigunum farið að fækka. Samt eru þær að líkindum of marg- ar ef mið er tekið af markaðnum. Nú standa mál þannig, að þar sem. áður var ein leiga eru nú starfræktar í sama bæjarhverfinu þrjár mynd- bandaleigur. Hverfin þola ekki þennan fjölda og því munu flestar þeirra tapa og raunar hafa margar lagt upp laupana á þessu ári. Gífurieg samkeppni ríkir á þess- um markaði núna og þessi sam- keppni hefur skilað sér út í verðlag- ið. Leiguverð á myndbandsspólum hefur lækkað. Um 20 myndbanda- leigur bjóða nú tilteknar myndir á 60 krónur, barnaefni á 100 krónur og nýjustu myndirnar eru leigðar á 150 krónur. Fyrsta myndbandaleigan, sem bauð upp á nokkra verðflokka var Vídeóbankinn að Laugavegi 134. Þar eru nú í gildi fjórir verðflokkar, þ.e. 150, 120, 100 og 70 krónur. Söluturninn, Fláteigsvegi 52, býð- ur allar sínar spólur á 75 krónur. Þessi söluturn kemur raunar á óvcirt, því þar er endumýjað ört og þar er böðið upp á ný myndbönd, sem eru textuð hérlendis. Og ekki má gleyma myndbandaleigunni Vídeó- gull, Vesturgötu 11, sem leigir spólur sínar út á 30 og 70 krónur. En það verður að segjast eins og er, að úrval myndanna þar er ekki af fyrstu gráðu. Þá er komin leiga, sem er til húsa í Skeifunni 8, og leiguverðið þar er aðeins 50 krónur. Fylgifiskar hinnar geipilegu sam- keppni eru alls kyns gylliboð hjá myndbandaleigunum, sumum þeirra a.m.k. „Taktu 3 spólur hjá okkur og þú færð vídeótækið frítt!“ Tvær myndbandaleigur efndu til getraunar meðal viðskiptavina sinna og var dregið úr réttum lausn- um mánaðarlega. í vinning var ut- anlandsferð til Lundúna. Báðar leig- urnar hafa hætt þessu. Af samtölum HP við eigendur myndbandaleiga mátti merkja að ýmsir þeirra óttast þá stöðu sem kemur þegar nýju útvarpslögin taka gildi. Sumir þeirra spá kollsteypu á markaðnum. Nýjar sjónvarpsstöðv- ar nái svo miklum vinsældum, að verulegur samdráttur verði í leigu á myndböndum. Þegar fjallað er um harðnandi samkeppni á myndbandamarkaðn- um verður ekki hjá því komist að nefna sjoppuleigurnar, „fimmaura- leigurnar". Eigendur þeirra hafa ein- hvern hagnað af útleigu á mynd- böndum, þótt ekki geti það verið mikið. Yfirleitt bjóða þessar sjoppur upp á gamlar myndir, sem eigend- urnir hafa keypt hjá myndbanda- leigum, sem eru að reyna að fá ein- hverja peninga inn fyrir gamla draslið sem þær vildu losna við. Eftir því sem komist verður næst eru aðeins tveir söluturnar í Reykja- vík, sem bjóða upp á góðar og ný- legar myndir. Áður var nefndur Söluturninn að Háteigsvegi 52, en hinn er Söluturninn Donald, Hrísa- teigi 19 (við Sundlaugaveg). Hjá „Donald" er mikið úrval af textuð- um og ótextuðum myndum. Þá má nefna, að þar er hægt að fá 12 spól- ur sem fjalla um ævi Elvis Presleys, en þættirnir voru gerðir í tilefni af 50 ára afmæli rokkkóngsins, hefði hann lifað. En hvað um það, þá verða mynd- bandaleigurnar að gera ráð fyrir erfiðum tímum framundan og þá lifa af sennilega eingöngu þær leig- ur, sem hafa sterkust beinin, og svo e.t.v. „fimmauraleigur" sem hafa lít- ið úrval en gott. ÞRJÚ BÖKASÖFN RÍÐA Á VAÐIÐ MYNDBÖND OG B4KUR Í SÁn OG SAMLYNDI Aðeins 3 bókasöfn á íslandi bjóða upp á myndbönd til leigu. Ekkert bókasafn býður upp á jafn marga titla eins og bókasafn Kópavogs, eða ca. 100 titla. Þau bókasöfn sem upp á þessa þjónustu bjóða eru eftirtalin: Bókasafn Kópavogs, bókasafn Hafn- arfjarðar og bókasafn Kjósarsýslu BÓKASAFN KÓPAVOGS Bókasafn Kópavogs er til húsa að Fannborg 3—5 (sími: 45077) og opn- unartíminn er frá kl. 11—21 alla virka daga en um helgar er opið frá kl. 11—14, aðeins á laugardögum. Bókasafn Kópavogs var fyrsta bókasafn hérlendis til þess að bjóða upp á myndbönd (VHS) til leigu svo heitið getið í einhverju magni. Nú er safnið komið með ca. 100 titla til leigu. Safnið býður upp á 3 verð- flokka: 20 kr. (fræðslumyndir og efni fyrir börn), 70 kr. (kvikmyndir fyrir krakka og tónlistarefni), 100 kr. (bíó- myndir). „Þessi þjónusta byrjaði hjá okkur í febrúar, hún fór hægt af stað í fyrstu, enda vissu ekki margir um þessa auknu þjónustu. Nú er kom- inn skriður á útleigustarfsemina og algengt að fólk taki 2—3 spólur á leigu í hvert sinn,“ segir Hrafn Harð- arson forstöðumaður safnsins. „Það eru ýmis vandamál við það að verða sér úti um þessar fræðslu- myndir á myndböndum. Aðalmark- mið okkar er að vera með sem mest af fræðslumyndum á boðstólum. Við stefnum ekki á neina sam- keppni við videóleigurnar," sagði Hrafn Harðarson. HÉRAÐSBÓKASAFN KJÓSARSÝSLU Bókasafn Kjósarsýslu er til húsa að Markholti 2, Mosfellssveit (sími: 666822) og opnunartíminn er frá kl. 13—20 alla virka daga, en lokað er um helgar. Bókasafnið býður upp á u.þ.b. 20 myndir í VHS og 2 myndir í BETA kerfinu (Útlaginn og Land og synir). Þar er aðeins einn verðflokkur, 100 kr. Bókasafnið ætlar að geta boðið upp á allar íslensku myndirnar sem til eru og auk þess fræðslumyndir og barnaefni sem byggir á góðum bók- menntaverkum (ekki teiknimyndir). BÓKASAFN HAFNARFJARÐAR Bókasafn Hafnarfjarðar er til húsa að Mjósundi 12, Hafnarfirði (sími: 50790) og opnunartíminn er frá kl. 14—21 alla virka daga, en lokað er um helgar. í bókasafninu er starfandi tónlist- ardeild og sú deild sér um útleigu á myndbandsspólum. Tónlistardeild- in er opin 3 sinnum í viku: Mánu- daga, miðvikudaga og föstudaga frá kl. 16-19. Myndbandaþjónustan byrjaði snemma í maí, og nú eru til 49 titlar (VHS) til útleigu. „Við ætlum að einbeita okkur að fræðslu- og tónlistarmyndum, barna- efni og bíómyndum sem gerðar eru eftir bókmenntaverki eða leikritum. Við bjóðum upp á tvo verðflokka, 70 kr. og 90 kr„ og við ætlum í ná- inni framtíð að auka þessa þjónustu okkar,“ sagði Þorbjörg Björnsdóttir í samtali við HP. 4 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.