Helgarpósturinn - 28.11.1985, Blaðsíða 8

Helgarpósturinn - 28.11.1985, Blaðsíða 8
Sem stendur er orðið sem fer af Meryl Streep, þeirri frábæru banda- rísku leikkonu, slíkt, að hún er orðin eina aðalleikkonan sem hægt er að starfa með. Þrátt fyrir vonbrigði með dómana um Falling in Love, er búist við miklu af nýjustu mynd hennar, Plenty, og væntanlegri mynd, Out of Africa, með Robert Redford. Það hefur líka frést að hún sé um það bil að hefja störf við Heartburn með Jack Nicholson og tryggir þar með stöðu sína á met- orðalista Hollywood sem eftirsótt- asta leikkona sinnar kynslóðar. Hér ræðir hún við George Hadley Garcia um kvikmyndir, fjölmiðla og móð- urhlutverkið. GHG: í Plenty leikur þú franska konu í andspyrnuhreyfingunni í heimsstyrjöldinni síðari. Hvernig áttaðir þú þig á því tímabili? MS: Með því að lesa, með samtöl- um og með því að nota ímyndunar- aflið. Þetta er ekki svo framandlegt, því ég lék í Holocaust og við bjugg- um okkur öll ákaflega vel undir það. Það gerir leikari: Undirbýr sig og túlkar svo tilfinningalega. En ekki alltaf með of mikilli tilfinningu ... GHG: Ertu tilfinningarík kona? MS: Ætli ég sé ekki fjörug. En ég græt ekki. Nei, ég er ekki yfirmáta ISLENSKUR TEXTI Starring ROBERT VAUGHN, HELEN MORSE, GRAHAM KENNEDY, JOHN HOWARD, LEONARD TEALE. Prcxíucer JILL ROBB. Director HOWARD RUBIE. Wrttten by TED ROBERTS. Composer RAY COOK. SYME INTERNATIONAL PRODUCTIONS presents SUENT Setið á svikráðum SILENT REACH DREIFING HAFIN Á NÝJUM MYNDAFLOKKI Á TVEIM SPÓLUM Til dreifingar 10. desember THE CRADLE WILL FALL - LÍFSHÁSKI Ótrúlega spennandi sakamála- mynd þar sem örlagavaldurinn er brjálaður læknir á sjúkra- húsi. Þeir sem sjá myndina munu áreiðanlega gæta heilsu sinnar betur og koma hvergi nærri læknum og sjúkrahúsum. Byggð á metsölubókinni „The Cradle Will Fall" eftir Mary Higgins Clark. Einkaréttur og dreifing: ARNAR-VIDEO MYNDBANDAUMBO Ð SÍMI 82128 wr tilfinningasöm. Mér finnst snerting góð — að snerta manninn minn, börnin, vini mína. Ég hef því þrosk- ast þannig. Að hluta til vegna þess að leikurum hættir til að vera snerti- glaðir og yfirdrifnir. GHG: Þú leikur á móti Redford. í Hollywood er það um það bil það lengsta sem leikkona kemst. MS: Hann er dásamlegur. Hann vildi starfa með mér áður, í Ordi- nary People, en við biðum þar til við fengum verkefni sem hentaði báð- um vel. GHG: Verður Out of Africa bók- menntaleg mynd, sú gerð sem vinn- ur til óskarsverðlauna, eða sölu- mynd eins og ný The Way We Were? MS: Við vonum að þetta verði sölumynd! Leikstjórinn er Sidney Pollack félagi Redfords, sá sem stjórnaði Tootsie, og ástarsagan er fyrst og fremst það sem myndin snýst um. Það er sniðugt að þú skúl- ir hafa nefnt The Way We Were, því það eru þannig ástarsögur sem ég er yfirieitt hrifnust af — saga með þjóð- félagslega áhugaverðan bakgrunn, eins og fimmta og sjötta áratuginn. GHG: En um það snerist gagnrýn- in á Falling in Love, að þar hafi ekki verið neinn bakgrunnur. Hún fjall- aði bara um tvær manneskjur sem fóru í og komu úr lest. MS: Maður heyrir svo margs kon- ar skoðanir. Ég veit það ekki. Ég hafði gaman af að vinna aftur með Bob. GHG: Sumir segja að þú sért kven- réttindakona. Ertu það? MS: Allar konur sem hafa áhuga á réttindum kvenna — sjálfra sín, mæðra sinna, dætra