Helgarpósturinn - 12.06.1986, Blaðsíða 31

Helgarpósturinn - 12.06.1986, Blaðsíða 31
USl Halldór Laxness; „Það var hlegið að þessari bók og fígúrur úr henni urðu fraegar..." „Ekki nein þyngsli eða útbelgd dramatík“ — segir Halldór Laxness um söngleik sem Svíinn Hasse Alfredsson gerir eftir Atómstöðinni Frœndur okkar og hollvinir Svíar hafa löngum haft dálœti á Halldóri Laxness umfram adrar þjódir. Nú berast þœr fréttir úr ríki Karls Gústafs ad frœgur leikstjóri, kvik- myndahöfundur og þúsundþjala- smidur hafi samid söngleik byggd- an á Atómstöd Halldórs. Sá heitir Hasse Alfredsson og var hér á árum áður í eftirminnilegu grínfélagi með vini sínum Tage Danielsson. Hér á íslandi uppnefndu bíóhaldarar þá „hina sœnsku Halla og Ladda'\ en þeir létu það ekkert á sig fá og gerðu stórskemmtilegar kvikmyndir á borð við Eplastríðið og Ævintýri Picassos. Á eigin spýtur hefur Hasse m.a. leikstýrt kvikmyndinni Fávísi morðinginn, sem hlaut verðlaun. Hasse Alfredson segir frá því í ný- legu viðtali við Aftonbladet sænska að hann hafi fengið hugmyndina að söngleiknum árið 1980. Hann færði hana í tal við Tage, sem leist ekkert á blikuna. Þá hringdi hann i Halldór Laxness, sem að sögn Aftonbladet rak í rogastans en sagði svo að hon- um væri frjálst og heimilt að gera söngleik eftir Atómstöðinni ef hon- um sýndist. „Það er sjálfsagt hægt fyrst hægt er að gera ballett um salt- fisk,“ mun Halldór hafa sagt og hafði þar í huga ballett sem Finnar gerðu eftir Sölku Völku. Það mun þó ekki hafa verið fyrr en eftir andlát Tages síðastliðið haust að Hasse dró hugmyndina upp úr skúffu. Söngleiknum hefur verið valið nafnið Lítil eyja í hafinu og er mestöll tónlistin eftir sænsku hljómsveitina Jazz Doctors, en að auki verða tvö íslensk lög flutt í sýn- ingunni, Á Sprengisandi og Móðir mín í kví kví. Ráðgert er að frum- sýna í Dramaten-leikhúsinu í Stokk- hólmi næsta vor. „Þetta er reyndar ekkert nýtt, þessir menn hafa verið með alls konar plön um Atómstöðina," sagði Halldór Laxness þegar Helgarpóst- urinn innti hann eftir áliti hans á þessu tiltæki Svía. „Sá ágæti maður Bergman kom með leikritið hingað og færði mér og mér sýnist að þarna sé komið nokkuð fullnægjandi verk. Ég hef ekki lesið það allt, en ég held það séu hinir bestu menn sem hafa staðið að þessu. Það er víst afráðið að það verði flutt sem sjónleikur i Svíþjóð. Raunar hafa aungvir samn- ingar verið gerðir ennþá, en mér skilst að leikarar séu búnir að fá sín handrit og allt sé klárt til að hefja æfingar á verkinu." — Þeir œtla víst að syngja Atóm- stöðina... „Jú, sjálfsagt ætla þeir að gera það. Þetta er léttur leikur hjá þeim, ekki nein þyngsli eða útbelgd dramatík, sé ég er. Þeir taka þetta með vissum húmor, einsog reyndar er gert í bókinni sjálfri, frumritinu. Það var hlegið að þessari bók og fígúrur úr henni urðu frægar. Nátt- úrlega sníða þeir þetta líka eftir sín- um smekk, það eru kaflar þarna í bland sem hafa enga aðlöðun fyrir Svía.“ — Hefur þú hitt þessa menn? „Nei, ég þekki þá bara af bréfa- skriftum. Þeir hafa verið að undir- búa þetta í ein tvö-þrjú ár, og ég held raunar að annar þeirra sé burt af sviðinu, dauður. Eg þekki þá því miður ekki, en ég sé ekki betur en að þetta séu ákaflega flinkir menn. Meðal annars hefur Bergman sjáifur komið þarna eitthvað við sögu.