Helgarpósturinn - 12.06.1986, Qupperneq 3
FYRST OG FREMST
VINUM OKKAR á Þjóðviij-
anum varð svolítið á í messunni
um daginn — eða voru þeir
kannski svolítið að gantast með
einkavin sinn Þröst Ólafsson.
Þannig var mál með vexti að á
annarri síðu Þjóðviljans var hin
mætasta frétt um framkvæmdirnar
miklu sem nú standa yfir í Öskju-
hlíðinni, þar sem hitaveitugeym-
arnir gömlu hafa verið fjarlægðir
en í staðinn koma nýir geymar, út-
sýnisaðstaða og veitingastaður. í
fréttinni segir: „Gerð hefur verið
teikninga af útsýnisaðstöðunni og
veitingahúsinu sem komið verður
fyrir á geymunum en um er að
ræða stóran glerkúpul sem snýst.“
Þetta er síðan áréttað í mynda-
texta og þar vísað til innfelldrar
myndar ,,af hitaveitugeymunum
og veitingahúsinu sem væntanlega
verður reist á geymunum". Það
stingur hinsvegar í augu að inn-
fellda myndin er af Þresti Ólafs-
syni og því spyrjum við: Er þetta
handvömm Þjóðviljamanna? Voru
þeir að stríða Þresti? Eða — hefur
Ingimundur Sveinsson arkitekt
blátt áfram kosið að reisa glerkúp-
ulinn mikla sem snýst í líki Þrastar
Ólafssonar að fyrirmynd frelsis-
styttunnar bandarísku. Það yrði
þá líklega í þakklætisskyni fyrir
ötult starf Þrastar í þágu verka-
lýðshreyfingarinnar...
NYLEGA voru fósturnemar í
útskriftarferðalagi í Ungverjalandi
og með þeim kennarar, meðal
annars Inga Bjarnason leikstjóri.
Ingu langaði þessi ósköp að fara á
ungversku þjóðaróperuna í Búda-
pest og mætti galvösk á staðinn
eitt kvöldið. Þar var henni tjáð að
uppselt væri fyrir lifandi löngu og
uppselt langt fram í tímann, þann-
ig að vonlaust væri að komast að í
bráð. En Inga dó ekki ráðalaus,
heldur dró hún upp leikstjórapass-
ann sinn og tilkynnti forsvars-
mönnum óperunnar að hún væri
enginn annar en forstjóri íslensku
þjóðaróperunnar, komin alla þessa
leið til að kynnast því besta sem í
boði væri. Við þetta bráðnuðu for-
svarsmennirnir vitaskuld á staðn-
um og fyrr en varði var Inga kom-
in í einkastúku á besta stað...
MARGUR MAÐURINN á
ofanverðum Alþýðuflokkslista
hrökk í kút um miðja kosninga-
nóttina. Úrslitin voru á þann veg
að ófáir kratar, sem bjuggust varla
við að verða varamenn í bæjar-
stjórnum, hvað þá meira, komust
auðveldlega inn. í prakkaraskap
sínum hafa menn til dæmis bent á
orð Áslaugar Einarsdóttur fyrir
kosningarnar, en hún skipaði
þriðja sæti kratalistans á Akureyri.
Áslaug sagði í viðtali við Alþýðu-
manninn nyrðra og rétt er að
endurtaka, fyrir kosningarnar:
„Það vildi engin kona taka þriðja
sætið, en menn vildu endilega fá
konu í það og ég var þrábeðin um
að taka það, sem ég gerði. Þess
vegna sit ég í súpunni.. .“
Já, heldur betur ...
ÞAÐ ER EKKI alltaf þakklátt
hlutskipti að flytja lítilli þjóð fréttir
utan úr hinum stóra heimi, og
kannski ekki alltaf hægt að ætlast
til þess að þær séu alveg glænýjar.
Um daginn birti Morgunblaðið til
dæmis litla og yfirlætislausa frétt,
það mun hafa verið fyrir réttri
viku, á síðunni þar sem sagt er frá
frægu fólki í útlandinu. Þarna stóð
að Sherlock Holmes yngri væri
kvikmynd sem Steven Spielberg
væri nú að leggja síðustu hönd á,
að efni til ekki ósvipuð leynilög-
reglusögum A.C. Dcyle. Hið
hryggilega í þessu máli er það að
téð kvikmynd var frumsýnd hér á
landi fyrir mörgum vikum og er
fyrir löngu búin að ganga sér til
húðar í reykvísku kvikmyndahúsi.
En framtakið er gott...
MARGIR HAFA brosað út í
annað að flennistórum litprentuð-
um auglýsingum sem hafa verið
að birtast í blöðum upp á síðkastið
frá aðila sem kallar sig „Markaðs-
nefnd". Þar er kynnt til sögunnar
nýtt dýr í ríki íslenskrar náttúru —
dýr sem „lifir við frelsi úti í guðs-
grænni náttúrunni, þar sem það
nærist á hreinum og ómenguðum
villigróðri" og gefur af sér kjöt
sem er „hrein villibráð og kraftur-
inn eftir því.“ Jú, þetta dýr sem
hleypur svo frjálst um fjallasal
heitir „íslenskt fjallalamb", en hét
hér áður fyrr annað hvort ,,læri“
eða „hryggur" þegar það var ófrá-
víkjanlegur hluti af sunnudagsmat-
borði landsmanna, sumsé á þeim
tíma áður en aðrir en útlendingar
fóru að hafa efni á því að éta
þessa skepnu. Já, tímarnir breytast
og iömbin með.. .
