Helgarpósturinn - 12.06.1986, Síða 26
r
i
• SÝNINGARSTJÓRINN HELDUR
ÓTRAUÐUR ÁFRAM OG OPNAR
„KLÁMBÚLLU“ VIÐ BANDARÍSKA
SENDIRÁÐIÐ.
• „SKÓLASTJÓRI VERZLUNAR-
SKÓLANS HAFÐI RÉTT FYRIR SÉR.“
• KLÚBBAR FARNIR AÐ SKJÓTA UPP
KOLLINUM.
• „OKKAR MAÐUR“ RÆDDI VIÐ HAUK
SÝNINGARSTJÓRA UM ÚTVEGUN
REKKJUNAUTS. SVARIÐ: EKKERT
MÁL. ÍSLENSKA EÐA ENSKA?
• LÖGREGLAN KANNAÐI
STARFSEMINA í UPPHAFI EN ER
HÆTT EFTIRLITI.
• EIGANDI VEITINGASTAÐARINS UPPI
OG NIÐRI: GUÐMUNDUR ER SLEFBERI
OG SKÍTHÆLL.
EIGANDI PÓSTVERSLUNARINNAR PAN ÞVÆR HENDUR SÍNAR AF
GERÐUM SÝNINGARHÓPSINS:
Það er engin ládeyda í kringum
mennina tvo, sem sl. haust stofnuöu
póstverslunina Pan og hófu ad
versla með svokölluð hjálpartœki
ástarlífsins. Algjör vinslit hafa nú
orðið á milli þeirra Guðmundar
Ásmundssonar og Hauks Haralds-
sonar, m.a. vegna mismunandi við-
horfa þeirra til nektarsýninga, sem
farið hafa fram í nafni póstverslun-
arinnar í vetur. Guðmundur telur
sýningar þessar komnar út fyrir allt
velsœmi og vill ekki hafa neitt með
þœr að gera. Þar að auki telur hann
sig vita fyrir víst að sum ungmenni
I sýningarhópnum stundi vœndi fyr-
ir milligöngu Hauks Haraldssonar,
sem hafið hefur innflutning á er-
lendum skemmtikröftum og mun
opna ,,klámbúllu" á Laufásveginum
þann 16. júní.
HAUKUR ÚTVEGAR
REKKJUNAUTA
Helgarpósturinn náði tali af Guð-
mundi Ásmundssyni fyrir nokkrum
dögum og innti hann eftir því, hvort
eitthvað væri til í sögusögnum um
að krakkarnir í Pan-hópnum kæmu
í heimahús til þess að gera meira en
sýna varning frá póstversluninni og
tína af sér spjarirnar.
,,Ég vil byrja á því að taka það
mjög skýrt fram, að ég hef aldrei
komið nálægt sýningunum, eins og
þær hafa þróast á skemmtistaðnum
Uppi og niðri. Hins vegar fer maður
ekki í neinar grafgötur um hvað hef-
ur verið að gerast þarna. Sýningarn-
ar hafa verið í nafni póstverslunar-
innar —• því miður — og sökum þess
hef ég oft frétt um það sem á sér stað
þarna."
— Þú telur það með öðrum orð-
um rétt, að hœgt sé að hafa sam-
Heimildir greina frá því að f þessu húsnæði sé rekinn næturklúbbur og að þar gerist
ýmislegt...
band við þinn fyrri meðeiganda og
að hann útvegi fólki rekkjunauta at
báðum kynjum?
„Ég væri ekki heiðarlegur ef ég
bæri á móti allri vitneskju um að
slíkt ætti sér stað."
— Hver er staðan varðandi sam-
starf ykkar Hauks núna?
„Við erum algjörlega skildir að
skiptum og póstverslunin er nú mitt
einkafyrirtæki. Þessar sýningar,
sem áttu upphaflega að vera til
kynningar á vörum fyrirtækisins,
eru orðnar hreinræktað klám, sem
ég kæri mig ekki um að vera bendl-
aður við. Þetta er „show-business" á
lægsta plani og það er ekki ímynd
að mínu skapi.
Eftir þessa þróun hjá sýningar-
flokknum, sem Haukur hefur frá
upphafi séð algjörlega um, neyðist
maður til þess að viðurkenna að
menn eins og Þorvarður Elíasson,
skólastjóri Verslunarskólans, standa
með pálmann í höndunum. Þegar
Bryndís Malmö var rekin úr vinnu
sinni við skólann, eins og frægt varð
í vetur, skrifaði ég skólastjóranum
bréf þar sem ég mótmælti uppsögn-
inni eindregið. Það bréf er nú mark-
leysa. Þorvarður reyndist hafa rétt
fyrir sér hvað varðar þessar sýning-
ar. Því miður!
Fólk gerir sér hins vegar ekki
grein fyrir því, að póstverslunin hef-
ur aldrei tengst þessum sýningum
nema að nafninu til. Sýningarnar
hafa heldur aldrei skilað aukinni
sölu inn í fyrirtækið, frekar hið
gagnstæða. Þær eru sjálfstætt fyrir-
bæri, sem Haukur tók með trompi í
upphafi og beindi strax inn á vægast
sagt óheppilegar brautir. Meðal
annars þess vegna erum við nú al-
gjörlega skildir að skiptum. Ég kæri
mig ekki um að verða einhver klám-
kóngur."
