Helgarpósturinn - 12.06.1986, Side 33
KVIKMYNDIR
eftir Ólaf Angantýsson
Andsovéskur
áróöur
Stjörnubíó: White Nights (Bjartar nœtur)
★★★
Bandarísk. Árgerd 1985.
Framleiðendur: Taylor Hackford og
William S. Gilmore.
Leikstjórn: Taylor Hackford.
Handrit: James Goldman og Eric Hughes
eftir sögu James Goldmar.
Kuikmyndun: Dauid Watkin.
Tónlist: Lionel Richie, Phil Collins, Michael
Colombier, Phil Ramone o.fl.
Dansarar: Twyla Tharp, Roland Petit o.fl.
Aðalhlutverk: Mikail Baryshnikov, Gregory
Hines, Jerzy Skolimowski, Helen Mirren,
Isabella Rossellini, Geraldine Page o.fl.
White Nights hefur allt frá því löngu fyrir
frumsýningu verið legið á hálsi fyrir að vera
hreinn pólitískur áróður. Sumir hverjir hafa
jafnvel tekið svo djúpt í árinni að fullyrða, að
hún sé í raun liður í sama fólskulega áróðurs-
stríði og því, sem háð er í myndinni. . . með
öfugum formerkjum þó.
Kvikmyndin fjallar um rússneskan ballett-
dansara, Nikolai Rodchenko að nafni. Hann
flúði vestur yfir járntjald átta árum áður, og
hefst sagan þar sem hann er á sýningar-
ferðalagi og er ferðinni heitið til Tókíó. Það
tekst þó ekki betur til en svo, að bilun verður
í rafkerfi flugvélarinnar, þannig að hún verð-
ur að nauðlenda á herflugvelli nokkrum . . .
innan landamæra Sovétríkjanna.
Nikolai slasast lítillega, en er við ,,heim-
Atriði úr Björtum nóttum. Isabella Rossellini og
Mikail Baryshnikov í hlutverkum sínum, en að
því hefur verið ýjað að atriði myndarinnar byggi
á lífshlaupi þessa fræga listdansara, sem flúði
vestur 1974.
komuná' tekinn höndum af KGB, því eins og
flestum mun núorðið kunnugt, er landflótti
talinn til alvarlegri glæpa þar eystra. Þegar á
fyrstu dögum fangelsisvistar sinnar kynn-
ist hann ungum Bandaríkjamanni, fyrrum
liðhlaupa úr Viet-Namstríðinu, sem KGB hef-
ur fengið til að leitast við að snúa Nikolai frá
villu síns vegar. Sá er einnig dansari að at-
vinnu, og er honum ætlað að fá kunningja
sinn til að dansa við Kirov-ballettinn í Len-
ingrad og jafnframt gefa út yfirlýsingu um að
hann hafi snúið aftur til Sovétríkjanna af fús-
um vilja, þreyttur á spillingu og hnignun
hinnar vestrænu menningarheildar. Nikolai
er þó engan veginn á þeim buxunum og
neytir hann því allra tiltækra ráða til að
komast aftur vestur yfir járntjald, þar sem
honum er unnt að stunda list sína án íhlutun-
ar stjórnvalda.
Taylor Hackford, sem er okkur að góðu
kunnur fyrir leikstjórn mynda á borð við
AgainstAII Odds, The Idolmaker ogAn Offi-
cer and a Gentleman, hefur hér tekist að
safna kringum sig einkar samstilltum hópi
afbragðs listamanna úr hinum ýmsu grein-
um listanna, og árangurinn er eftir því:
Myndin líður svo til hnökralaust hjá á tjald-
inu og þegar best lætur er hún í raun aldeilis
frábær. Slíkir hápunktar eru t.d. afburða-
leikur hins gamalreynda pólskættaða leik-
stjóra, Jerzy Skolimowski, í hlutverki KGB-
ofurstans Chaiko, svo og hin fjölmörgu og af-
burðavel útfærðu dansatriði Baryshnikovs,
að ógleymdri tónlist myndarinnar, sem er
með afbrigðum áheyrileg.
Vísindahyggja
pósitífismans
Bíóhöllin: Warning Sign (Hœttumerkið)
★★
Bandarísk. Árgerð 1985.
Framleiðandi: Jim Bloom.
Leikstjórn: Hal Barwood.
Handrit: Hal Barwood/ Matthew Robbins.
Kvikmyndun: Dean Cundey.
Aðalhlutverk: Sam Waterston, Kathleen
Quinlan, Yapphett Kotto, Jeffrey de Munn,
Richard Dysert o.fl.
