Helgarpósturinn - 12.06.1986, Síða 23

Helgarpósturinn - 12.06.1986, Síða 23
SIGFÚS JONSSON VERÐANDI BÆJARSTJÓRI Á AKUREYRI í HP-VIÐTALI AÐ HAFA AGA Á ÍSLENDINGUM leftir Harald Inga Haraldsson sem jafnframt tók myndir Framkvœmdastofnun, hinir og þessir skólar, Ný- fundnaland, tvö ár á Skagaströnd og núna bíður bœjarstjórastaðan á Akureyri. „Ég hef aldrei haft trú á mönnum sem eru á sama stað alla ævi. En ég lít svo á að með aldrin- um færist meiri ró yfir mann. Tilviljanir hafa líka ráðið miklu um þetta. Ég var til dæmis alls ekki á leið héðan frá Skagaströnd, ætlaði mér að vera hérna lengur. En mér fannst ég ekki geta hafnað þessu tilboði um bæjarstjórastöðuna á Akureyri. Ég hefði einnig verið lengur á Nýfundnalandi ef ég hefði fengið framlengingu á atvinnuleyfinu en það tókst ekki. Það er svo mikið atvinnuleysi þar. Þetta er ekki þannig að maður sé að flýja hlutina, heldur hafa aðstæðurnar verið svona. Konunni líkar vel hérna á Skagaströnd og vill helst vera áfram. Ég á ábyggilega erfitt með að toga hana með mér, hún er að tala um það í gríni að ég geti bara komið heim um helgar," segir Sigfús og hlær. 10 ára íslandsmet — Pú ert þekktur hlaupari Sigfús, hljópst langhlaup. „Já, já, ég hljóp maraþonhlaup, fimm og tíu kílómetrahlaup og annað slíkt og keppti í þessu árum saman. Bestu árin mín voru þegar ég var úti í Bretlandi, þar voru góðar aðstæður og mað- ur hafði góðan þjálfara, nóg af mönnum til að keppa við og æfa með og góðan félagsskap. Hérna heima keppti ég alltaf fyrir ÍR.“ — Hvernig gekk svo? „Það gekk svona upp og ofan, stundum vann maður og stundum tapaði maður eins og gengur. En þetta var skemmtiiegt og það var ekki alltaf að maður væri að keppast við það að sigra, eins og margir halda, heldur reyndi maður oft að komast inn í góð hlaup til að ná góðum tímum. Ég keppti líka í götuhlaupum og víðavangs- hlaupum. Þetta var að sjálfsögðu gaman. Maður fór út um allan heim að hlaupa. Ég keppti til dæmis einu sinni í maraþonhlaupi í Chicago þar sem tíu þúsund manns hlupu og maður hljóp mikið á brautunum í Bretlandi á alls kyns mót- um. Þá reyndi maður oft að setja met þar á vorin áður en maður kom heim í sumarfrí, brautirnar voru svo miklu betri og svo var keppnin miklu minni heima, lítið um langhlaupara. Eitt metið stendur enn, það var sett í Rússland, við Svartahafið, í tíu kílómetra hlaupi; það er tíu ára gamalt." Félk sem þorir — Nú ert þú á leið til Akureyrar að setjast þar í bœjarstjórastól. Hver verða helstu verkefni nýju bœjarstjórnarinnar? „Það er augljóslega forgangsverkefni að rífa Akureyri upp í atvinnumálunum. Þessi deyfð sem hefur verið þarna gengur ekki. Þetta er auðvitað mikið verk og tekur langan tíma og ég get ekki verið að fella dóm yfir einum né nein- um. Ég þekki það ekki nógu vel, en það er aug- ljóslega eitthvað að. Það vantar tilfinnanlega frumkvæði og drift. Hvort ástæðan er sú að Akureyri missir allt sitt besta fólk suður í fram- haldsnám og það kemur ekki aftur til baka, eða hvað, ég veit það ekki. Það þarf að virkja fólk með kraft, fólk sem þorir. Af hverju spretta öll þessi tölvufyrirtæki upp í Reykjavík? Af hverju gerist ekkert svoleiðis á Akureyri? Opið á laugardögum — Nú er búið að klifa einmitt á þessu, árum saman, án umtalsverðs árangurs. Hvað er til ráða? „Bæjarfélagið verður að móta stefnu í at- vinnumálum og verja fé til atvinnuuppbygging- ar og ráða eitthvert fólk í vinnu til að leita að fólki með hugmyndir, halda námskeið, gefa þeim sem fyrir eru kost á meiri menntun, freista þess að ná í velmenntað fólk í bæinn og skapa því aðstöðu o.s.frv. Mín skoðun er sú, að stórkostleg tækifæri séu ónýtt í verslunar- og þjónustugreinum á Akur- eyri. Ástandið í dag er þannig að fólk á Norður- landi sækir ekki til Akureyrar. Það er samgöng- unum að kenna og því að bærinn hefur ekki að- lagað sig