Helgarpósturinn - 12.06.1986, Qupperneq 9
YFIRHEYRSLA
nafn: Pétur Einarsson fæddur: 4.11. 1947 heimili: Ásvallagata 52
staða: Flugmálastjóri áhugamál Flug, hestamennska, útivera og margt fleira
laun: 81 þúsund kr. á mánuði bifreið: Mazda '78
Lýðræði mjög hættulegur hlutur
— Eftir mjðg umrætt flugatvik í síð-
ustu viku dreifðir þú til fjölmiðla
skýrslu, úttekt á íslenskri flugumferðar-
þjónustu sem unnin var á vegum flug-
málastjórnar Bandaríkjanna. Skýrslan
er dagsett í desember 1985. Af hverju
setur þú hana í umferð akkúrat núna?
„í>að var nú vegna þess að það hefur farið
fram geysilega mikil umræða um flugum-
ferðarþjónustuna og einstaka menn í Félagi
flugumferðarstjóra virtust leggja á það
áherslu að þetta tilvik hefði orðið vegna að-
stæðna á vinnustað. Færustu sérfræðingar
eru búnir að rannsaka flugumferðarþjónust-
una og ég vil benda á að það var byrjað að
rannsaka svona flugatvik árið 1976 og þetta
er alis ekki fyrsta atvikið sem hefur orðið
innan íslensku flugumferðarþjónustunnar."
— Ertu ekki að notfæra þér þetta flug-
atvik til að koma höggi á Félag flugum-
ferðarstjóra?
„Nei, ég hef engan hug á því, heldur hinu,
að lagfæra þessa þjónustu með einu eða
öðru móti. Það er hins vegar ljóst að innan
þeirrar stéttar eru nokkrir menn sem virðist
ekki ganga annað til í sínu starfi en að gera
allt vitlaust."
—-Nú fá flugumferðarstjórar kaldar
kveðjur i skýrslunni og sagt að þeir séu
agalausir. Eru þeir agalausir?
„Hér verða menn að átta sig á því hvað
orðið „discipline" á ensku gæti þýtt á ís-
lensku. íslenska orðið „agi" hefur svolítið
sérstaka merkingu. í þessari skýrslu er átt
við að menn fari ekki nákvæmlega eftir
þeim reglum sem fara á eftir. Landsmönnum
hættir til að hafa sínar eigin reglur, það kom
mjög berlega í ljós í þessu síðasta flugatviki
að þar hafa menn unnið eftir sínu höfði.
Þetta agaleysí er hins vegar ekki eingöngu ís-
lenskt vandamál, það er alþjóðlegt innan
flugumferðarþjónustunnar og e.t.v. vegna
þess að tækninni hefur fleygt svo gífurlega
fram á undanförnum árum. Þess vegna er
enn nauðsynlegra að vanda vinnubrögð."
— Nú segir í skýrslunni a engin skipu-
lögð námsskrá sé til um undirbúnings-
þjálfun flugumferðarstjóra. Er ekki ver-
ið að hnýta þarna í þig?
„Skýrslan er samin í desember 1984 og eft-
ir það hefur mikið verið endurbætt. Ég vil
vekja athygli á því að geysilegar framfarir
hafa átt sér stað innan flugumferðarþjónust-
unnar síðan þá og ég hef lagt mikið kapp á
að kippa þessu í liðinn. Eftir geysilega bar-
áttu við Félag flugumferðarstjóra um að
námi yrði komið í fastar skorður, urðu stríðs-
lok í desember sl. þegar þeir afléttu siðasta
starfsþjálfunarbanninu."
— Flugumferðarstjórar segja að þegar
þú hafir sest í flugmálastjórastól árið
1982 hafi verið tU skjalfest samkomulag
milli þeirra, flugmálastjórnar og ráðu-
neytisins um námstilhögun, en þú hafir
ekki getað séð þetta samkomulag í friði
og strax farið að hrófla við því...
„Þetta er rangt."
