Helgarpósturinn - 12.06.1986, Síða 6
FORSÆTISRÁÐHERRA GERT VIÐVART UM STÖÐU ALBERTS GUÐMUNDSSONAR
SIEINGRlMUR 06 M
RftDDII FRAMTÍ6 ALI
leftir Halldór Halldórsson myndir: Jim Smart
Forsœtisráöherra lét
kanna Hafskipsmáliö
og bauö Albert síðan
aö segja af sér.
Valdamenn í
Sjálfstœöisflokknum
telja aö Albert eigi aö
fara frá.
Pólitískur titringur í
Sjálfstœöisflokknum
og í ríkisstjórninni.
Skýrsla skiptaráöenda
og framburður
sakborninga bendir til
þess aö ekki sé allt
sem sýnist.
Hins vegar gera menn frekar ráð
fyrir því að eldri þingmenn flokks-
ins séu ekki þessarar skoðunar og
telji það ekki mikið mál þótt einn af
ráðherrum flokksins sé yfirheyrður
í sakamáli.
Það er semsé gert ráð fyrir veru-
legu kynslóðabili í skoðunum
manna á því hvað gera skuli eða
hvernig flokkurinn eigi að bregðast
við.
Eftir því sem Helgarpósturinn
kemst næst er ekki gert ráð fyrir
því að neitt gerist í málinu fyrr en
að lokinni rannsókn og jafnvel ekki
fyrr en að lokinni málsmeðferð hjá
ríkissaksóknara.
Það er til marks um það hversu al-
varlegum augum málið er litið, að
flokksleiðtogarnir Steingrímur og
Þorsteinn munu hafa rætt málið sér-
staklega.
í viðtali við HP hér í opnunni telur
Albert af og frá að hann segi af sér
og líkir ásökunum á hendur sér við
ýmsar aðrar sem hann hefur orðið
fyrir á 20 ára stjórnmálaferli.
í þessu sambandi er rétt að taka
fram að það sem ýtt hefur undir æ
háværari kröfur um afsögn Alberts
er sú staðreynd, að við rannsókn
Hafskipsmálsins hafa komið fram
upplýsingar sem sýna að Albert hef-
ur fengið allnokkrar fjárhæðir frá
yfirmönnum Hafskips, bæði á með-
an hann var stjórnarformaður fyrir-
tækisins og eftir að hann hætti þvi í
júní 1983.
Hvort allar þessar greiðslur geta
talizt eðlilegar eða ekki er einmitt
eitt af rannsóknarefnum Rannsókn-
arlögreglu ríkisins og á þessi atriði
er bent í skýrslu skiptaráðenda til
ríkissaksóknara. Heimildir Helgar-
póstsins segja að við yfirheyrslur hjá
RLR hafi a.m.k. tveir þeirra Haf-
skipsmanna, sem sitja eða sátu í
gæzluvarðhaldi, borið að ekki væri
allt sem sýndist í sambandi við
a.m.k. eina greiðsluna. Hún hljóð-
aði upp á 117 þúsund krónur, greidd
af leynireikningi Páls Braga Krist-
jónssonar og framseld af Albert
Guðmundssyni.
lnnan ríkisstjórnarinnar og með-
al forystumanna Sjálfstœðisflokks-
ins velta menn nú alvarlega fyrir sér
stöðu Alberts Guðmundssonar sem
ráðherra og valdamanns í Sjálf-
stœðisflokknum. Raddir eru uppi
um það að vegna rannsóknar RLR
á meintu fjármálamisferli hjá Haf-
skipi og tengsla Alberts við fyrirtœk-
ið verði að gera þá kröfu til iðnaðar-
ráðherra að hann segi af sér ráö-
herradómi, a.m.k. á meðan á rann-
sókn málsins stendur.
Helgarpósturinn hefur áreiðan-
Iegar heimildir fyrir því að Stein-
grímur Hermannsson forsætisráð-
herra hafi reifað þann möguleika
að í stöðunni væri ekki annað fært
en að Albert segði af sér. Þetta mun
Steingrímur hafa sagt í síðustu viku.
Samkvæmt áreiðanlegum heim-
ildum blaðsins var forsætisráðherra
gert viðvart um það, að við rann-
sókn málsins hefði ýmislegt komið
upp sem þyrfti frekari rannsóknar
við og var þar átt við hugsanleg sak-
arefni sem tengdust Albert Guð-
mundssyni. Eftir að hafa fengið nán-
ari fregnir af málinu mun Steingrím-
ur hafa rætt við Albert og boðið
honum að segja af sér. Þetta á Al-
bert að hafa afþakkað. í viðtali hér
við hliðina neitar Albert raunar að
hann og Steingrímur hafi rætt af-
sögn sína, heldur hafi þeir einvörð-
ungu rætt Hafskipsmálið eins og
hverjir aðrir borgarar í þessu landi.
