Helgarpósturinn - 28.11.1985, Blaðsíða 15

Helgarpósturinn - 28.11.1985, Blaðsíða 15
ROBERT DE NIRO Myndir Robert De Niros á mynd- böndum: Bang the Drum Slowly — Guild; Mean Streets — Hokushin; The Deer Hunter — Thorn EMI; Once Upon a Time in America — Thorn EMI; The Wedding Party — Video Programme; The Swap — Rank Video. Fáir leikarar eru jafn mikils virtir hvorttveggja af samstarfsfólki sínu og gagnrýnendum. Og fáir eru jafn óræðir. Robert De Niro er staðfastur í tregðu sinni að verða sér úti um það dót sem tilheyrir stjörnufrægð og hefur fylgt náið stöðugt vaxandi frægð hans. Frá því að hann kom fyrst fram 1966 hefur hann hlotið ótal verðlaun fyrir leik og fengist við nokkur erfiðustu hlutverk í ný- legum bandarískum myndum. Síðasta hlutverk hans í Falling in Love virðist ekki af þyngra taginu en hefur aukið við fjölbreytt afrek hans. Eftir langa vinnu við Once Upon a Time in America Ieikur De Niro í fyrsta sinn á ferli sínum róm- antískt aðalhlutverk. Mótleikari hans er Meryl Streep, sem hann sagði nýlega í Guardian fyrirlestri að væri uppáhaldsleikkona sín þessa dagana. Falling in Love hlýtur augljóslega að hafa gert minni kröfur til erfiðra útlitsbreytinga en sum önnur hlut- verk hans. De Niro hefur það orð á sér, að vera fullkomnasti leikari í kvikmyndum. Hann stefnir að full- komnun og hefur gaman af að byggja kvikmynd upp „bút fyrir bút“. Leiksýning endist eitt kvöld, að því er De Niro segir, en hann heldur því fram um kvikmyndir, að „Maður tekur kannski tíu skot — eitt eða tvö gætu verið verulega góð — þá er tækifæri til að ná atriðinu réttu. Ég verð aldrei þreyttur á tök- um.“ Þessi leit að fullkomnun nær til undirbúnings hans fyrir hvert hlut- verk. Þeir sem leita að reyfarakaup- um í New York rekast stundum á leikarann þar sem viðleitni hans til að gera hlutverk trúverðug verður til þess að hann rótar í skranbúðum borgarinnar eftir notuðum leikmun- um og fötum sem virðast meira við hæfi en kvikmyndabúningar. f hlut- verki boxarans Jake La Motta í Rag- ing Bull (1980) þyngdist hann um 30 kíló á fjórum mánuðum. Fyrir hlut- verkið í Taxi Driver (1976) fékk hann sér um tíma vinnu sem leigu- bílstjóri. Við tökur á einni af fyrstu- myndum sínum — Greetings (1968) — man Brian De Palma að „Dag nokkurn þegar við vorum að vinna Greetings kom hann inn í töku og ég þekkti hann ekki ... Hann lifir sig alveg inn í hlutverkin og það breytir útliti hans.“ De Niro er fæddur í New York borg 17. ágúst 1943 og kemur af list- rænni, svolítið bóhemískri fjöl- skyldu. Faðir hans var af ítölsk-írsk- um ættum og var málari, skáld og gagnrýnandi. Móðir hans, Virginia Admiral, var líka listmálari. Vina- hópur þeirra, rithöfundar og málar- ar ýttu undir sköpunargáfu De Niros í æsku. Þegar hann valdi sér leiklist, andæfðu foreldrar hans ekki. De Niro segir, „Foreldrar mínir studdu mig ákaflega mikið: Þau voru fegin að ég gerðist ekki trygg- ingasali." Þegar hann var 16 ára fór hann í hinn þekkta skóia Actor’s Studio og lærði með Lee Strasberg og Stellu Adler. Framan af ferli sínum fékkst hann við uppfærslur utan Broadway og sjónvarpsauglýsingar og frumraun hans í kvikmyndum kom í The Wedding Party Brian De Palmas (1966), þar sem De Niro lék einn af vinum brúðgumans. Hann fékk greidda hina veglegu upphæð 50 dollara og hann rifjar þetta upp: „Ég hélt að það væru 50 dollarar á viku en móðir mín las samninginn og sagði „Nei — það voru 50 dollarar." Ég var of ungur til að undirrita samninginn, hún þurfti að gera það.“ Þar á eftir komu ferðir í Evrópu og veitingaleikhús í New York þar sem þessi óþekkti upprennandi leikari gekk um beina og kom fram. Fyrstu tilraunir hans til að fá vinnu voru án aðstoðar umboðsmanns og hann kom fram í tveimur öðrum myndum De Palma — Greetings (1968) og Hi Mom! (1969). Þegar Bang the Drum Slowly og Mean Streets voru sýndar fjórum ár- um síðar hlaut De Niro viðurkenn- ingu gagnrýnenda og hóf með seinni myndinni vel heppnað sam- starf við Martin Scorsese. Þeir höfðu verið lauslegir kunningjar sem strákar og ólust upp í sama hverfi í New York, en voru formlegar kynnt- ir í jólaboði snemma á áttunda ára- tugnum. I Mean Streets lék De Niro á móti Harvey Keitel. Báðir léku götu- stráka og persónusköpun De Niros á Johnny Boy með sjálfseyðingar- hvötina varð til þess að hann