— Þeir segja að þú hafir komið í veg
fyrir að þeir fengju greiðslur í eftir-
menntunarsjóð sinn vegna starfsþjálf-
unar og þess vegna hafi þeir hætt að
kenna.“
„Þetta er rangt. Haustið 1984 stóðu yfir
sérkjarasamningar við Félag flugumferðar-
stjóra og þeir voru þá með alhliða bann á
nám og þjálfun meðan þeir stóðu í þessum
samningum og þess vegna neitaði ríkið að
semja við þá um greiðslur vegna starfsþjálf-
unar. Hins vegar samdi ég sérstaklega við þá
í janúar 1985 um starfsþjálfun og margt
fleira. Það samkomulag sviku þeir hins veg-
ar algjörlega í ágúst á sama ári.“
— Víkjum aftur að skýrslunni. Hún er
um margt óljós, enda tekið fram í upp-
hafi hennar að starfsmenn bandarísku
flugmálastjórnarinnar hafi unnið hana
upp úr minnispunktum teknum eftir frá-
sögn David Anderson þegar hann hafði
legið sjúkur í nokkra mánuði. Er það
ekki ábyrgðarleysi af þér að afhenda
fjölmiðlum skýrslu sem unnin er við
svona aðstæður?
„Ef það er ábyrgðarleysi að segja sannleik-
ann, þá er það það.“
— Flugumferðarstjórar hafa vísað
þessari skýrslu á bug og sagt að hún sé
samhljóða þeim hugmyndum sem þú
hafir sett fram áður en Anderson kom
hingað til að vinna þessa úttekt. Ert þú
kannski aðalhöfundur þessarar
skýrslu?
„Innan stéttarfélags flugumferðarstjóra
eru 2—3 menn sem hafa um áratuga skeið
ekki gert annað en að standa í skærum við
íslensk yfirvöld. Þessir menn verða annað
hvort að stilla sig eða fara að vinna annars
staðar. Þeir hafa haldið því fram að ég hafi
stjórnað samgönguráðuneytinu, flugráði og
nú síðast flugmálastjórn Bandaríkjanna. Þótt
sjálfsálit mitt sé í góðu lagi þá er þetta ailt
saman rangt.“
— Flugumferðarstjórar segja að full-
yrðingar þínar um að þeir hafi sagt nei
við öilum betrumbótum séu alrangar,
þeir hafi þvert á móti komið með ýmsar
ábendingar í tæknimálum sem mætt
hafi miklu áhugaleysi flugmálastjórnar
og að allar betrumbætur á tölvubúnaði
hafi verið að þeirra frumkvæði ef ekki
beinlínís þeirra verk. Er þetta rétt?
„Þetta með þeirra þátt í betrumbótum á
tölvubúnaði er út af fyrir sig rétt. Flugmáia-
stjórn hefur fengið nokkra flugumferðar-
stjóra til að aðstoða sig í þessu máli, það er
það sem er rétt í þessu. Þetta er dæmigert
fyrir talsmátann, allt er rifið niður og gert
torkennilegt með útúrsnúningum. Við erum
núna með 4—6 ára plan um fullkomnun á
tölvuþjónustunni hjá flugumferðarstjórninni
og bíðum eftir samþykki fyrir því plani. Þetta
er vinna sem var sett í gang eftir að ég varð
flugmálastjóri og alls ekki fyrir frumkvæði
frá Félagi flugumferðarstjóra. Annars eru
90—95% flugumferðarstjóra miklir ágætis-
menn sem ekki mega vamm sitt vita og vilja
gera sitt besta í sínu starfi og það hefur verið
virkilega ánægjulegt að vinna með þeim.
Hins vegar eru nokkrir menn sem hafa gert
þessari stétt og íslenskum flugmálum meira
ógagn en nokkrir aðrir einstaklingar sem ég
veit til.“
— Flugumferðarstjórar segja að þú
hafir ekki hundsvit á tæknimálum.
„Og hvað? Þeir mega segja það, mér er ná-
kvæmlega sama en ég hef hina færustu sér-
fræðinga mér við hlið í tæknimálum."
— Hefði verið hægt að koma upp
árekstraraðvörunarkerfi þegar árið
1978 þegar núveranli tölvustýrð
skeytadreifing var tekin upp?
„Nei, tæknilegir möguleikar voru þá ekki
fyrir hendi.“
— Ertu ekki alltof óbilgjarn til að
gegna þessu starfi?
„Það má vel vera."
— Ertu andsnúinn hugmyndum um
lýðræði?
„Nei, en lýðræði er mjög hættulegur og
vandmeðfarinn hlutur. Og það hef ég sagt
flugumferðarstjórum eins og öðrum. Það er
til ágæt vísa um þetta og hún er svona:
Heimskingjum er hópað saman, / hafa þeir
af öðrum gaman / eftir því sem þeir eru fleiri
/ eftir því verður heimskan meiri. Og dæmi
um þetta er þegar Félag flugumferðarstjóra
heldur fund og lögð er fyrir ákveðin tillaga.
