Helgarpósturinn - 12.06.1986, Blaðsíða 14
t
Frá ÞórsmbrK. Á
Vatnajökull: Víðáttan
sn^inn, himinnfnn'
^aður/nn.
eftir G. Pétur Matthíasson myndir Jim Smart, Hjólmar R. Bórðarson o.fl.
FÖGUR
HLIÐIN
SAGÐI GUNNAR Á HLÍÐARENDA
ÁÐUR EN HANN SNERI AFTUR.
EFLAUST HEFUR HONUM FUNDIST
HLÍÐIN FEGURSTI STAÐUR Á
ÍSLANDI. EN HVAÐ FINNST OKKUR
HINUM SVONA I UPPHAFI
SUMARS?
Hvert ætlaröu að ferðast í sumar? Ætlarðu kannski að
fara í sólarlandaferð? Eða ætlarðu loksins að koma því
í verk að ferðast um eigið land? Á íslandi er að finna
gnótt fallegra staða og skiptir þá engu hvaða augum þú
lítur fegurð. Flest er hægt að finna. Við á HP slógum á
þráðinn til nokkurra valinkunnra íslendinga og spurðum
hvaða staður á landinu þeim þætti fegurstur. Við vorum
ekki að leita eftir fegursta stað á íslandi, því við íslend-
ingar verðum vonandi aldrei sammála um það. Enda
nefndi ekkert þeirra sex sem spurð voru nákvæmlega
sama staðinn. Hér koma staðirnir, fólkið og svörin:
Huert œtlardu ad ferdast í sumar?
Ætlardu kannski ad fara í sólar-
landaferö? Eda œtlaröu loksins aö
koma þuí í uerk aö feröast um eigiö
land?Á íslandi er aö finna gnótt fal-
legra staöa og skiptir þó engu huaöa
augum þú lítur fegurö. Flest er hœgt
aöfinna. Viö ú HP slógum ó þróöinn
til nokkurra valinkunnra íslendinga
ogspuröum hvaöa staöur ó landinu
þeim þœtti fegurstur. Viö vorum
ekki aö leita eftir fegursta staö ú ís-
landi, því viö Islendingar ueröum
vonandi aldrei sammúla um þaö.
Enda nefndi ekkert þeirra sex sem
spurö voru nókvœmlega sama staö-
inn. Hér koma staöirnir, fólkiö og
svörin:
Höskuldur Jónsson:
Snæfellsnesið
hrífur minn huga
„Fegurðin er óskaplega vand-
meðfarin,“ sagði Höskuldur Jóns-
son, forstjóri Áfengis- og tóbaks-
verslunar ríkisins. „Menn tengjast
oft fæðingarstöðum sínum sérstök-
um böndum og sjá þar hreint loft,
fögur fjöll og tæran sjó. En ef ég ætti
að nefna einn stað á landinu þar
sem ég tel meira að sjá á litlum bletti
en annars staðar á landinu og hrífur
minn huga, þá er það Snæfellsnesið,
og þá sérstaklega útnesin. Ég tel að
ströndin í Breiðavíkurhreppi og
Snæfellsjökullinn séu með mestum
fágætum á okkar landi.
Ef tilgreina á fallega staði þá má
nefna Torfajökulssvæðið, Land-
mannalaugar og Lónsöræfi þar sem
litasamsetningin og litadýrðin er
ótrúleg. Hrífandi landslag er líka í
Þórsmörk, Skaftafelli og Núpsstaða-
skógi. Og á mörgum stöðum má sjá
einstök furðuverk, þótt landslagið í
heild sé ekki merkilegt. En ef ég
hefði einn dag til að sýna útlendingi
landið myndi ég fara með hann vest-
Gunnar Guðmundsson:
Ég myndi nefna
Þórsmörk að sumri
„Það fer dálítið eftir árstíma hvar
fallegast er,“ sagði Gunnar Guö-
mundsson, forstjóri Guðmundar
Jónassonar hf. „En ég held að ef ég
yrði að velja einhvern einn — sem
er erfitt val — þá myndi ég nefna
Þórsmörk að sumri. Á veturna eru
það enn frekar aðstæðurnar sem
skapa fegurðina en á sumrin. Þá er
fallegast að vera í björtu veðri uppi
á fjöllum þar sem mikið útsýni er.
Þórsmörk hefur samt alltaf vinn-
inginn. Maður er kunnugri henni
vegna þess hvað hún er tiltölulega
stutt frá Reykjavík. En það eru auð-
vitað ótál aðrir staðir sem koma upp
í hugann við svona spurningu.
Hjálmar R. Bárðarson:
Ég legg alla staðl
að jöfnu
„Ég veit ekki hvort ég get tekið
nokkurn stað fram yfir annan,"
sagði Hjúlmar R. Bóröarson, fyrr-
verandi siglingamálastjóri. „Það
eru allir staðir fallegir þegar vel
viðrar er oft sagt en staðir geta líka
verið mjög fallegir í slæmu veðri. Ég
er búinn að fara víða og kann alltaf
vei við mig hvar sem er á landinu.
Ég held ég leggi alla staði að jöfnu.
Ég er hlutlaus og vil ekki fara að
leggja dóm á staði. Það er alls staðar
hægt að finna góð mótíf ef nógu vel
er skoðað.
Annars er mat á því hvað er fal-
legt svo afstætt. Einum finnst þetta
en öðrum hitt. Það er jafnvel fallegt
uppi á Vatnajökli þar sem allt er
auðn. Þar finnst mönnum að ekkert
sé að sjá en það er nú bara töluvert
þegar að er gáð. Hvít snjóbreiðan og
himinninn er nóg til að hægt sé að
tala um fegurð.
Höskuldur Jónsson.
Gunnar Guðmundsson.
Hjálmar R. Bárðarson.
!
vagna-
- og i
frarr
14 HELGARPÓSTURINN