Helgarpósturinn - 12.06.1986, Qupperneq 16
í
Hér vantar alveg turn-
inn, segir Júlíus Vífill
Ingvarsson óperu-
söngvari og bendir á
teikningu Guðmundar
Jónssonar af væntan-
legu tónlistarhúsi. i
teikningu Guðmundar
er gert ráð fyrir að í
húsinu verði tveir salir,
annar stór þar sem
rúmast um 1500
manns í sæti en hinn
minni þar sem verða
sæti fyrir um 150
áhorfendur. Hliðarsvið
eru engin, ekki gryfja
fyrir hljómsveit og
ekki sviðsturn, heldur
lækkar þakið ofan við
sviðið. „Það er búið
að finna góðan arki-
tekt en leikurinn er
alls ekki búinn," sagði
Júlíus Vífill í samtali
við HR
DEILUR UM BYGGINGU
TÓNLISTARHÚSS
„KLUÐUR SEM ÞUMBAST í GEGN“
Fyrirhuguö bygging tónlistarhúss
t Reykjavík, sem œtlaö er aö vera
miöstöö tónlistarlífs á Islandi, hefur
vakiö miklar deilur. Fjöldi tónlistar-
manna og óperusöngvara benda á
aöeftir sem áöur veröi óperusöngur
á Islandi í húsnœöishraki. Kostnaö-
ur viö tónlistarhúsiö er talinn í
hundruöum milljóna króna en eftir
sem áöur þarf aö byggja annaö
álíka hús fyrir óperusöng, veröi
fylgt þeim hugmyndum sem réöu
feröinni viö gerö forskriftar fyrir
samkeppni arkitekta um teikningu
aö húsinu. Verölaunateikningu
Guðmundar Jónssonar telja óperu-
söngvarar sýna allsendis ófullnœgj-
andi byggingu og forsvarsmenn
Samtaka um byggingu tónlistarhúss
svara því til aö ekki standi til aö
annar aöili en Sinfóníuhljómsveit ís-
lands eigi þar sitt heima. „Óperan
veröur svo gestur okkar númer eitt,"
segir Armann Örn Ármannsson,
verktaki í Ármannsfelli, sem talinn
er helsta driffjöörin meöal þeirra
sem aö byggingunni standa.
„Ég sé ekki fram á annað en hér
sé verið að gera stórkostleg mistök.
Við höfum ekki efni á því að byggja
tvö hús, eitt fyrir Sinfóníuhljóm-
sveitina og annað fyrir Óperuna,"
sagði Siguröur Björnsson, fram-
kvæmdastjóri Sinfóníuhljómsveit-
arinnar, en meðal annarra sem lýst
hafa andstöðu við byggingaráform
Ármanns eru Jón Þórarinsson tón-
skáld, Jón Asgeirsson tónskáld,
Sveinn Einarsson, fyrrverandi þjóð-
leikhússtjóri, Gísli Alfreösson þjóð-
leikhússtjóri, Kristján Jóhannsson
óperusöngvari, Júlíus Vífill Ingvars-
son, formaður óperudeildar Félags
íslenskra leikara, og fleiri. „Það var
ekki hlustað á okkur," segja þeir Júlí-
us og Sigurður.
„Við förum ekki héðan nema við
fáum okkar eigin sal þarna, annars
verðum við bara áfram í Gamla
bíói," sagði Garöar Cortes, fram-
kvæmdastjóri íslensku óperunnar, í
samtali við HP um notagildi hins
nýja tónlistarhúss fyrir óperusöng.
„Auðvitað hlýtur það að vera og því
fylgir meiri stofnkostnaður að fara
þá leiðina," sagði Garðar þegar
blaðamaður spurði hvort ekki yrði
þá að byggja annað eins hús fyrir
óperustarfsemi innan fárra ára.
Klofningur í nefnd
Á laugardag voru kynnt úrslit
samkeppni um hönnun tónlistar-
húss. Pað eru Samtök um byggingu
tónlistarhúss sem standa að þessari
framkvæmd og var forskrift að hús-
inu send út til arkitekta á síðasta ári.
Að gerð forskriftarinnar vann hópur
a vegum SBTH sem í áttu sæti m.a.
Jón Þórarinsson tónskáld, Finnur
Torfi Stefánsson, lögfræðingur Fé-
lags íslenskra hljóðfæraleikara, og
Karólína Eiríksdóttir tónskáld.
Nefnd þessi klofnaði í afstöðu sinni
til þess hvernig húsið skyldi úr garði
gert. Jón Þórarinsson vildi að byggt
yrði allsherjar tónlistarhús sem jafn-
framt tónleikahaldi myndi rúma
starfsemi óperuleikhúss, en lenti í
minnihluta. Meirihluti nefndarinnar
taldi rétt að byggja veglegt tónlistar-
hús sem yrði miðstöð íslensks tón-
listarlífs og aðsetur Sinfóníuhljóm-
sveitar íslands, svo vitnað sé til for-
skriftar sem nefndin sendi frá sér.