HELGARPÚSTURINN UMMÆLIVIKUNNAR
Hvalræði
Víða er stjórnað að sovéskum sið
með sameignaralræði.
En er nokkuð betra að búa hér við
bandarískt hvalræði?
Niðri.
„Ég á eftir ad fara yfir þetta en
ég reikna med ad þetta sé rétt“
- HERMANN BJÖRGVINSSON VIÐ DV 10. JÚNÍ
VARÐANDI ÁKÆRU í OKURMÁLINU SEM HONUM
VAR BIRT ÞENNAN DAG.
Bjarni Tryggva — trúbador
„Ég er hvorki nýr einn né annar, þótt óneitanlega slæðist inn
áhrif frá ýmsum. En áhrifin eru þó hverfandi lítil frá hverjum stað
út af fyrir sig. Svo er ég líka 23ja ára gamall og varla getur það
talist „nýtt" eða hvað? Svo erum við Bubbi ekki að gera sömu
hlutina."
— Hvaðan ertu eiginlega, Bjarni?
„Ég er frá Neskaupstað."
— Hvað hefur þú verið að gera hingað til — fyrir utan
tónlistina?
„Ég hef verið á sjó. Helst á loðnu, í Austfjarðaþokunni og
reyndar allt í kringum landið."
— Hvenær hófst þá þinn tónlistarferill?
„Það er varla hægt að segja að hann sé hafinn enn. En eitt-
hvað hefur maður verið að gaula úr sér garnirnar síðustu árin,
hef verið að spila á kassagítar frá fermingu við allar hugsanleg-
ar aðstæður."
— Og nú syngur þú á Listahátíð. Hvernig tilfinning er
það?
„Þetta er nú framar öllum mínum vonum."
— Nú ertu kominn með plötusamning hjá Steinari.
Hvernig kom það til?
„Gegnum Pétur Kristjánsson sem heyrði mig upphaflega
spila í „fyllibyttupartýi" á Akranesi. Pétur hafði eitthvert sam-
band við mig, en það leið ár og dagur og það endaði með því
að ég byrjaði á plötunni upp á mitt eindæmi. Það er svo undir
lokin að Steinar Berg kemur inn í dæmið."
Nú höfum við heyrt að Steinar ætli að gera úr þér
súperstjörnu.
„Nú veit ég ekki um hans þankagang. Hann hlýtur að sjá ein-
hverja peningavon í þessu!"
— Hvað segir þú sjálfur, ertu metnaðargjarn?
,úá, maður hefur vissulega sinn metnað, en þó get ég varla
talað um miklar væntingar þessa stundina. Þær koma ekki fyrr
en þær koma, það er að segja þegar fólkið leyfir manni að hafa
þær."
— Hvað segir þú okkur af væntanlegri plötu þinni?
„Þetta er efni sem ég þarf að losa mig við til að geta haldið
áfram að semja og skapa eitthvað nýtt."
— Um hvað fjalla textar þínir öðru fremur?
„Þeir fjalla öðru fremur um það sem mér er ofarlega í huga
í það og það skiptið, það er ekkert einleikið."
— Sjómannslífið, kannski?
„Satt að segja reyni ég að hugsa ekki um sjóinn núorðið. Það
er tímabil sem ég er að reyna að gleyma."
— En ertu þá pólitískur í textum þínum?
„Hvað er það?"
— Hvernig myndir þú flokka tónlist þína?
„Nú veit ég varla. Þetta er bara melódískt rokk. Hún er auð-
vitað nokkuð öðruvísi þegar ég er einungis með kassagítarinn
og þá einn, en á plötunni er ég með hljómsveit. Þegar ég er
einn þá er þetta mikið til Horfumst-í-augu-lög."
— Að lokum Bjarni, hvað er framundan?
„Að rífa mig upp frá sjónum á allan hugsanlegan hátt og
reyna að fylgja plötunni eftir".
Bjarni Tryggva trúbador hefur ekki verið mikið í sviðsljósinu hingað til,
en skýtur nú skyndilega upp kollinum meðal þungavigtarmanna á
Listahátíðinni ( Reykjavík á hljómleikum sem aðstandendur kalla
„mestu rokkhátíð islandssögunnar", hvorki meira né minna. Fram kem-
ur hjá Bjarna hér að það hafi verið Pétur Kristjánsson poppari sem fyrst
„uppgötvaði" hann, en eftir að Steinar Berg hóf afskipti af Bjarna hefur
sá sagt að Bjarni verði næsta stóra sólónúmerið (íslensku poppi.
Ertu nýr Bubbi?
HELGARPÓSTURINN 3