Samkvæmt kennisetningum pósitífismans
eru vísindin hafin yfir dægurþras á borð við
pólitík og móralska afstöðu. Vísindamaður-
inn vinnur m.ö.o. að rannsóknum sínum um-
lukinn einskonar mórölsku tómarúmi, sem
heldur honum vendilega aðgreindum frá
þeim þjóðfélagslega raunveruleika, sem í
raun ætti að vera ein af meginforsendum
þessarar starfsemi hans. Rökhyggja pósitíf-
ismans einskorðast s.s. einvörðungu við það
viðfangsefni er unnið er að hverju sinni;
hvort heldur um er að ræða rannsóknir á
sviði skammtaeðlisfræði, kjarneðlisfræði
eða erfðafræði er viðlagið alltaf hið sama:
Hin göfuga vísindahyggja pósitífismans er
hafin yfir það að taka móralska afstöðu til
viðfangsefnisins . . . vísindi eru vísindi, póli-
tík er pólitík . . . og síðan halda hinir „göf-
ugu“ boðberar hinnar pósitífu vísinda-
hyggju áfram uppbyggingu og lagningu
hornsteina hins nýja þjóðskipulags framtíð-
arinnar, án þess að nokkrum komi til hugar
að gera þá kröfu til þeirra, að þeir staldri við
um stund og velti fyrir sér hvort það sé í raun
í þágu alls mannkyns sem þeir vinna.
I Warning Sign er greint frá starfsemi fyrir-
tækisins Bio-Tek, sem starfrækt er í einkar
friðsælu iandbúnaðarhéraði í Utah-fylki í
Bandaríkjunum. íbúar þessa héraðs hafa
fengið þær upplýsingar að fyrirtækið vinni
að rannsóknum í jurtaerfðafræði, sem
tryggja eigi bændum betri uppskeru í fram-
tíðinni. í raun er fyrirtækið þó dulbúin rann-
sóknastöð fyrir þróun efna- og sýklavopna, í
trássi við alþjóðlega samþykkt frá árinu 1972
um bann við áframhaldandi þróun slíkra
vopna.
Kvikmyndin er einkar raunsönn lýsing á
því hvað gæti gerst ef framleiðsluferlið færi
af einhverjum ástæðum úr skorðum. Hún er
sómasamlega gerð tæknilega og þó svo að
full mikilla áhrifa æsifréttamennsku síðustu
áratuga gæti í meðferð efnisins, þá er hún
okkur engu að síður þörf ábending um eðli
þess þjóðskipulags er við höfum byggt upp í
skugga pósitífismans.
POPP
Gleöilega Listapopphátíö
Hver svo sem eftirmæli Listahátíðar í
Reykjavík árið 1986 verða er það eitt víst að
aðdáendur dægurtónlistar minnast hennar
með hlýhug. Aldrei fyrr í sögu hátíðarinnar
hefur jafnmikil áhersla verið lögð á poppið.
Aldrei fyrr í sögu þjóðarinnar hefur verið
efnt til jafn spennandi popptónleika og verða
haldnir dagana sextánda og sautjánda júní
næstkomandi. Vonandi gengur dæmið þó
það vel upp að hægt verði að endurtaka leik-
inn að tveimur árum liðnum og gera þá
popphátíð Listahátíðar jafnvel enn girnilegri
en nú í ár.
Tæpast trúi ég því að nokkur sem les þess-
ar línur sé ekki búinn að kynna sér dagskrá
Listapopps ’86 eins og popphátíðin mikla er
kölluð. Til upprifjunar skal það þó nefnt að
hingað koma fjórar breskar hljómsveitir:
Madness, Simply Red, Lloyd Cole And The
Commotions og Fine Young Cannibals. ís-
lenskt popp kemur einnig við sögu. Við fáum
að heyra í Grafík, Rikshaw, Greifunum og
Bjarna Tryggvasyni sem er að senda frá sér
sína fyrstu hljómplötu þessa dagana. Allur
þessi mannskapur ætlar að halda uppi sam-
tals tíu klukkustunda langri dagskrá í Laug-
ardalshöllinni á tveimur kvöldum. Fyrir
þessa veislu þarf að greiða aðeins sextán
hundruð krónur.
Þó svo að Madness sé elst og reyndust
hljómsveitanna sjö sem koma fram er hún þó
aðeins átta ára gömul. Á stuttum ferli sínum
hefur Madness þó tekist að koma hátt á ann-
an tug laga hátt á breska vinsældalistann.
Aðalsmerki hljómsveitarinnar frá upphafi og
til skamms tíma hefur verið aulahúmor á
plötum, myndböndum og á hljómleikum.
Síðustu tvær LP plöturnar hafa reyndar þótt
dálítið alvarlegri en þær fyrri. Þeir sem gerst
þekkja til lofa því þó að liðsmenn Madness
séu alveg jafn truflaðir á sviði og áður var.