Annarsstaðar er tekið fram um
notkun á stóra salnum í húsinu að
þar skuli „fara fram flutningur og
upptaka á hljómsveitartónleikum,
óratóríu-, kórtónleikum og einleiks-
tónleikum, enn fremur á popp-, jass-
tónleikum og léttri tónlist. Flutning-
ur á óperum, þar sem notaöur er
einfaldur sviösbúnaöur, fer sömu-
leiöis fram íþesum sal." (Leturbreyt.
HP).
Nýtt Kröfluævintýri?!
„Við erum að tala hér um hús sem
kostar hálfan til heilan milljarð
króna og jafnast á við Kröfluævin-
týri. Ef farið verður út í að hafa það
einungis fyrir Sinfóníuhljómsveitina
þá verður það illa nýtt. Hljómsveitn
heldur ekki tónleika nema tvisvar í
mánuði. Miklu stærri þjóðir hafa
byggt hús með fjölþættari nýtingu
þar sem rúmast starfsemi bæði
óperu og hljómsveita. Við höfum
dæmin fyrir okkur utan úr hinum
stóra heimi að þetta er hægt,“ sagði
Júlíus Vífill Ingvarsson, formaður
óperudeildar Félags íslenskra leik-
ara, í samtali við HP. „Ef við íslend-
ingar ætlum að vera þeir flottræflar
að byggja sérhús sem rúmar bara
starfsemi Sinfóníuhljómsveitarinn-
ar, þá er það miklu meira en við höf-
um efni á. Og með þessu ævintýri
verður ekki farið út í það að byggja
óperuhús næstu áratugi."
Hugmynd Júlíusar og félaga hans
í óperudeild Félags íslenskra leikara
er að byggja megi hús með einum
stórum sal og öðrum minni til æf-
inga sem þá myndi nægja sem
heimili bæði óperuleikhúss og Sin-
fóníuhljómsveitarinnar. Sigurður
Björnsson, framkvæmdastjóri Sin-
fóníuhljómsveitar Islands, tók í
sama streng í samtali við HP. „Ég er
ekki í nokkrum vafa um að þarna á
að byggja fjölnýtishús. Það er algjör
misskilningur að þarna yrðu
árekstrar, þó svo að Óperan yrði
þarna líka. Ég hef sjálfur sungið í
þannig húsi í 15 ár erlendis, en það
var ekki talað við mig, hvorki sem
- ÓPERUNNI
ÚTHÝST. FJÖL-
MARGIR TÓNLISTAR-
MENN ÓÁNÆGÐIR.
EKKI HÆGT AÐ
HAFA TVÆR
DROTTNINGAR í
SAMA HÚSI? BYGG-
ING SEM KOSTAR
HUNDRUÐ MILLJ-
ÓNA OG ÞARF AÐRA
TIL. FLOTTRÆFILS-
HÁTTUR AÐ MATI
ÓPERUSÖNGVARA.
framkvæmdastjóra Sinfóníuhljóm-
sveitarinnar né fyrrverandi óperu-
söngvara.
Á móti Óperunni
Málið er að þeir aðilar sem standa
að þessu og kalla sig Samtök um
byggingu tónlistarhúss vilja alls ekki
óperu inn í þetta hús. Ég veit ekki
hvernig það er komið inn hjá þeim.
Við gerum okkur alveg grein fyrir
því að það myndi kosta meiri pen-
inga að byggja yfir Óperuna um leið
en Óperan á í rauninni ekkert hús
fyrir sína starfsemi. Auk þess yrði
húsið um leið nýtanlegt til fleiri
hluta en ella,“ sagði Sigurður enn-
fremur.
Júlíus Vífill sagði í samtali við HP
að það sem þyrfti til þess að húsið
yrði fullnægjandi óperuhús væri
hliðarsvið, helst beggja megin,
hljómsveitargryfja, búningsher-
bergi, smiðjur fyrir hina ýmsu lista-
menn sem að óperum starfa og síð-
leftir Bjarna Harðarson myndi
ast en ekki síst turn yfir sviðinu þar
sem koma mætti fyrir sviðsbúnaði
og leiktjöldum. Meðan sýningar
væru hjá öðrum aðilanum gæti hinn
haldið æfingar á litla sviðinu. „Við
blásum á að Óperan og Sinfónían
gæti ekki unnið saman," sagði
Júlíus.
Þarf tvö heimili?
Menn greinir mjög á um það hvort
íslenska óperan og Sinfóníuhljóm-
sveitin geti unnið í sömu salarkynn-
unum. „Það er óraunhæft að ætla
að fara inn á heimili hjá einhverjum
öðrum. Við getum ekki búið inni á
Sinfóníuhljómsveitinni frekar en að
hún gæti búið með okkur. En ég er
ánægður með að hún fái sitt heimili
og við erum auðvitað ánægð hér í
Gamla bíói," sagði Garðar Cortes í
samtali við HP.