o.s.frv. eru kvenréttindakonur. En ég er ekki virk í kvennahreyfingunni. Vissu- lega hefði ég áhuga á því, en ég er leikkona og í einkalífinu sjá tvö börn mér fyrir nægum störfum á hverjum degi. GHG: Hvort veitir þér meiri ánægju: Að leika eða móðurhlut- verkið? MS: Bland beggja. Ég hef gaman af miklu annríki. Það þarf að takast á við það. Og ég er gráðug. Ég vil alltaf nota tíma minn til fulls. Þegar maður á börn og sér þau vaxa úr grasi andlega og líkamlega, áttar maður sig á því hvað tíminn rennur framhjá, hvernig hann . .. gufar bara upp. Mér þætti það skelfilegt ef ég hefði ekki vinnu sem mér þætti skemmtileg og gott heimili að hverfa tii. GHG: Ertu ánægð með nafnið þitt núna? MS: Já. Endurtekningin gerir það ljúft í eyrum! GHG: Þú ert af hollenskum ætt- um, er það ekki? MS: Upphaflega. En í sumum við- tölum stendur enn að ég sé norsk eða af skandinavískum ættum. Ætli það séu ekki eðlileg mistök. Þegar ég fer út fyrir New York, halda menn stundum að ég sé ensk. Ég held að það kunni að stafa af því að ég lék í The French Lieutenant's Woman. En það heldur enginn að ég sé pólsk, þrátt fyrir Sophie’s Choice! GHG: Hvernig þótti þér þessi al- menni samanburður við Garbo, þegar þú lékst í Sophie? MS: Mér leið eins og þegar ein- hver skrifaði einu sinni að ég væri kvenkyns arftaki Oliviers. Þarna létu þeir sem skrifuðu heldur mikið eftir sér. Ég er ekkert á borð við Garbo eða Olivier — ég þori ekki að bera mig saman við þau. Guð einn veit, að ég kann ekki að meta að vera líkt við Garbo, sem er full- komin á tjaldinu. GHG: Eru gerðar athugasemdir um nefið á þér núna? MS: í fyrstu dómunum var talað um það. Raunar kemur það sér vel i myndatöku. Andlitið á mér er breytilegt. Stundum lít ég ákaflega vel út, stundum geri ég það ekki, en það gæðir persónuna vissri tví- ræðni. Það hefur komið sér vel fyrir mig. GHG: Hvernig hefur þú breyst síð- an þú hlaust alþjóðlega frægð sem leikkona? MS: Það fyrsta af mjög mörgu sem kemur í hugann, er að ég hef neyðst til að verða — og það í fyrsta sinn — töluvert tortryggin á hvað fólk hyggst fyrir. Allar stjörnur eiga sér hirð og hópa sem vilja einhvers kon- ar fjárhagslega eða sálræna umbun, ef þeir sækjast þá ekki eftir að end- urspegla dýrðina eða verða þekktir. Ég held að það sama komi yfirleitt fyrir mæður; við viljum vernda börnin okkar, verðum tortryggnar við ókunnuga og við gætum sjálfra okkar betur en ella, því að við vitum að börnin okkar reiða sig á okkur. GHG; Umgengstu marga vini? MS: Ég hef eignast fáeina vini síð- asta áratug, sem þýðir að það er tími fyrir fáeina sanna, gamla vini, úr menntaskóla og þess háttar. En við Donald förum lítið út, ekki eftir að við eignuðumst börn. Ég fer út að skemmta mér þegar ég er að vinna með fólkinu sem ég starfa með. Ég er ekki föst á heimilinu, en ef ég má velja, kýs ég heldur að vera heima. Eða á tökustað. GHG: Leikhúsáhorfendur eru hryggir yfir að þú skulir hafa snúið þér að kvikmyndum . . . MS: Nú, og ég sakna leiksviðsins. En eins og menn segja er kvikmynd- in meira eða minna eilíf. Og kvik- myndir veita mér meiri tíma til að vera heima, til að þroska líf mitt og deila því með öðrum. Langvarandi sýningar eru líka þreytandi, nema hlutverkið sé móðurhlutverk . .. á HELGARPÖSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.