“ — Heldurðu að þú farir til Sví- þjóðar til að sjá afraksturinn? „Ég hef nú ekki gert mikið af því að fara langleiðir til að sjá hluti þó þeir séu eftir mig, ég er ekki svo intresseraður fyrir því. Atómstöðin liggur svo langt til baka á mínum ferli og líklega fer ég hvergi. En mér sýnist þetta vera með afbrigðum skemmtilegt uppátæki hjá þeim.“ -EH. LIFSHÆTTAN AÐ BÚA TIL GÓÐA MYND — yfirlitssýning á verkum Svavars Guðnasonar opnuð í Norræna húsinu á laugardag Margir kvarta og kveina einsog jafnan á Listahátíð, sérstaklega þeir sem vilja sitja við drykkju í klúbbum fram á nótt þegargott fólk og grand- vart er farið að sofa, en fá ekki. Lík- lega er þó ekki mikill barlómur í myndlistarmönnum þetta árið — þeir hafa fengið sinn skammt vel úti- látinn á Listahátíð; Picasso, Karl Kvaran og yfirlitssýningu á verkum Svavars Guðnasonar sem opnar í Norrœna húsinu á laugardaginn. Svavar Guðnason fæddist á Höfn í Hornafirði árið 1909 og fór til náms í Kaupmannahöfn árið 1935, hóf nám í Listaakademíunni, en líkaði ekki kennslan þar og hætti. Hann var búsettur í Danmörku á árunum 1935-45 og var á þeim árum einn af meginstólpum hinnar svokölluðu „cobra-grúppu" ásamt framúr- stefnumálurunum Carl-Henning Pedersen, Asger Jorn, Egil Jacobsen og Richard Mortensen sem allir urðu frægir og dáðir. I bók sem gefin var út í Feneyjum 1963 í tilefni alþjóðlegrar sýningar á nútímalist hefur Svavar Guðnason þetta að segja um sjálfan sig og feril sinn; „Hvað varðar sjálfan mig held ég í fljótu bragði að ég hafi ekkert að opinbera, nema ef vera kynni þá staðreynd að ég fæddist átjánda nóvember 1909 í örlitlu plássi við rætur tröllaukins jökuls, Vatnajök- uls. Jökullinn er í krafti sjálfs sín kaldur, andblær hans bítur stundum kinn. En þegar sólin baðar hann geislum sínum er hann litföróttur einsog skrápur kameljónsins, hann breytist gersamlega, verður skín- andi og hlýr, jafnvel guiur einsog smér. Niður jökulinn ganga músgrá- ir ruðningar. En þeir geta iíka skipt um lit, orðið himinbláir ef horft er á þá úr nógri fjarlægð. Seinna feyktu viðsjálir vindar mér burt úr þessari æskuhöfn minni, Höfn í Hornafirði, tii Reykjavíkur, Kaupmannahafnar, Parísar og annarra stórmerkilegra staða. í Kaupmannahöfn bjó ég lengi og eignaðist vini og starfsbræður og við deildum saman listhugmyndum. Ég stend í þakkarskuld við þá. Ég hef skundað niður til Parísar mörgum sinnum. í fyrsta skipti árið 1938, en aldrei dvalið lengi í einu. i gamla daga þótti Parísarvitjun meiriháttar ávinningur í lífinu. Nú orðið virðist mér, frá listrænu sjón- armiði að minnsta kosti, París og Skandinavía sama prestakallið, þótt auðvitað haldist ákveðin sérkenni. Kannski ber ekki meira á milli en duttlunga vindsins, hvort hann blæs yfir gras eða haf. Lítið þorp á ár- bakka, fjötrað í álög jökulsins, var einusinni miðpunktur alheims; en seinna stækkaði hann þumlung eftir þumlung og tók sér bólfestu á öðr- um stöðum. En lífshættan sem fylgir þessari viðleitni: að búa til góða mynd, fylgir allstaðar einsog skuggi." -EH. Svavar Guðnason; „Seinna feyktu viðsjálir vindar mér burt úr þessari æskuhöfn minni, Höfn á Hornafirði, til Reykjavíkur, Kaupmannahafnar, Parísar og annarra stórmerkilegra staða. Mynd Jim Smart. LEIKLIST Fröken Júlía Listahátíð í Reykjavík Kungliga dramatiska teatern t Þjóðleikhús- inu: Fröken Júlía eftir August Strindberg. Leikstjóri íngmar Bergman. Leikmynd og búningar Gunilla Palmstierna-Weiss. Tónlist Daniel Bell. Aðalhlutverk: Marie Göranzon, Peter Stormare, Gerthi Kulle. Ingmar Bergman er, eins og allir vita, einn af stórmeisturum heimsins á