„Ég lagði fyrir þessa menn
ákveðnar hugmyndir. Það er þarna
kammersalur fyrir 150 manns. Ef
þeir nú gleymdu þessum kammer-
sal en byggðu í staðinn fullkominn
óperusal sem rúmar svona 750
manns í sæti, með gryfju og í gamla
stílnum, þá væri komið það sem
okkur dreymir um. Það væri ekki
miklu dýrara og við eigum alls stað-
ar nógu góða kammersali," sagði
Garðar ennfremur. „En úr því að
svona er komið þá finnst mér kjána-
legt af okkur að fara að heimta eitt-
hvað sem við höfum aldrei haft. Ég
er mjög sáttur við okkar tilveru hér
í Gamla bíói“
Tvær drottningar!
„Það er ekki hægt að vera með
tvær drottningar í sama húsi,“ sagði
Hákon Sigurgrímsson, stjórnarfor-
maður Sinfóníuhljómsveitarinnar,
þegar HP innti hann eftir áliti í
þessu máli. „Ég held samt að það
eigi í samráði við arkitektinn að
gera þær breytingar sem eru nauð-
synlegar til þess að setja megi upp
einstakar óperusýningar í þessu
húsi. Guðmundur Jónsson arkitekt
hefur sjálfur sagt mér að það sé auð-
velt að koma þarna upp hliðarsviði
og hljómsveitargryfju og ég mun
beita mér fyrir því að það verði gert.
En það er höfuðnauðsyn að menn
sættist á það hvernig þetta á að
vera. Menn rifust í áratugi um það
hvar ætti að reisa Þjóðleikhúsið á
sínum tíma og ég teldi stórslys ef
svipað yrði hér uppi á teningnum.
Það á ábyggilega eftir að byggja
fleiri tónlistar- eða leikhús í Reykja-
Jim Smartai^MHaBHBi
vík. Það eru margir fleiri en Islenska
óperan húsnæðislausir."
„Það var tekin sú afstaða í okkar
áhugamannasamtökum að í þessu
húsi yrði aðstaða til að flytja óperu,
en þetta verður ekki heimili ís-
lensku óperunnar," sagði Ármann
Örn Ármannsson, formaður Sam-
taka um byggingu tónlistarhúss, í
samtali við HP. „En annars vil ég
sem minnst segja um þessar deilur.
Það er mikilvægt fyrir okkur að það
verði samstaða og ánægja um þessa
byggingu." Aðspurður um breyting-
ar á teikningu hússins sagði Ár-
mann að gengið yrði til samninga
við arkitektinn um byggingu húss-
ins eftir þeirri teikningu sem nú ligg-
ur fyrir.
„Klúður sem þumbast
f gegn''
„Þetta er klúður sem kemst í gegn
fyrir þumbaraskap. Nokkurskonar
one man’s show,“ sagði einn heim-
ildamanna HP í samtali um málið.
Svo virðist sem deilur um byggingu
tónlistarhússins geti orðið til þess að
tefja framgang byggingarinnar um
ófyrirsjáanlegan tíma. Mikill fjöldi
tónlistarmanna í landinu er andsnú-
inn hugmyndum Ármanns og hans
félaga í SBTH. Þessi sami hópur hef-
ur með gildum rökum sýnt fram á
að bygging þessa húss muni kalla á
þörf fyrir annað tónlistarhús innan
skamms tíma. Þrátt fyrir fjársöfnun
áhugasamtaka þarf ekki að efast um
að húsið verði að langstærstum
hluta kostað af almannafé. Kostnað-
aráætlun gerir ráð fyrir að húsið
kosti um 400 milljónir króna en uppi
eru raddir um að kostnaður verði
mun meiri. Engar áætlanir liggja
fyrir í þessum efnum og ekki heldur
tölur sem varpað gætu ljósi á kostn-
aðarauka við byggingu á tvöföldu
húsi eins og því sem Garðar Cortes
mælir með að reist verði. Júlíus Víf-
ill Ingvarsson segir að kostnaður við
að gera húsið að fjölnýtanlegu húsi
fyrir bæði óperu og sinfóníuhljóm-
sveit sé óverulegur en Ármann Örn
Ármannsson segir að slík fyrirætlan
geti tvöfaldað kostnað við bygging-
una. Um nýtingu hússins er svipað-
ur ágreiningur þar sem Ármann
Örn vitnar til úttektar Rekstrarstof-
unnar en niðurstaða hennar er að
nýting hússins verði mjög góð. Aðr-
ir, þ.á m. framkvæmdastjóri Sinfón-
íuhljómsveitarinnar, telja að hús af
þessu tagi verði aldrei fullnýtt nema
Óperan komi inn í það líka.
16 HELGARPÓSTURINN