Helgarpósturinn - 12.06.1986, Síða 18

Helgarpósturinn - 12.06.1986, Síða 18
eftir G. Pétur Matthíasson mynd Jim Smart Einangrunarklefi (Síðumúlafangelsi. Yfirleitt fá gæsluvarðhaldsfangar ekki annað að lesa en að Biblíuna. Þeir fá ekki að hitta, tala við eða skrifa til fjölskyldna sinna eða vina. Þeir hafa einungis samneyti við fangaverði, lögfræðing sinn og fangaprest, í takmarkaðan tíma. Það er ekkert sældarlíf að búa á svona stað! GÆSLUVARÐHALD • GÆSLUYARÐHALD FELUR ALLTAF í SER EINANGRUN • GÆSLUVARÐHALD ER EIN AF ÞVINGUNARAÐFERÐUM HINS OPINBERA • GÆSLUFANGAR SÆTA ÞEIRRIMEÐFERÐ SEM NAUÐSYNLEG ER... •„GÆSLUVARÐHALDSVIST ER SEM VISTI HELVÍTI" • GÆSLUVARÐHALDSÚRSKURÐUM HEFUR FÆKKAÐ Gœsluvardhaldsvistun meintra sakamanna var mikid í þjódfélags- umrœdunni fyrir tíu árum vegna Geirfinnsmálsins svokallada. Ástcedan var ad fjórum mönnum var haldiö í einangrun, þar aftveim- ur þeirra í 105 daga, sem er lengsta gœsluvaröhald á íslandi til þessa. Þessir tveir menn voru algerlega saklausir. Vegna Hafskipsmálsins er gœsluvardhaldsvistun aftur komin í hámœli. Forráðamenn Hafskips sitja í gœsluvarðhaldi. Þad er mjög sérstakt að menn sitji í gœsluvarð- haldi og einangrun vegna brota af því tagi sem um rœðir í Hafskips- málinu og ber heimildum HP sam- an um það. En hvað er gœsluvarð- hald? Hvað þarf til að menn séu sett- ir í einangrun? Hvað hafa menn við að vera allan daginn? Þessum spurningum og öðrum er svarað í HP-úttekt á gœsluvarðhaldi. Island er aðili að Evrópusamning- unum um verndun mannréttinda og mannfrelsis en í 5. gr. hans segir að „allir menn eiga rétt til frelsis og mannhelgi. — Engan mann skal svipta frelsi. . .“ Þetta er meginregl- an. Síðan eru í samningnum talin upp atriði þar sem svipta má menn frelsi. Það má t.d. sé um að ræða lög- lega dæmdan mann, ef um löglega handtöku eða varðhald manns sem bíður dóms er að ræða. Sé hætta á að smitsjúkdómar breiðist út má svipta smitbera frelsi. Einnig má svipta geðveika menn frelsi. Fleiri atriði eru talin upp í samningnum en við látum þetta nægja. Það er undantekning að svipta megi menn frelsi sínu og þessvegna segir svo í samningnum: „Hverjum þeim manni sem sviptur er frelsi með handtöku eða varðhaldi, skal rétt að gera ráðstafanir til, að lögmæti frels- isskerðingarinnar verði úrskurðað af dómstóli án tafar ...“ Stjórnarskrá íslands hefur svipað ákvæði. í 65. grein hennar segir: „Hvern þann, sem tekinn er fastur, skal án undandráttar leiða fyrir dómara. Sé hann eigi jafnskjótt lát- inn laus, skal dómari, áður sólar- hringur sé liðinn, leggja rökstuddan úrskurð á, hvort hann skuli settur í varðhald /... / Engan má setja í gæsluvarðhald fyrir sök, er aðeins varðar fésekt eða einföldu fangelsi." Nánar er síðan byggt á þessu í ní- unda kafla laga um meðferð opin- berra mála. Torveldar rannsókn með óskertu frelsi Forráðamenn Hafskips voru dæmdir í gæsluvarðhald á forsendu 1. töluliðs 67. gr. laga um meðferð opinberra mála og eru flestir gæslu- varðhaldsúrskurðir byggðir á þeirri grein en þar segir: „Ef ætla má, að sökunautur muni torvelda rann- sókn málsins, ef hann hefur óskert frelsi sitt, svo sem með því að afmá merki eftir brotið eða merki, er í sambandi við það standa, skjóta undan munum eða öðrum gögnum, er brotið varða, hafa áhrif á vitni eða samseka." í „hvítflibbabrotum" líkt og um virðist vera að ræða í sambandi við Hafskip eru menn venjulega ekki dæmdir í gæsluvarð- hald, nema það liggi alveg ljóst fyrir að um meiriháttar glæpi sé að ræða. Lengd þess gæsluvarðhalds sem Rannsóknarlögregla ríkisins fór fram á bendir þannig á alvöru máls- ins, að því er heimildamenn HP telja. Einn heimildamaður blaðsins telur reyndar úrskurð Hæstaréttar staðfesta þetta og að stytting gæslu- varðhaldsins sé til komin vegna þess að játningar