Helgarpósturinn - 19.12.1985, Page 9

Helgarpósturinn - 19.12.1985, Page 9
— regnhlífasamtökin Grafík skjóta á loft nýrri hljómplötu Undirritadur minnist þess aö hafa áttspjall viö piltana ísfirsku í hljóm- sveitinni Grafík um svipaö leyti í fyrra, þeir voru nýbúnir aö gefa út plötu, sögöu aö hún vœri léttpopp- uö, og létu sig dreyma um aö ná eyr- um fjöldans. Sú haföi víst ekki veriö raunin fram aö því. Þessi hljóm- plata ,,Get ég tekiö céns" umturnaöi stööu Grafíkur í íslenskum dœgur- lagaheimi; á einum jólum voru þeir komnir í hóp stjarnanna, lög afplöt- unni fóru sigurför á öldum Ijósvak- ans og unglingarnir dönsuöu tryllt- an dans viö undirleik Graftkur á sjálfan þjóöhátíöardaginn. Nú eru þeir búnir að gefa út aðra plötu og fara ýmsar nýjar leiðir í að kynna gripinn, skjóta henni á loft í orðsins fyllstu merkingu. Þeir gerðu náttúrlega vídeó — eitt af því skárra sem sést hefur hér í sjónvarpi — og útgáfudeginum var fagnað með flugeldasýningu á Arnarhóli og uppákomu í miðbænum, þar sem ungt fólk baðaði sig uppúr málningu í öllum regnbogans litum. „Þetta fylgir tíðarandanum,“ segir Helgi Björnsson, söngvari Grafíkur. ,,Sá sem ekki er með í slagnum um hylli almennings hlýtur að eiga erfitt uppdráttar. Við erum líka búnir að kosta það miklu til við gerð þessarar plötu að það er annað hvort að duga eða drepast." Það er ungt útgáfufyrirtæki, Mjöt, sem gefur út nýju Grafíkplötuna sem ber heitið Stansað, Dansað & Öskrað. „Það eru nú eiginlega þeir sem standa á bak við þessa kynn- ingarherferð," segir Helgi. „Þetta eru einsog við, ungir menn með stóra drauma sem eru til í að taka sénsa og kljást við lífið — menn sem er í alla staði ánægjulegt að vinna með.“ Að sögn Helga var ætlunin að kynna nýju plötuna á miklum hljómleikum sem til stóð að halda í Laugardalshöll nú á föstudagskvöld- ið; griðarmiklum unglingadansleik. „Af því getur því miður ekki orðið," segir hann. „Handboltamenn eru sestir að í höllinni, æfa þar alla daga og allar nætur og ætla sér greinilega að verða heimsmeistarar. Svo við BÖRN í BÍLUM ÞURFA VÖRN höfum bara látið okkur nægja að kynna plötuna með hoppi, tralli og kórsöng á götum bæjarins.“ Kjarninn í hljómsveitinni Grafík er sá sami og lengst af: Rafn Jónsson ber bumbur, Rúnar Þórisson þenur gítara og Helgi syngur. Aðrir hljóð- færaleikarar á plötunni eru láns- menn, margir góðkunnir. „Það er ágætt að hafa þetta svona opið í báða enda," segir Helgi. „Það er stór hópur í kringum okkur sem er reiðubúinn að hlaupa í skarðið þeg- ar vantar spilara — ætli megi ekki segja að við séum eins konar regn- hlífasamtök. Get ég tekið céns var jólaplata unglingsins í fyrra. En nýja platan — er hún jafn vel lukkuð? Helgi: „Þetta er tvímælalaust jólaplatan. Við erum búnir að semja við jóla- sveininn um að hann taki þessa með sér til að gefa í skóinn. Það er bara verst að hann er allur kominn útí Euroið og Visað, svo það er víst eng- in leið að fá hann til að fara með hana fyrr en eftir þann átjánda." Grafík; kynnum plötuna með hoppi, tralli og kórsöng á götum bæjarins. - sama hve gömul eru. &H0T6L# M n FLUGLEIÐA gm HOTEL BLÓMASALUR, SUNDLAUG OG VEITINGABÚÐIR HÓTELANNA VERÐA OPIN, SEM HÉR SEGIR UM HÁTÍÐIRNAR: Þorláksmessa HÓTEL LOFTLEIÐIR Blómasalur Veitingabúð 19:00-22:00 05:00-20:00 Sundlaug 08:00-11:00 HÓTEL ESJA Esjuberg 08:00-22:00 Skálafell Frá kl. 19:00 Aðfangadagur LOKAÐ 05:00-14:00 16:00-19:00 08:00-11:00 08:00-14:00 LOKAÐ Jóladagur LOKAÐ LOKAÐ LOKAÐ 18:00-20:00 09:00-14:00 LOKAÐ 2. jóladagur LOKAÐ LOKAÐ LOKAÐ 18:00-21:00 09:00-21:00 Frákl. 19:00 Gamlársdagur LOKAÐ 05:00-14:00 08:00-11:00 08:00-20:00 LOKAÐ Nýársdagur LOKAÐ LOKAÐ LOKAÐ 09:00-22:00 Frákl. 19:00 Gistideild Hótel Loftleiða verður lokuð frá hádegi 24. desembertil 08:00 27. desember, og frá hádegi 31. desember til 08:00 2. janúar 1986. Gistideild Hótel Esju opin alla daga. GLEÐILEG JÓL FARSÆLT KOMANDI ÁR ÞÖKKUM ÁNÆGJULEG VIÐSKIPTI. HOTEL LOFTLEIÐIR FLUGLEIDA HÓTEL Vinsamlegast geymið auglýsinguna. UNGIR MENN SEM KLJÁST VIÐ LÍFIÐ HELGARPÖSTURINN 9

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.