Helgarpósturinn - 12.06.1986, Page 7

Helgarpósturinn - 12.06.1986, Page 7
HAFSKIPSMALINU Heimildir Helgarpóstsins herma að þessum peningum hafi verið var- ið til að kosta veglega sextugsaf- mælisveizlu sem Albert Guðmunds- son bauð tii á Hótel Sögu í október 1983 og samkvæmt bókum Haf- skips og framburði vitna hafi ekki verið um að ræða afsláttargreiðslu til Heildverzlunar Alberts Guð- mundssonar. Sjálfur segir Albert við HP að þarna hafi verið á ferðinni eðlileg afsláttargreiðsla. Heimildir HP herma hins vegar að rannsóknarmenn hafi staldrað við þessa tölu, einkum vegna þess að hún var greidd eftir að Albert var hættur stjórnarformennsku, jafn- framt því hvernig fjárhæðinni var varið. Hvað varðar almennt greiðslur til Alberts Guðmundssonar, sem hann kveður vera afsláttargreiðslur, þá má rekja þær allt aftur til ársins 1979, þegar hann tók við stjórnar- formennsku Hafskips, og fram á síð- asta ár. Þessar greiðslur komu ýmist af leynirekningum Björgólfs Guð- mundssonar, Ragnars Kjartansson- ar eða Páls Braga Kristjónssonar. Rétt er að fram komi hér að leyni- reikningarnir voru allir á nafni Haf- skips en bundnir nafni þessara þriggja áðurnefndu einstaklinga. Það sem greindi ávísanirnar af leynireikningunum frá venjulegum Hafskipsávísunum var að þær voru ekki stimplaðar með stimpli Haf- skips, sem eitt út af fyrir sig er ákaf- lega óvenjulegt. Þessa dagana ganga alls kyns sögusagnir um Hafskipsmálið og meintan þátt Alberts Guðmunds- sonar í því. í þessum sögum er flest ofsagt, einkum staðhæfingar um hlut Alberts Guðmundssonar. Það vill nefnilega gleymast, að enn hefur ekkert sannazt á Albert og hann hefur enn ekki verið yfir- heyrður, þótt að því komi síðar, t.d. vegna setu hans í stjórn Hafskips. Albert hefur þráfaldlega neitað því að hann hafi á nokkurn hátt gerzt brotlegur í þessu máli og á það jafnt við um afsláttar- og ferðagreiðslur til hans og spurningar, sem varpað hefur verið fram um þátt hans í Þorsteinn Pálsson fjármálaráðherra. óeðlilegri lánafyrirgreiðslu til handa Hafskipi á þeim tíma, er hann var stjórnarformaður bæði Hafskips og Útvegsbankans. Á hinn bóginn ráðast vangaveltur æðstu manna í ríkisstjórn og Sjálf- stæðisflokknum — um nauðsyn þess, að Albert víki sæti á meðan á rannsókn stendur — af því að slíkt sé siðferðileg skylda hans. Viðmæl- andi Helgarpóstsins úr þingliði framsóknarmanna sagði sem svo, að fyrir 10—15 árum, jafnvel 5 ár- um, hefði það þótt út í hött að gera slíkar siðferðilegar kröfur til manna. Nú væri hugsunarhátturinn breyttur, krafa sem þessi ætti fullan rétt á sér. Undir þetta tók einn af þingmönnum Sjálfstæðisflokksins. Annar sagði sem svo, að burtséð frá siðferðilegum skyldum Alberts Guðmundssonar væri Hafskipsmál- ið og tengsl Alberts við fyrirtækið pólitískt mjög óþægilegt mál sem krefðist aðgerða, hvort sem þær sakir, sem Albert hefur verið bor- inn, væru réttar eða rangar. í þessu sambandi þýddi ekki að vitna til fordæmis frá því rétt eftir 1930, þegar Magnús Guðmundsson ráðherra neitaði að víkja úr