Vissulega hefði manni þótt mikill fengur í
að fá Madness eina í heimsókn á Listahátíð
'86. En þær þrjár sem einnig koma til lands-
ins í tilefni hátíðarinnar eru ekki síður for-
vitnilegar en Madness. Þær eiga það sameig-
inlegt allar þrjár að vera tiltölulega ný nöfn
í poppheiminum. Tvær komu fram á síðasta
ári — Fine Young Cannibals og Simply Red.
—■ Sú þriðja, Lloyd Cole And The Commo-
tions á sér þriggja ára sögu en sló ekki al-
mennilega í gegn fyrr en í fyrra með plöt-
unni Easy Pieces í fyrra. Eg held að tilgangur
Listahátíðar sé í aðra röndina sá að kynna
fyrir okkur unga og upprennandi listamenn.
Stórstjörnurnar eru rándýrar og það hefur
margoft sannast að þó svo að þær vilji koma
í heimsókn og nægilegt fé sé fyrir hendi til að
greiða þeim það sem upp er sett þá eigum
við ekki nógu stórt hljómleikahús til að
koma þeim fyrir. Þegar David Bowie var til
að mynda reiðubúinn að halda hér tón-
leika á vegum einkaaðila sumarið 1983 kom
í ljós að lofthæð Laugardalshallarinnar var
ekki næg fyrir sviðsmynd stjörnunnar.
Lloyd Cole og félagar, FYC og Simply Red
eru því sannarlega aufúsugestir þótt ekki
hafi þessar hljómsveitir enn verið færðar á
stjörnustall. Þær eiga áreiðanlega eftir að
komast þangað.
íslensku hljómsveitirnar eru þær vinsæl-
ustu af yngri kynslóð poppara um þessar
mundir. Sá orðrómur var kominn á kreik að
Grafík væri hætt. Það verður greinilega af-
sannað á Listapoppi ’86. Rikshaw kom sér
eftirminnilega á kortið með fjögurra laga
plötu sinni fyrir síðustu jól og Greifarnir, sig-
urvegarar Músíktilrauna í ár, eru vaxandi
hljómsveit. Það verður tilbreyting að sjá
Greifana og heyra án þess að þeir séu í beinni
sjónvarps- eða hljóðvarpsútsendingu!
Oþekkta stærðin á Listapoppinu er Bjarni
Tryggvason. Tæpast væri honum teflt fram ef
þar færi ekki upprennandi tónlistarmaður.
Dægurtónlist hefur ekki verið gert sérlega
hátt undir höfði á Listahátíð í Reykjavík. Og
þó. Ekki má vanþakka það sem gert hefur
verið. Á fyrstu hátíðinni árið 1970 hélt Led
Zeppelin til að mynda tónleika sem gleymast
seint þeim sem sáu og heyrðu. Hljómsveitin
hafði enn ekki náð þeirri gífurlegu frægð
sem síðar átti eftir að koma en frá stofnun og
fram undir miðjan áttunda áratuginn var
hún á hátindinum músíklega séð. Næsta
hljómsveit kom á hátíðina 1978. Smokie
nefndist hún og var um það bil að líða undir
lok er hún lék hér. Hún er nú flestum
gleymd. Tveimur árum síðar fengum við
rokkhljómsveitina Clash í heimsókn. Því
miður fór leikur hennar fyrir ofan garð og
neðan hjá tónleikagestum vegna ótrúlegs
hávaða sem söngkerfi sveitarinnar bar eng-
an veginn. Um þetta leyti var Clash að verða
stórnafn úti í heimi. London Calling var kom-
in út og stórvirkið Sandinista á næstu grös-
um.
Árið 1982 hélt hljómsveitin Human Lea-
gue tvenna hljómleika á Listahátíð í Reykja-
vík. Hún var þá á hátindi ferils síns og átti
lagið í efsta sæti bandarískra vinsældalista
vikuna sem hún sótti okkur heim. Poppið
varð útundan á hátíðinni '84 og nú skal bætt
úr því svo að um munar.
Um það eru skiptar skoðanir hvort dægur-
tónlist flokkist sem list og þar af leiðandi
hvort hún eigi heima á listahátiðum. Til eru
svo sjálfumglaðir menn að þeir telja sig geta
ákveðið fyrir aðra hvað skuli fá liststimpilinn
og hvað ekki. Þeir hafa allt á hornum sér um
innflutning erlendrar rokktónlistar. Sem bet-
ur fer virðist skynsamt fólk ráða ferðinni hjá
Listahátíð í Reykjavík að þessu sinni. Fólk
sem virðist gera sér grein fyrir því að það
þarf ekki alltaf að vera samasemmerki á
milli listar og snobbs. Fjölmennum í Höllina
sextánda og sautjánda júní næstkomandi.
HELGARPÓSTURINN 33