hafi legið fyrir og þess vegna þurfi ekki lengra varð- hald rannsóknarinnar vegna. Tveggja óra fangelsis- dómur lógmark í 4. tölulið 67. gr. segir að hægt sé að hneppa mann í gæsluvarðhald „ef ætla má, að brot hans varði að minnsta kosti tveggja ára fangelsi." Túlkunin á þessu hefur ekki tekið mið af ramma laganna, þ.e. hversu há refsing getur orðið, heldur er tek- ið mið af raunverulegum dómum. Á þeim grundvelli hafnaði undirréttur gæsluvarðhaldskröfu yfir mannin- um sem í tvígang gerði tilraun til nauðgunar við Hverfisgötu í Reykja- vík ekki alls fyrir löngu. Rök undir- réttar voru að aldrei hefði nokkur verið dæmdur í tveggja ára fangelsi eða meira fyrir nauðganir. Mikil reiði greip um sig í þjóðfélaginu vegna þessa og var úrskurðinum áfrýjað til Hæstaréttar sem dæmdi manninn í gæsluvarðhald. Lögfræð- ingur, sem HP ræddi við, taldi að í þessu tilviki hefði Hæstiréttur beygt sig fyrir almenningsálitinu og að dómur undirréttar hefði verið réttur miðað við allar fyrri túlkanir á lög- unum. Aðrir töluliðir taka fyrir síbrota- menn, reiki menn um án heimilis- eða dvalarstaðar eða ef verja þurfi aðra fyrir árásum manns. En menn eru mun sjaldnar dæmdir í gæslu- varðhald á grundvelli annarra tölu- liða en 1. tl. Nóg er að einn þessara liða standist til að hægt sé að dæma mann í gæsluvarðhald en einnig þarf að uppfylla nokkur önnur skil- yrði, svo sem að refsing við meintu broti verður að vera meiri en sektir eða varðhald. Styrkleiki grunsemda lögreglu verður einnig að vera mik- ill að áliti dómara. Fleiri svona atriði er að finna í lögunum, ásamt því sem menn þekkja eflaust, að ekki má sakborningur vera alþingis- maður. Gæsluvarðhald er þvingunaraðferð Hið opinbera, lögreglan, hefur yf- ir að ráða nokkrum þvingunarráð- um. Þau eru til dæmis húsleit, lík- amsleit, símahleranir og fleira slíkt. En sú þvingunaraðf erð sem gengur lengst, og er þ.a.l. alvarlegust, er gæsluvarðhald. Til þess að lögregla geti beitt þvílíkum aðferðum þarf úrskurð dómara. Hugsunin á bak við gæsluvarðhald sem þvingunar- ráð er að þvinga fram sannleikann. Gæsluvarðhald felur alltaf í sér einangrun. En það gerist ekki nema fyrir tilstilli dómara. Það er grund- vallarmunurinn á einfaldri hand- töku og gæsluvarðhaldi. Einfalt er að handtaka menn en ekki er hægt að halda þeim í einangrun nema að fengnum úrskurði dómara. Þegar lögregla handtekur mann á hún samkvæmt stjórnarskránni að leiða hann „án undandráttar" fyrir dóm- ara. Annað segja lögin ekki um þetta atriði. í reynd hefur sú hefð skapast að lögreglan tekur sér sólar- hring áður en hún fer með tilvon- andi gæslufanga fyrir dómara. Oft notfærir lögreglan sér þetta út í ystu æsar, enda er vakt í Sakadómi Reykjavíkur allan sólarhringinn, þannig að það er hægt að leiða fólk fyrir dómara jafnt á nóttu sem degi. Venjulega eru dómarar fljótir að kveða upp gæsluvarðhaldsúrskurði en í „hvítflibbabrotum" líkt og Haf- skipsmálinu taka þeir sér oft þann sólarhringsfrest sem þeir hafa sam- kvæmt lögum. Fangi getur því setið í gæsluvarðhaldi og einangrun í tvo sólarhringa áður en úrskurður fæst um réttmæti varðhaldsins. Varast ber að beita hörku eða harðýðgi í lögunum um gæsluvarðhald seg- ir að „gæslufangar sæta þeirri með- ferð, sem nauðsynleg er til þess að gæslan komi að gagni og góð regla haldist í varðhaldinu, en varast skal, svo sem kostur er, að beita þá hörku eða harðýðgi." Þetta er sú grein lag- anna sem heimilar algera einangr- un gæslufanganna. Gæslufangar sitja yfirleitt í Síðumúlafangelsinu og fara ekki út úr því húsi fyrr en þeir eru ákærðir. Hæstiréttur heim- ilaði á dögunum gæslufanga að neyta kosningaréttar síns en það er alger undantekning. Það er athygl- isvert að í lögunum segir að varast skuli að beita menn hörku og harð- ýðgi. Þetta er ekki