Helgarpósturinn - 12.06.1986, Page 36

Helgarpósturinn - 12.06.1986, Page 36
ÁÐUR VORU ÞAÐ RAGNAR í SMÁRA OG KRISTINN E. ANDRÉSSON Hann er rithöfundur, kvikmynda- leikstjóri, varaformadur Bandalags íslenskra listamanna, formaður framkvœmdastjórnar Listahátíðar I Reykjavík, stjórnarmaður í Kvik- myndasjóði, formaður Sambands kvikmyndaframleiðenda, deildar- stjóri innlendrar dagskrárgerðar á sjónvarpinu, sérlegur starfsmaður afmœlishátíðar í Reykjavík, einka- vinur Davíðs Oddssonar og að lík- indum upphafsmaður að frœgri kosningastuðningsyfirlýsingu við hann. Parf að spyrja — náttúrlega er þetta Hrafn Gunnlaugsson, mest- ur valdamaður í íslensku menning- arlífi um langt skeið. „Munstrið ruglast og maður er ekki lengur gott skáld." Þessi orð hefur Morgunblaðið eftir Þórarni Eldjárn, einum af níu listamönnum sem skrifuðu undir fræga stuðnings- yfirlýsingu við Davíð Oddsson borg- arstjóra fyrir nýafstaðnar kosningar. Þórarinn sagði að margir hefðu haft samband við sig vegna yfirlýsingar- innar, hann og fleiri úr hópi níu- menninganna hefðu orðið varir við að yfir þeim væri eins konar eignar- réttur, sem rekja mætti til gamalla hugmynda stjórnmálamanna um listamenn sem „okkar menn" og „hiná'. Pólitík væri sett fremst og um hana spurt fyrst af öllu, það væri miklu minni áhugi á því hvað menn væru í rauninni að gera, hvað þeir væru til dæmis að skrifa. Náttúrlega hefur Þórarinn margt til síns máls. Listamenn á íslandi hafa löngum mátt þola nokkurs konar eignarhald og ábúð pólitískra afla — það átti ekki síst við á þeim árum þegar menn skipuðu sér í ein- strengingslegar fylkingar með ell- egar á móti kommúnismanum, á þeim árum þegar Kristinn E. Andr- ésson var hérumbil einvalda menn- ingarpostuli á vinstri væng stjórn- málanna en á þeim hægri mestur áhrifamaður Ragnar Jónsson í Smára. Milli hægri og vinstri fylk- inganna voru eilífar væringar og flokkadrættir, en síðasta áratuginn eða svo hefur verið friðsamlegra í þessum herbúðum; líklega kveikir pólitíkin ekki jafn heiftúðlega í mönnum og áður gerðist og mestir stórvaldamenn menningarinnar hafa safnast til feðra sinna og engir fyllt í skörðin. ÁBERANDI — FJARVERUNNAR VEGNA Á téðum Davíðslista þótti eitt nafn vera áberandi, ekki vegna þess að það var á listanum, heldur vegna þess að það var ekki á listanum. Þarna voru Atli Heimir Sveinsson, Egill Eðvarðsson, Friðrik Þór Frið- riksson, Gunnar Þórðarson, Kjartan Ragnarsson, Sigurður Pálsson, Steinunn Sigurðardóttir, Þórarinn Eldjárn og Þorsteinn Gunnarsson, sem skrifuðu undir slagorðið við kjósum „menn en ekki flokka", en hvar — sú spurning vaknaði óhjá- kvæmilega — er Hrafn Gunnlaugs- son, samstarfsmaður Davíðs Odds- sonar og mestur stuðningsmaður hans úr hópi listamanna? Svarið lá reyndar í augum uppi; það þurfti ekki annað en fletta fram um eina síðu í Morgunblaðinu og þar blasti það við — lítill greinarstúf- ur undir fyrirsögninni „Davíð þarf á atkvæðum okkar allra að halda" og eftir Hrafn Gunnlaugsson. Samt kom það mörgum spánskt fyrir sjónir að Hrafn skyldi ekki fylla flokk níumenninganna. Það er nátt- úrlega alkunna að Hrafn og Davíð eru nánir vinir og samstarsmenn og það er ekkert leyndarmál heldur að flestir þeir sem rituðu nöfn sín á „umskiptingalistann", einsog