Helgarpósturinn - 12.06.1986, Blaðsíða 22

Helgarpósturinn - 12.06.1986, Blaðsíða 22
Hann er hár og grannur og ég ber hann ósjálfrátt saman vid erlenda langhlaupara sem þotiö hafa framhjá, á sjónvarpsskerminum. Hann er sonur Jóns Þorsteinssonar lögfrœdings, alþingismanns og kratahöfðingja sem Sigfás segir mér að allir eldri Akureyringar þekki undir nafninu Mogga-Jón vegna þess starfa síns að hafa borið út Moggann á stríðsárun- um. Móðir Sigfúsar er Jónína Bergmann, hann er giftur Kristbjörgu Antonsdóttur og eiga þau saman eina dóttur. ífyrstu virkar hann hœglátur og hógvœr, allt að því skaplaus, en þegar talið berst að sjávarútvegsmál- um, menntamálum og Akureyrarbœ byrja hendurnar að taka þátt ísamtal- inu og augun að leiftra. Skoðanir eru settar fram, skýrt, ákveðið og tœpi- tungulaust. 30 ára doktor „Ég fæddist 1951 í Brekkugötu 10 á Akureyri; það vill svo skemmtilega til að húsið er rétt hjá bæjarstjórnarskrifstofunum. Við fluttum fljót- lega upp í Helgamagrastræti og þar bjó ég til fimm ára aldurs þar til foreldrar mínir fluttu til Reykjavíkur. Ég var svo lengi alltaf á sumrin hjá afa og ömmu niðri á eyrinni. Leikfélagarnir eru sumir orðnir góðborgarar á Akureyri eins og t.d. Bjössi í Sporthúsinu, Arni Gunnarsson sem var formaður íþróttafélagsins Þórs og Rúnar bróðir hans sem á skemmtistað- inn H-100. í Reykjavík stundaði ég mitt skóla- nám upp í gegnum háskóla, tók þar B.S. gráðu í landafræði, fór síðan til Durham á Englandi í hagræna landafræði og skipulagsfræði og tók svo doktorsgráðu frá háskólanum í Newcastle. Það var árið 1981 og ritgerðin fjallaði um „Áhrif sjávarútvegs á byggðaþróun á íslandi." — Jón Þorsteinsson faöir þinn er landsfrœgur krati. Ert þú af krataœtt? Framsóknarkratar „Nei, nei,“ segir Sigfús og hlær, þetta er sama ætt og þeir eru af Steingrímur Hermannsson og Hermann Jónasson. Langafi minn, sem var úr Svarfaðardal, var föðurbróðir Hermanns, og bróðir pabba tók við jörðinni sem Hermann ólst upp á, af systkinum hans. Þannig að Framsókn á þarna sterk ítök. En af því að þú minnist á póli- tíkina þá skilst mér að pabbi hafi alltaf verið fremur erfiður flokksmaður og látið sína eigin sannfæringu ráða og farið sínar leiðir. Eins er með mig. Ég gæti aldrei verið flokksbundinn í stjórnmálaflokki. Ég mundi ekki rekast vel.“ — En Alþýðuflokkurinn stendur þér nœst hjarta? „Það getur vel verið, en ég hef aldrei gengið í Alþýðuflokkinn. Hins vegar hafa þeir beðið mig að gegna trúnaðarstörfum fyrir sig og kusu mig í stjórn Byggðastofnunar." Vikingablóð i íslendingum — Ef viö víkjum að námsárunum erlendis. „Já, þau eru, hvað á ég að segja, þau ár sem maður á eftir að sakna mest þegar litið er til baka. Þar öðlaðist maður mestu og bestu reynsl- una. Ég mun alltaf sakna þessara fimm ára sem ég dvaldi í Bretlandi. Það var þannig á tímabili að mig langaði ekkert heim, vildi bara vera þarna áfram. Bretland hefur vissulega líka sína ókosti en það að kynnast menningu þeirra og viðhorfum hefur það í för með sér að þegar maður kemur heim horfir maður gagnrýnum augum á ýmsa hluti hér á landi. Það er einn stærsti kosturinn við íslenskt þjóðfélag að það sendir fólk til náms um allan heim. Ungt fólk í Bretlandi lærir í Bretlandi og vinnur þar. Við sendum fólk út um allt sem kemur síðan með hugmyndir heim. Það er dálítið víkingablóð í ís- lendingum. Maður heyrir jafnvel ungt fólk í dag vera að tala um að fara til Japans af því að það veit að ýmislegt er að gerast þar.