Það eru 16 manns á fundinum, 12 eru með
tillögunni en 4 á móti og tillagan því sam-
þykkt. Þá rís einn fjórmenninganna upp og
segir nei, þetta er ekki svona, ég er hér með
18 mótatkvæði í vasanum.
Af hverju heldurðu að þeir hafi svona ofsa-
vald á sínum félagsmönnum? Vegna þess að
þeir hóta þeim brottrekstri hvenær sem er
og benda þeim á að þeir hafi þegar rekið
menn úr félaginu og ef þeir verði reknir fái
þeir aldrei vinnu hér framar. í þessu felst
ógnarvald þessara manna."
— Gömlu varðstjórarnir sem voru
taldir óhæfir til að gegna varðstjóra-
stöðum þegar nýja skipulagið kom í
framkvæmd í janúar eru nú aftur komn-
ir í fyrri stöður sínar. Er þetta ekki þver-
sögn?
„Þeir eru þar til bráðabirgða vegna þess að
við þurfum að komast í gegnum sumarið, en
að öðru leyti er kerfið allt saman óbreytt.
Það hefur enginn getað haft það eftir mér að
það séu mennirnir sem séu óhæfir. Það var
kerfið sem var ekki nógu gott og við brutum
það upp með nýjum mönnum frekar en að
láta gamla menn vinna eftir nýjum aðferð-
um."
— Geta þessar deilur og samskipta-
örðugleikar milli þín og flugumferðar-
stjóra ekki reynst flugörygginu hættu-
legri en þau atriði sem skýrslan nefnir
að ógni því?
„Ef menn vinna sitt starf innan flugum-
ferðarþjónustunnar eins og á að vinna það
þá er engin hætta á ferðum. Hins vegar eru
þessar sífelldu deilur ekkert eingöngu við
mig. Þessir örfáu flugumferðarstjórar sem
standa að þessu eru engir kjánar, þeir eru út-
smognir í þessum málum enda hafa þeir ára-
tuga reynslu. Þeir hafa ákveðið að persónu-
gerva þessar deilur við mig, eins og þetta sé
bara deila við Pétur Einarsson flugmála-
stjóra, Þetta er gjörsamlega rangt því þessir
menn eru búnir að standa í áratuga deilum
við samgönguráðuneytið, samgönguráð-
herra og fyrrverandi flugmálastjóra. Ég á
ekki í deilum við nokkurn mann. Við höfum
afgreitt þau mál hér sem við getum afgreitt
innanhúss og þegar það hefur ekki verið
hægt, eins og með þessi skipulagsmál, hefur
þeim verið vísað á æðra stjórnunarstig þar
sem þau hafa verið afgreidd. Viðbrögð flug-
umferðarstjóra varðandi skipulagsmálin
voru þau að samgönguráðherra hefði svikið
þá. Þessar deilur við mig eru bara tilbúið fjöl-
miðlamál. Þetta er stéttarfélag og ég tel að
það eigi að standa að kjarabaráttu og beita
sér fyrir friði á vinnustað. En þarna eru ein-
staka menn sem beita sér fyrir því að
hleypa hlutunum upp í loft í minnstu málum.
Til að fá launahækkanir setja þeir mál í
klemmu og setja t.d. á yfirvinnubönn, náms-
bönn, utanferðarbönn og alls konar bönn,
flugstjórnarsvæðisbönn meira að segja, og til
að leysa þessi bönn þarf alltaf að borga eitt-
hvað. Ég er bara ekki samningsaðili í því að
borga flugumferðarstjórum, það er fjármála-
ráðuneytið og það vita þeir ósköp vel. Trixið
er hins vegar að persónugerva deiluna. En
mikill meirihluti flugumferöarstjóra eru
hinsvegar ágætismenn."
— Nú tala þeir um ad deilur ykkar á
milli séu orðnar svo magnaðar að þriðji
aðili verði að skerast í leikinn.
„Þriðji aðilinn? Þeir eiga væntanlega við
samgönguráðherra. Hann er margsinnis bú-
inn að skerast í leikinn. Það eru akkúrat eng-
ar deilur á ferðinni í dag, allavega ekki við
mig. Flugumferðarstjórar eiga nú í sérkjara-
samningum og það er við fjármálaráðuneyt-
ið og mér þætti vænt um að fá að frétta
hvernig það fer. Ætli það verði ekki mér að
kenna ef illa fer, ekki verður það mér að
þakka ef þeir verða ánægðir með samning-
ana.“