Nú bíður Steingrímur átekta og á
raunar ekki margra kosta völ á með-
an á rannsókn máisins stendur enda
liggur ekki fyrir að iðnaðarráðherra
hafi gerzt brotlegur á einn eða ann-
an hátt.
Komi það hins vegar í ljós að lok-
inni lögreglurannsókn að svo kunni
að vera, má búast við því að forsæt-
isráðherra leggi málið fyrir þing-
flokk Sjálfstæðisflokksins, sem þá
þarf að taka ákvörðun um hvað gera
skuli.
Hér skal undirstrikað að ekkert
liggur fyrir um það opinberlega
hvort Albert Guðmundsson hafi
gerzt brotlegur við lög, en heimildir
Helgarpóstsins segja að tveir sex-
menninganna í Hafskipsmálinu hafi
gert grein fyrir hugsanlegum sakar-
efnum, sem fram komu í skýrslu
skiptaráðenda, og samkvæmt því
virðist eitthvað fara á milli mála.
Til viðbótar þessu má nefna hér
að við rannsókn og yfirheyrslur Haf-
skipsmálsins hefur komið á daginn,
samkvæmt heimildum Helgarpósts-
ins, að annar alþingismaður hefur
verið nefndur sem þiggjandi fjár frá
Hafskipi fyrir milligöngu annars
þingmanns. Þessum peningum var
variðtil þessaðfaraí heilsubótardvöl
erlendis. Þessir menn eru góðir vin-
ir, Jrótt ekki séu þeir í sama flokki.
I Sjálfstæðisflokknum eru menn
farnir að ræða stöðu Alberts í Ijósi
nýrra upplýsinga en þó aðallega
sögusagna og hvílir málið aðallega
á Þorsteini Pálssyni fjármálaráð-
herra og formanni Sjálfstæðis-
flokksins. Hann og nokkrir flokks-
bræður hans hafa rætt þetta mál í
sínum hópi, en enn hefur ekkert
verið ákveðið í þessu efni. Meðal
yngri þingmanna flokksins er það
sjónarmið ríkjandi að það eitt, að
einn af ráðherrum flokksins skuli
liggja undir grun í sakamáli og
kunni að verða yfirheyrður hjá
rannsóknarlögreglu, nægi eitt út af
fyrir sig til þess að viðkomandi ráð-
herra segi af sér. Ella sé blettur á
flokknum.
BJÖRGÓLFUR KREFSl 5 MILUÓNA Í
VWBÓTARLAUN ÚR ÞROTABÚIHAFSKIPS!
Kröfur í þrotabúið alls
Á föstudag í næstu viku verður
skiptafundur í þrotabúi Hafskips, en
kröfulýsingarfresti í búið lauk 15.
síðasta mánaðar. Alls eru tölusettar
kröfur í búið 933, alls að fjárhæð
tæpir tveir komma fjórir milljarðar.
í þykku fjölrituðu hefti frá Skipta-
ráðandanum í Reykjavík kemur í
ljós að viðurkenndar kröfur nema
rétt röskum einum milljarði króna.
Þessi upphæð gæti hækkað.
Samkvæmt viðurkenndum kröf-
um virðist sem það vanti á bilinu
500—600 milljónir króna í eignum
til þess að hægt verði að mæta við-
urkenndum kröfum.
Kröfuhafar eru af ýmsu tæi. Þann-
ig á Útvegsbankinn drjúgar kröfur,
ýmsir gámaleigjendur, s.s. Flexi
Van, en krafa þessa eina fyrirtækis
um 2,4 milljarðar
er einhvers staðar á bilinu 110—120
milljónir króna, en bústjórar viður-
kenna aðeins um 250 þúsund krón-
ur. Þá gerir íslenzka skipafélagið
kröfu upp á röskar 200 milljónir
vegna missis af væntanlegum
hagnaði(l).
Þá er mikill fjöldi krafna starfs-
manna um vangreidd laun, bíla-
styrki og orlof. I þessum hópi eru
m.a. Björgólfur Guðmundsson,
Ragnar Kjartansson, Þórður
Hilmarsson, Sigurþór Guðmunds-
son og Árni Árnason. Sérstaka at-
hygli vekur krafa Björgólfs Guð-
mundssonar um viðbótarlaun sam-
kvæmt samningi upp á röskar fimm
milljónir króna auk kröfu vegna út-
tektar á greiðslukorti, sem hljóðar
upp á rúmar 250 þúsund krónur.
Björgólfur Guömundsson fyrrverandi
forstjóri Hafskips.
6 HELGARPÓSTURINN