“ „Þegar maður kemur heim sér maður allskon- ar vitlejsur og fer að gagnrýna. Til dæmis aga- leysið. Islendingar líta óskaplega stórt á sjálfa sig sem einstaklinga. Þeir eru frekir og tillitslausir, vilja allir hafa sína hentisemi. Það er ómögulegt að hafa aga á íslendingum. Þú sérð nú bara Landhelgisgæsluna og flugumferðarstjóra. I þessum störfum er furðulegt að það skuli ekki vera hægt að hafa aga á hópum sem telja aðeins nokkra tugi. Það eru alltaf eilíf vandamál í fjöl- miðlum. Það á bara að setja reglur og reka svo menn sem ekki fara eftir þeim. Að menn skuli vera á fylliríi inni á fjörðum og heita landhelgis- gæsla er dæmalaust." „Svo kemur maður til Bretlands og þar er ann- að uppi á teningnum. Þeir eru miklu meiri hóp- sálir og ósjálfstæðari. Þar þorir enginn neitt. Þeir eru allir eins og lúbarðir hundar í saman- burði við Islendinga. Mér blöskraði oft aum- ingjaskapurinn í þeim. En skólarnir voru góðir og í miklu hærri gæðaflokki en Háskóli íslands. Þetta var miklu meira alvörunám sem maður stundaði þarna en það sem maður hafði gert í H.í. Það er ekkert leyndarmál að ég átti í veru- legum erfiðleikum með að aðlaga mig þessum aðferðum sem Bretar nota, venja mig við sjálf- stæðari vinnubrögð og almennileg bókasöfn. Kennararnir þarna voru líka menn sem komu undirbúnir í tíma, er ekki einhverjir stunda- kennarar sem var verið að grípa utan úr bæ, sem komu á hlaupum, beint úr vinnunni og óundirbúnir. Ég held að það sé tóm vitleysa að gera ekki meira af því að senda fólk til útlanda. Við erum að byggja upp háskóla af miklum vanefnum í stað þess að hafa fjórar, fimm háskóladeildir hér heima og gera það af alvöru, hafa þær í alþjóð- legum gæðaflokki, vanda til þess og senda hina til útlanda. Það mætti jafnvel borga fyrir þá skólagjöld. Mér þætti það ekkert ósanngjarnt, enda gert til þess að fólk fengi almennilega menntun. Það er þess virði að láta fólk læra er- lendis, við erum það lítil og fámenn þjóð að við þurfum á því að halda. Til Nýf undnalands —1978 kemur þú heim og ferð að vinna á Framkvœmdastofnun. Við hvað? „Skrifa einhverjar skýrslur sem fóru annað- hvort upp í hillu eða í ruslakörfuna. Ég hékk þarna í þrjú ár og hætti svo, nennti þessu ekki lengur. Það hafði engan tilgang. Þá hafði ég fengið styrk til að vinna að rannsóknarverkefni á Nýfundnalandi og var þar í eitt ár. Þar vann ég að bók um íslenskan sjávarútveg sem kom svo út fyrir jólin ’84. Fyrri parturinn af henni var tek- inn upp úr doktorsritgerðinni en seinni hlutinn sjálfstæð viðbót. Þetta vann ég að mestu á Ný- fundnalandi 1982—^83. í fljótu bragði virðist mega líkja íslandi við Nýfundnaland, eyjan er jafnstór og ísland, þarna búa fimm hundruð þús- und manns meðfram ströndinni í litlum þorp- um. En þegar maður kemur svo þangað, þá er þetta allt annar heimur. Þeir eru langt á eftir okkur í allri menntun og tækniþróun, áratugum á eftir. Þar á ég við hina innfæddu; landið sam- einaðist Kanada 1949 og þá helltist yfir þá kana- dísk menning, allt menntað fólk kom frá Kanada en atvinnuleysi ríkti meðal innfæddra. Þeir fengu ekki að þróast innan frá í friði. En núna er1 þetta að koma. Unga kynslóðin á Nýfundna-1 landi hefur nú nærri því jafngóða möguleika og’ ungt fólk á íslandi. Okkur hjónunum leið afskap-' lega vel þarna.” Flakkar hingað og þangað — Þetta er þitt œvintýraeðli. Þú flakkar hing- að og þangað og stoppar stutt við. Þrjú ár á

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.