ríkis- stjórn þrátt fyrir lögreglurannsókn og ákæru, því nú væru gerðar allt aðrar kröfur til stjórnmálamanna. Magnús var dæmdur sekur í undir- rétti og sagði af sér, en var síðan sýknaður í Hæstarétti og tók þá aft- ur við ráðherrasæti sínu. í sjálfu sér þarf ekki að koma fólki á óvart að Albert Guðmundsson hafi verið svo lengi tengdur Hafskips- málinu í ræðu og riti. Hann var sem fyrr segir formaður stjórnar Haf- skips 1979—1983 og formaður bankaráðs Útvegsbankans 1981—1983, en Hafskip var stærsti' viðskiptavinur Útvegsbankans á sama tíma og Albert var formaður beggja fyrirtækjanna. Þáhefurþaðlöhgum verið vitað að samband Björgólfs Guðmunds- sonar og Alberts var mjög náið og á kvöldin munu þeir gjarnan hafa far- ið saman í ökuferðir um bæinn og rætt málin. Sumir segja að Björgólf- ur hafi verið nánasti ráðgjafi Al- berts. Steingrlmur Hermannsson forsætisráðherra. Albert Guðmundsson: Hef rætt Hafskipsmólið við Steingrím Hermannsson og Þorstein Pálsson: „AFSÖGN HEFUR EKKIYERIÐ RÆDD" „Þetta var enginn sérstakur Hafskipsafsláttur/' segir Albert um afsláttargreiðslur til sín og kveðst ekki kannast við neina leynireikninga. Fékk ferð til Nizza í gjöf frá Hafskip á sextugsafmælinu. ,,Ég kannast ekki við aðrar greiðslur til mín en laun fyrir stjórn- arformennsku, sem samið var um hverju sinni, og svo hafði heildverzl- unin, eins og svo margir aðrir, samn- ing um afslátt miðað við þau við- skipti sem fyrirtækið færði Haf- skipi," sagði Albert Guðmundsson iðnaðarráðherra í samtali við Helg- arpóstinn í gær. Hann bætti því við, að þetta væri viðurkenndur við- skiptamáti alls staðar í heiminum. ,,Nú, og svo gáfu þeir mér í sex- tugsafmælisgjöf ferðalag að eigin vali. Þeir ætluðu að bjóða mér í sjó- ferð á einhverju lystiskipi að frjálsu vali, en ég er ekki sjómaður og verð sjóveikur um leið og ég hugsa til þess að fara á sjó, svo ég valdi að fara niður til Nizza (í Frakklandi) á þeim tíma sem ég fer venjulega þangað (á vorin). Þetta var sextugs- afmælisgjöfin frá Hafskip." — Er bara um þessa eiriu ferd ad rœda? „Ja, ég held að ég hafi farið eina ferð sem stjórnarformaður á vegum fyrirtækisins til þess að skoða að- stöðuna í Ipswich á Englandi." — Nú hef ég heyrt sérstaklega til- tekna ávísun, sem hljódar upp á 117 þúsund krónur, sem á upphaf sitt á einum af leynireikningunum svo- kölludu sem uppgötvuöust í Útvegs- bankanum, og þú munt hafa fram- selt. Hvada ávísun var þetta? „Þetta var greiðsla, þ.e. afsláttur af þeirri frakt sem fyrirtækið hafði komið með yfir til Hafskips í við- skipti. Hins vegar kannast ég ekki við neina leynireikninga né hvaða reikninga fyrirtækið notaði til að greiða út af.