sviði leikstjórn- ar, hvort heldur sem er í kvikmyndum eða á leiksviði. Það er því stórviðburður í leiklist- arlífi landsins þegar hingað kemur slíkur meistari með sviðsetningu sína á öndvegis- verki eins höfuðsnillings gjörvallra leikbók- menntanna. Fröken Júlía eftir Strindberg er ákaflega samþjappað verk. Það gerist á einni nóttu, miðsumarnótt eða Jónsmessunótt, sem há- tíðleg er haldin víða í Skandinavíu. Persónur eru aðeins þrjár. Allur gerist leikurinn á sama stað, í eldhúsi á óðalssetri greifans, föð- ur Júlíu. í þessum þröngu skorðum tíma og rúms á sér stað árekstur persóna og átök sem eru mögnuð og margþætt. Átökin eiga sér fyrst og fremst stað á milli Júlíu greifadóttur og þjónsins Jean. Þau eru að flestu leyti ólík. Uppeldi, stétt, reynsla, kynferði, lífsviðhorf er ólíkt hjá þeim, en bæði eiga þau drauminn um frelsi og hamingju sem þau reyna að láta rætast eina ögurstund. En það sem skilur þau að og veldur átökum er sterkara. Bæling þeirra er meiri en svo að þau geti slitið sig úr þeim viðjum sem þau eru föst í. Þau eru bæði brotnar og ráðvilltar manneskjur og brot þeirra á samfélags- og siðferðisreglum leiðir aðeins til glötunar þeirra hvors með sínum hætti. Á bak við þau stendur Kristín, heil mann- eskja og óbrotin, sátt við það hlutskipti sem hún hefur hlotið í þessu lífi, trúandi á forsjá hins almáttuga guðs. Það þarf ekki að koma neinum á óvart að Bergman leggur megináherslu á að túlka til- finningar þeirra manneskja sem hér eiga hlut að máli. Fjölbreytileiki textans speglast kynngimagnaður í látbragði og framsögn leikaranna. Manneskjurnar afhjúpast smám saman í tilfinningaþrungnum átökum þar sem skiptast á skin og skúrir, uns brotnar hafa verið sundur brynjurnar sem umluktu innsta kjarna persónanna. í þessari framrás er mögnuð stígandi, öguð og ólgandi, tempr- uð en þó á ystu mörkum. Leikstjórnin er öld- ungis frábær, með skýrt markmið sem fylgt er eftir af öryggi og festu þess sem veit alger- lega hvað hann er að gera og veit hvað hann vill. Það þarf góða leikara til þess að standast slíkar kröfur leikstjóra. í þessari sýningu er hvert rúm skipað öndvegisleikurum. Leikur þeirra Marie Göranzon og Peter Stormare í hlutverkum Jeans og Júlíu er stórbrotinn. Þau spanna mjög víðan tilfinningaskala en tekst samt alltaf að halda utan um það sem þau eru að gera. Leikur þeirra er agaður og stílhreinn, samleikur þeirra óvæntur og fjöl- eftir Gunnlaug Ástgeirsson breyttur, öldungis frábær. Gerthi Kulle leikur Kristínu mjög sterkt og nær á hógværan hátt að skapa eftirminnilega andstæðu hinna tveggja. Leikmyndin er raunsæ og kyrrstæð, mest í gráum litum, stílhrein og látlaus umgerð hinna miklu átaka persónanna. Lýsingin var einnig mjög nákvæm og stundum notuð til að sýna blæbrigði tilfinninga persónanna á sviðinu. Tónlistin var ekki áberandi en var kannski fyrst og fremst til þess að kalla fram andrúmsloft Jónsmessunætur. Sýningu af þessum gæðaflokki fær maður ekki að upplifa nema örsjaldan og því miður alltof sjaldan í leikhúsum hér. En sýningar af þessu tagi minna mann ánægjulega á hvers leiklistin er megnug þegar best gengur, hvað hægt er að skapa á sviði ef unnið er af fyllstu hörku og leikstjóri og leikendur eru starfi sínu vaxnir og ná saman í sköpun h'eilsteypts listaverks. Listahátíð og stjórnendur hennar eiga skilið heiður og þökk fyrir að fá þessa sýningu hingað. HELGARPÓSTURINN 31

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.