hlaut verðlaun the New York Film Critics Circle fyrir bestan leik. í sameiningu hafa De Niro og Scorsese gert fimm langar kvikmyndir og samvinnan gengur ákaflega vel hjá báðum. De Niro segir, að „Það sem skiptir meg- inmáli í starfi okkar, sem er ákaflega þungt og ákaflega hægvirkt, er nokkurs konar samvinna, sam- staða, og að minnsta kosti lág- marksskemmtun — sem kemur í veg fyrir migreni." Kvikmyndin sem kom rétt á hæla Mean Streets var The Godfather Part II (1974) sem Francis Coppola leikstýrði. Athygli fjölmiðla beindist í síauknum mæli að De Niro, sem var í aðalhlutverki sem Corleone, ítalskur innflytjandi sem smám sam- an verður höfuð mafíufjölskyldu. Við undirbúning sinn kynnti De Niro sér vandlega rödd Marlon Brandos (Brando leikur Corleone sem gamlan mann). Raunar er Brando einn af þeim sem hve mest áhrif hefur haft á De Niro sem leik- ara, en hinir eru James Dean, Mont- gomery Clift, Geraldine Page, Kim Stanley, Spencer Tracy og Walter Huston. Brando lærði líka í Actor’s Studio þegar hann var ungur, en það hvernig De Niro beitir þeirri til- teknu leikaðferð sem þar er kennd (og einkenndi sömuleiðis aðra hetju í hans augum, James Dean) hefur orðið til þess að ýmsir hafa sagt að hann sé arftaki Brandos sem einn færasti leikari í kvikmyndum. Eftir hlutverk sitt í The Godfather Part II tók De Niro til við að Ieika í Taxi Driver (1976), enn undir stjórn Martin Scorsese. Leikur hans var áhrifamikill í hlutverki Travis Bickle, geðbilaðs leigubílstjóra sem gerir tilraun til að vernda gleðikonu á táningsaldri. Sú tilraun endar í einu harðsnúnasta og blóðugasta skytteríi í síðari tíma kvikmyndum. Deilurnar sem stóðu um mynd Michael Ciminos, The Deer Hunter (1978) voru annars konar, en reynd- ust koma sér vel fyrir De Niro í hlut- verki sínu sem málmiðnaðarmaður, en reynsla hans af Víetnamstríðinu reynist hafa víðtæk og geðræn áhrif ‘á hann sjálfan og vini hans. Óskar- inn fyrir bestan leik kom aftur síðar, fyrir næstu mynd De Niros — Rag- ing Bull Martin Scorseses (1980). Þó að leikarinn játaði að hann hefði óbeit á boxi, fannst honum marg- slungin skapgerð boxarans sem hvarf frá velgengni í ofdrykkju heill- andi og samsamaði sig ótrúlega vel hlutverkinu. í annarri Scorsese kvikmynd — The King of Comedy (1983) var De Niro í hlutverki Rupert Pupkins, grínista sem berst í bökkum og er heltekinn af löngun til að ná sama frama og vinsæll stjórnandi gaman- þátta í sjónvarpi, en hann leikur Jerry Lewis. Kvikmyndin er nístandi svartur gamanleikur og veitti De Niro aftur tækifæri til að breikka svið sitt. Kvikmynd Sergio Leones, Once Upon a Time in America (1984) reyndist viðamikið viðfangsefni — söguleg kvikmynd sem rekur framaferil og ólán glæpamanna- hóps. Meðan á myndinni stendur, eldist De Niro úr ungum manni í gamlan, kraftmikill leikur og yfir- vegaður en hefur leitt til léttari hlut -. verka í nýrri myndunum Brazil og Falling in Love. Það hvernig De Niro sökkvir sér í hlutverkin hefur stundum einangr- að hann frá öðrum leikurum meðan á tökum stendur. Hann hefur sagt, „Ef maður er að leika í kvikmynd, hverfur allt annað." Og þegar kvik- myndinni er lokið? „Maður hefur tíma fyrir sjálfan sig og af því geta sprottið ný vandamál." Hjónaband hans og leikkonunnar Diahne Abbott 1976 fór í hundana, ef til vill vegna óþreytandi tryggðar hans við starfið. Engu að síður þvertekur De Niro fyrir alla hnýsni um það sem hann telur einkahagi sína og segir „.. .hvað er svona merkilegt við það hvar ég gekk í skóla og áhuga- mál mín. . . hvað kemur það leik við, því sem gerist í höfðinu á mér? Ekkert.” Þetta er afstaða sem gerði hann ekki sérlega kæran Ijósmynd- urunum í Róm sem sögðu lögregl- unni að þeir væru að eltast við glæpamann — og það vai ð síðan til þess að lögreglan yfirheyrði leikar- ann. Næsta hlutverk hans er jesúíti og trúboði í kvikmynd Roland Joffes og David Puttnams The Mission, sem er tekin í Kólombíu. De Niro er önn- um kafinn. Eins og hann segir sjálf- ur, „Allar persónur sem ég leik taka stóran hluta af mér og á eftir er tóm- leikakennd og söknuður þangað til ég fer að grafa mig niður í þá næstu.” Allar nýjustu myndirnar til með íslenskum texta Amadeus 09 Falling in love værrtanlegar í vikunnií! HELGARPÓSTURINN 15

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.