“ — En nú skilst mér ad þaö sé t.d. sett spurningarmerki vib þessa greibslu vegna þess ab um sé ab rœba afsláttargreibslu af frakt sem heildverzlunin þurfti alls ekki ab greiða heldur ATVR, þar sem um hafi verib ab rœba flutning á áfengi. Um hafi verib ab ræba afslátt af fraktkostnabi sem var enginn fyrir heildverzlunina? „Það er afsláttur af allri frakt, það er sama hvaða frakt það er, sem fyr- irtæki koma með í viðskipti, en það er ekki afsláttur sem er tekinn frá áfengisverzluninni. Þetta er tekið af tekjum sem innflutningsfyrirtæki skaffa flutningafyrirtækinu. Það er ekki neitt þarna sem er greitt af áfengisverzluninni." — Pannig að þetta er ekki afslátt- ur af frakt, sem ATVR var búin ab greiba hvort sem var? „Nei, nei, þetta er afsláttur af þeim tekjum sem skipafélagið hef- ur af innflytjanda. Þetta er hjá öllum skipafélögum. Þetta er enginn Haf- skipsafsláttur sérstakur. Þetta er svona hjá öllum skipafélögum. Þetta eru ekkert óeðlileg viðskipti." — Þú hefur fengib þessa afslœtti eftir ab þú hœttir stjórnarfor- mennskunni hjá Hafskipi? „Það kemur málinu ekkert við, en ég reikna satt að segja með því. Þetta er nú svo lítið fyrirtæki að ég veit ekki hversu mikla frakt það skaffaði." — Nú er mér kunnugt um ab þessi mál hafi verib rœdd á mebal œbstu valdamanna stjórnarflokkanna og mér hefur verið sagt að vegna þeirr- ar rannsóknar, sem nú fer fram, haf- ir þú átt fund meb Steingrími Her- mannssyni forsœtisrábherra um Hafskipsmálib ab beiðni hans? „Nei. En við Steingrímur höfum rætt Hafskipsmálið. Við höfum gert það.“ — En þab hefur ekki komib til tals að þú segðir af þér meðan á rann- sókninni stendur? „Nei, nei, nei. Ég hefði þá ekkert annað að gera en að segja af mér. Það hafa verið blaðaskrif, sem hafa verið skrifuð beinlínis til þess að brjóta niður mína persónu, allan tímann frá því ég kom í pólitík." — Líturbu þá á þetta mál sem of- sóknir? „Ég vil ekki leggja neitt mat á það. Ég á bara svo erfitt með að trúa því að menn haldi svona áfram, hvernig sem niðurstaðan er, úr hverju mál- inu á fætur öðru." — Hefurbu rœtt þín mál vib Þor- stein Pálsson? „Ég hef ekkert rætt þetta við Þor- stein Pálsson. Hafskipsmálið hefur náttúrlega borið á góma á milli okk- ar, eins og manna á meðal.“ — Þib hafib þá ekkert rœtt um hugsanlega afsögn þína? „Nei, nei.“ — Hefur þú verið bobaður í yfir- heyrslu? „Nei — Býstu vib þvt? „Ég á ekkert frekar von á því. Ég sé ekki af hverju. Ég tek þarna við stjórnarformennsku í tveimur fyrir- tækjum (Hafskipi og Útvegsbankan- um) og það væri þá ekki nema vegna þess að það sé einhver stór- glæpur að vera stjórnarformaður í fyrirtækjum. — En gœti ekki einmitt komib til þess vegna þess ab þú varst stjórn- arformabur á tímabili sem er til rannsóknar? „Ég var ekki eini stjórnarmaður- inn. Það hvílir ekkert minni ábyrgð, út af fyrir sig, á stjórninni í heild. Hvað með alla hina sem eru í stjórn- inni?" Um afskipti af lánafyrirgreiðslum til Hafskips sagði Albert Guðmunds- son að það væri bezt að banka- stjórnin svaraði því. „Ég hef aldrei haft afskipti af störfum bankastjór- anna í útlánum, enda ekki mitt starf og ég hafði enga stöðu til þess.“ Albert Guðmundsson lagði áherzlu á það að bæði Hafskip og Útvegsbankinn hefðu staðið vel þegar hann hætti stjórnarfor- mennsku hjá báðum þessum aðilj- um árið 1983. -H.H. HELGARPÓSTURINN 7

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.