Helgarpósturinn - 28.11.1985, Blaðsíða 9

Helgarpósturinn - 28.11.1985, Blaðsíða 9
rjS&S'; STARMAN Adalhlutuerk: Jeff Bridges, Karen Allen, Charles Martin Smith, Richard Jaeckel. Leikstjóri John Carpenter. Framleidendur Larry Franco, Barry Bernardi. Handrit Ray Gideon, Bruce Euans, Dean Riesner. Tónlist Jack Nitzsche. Kvikmyndataka Donald M. Morgan. Litmynd. 115 mínútur. Columbia Pictures. Bandaríkin 1984. Þessi geimmynd John Carpenters er dásamlega frábrugðin öðrum að því leyti að hún fjallar um fólk frem- ur en hluti. Grunnhugmyndin er yndislega einföld og Carpenter bregst henni sjaldnast: Geimbúi sem aldrei sést í sinni réttu mynd kemur til jarðarinnar og breytir sér í eftir- mynd (Jeff Bridges) nýdáins eigin- manns ungrar húsmóður (Karen Allen). Hundelt af fjandsamlegum yfirvöldum (og Allen ekkert of hrif- in af því að þessi yfirskilvitlegi tví- fari mannsins hennar ræni henni) leggur parið af stað í þriggja daga ferð yfir þvert og endilangt landið til móts við geimfarið sem gesturinn ætlar að fara með heim. Á leiðinni verða þau ástfangin og er hann fer er ófrjó konan á yfirnáttúrulegan hátt orðin þunguð að dreng. Þetta er ákaflega blíðleg ástarsaga, lýst upp með blossum mildrar gaman- semi, kvikmynd ákaflega ólík þeim hröðu myndum sem Carpenter hef- ur hingað til einbeitt sér að. En hann nær á stundum næstum skáldlegri einfeldni, einna áhrifamest atriðið þegar Bridges endurlífgar skotið dá- dýr sem er bundið á bíl veiðimanns. Tæknibrellurnar (góðar í upphafi kvikmyndarinnar, svolítið farnar að dofna í lokin) eru ekki það sem allt snýst um, eins og þó tíðkast. Það sem skiptir meginmáli og tekst stór- kostlega er leikurinn. Karen Allen er ákaflega góð í hlutverki ungu ekkjunnar sem þorir ekki að trúa eigin heppni, að fá þarna nýtt tæki- færi í hjónabandinu; Jeff Bridges hreyfir sig eins og fugl og fylgist með og tileinkar sér smáatriði lífs- ins á þessari einkennilegu plánetu okkar og veitir manni sanna ánægju. FALLING IN LOVE Það er dapurlegt að þeir samfund- ir sem einna mest hefur verið beðið eftir í kvikmyndum skuli eiga sér stað á svona lasburða bæli. Falling in Loue er fyrsta myndin sem Meryl Streep og Robert De Niro hafa leikið í síðan The Deer Hunter var gerð og þó lítill vafi leiki á að þau séu góðir leikarar veldur kvikmyndin sjálf nokkrum vonbrigðum. Handritið er að Brief Encounter, endurunnið fyrir New York nútím- ans. Tvær venjulegar manneskjur rekast hvor á aðra í jóiaösinni í bókabúð. Bæði eru í hamingjusömu hjónabandi en komast að því að þau hafa árum saman verið samferða í lestinni til Manhattan, hvort úr sínu (virðingarverða) úthverfi. í ringul- reiðinni á þessum fyrsta fundi taka þau ranga pakka og makar þeirra fá bók sem hinum var ætluð. Þannig er teningnum nokkuð ákveðið kastað og gagnkvæm hrifning þeirra eykst í ferðunum sem á eftir koma. Efnið er ósköp einfalt og ég ætla ekki að eyðileggja eftirvæntinguna með því að koma upp um lokaflétt- una en sem kvikmyndamáltíð er Falling in Love heldur rýr málsverð- ur. Streep og De Niro skera list sína niður að berum beinum aðferðar- leikstílsins, sinna smáatriðum í augnatilliti og látbragði, andvörp- um og kippum en virðast aftur á móti ófær um að botna setningu. Þessi yfirþyrmandi raunsæju tök á efninu verða heldur gremjuleg er á iíður. SEM VERT ER AÐ SKOÐA TILBOÐ Nú gefst almenningi kostur á að eignast þessi þrjú úrvalsmyndbönd á mjög hagstæðu verði, kr. 2.000,- pr. stk THE fuwmsr 4 THIHG... yoi/V£ i : /V£V£7? . SEEW , MwHtttf* 9«t» you ^.tfTABINNI, PINNI Öll myndböndin eru með íslenskum texta JMDLLY fPl|RES Trading Apocalypse An officer places now and a gentleman * m HASK0LABI0 HELGARPÖSTURINN 9

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.