því hlutverki að vera viðskipta- og þjónustumiðstöð fyrir allt Norðurland. Ef fólk vill fara til Akureyrar á laugardegi til að versla, þá er allt lokað. Þetta er náttúrulega rugl. Aðal- verslunardagurinn á að sjálfsögðu að vera laug- ardagur. Það væri þá hægt að hafa lokað ein- hvern annan dag, t.d. mánudag. Á laugardögum, þegar fólk á frí, á Akureyri að bjóða Norðlendingum upp á opnar verslanir, hárgreiðslustofur, tannlækna og aðra lækna- þjónustu, leikhús, bíó og veitingahús og svona mætti lengi telja. Þetta tíðkast í öllum nágranna- löndum okkar og ég er sannfærður um að Norð- lendingar myndu flykkjast til Akureyrar til að njóta þessarar þjónustu." Ráðuneyti norður „Akureyringar hafa heldur ekki verið nógu duglegir að knýja á um flutning þjónustu frá Reykjavík í bæinn. Það er einblínt á Byggða- stofnun, og ég er meðmæltur þeim flutningi. Það á að krefjast þess að stjórnarráðið sé með útibú á Akureyri og útibú séu þar frá öllum helstu ríkisstofnunum, þannig að Norðlending- ar geti rekið erindi sín við ríkisvaldið á Norður- landi. Hvert ráðuneyti gæti verið með einn full- trúa í bænum og ég er ekki að tala um að fjölga starfsmönnum við ráðuneytin heldur færa stöð- ugt til. Það eiga allir erindi við ráðuneytin. Þetta er hvergi svona í heiminum að ráðuneytin séu bara í höfuðborginni. Það er þannig í Bretlandi og á Nýfundnalandi að það er útibú frá stjórnar- ráðinu í hverjum einasta stórbæ í landinu og stundum allt niður í fjögur til fimm þúsund manna bæi. Það er á mörgum svona sviðum sem þarf að vinna og ég er klár á því að það mætti færa, á nokkrum árum, tvö til þrjú hundr- uð störf í opinberri þjónustu frá Reykjavík til Akureyrar. Það eru þjónustustörfin sem skapa mestu atvinnuna, þar er vaxtarbroddur at- vinnulífsins." — Pú rœddir áðan um kosti háskólanáms og þess að fara úr heimahögunum í annað um- hverfi. Hvað með háskóla á Akureyri. „Ég held að menn mættu vera meira stórhuga í sambandi við þessi áform um háskóla í bænum og byggja upp sjálfstæðan skóla, sækjast eftir ríkisstyrk og stofna hlutafélag með sveitarfélög- um, fyrirtækjum á Norðurlandi og ríkinu. Síðar mætti bjóða upp á tvær, þrjár góðar greinar og kenna þær fyrir alla íslendinga. Sem sé ekkert útibú, heldur sjálfstæður háskóli sem kennir t.d. fjölmiðlafræði og sjávarútvegsfræði, eitthvað sem ekki er kennt í Háskóla íslands. Ég er á móti þeirri stefnu að ungt fólk á Akureyri, sem lýkur stúdentsprófi, eigi endilega að fara í háskóla- nám á Akureyri. Eg lít svo á að miklu heppilegra sé að það fari burt og komi svo aftur reynslunni ríkari á sama hátt og ég lít á háskóla á Akureyri sem tækifæri fyrir Reykvíkinga til að komast í annað umhverfi." Alþjóðlepur sjávar- útvegshaskóli „Ég hef lengi gengið með þá hugmynd að mjög æskilegt væri að stofna hér á landi alþjóð- legan sjávarútvegsháskóla, þar sem kennt yrði á ensku og fólk alls staðar úr heiminum gæti sótt til skólans. Þar kæmu gjaldeyristekjur og þannig væri hægt að aðstoða þróunarríkin, auk þess sem svona stofnun mundi tryggja áframhald- andi framþróun og forystu íslendinga í sjávarút- vegsvísindum. Þarna ættu sölusamtökin, sjávar- útvegurinn og iðnrekendur að koma inn í dæm- ið til að styrkja stofnunina, því að þeir menn sem kæmu erlendis frá og hyrfu síðan til síns heima til að byggja upp sjávarútveg, hefðu kynnst íslenskum iðnvarningi og þau fyrirtæki sem framleiða fyrir sjávarútveg ættu auðveld- ara með útflutning. Það tekur tiu til tuttugu ár að byggja svona skóla upp og það þarf að eyða í það fé en það mundi skila sér margfalt til baka. Svona er hægt að vinna að fjölmörgum mál- um ef menn gefa sér tíma og peninga í það. Einn bæjarstjóri gerir náttúrulega ekki allt þetta, en hann getur stýrt fjármagni og ráðið menn sem verða síðan að framkvæma stefnuna"

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.