bannað heldur er einungis sagt að varlega skuli farið. Þetta þýðir því í raun að það megi beita ofbeldi eða hörku! Fangar í gæsluvarðhaldi mega ekki hafa samneyti við fjölskyldu sína eða vini. Þeir mega einungis hitta lögfræðing sinn eða fanga- prest, auk fangavarðanna. Þetta litla samneyti er þó takmörkunum háð. Dæmi voru um í Geirfinnsmál- inu að gæslufangi sá lögfræðing sinn einungis einu sinni í viku, fimmtán mínútur í senn. Gæslufang- ar fá ekki einu sinni að skrifa fjöl- skyldu sinni, hvað þá hringja til hennar. Þeir fá ekkert að lesa nema Biblíuna. Þó segja heimildir HP að eitthvað hafi verið slakað á því í seinni tíð. Við og við geta fangar rætt við fangelsisprest, en þó ein- ungis stuttan tíma í einu. Það eina sem þeir hafa við að vera er að þrífa klefann sinn, en samkvæmt lögum má skikka fanga til þess. Margir taka því fegins hendi, einungis til þess að hafa eitthvað að gera í aðgerðaleys- inu. Vistin fer illa með menn I Geirfinnsmálinu sátu Magnús Leópoldsson og Einar Bollason sak- lausir í gæsluvarðhaldi. Eftir því sem þeir sögðu í viðtali við HP fyrir tveimur árum var gæsluvarðhalds- vistin sem vist í helvíti. Það gekk svo langt að t.d. hélt Einar í fúlustu alvöru að hann hefði framið glæp, hann hélt að yfirvöld hlytu að hafa rétt fyrir sér en hann rangt. Magnús velti því einnig alvarlega fyrir sér að játa á sig einhvern glæp til þess eins að losna úr prísundinni. Af frásögn- um Magnúsar og Einars í Helgar- póstinum má ráða að þeir hafi verið heppnir að halda geðheilsunni og geta aftur tekið þátt í þjóðfélaginu þegar út var komið. I einangrun í 105 daga Kaldhæðni örlaganna háttar því svo að þeir sem lengst hafa setið í gæsluvarðhaldi á íslandi sátu þar saklausir í 105 daga. Enginn hefur fyrr né síðar verið svo lengi í ein- angrun hér á landi. En það segir hvergi um lengd gæsluvarðhalds- vistar, hvorki í lögunum, Evrópu- samningnum né í stjórnarskránni. Þess vegna væri hægt að halda mönnum jafnvel árum saman í gæsluvarðhaldi og einangrun. Það gerist vonandi ekki. Enda bendir ekkert til þess, heldur virðist þróun- in vera sú að gæsluvarðhaldsúr- skurðum bæði fækki og þeir styttist. Svo kemur fram í rannsókn sem Jón H.B. Snorrason framkvæmdi. Hann sýndi fram á að eftir stofnun Rann- sóknarlögreglu ríkisins fækkaði úr- skurðum og þeir styttust (sbr. súlu- rit). Lögin eru frekar skýr Gæsluvarðhaldsúrskurðir eru í raun mjög einfaldir. Lögin eru frek- ar skýr í þessu sambandi; uppfylla þarf ákveðin skilyrðin til að hægt sé að dæma mann í einangrun. Gæslu- varðhald er þvingunaraðferð sem þess vegna ætti ekki að beita nema í ítrustu neyð. Rannsóknir erlendis frá benda til þess að fólk, sem setið hafi í gæsluvarðhaldi, nái sér aldrei fullkomlega það sem eftir er ævinn- ar. Erfiðara sé fyrir það fólk að verða samstiga hinum í þjóðfélag- inu og skiptir þá ekki máli hvort við- komandi hefur setið inni eða ekki. Einn viðmælenda HP sagði að þess vegna væri það gleðiefni að gæslu- varðhaldsúrskurðum hefði farið fækkandi og varðhaldstíminn styst. Það sést glögglega á súluritunum. Fjöldi úrskuröa Súlirit nr. I Meöaltal 1972-1.7.1977 er Dagafjöldi Súlurit nr. II Meðalgæsluvarðhaldstími á Súlurit þessi eru tekin úr grein eftir Jón H.B. Snorrason sem birtist í Úlfljóti 2. tbl. 1983. Gertmeð leyfi höfundar. I lokaorðum sínum segir hann: „Þýðingarmest verður að teljast, að meðal gæsluvarðhaldstími úrskurða sem byggðir eru á 1. tl., 67. gr. oml., þe. á rannsóknarnauðsyn, styttist. Ástæða þess hlýtur að vera sú, að rannsókn tekur styttri tíma. Það að rannsóknartími styttist og sá tími sem sökunautur þarf að vera sviptur frelsi sínu, hlýtur að vera mjög í þágu sökunauts, auka öryggi hans og annarra sem máli kunna að vera tengdir." 18 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.