Helgarpósturinn - 12.06.1986, Blaðsíða 15

Helgarpósturinn - 12.06.1986, Blaðsíða 15
Gunnlaugur Þórðarson: Jöklasýnin, við- áttan og tærleikinn ,,Það er voðalega erfitt að svara svona spurningu," sagði Gunnlaug- ur Þórðarson hæstaréttarlögmaður inntur eftir fallegasta stað á landinu að hans mati. „Eg hef nú ekki komið á alla staði landsins en stórfengleg- asta landsýn sem birst hefur mér hingað til er þegar komið er austan að, ofan Almannaskarð, og Horna- fjörður og Vatnajökull blasa við aug- um. Þar held ég að sé einn fegursti staður á landinu, þótt það sé óskap- lega erfitt að svara þessu. Annars grípur mig alltaf sérstök tilfinning á Þingvöllum. Mér finnst fáir staðir á jarðríki sem jafnast á við Þingvelli. En fegurðin er stórfeng- legri þegar horft er vestur frá Al- mannaskarði. Jöklasýnin, víðáttan og þessi tærleiki í fjarska." B[örn Th. Björnsson: Ogmundarhraunið er ótæmandi „Fallegasti staður á landinu, já. Ef maður væri nú svo vel að sér að maður vissi það,“ sagði Björn Th. Björnsson listfræðingur. „Sjálfur er ég nú búinn að ganga um Þingvelli undanfarin ár. Þótt ég hafi einnig farið víðar þá leita ég oftast þangað. Ég er reyndar nýbúinn að skrifa bók um gönguleiðir og staði á Þingvöll- um. Sumir leggja í orðið fegurð stór- brotna og hrikalega náttúru en aðrir margbreytileikann í nærsýn. Ég veit Gunnlaugur Þórðarson. ekki hvað þú átt við með orðnu feg- urð. —- Það er helst huað þér sjálfum finnst fallegt. „Fallegast finnst mér Ögmundar- hraunið og Þingvellir. Það eru mínir uppáhaldsgöngustaðir úr bænum. Ögmundarhraun er geysilega magnað hraun með mörgum merki- legum stöðum. Ég vinn þannig vinnu að ég tek mér frí dag og dag og fer því ekki langt frá, ég fer í dagstúra. En Ögmundarhraunið er ótæmandi, ég hef farið þar um árum saman og þar þrýtur aldrei það sem hægt er að skoða. Sama á við um Þingvelli. Og þegar ég segi Þingvelli þá á ég ekki við pulsubarinn og Val- höll, ég á við Bláskóga. Ég ætla ekki að tala um Öræfajök- ul. Þar er allt annars konar fegurð sem ég get fundið í Sviss. En Ög- mundarhraun get ég ekki fundið, frekar en Þingvelli, annars staðar í Evrópu. Björn Th. Björnsson. Maríanna Friðjónsdóttir: Reykjanesið yndis- lega nakið „Minn staður er í næsta nágrenni við Reykjavík. Mér finnst Reykja- nesið yfirhöfuð fallegur staður," sagði Maríanna Friðjónsdóttir, dag- skrárgerðarmaður og rallökumað- ur. Reykjanesið er yndislega eyði- legt og nakið svæði. Grár sandurinn er mjög fallegur með melgresisþúf- urnar á stangli hér og þar. Það er dásamlegt að keyra milli Hafna og Grindavíkur. Við Kleifarvatn er verulega sérstætt samspil lita, þrátt fyrir að það sé eyðilegt. Það er óhætt að mæla með því að rúnta um Reykjanesið á sæmilegum sunnudegi. Það má líka halda áfram að keyra frá Grindavík til Krýsuvík- ur. Það er mjög falleg leið og öðru- vísi en á milli Hafna og Grindavíkur. Afar sérkennilegt landslag. Marfanna Friðjónsdóttir. Framúrakstur á vegum úti krefst kunnáttu og skynsemi. Sá sem ætlar framúr þarf að gefa ótvírætt merki um vilja sinn, og hinn sem á undan ekur þarf að hægja ferð. Stefnuljósin er sjálfsagt að nota. Minnumst þess að mikil inngjöf leiöir til þess að steinar takast á loft, og ef hratt er farið ökum við á þá í loftinu. HREINNA LOFT Það er ekki bara hreinna lofl og auðveldari þrif sem fylgja þvf að velja TARKETT PARKETT á gólfin. TARKETT PARKETT er heimsfrægt fyrir stöðugleika. TARKETT PARKETT hefur sérstaklega sterka lakkhúð. TARKETT PARKETT er auðvelt í uppsetningu. Þeim fjölgar sífellt sem velja TARKETT PARKETT á gólfin, því þeir vita að þau verða fallegri og fallegri með hverju ári sem Ifður. HARÐVIÐARVAL Krókhálsi 4 110 Reykjavik Sími 671010 Allt í bílinn a raoyst Siöumúla 7-9, * 82722 á Monroe Radial Matic Monroe Gas Matic Monroe Magnium Monroe Super Strut Öruggt grip með Monroe fMOMROEf HELGARPÖSTURINN 15

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.