ÁHRIF ÁKVEÐINS
VEITINGAMANNS
— Þú varst samt sem áður sam-
þykkur stofnun hópsins í vetur?
„Já. Hópurinn var settur á lagg-
irnar í góðri trú. Ákveðinn veitinga-
maður hér í borg sá þarna hins veg-
ar leið til að auka aðsókn að
skemmtistað sínum og þrýsti á um
breytta stefnu. Þetta hefur síðan
komið slæmu orði á starfsemi póst-
verslunarinnar.
Það er mjög andstætt mínum
ásetningi að auglýsa þessi viðskipti
organdi og gargandi um allan bæ.
Sá darraðardans hræðir fólk og
hvekkir, og það óttast að nöfn þess
verði hrópuð á götuhornum. Um
einn hundraðshluti þjóðarinnar hef-
ur hins vegar verslað við mig í gegn-
um smáauglýsingarnar. Það er því
Ijóst að eftirspurnin er mikil.
Við Haukur höfum ekki sama
matið á sjálfsvirðingu. Ég vil selja
þær vörur, sem póstverslunin hefur
boðið upp á til þessa, en án kláms.
Það sjá allir, sem vilja, að það sem
Haukur er að gera með þessum
klámsýningum er hrein ónáttúra!
Ég er alls ekki á þessari „línu" og
legg mikla áherslu á að viðskipta-
vinir mínir geti treyst mér fullkom-
lega. Fólk kýs að leynd sé í heiðri
höfð í þessum viðskiptum."
INNAN RAMMA
LAGANNA
— Þú gerir mikinn greinarmun á
þtnu fyrirtœki og því sem Haukur er
að gera.
„Svo sannarlega. Ég afgreiði t.d.
alls ekki unga krakka og hef ekki til
sölu vídeóspólur eða blöð, sem talist
gætu klám. Ef það kemur fyrir að
tollverðir gera athugasemdir við
varning, sem ég hef fengið að utan,
sendi ég hann undireins til baka.
Annað kæmi mér ekki til hugar. Mér
er mikið í mun að fara ekki yfir í það
sem brýtur í bága við lögin."
— Er eitthvað sérstakt á döfinni
hjá þér núna?
„Það verður sífellt þróun, já. Ég er
m.a. að senda út bréf til allra minna
viðskiptavina, þar sem ég geri
þeim grein fyrir óánægju minni
með þróun mála varðandi sýning-
arnar. Ég vil að fólk geti treyst mér
og minu fyrirtæki.
Það má t.d. nefna þá nýbreytni að
nú getur fólk fengið meðlimakort í
póstversluninni. Meðlimir fá fréttir
af nýjum vörum, sem berast, og
einnig verð ég með vörur á tilboðs-
verði, sem ég tilkynni hverju sinni.
Þar að auki mun ég hafa „opið hús"
öðru hvoru og sjá hvort það mælist
ekki vel fyrir. Það eru margir
óánægðir með að geta einungis kom-
ið hingað á skrifstofutíma til að
versla og vilja gjarnan geta komið
og litið á vöruúrvalið á kvöldin eða
um helgar."
— Hefur þú heyrt um nætur-
klúbba, sem sagt er að starfrœktir
séu í einhverjum tengslum við sýn-
ingarhópinn og þinn fyrri meöeig-
anda í póstversluninni?
„Eg hef heyrt sagt frá þeirri starf-
semi en veit ekki að hve miklu leyti
þetta tengist."
„GÖÐIR MENN Á
BAKVIÐ MIG"
Spjallið við Guðmund Ásmunds-
son varð ekki lengra, en næst lá leið
blaðamanns að Laufásvegi númer
17, sem er reyndar aðeins einu húsi
frá bandaríska sendiráðinu. Þarna
hefur Haukur Haraldsson tekið á
leigu rúmgott húsnæði og er hann,
ásamt nokkrum iðnaðarmönnum, í
óða önn að innrétta þar verslun,
skrifstofu og litla íbúð fyrir
skemmtikrafta, sem hann hyggst
hafa milligöngu um að fá til lands-
ins.
í versluninni ætlar Haukur að
hafa á boðstólum svipaðan varning
og hægt hefur verið að kaupa hjá
póstversluninni og bindur hann
greinilega vonir við nálægð búðar-
innar við sendiráðið. Forvitnilegast
við þessar framkvæmdir er óneitan-
lega hvernig maður, sem fyrir
skömmu varð að hætta rekstri
kristilegrar vídeóleigu, tekur sig nú
til og leigir húsnæði á besta stað í
bænum, innréttar síðan og kaupir
lager í heila búð á einu bretti. Fyrsta
spurningin til Hauks var því varð-
andi það hvernig hann gæti fjár-
magnað þessi miklu umsvif.
„Það eru góðir menn sem standa
á bakvið mig,“ var svarið.
— Hverjir?
„Það skiptir engu máli hverjir það
eru.“
ÞELDOKK
VÆNDISKONA
Þar sem Haukur var greinilega
26 HELGARPÓSTURINN