hann er kallaður, eru líka vinir og sam- starfsmenn Hrafns. Því lögðu menn saman tvo og tvo og þótti enginn vafi leika á því að listinn hefði verið saman settur og birtur að undirlagi Hrafns Gunnlaugssonar, sem af ein- hverjum ástæðum kaus þó að rita ekki nafn sitt á hann. Reyndar hefur Helgarpósturinn ábyggilegar heim- ildir fyrir því, frá listamönnum sem höfnuðu boði hans um að rita undir stuðningsyfirlýsinguna, að það var Hrafn og enginn annar sem safnaði liði á listann. MENNINGARPÓLITÍSKUR LISTI Vitaskuld þykir Helgarpóstinum lítið varið í að taka undir heiftarleg viðbrögð margra vinstri manna við umræddri stuðningsyfirlýsingu — listamenn hljóta að hafa rétt til þess að hampa hverri skoðun sem þeim sýnist og eru ekkert betri eða verri fyrir vikið. En hitt er ekki alveg ófróðlegt að huga eilítið að þeirri menningarpólitík sem lesa má úr listanum, völdum og umsvifum Hrafns Gunnlaugssonar og „hans manna" í íslensku menningarlífi. Egill Eðvarðsson, kvikmynda- gerðarmaður og annar eigandi Hugmyndar, mikils veldis í auglýs- ingaiðnaðinum, og Gunnar Þórðar- son tónlistarmaður hafa átt mikið saman við Hrafn að sælda síðustu árin. Gunnar Þórðarson hefur sam- ið tónlist við flestar hreyfimyndir og sjónvarpsleikrit Hrafns, hann var fenginn til að útsetja lög og stjórna hljómsveit í íslensku Eurovision- keppninni og síðan útsetti hann einnig Gleðibanka Magnúsar Eiríks- sonar og stjórnaði flutningi hans í söngvakeppninni í Björgvin. Hrafn og Egill Eðvarðsson störfuðu saman í sjónvarpinu hér í eina tíð þegar Hrafn var leiklistarráðunautur og Egill dagskrárgerðarmaður. Að áliti Hrafns — og líklega miklu fleiri — er Egill með færustu sjónvarpsmönn- um á landinu, enda hefur Hrafn beitt sér fyrir því að Egill hefur feng- ið viðamikil verkefni hjá sjónvarp- inu. í fyrra tók Egill á síðustu stundu við stjórn áramótaskaupsins og þeg- ar ljóst var að íslendingar myndu taka þátt í Eurovision var hann feng- inn til að stýra þeim herleiðangri, bæði söngvakeppninni hér heima og hópnum sem að því loknu hélt á vit stórra sigra í Noregi. Friðrik Þór Friðriksson er kvik- myndagerðarmaður sem hefur átt heldur erfitt uppdráttar, gert myndir sem hafa hlotið litla aðsókn og mik- ið tap. Lengst af hefur hann ekki hlotið náð fyrir augum ráðamanna sjónvarpsins og ekki heldur þeirra sem hafa haft vald til fjárveitinga hjá kvikmyndasjóði. Eitthvað hefur hagur Friðriks vænkast upp á síð- kastið og nú er hann loks farinn að fá þau tækifæri sem hann vissulega verðskuldar; hann hefur stjórnað samsetningu Skonrokksmynda hjá sjónvarpinu, hann fékk fimm millj- óna styrk úr kvikmyndasjóði til að gera bíómyndina Skytturnar — og svo var hann líka í dómnefnd í sam- keppni Reykjavíkurborgar og sjón- varpsins um Reykjavikurlag. GAMLIR SKÓLAFÉLAGAR Undir stuðningsyfirlýsinguna rit- uðu líka þrír gamlir skólafélagar Hrafns úr Menntaskólanum í Reykjavík. Einsog alþjóð veit stóð Þórarinn Eldjárn ásamt Hrafni og Davíð Oddssyni að því geysivinsæla útvarpi Matthildi, þar sem meðal annars mátti heyra brandarann: „Næst á dagskrá eru fréttir. Lesarar eru annar hver starfsmaður út- varpsins og makar þeirra...“ Stein- unn Sigurðardóttir, rithöfundur og vön útvarps- og sjónvarpskona, er líka skólafélagi Hrafns, sem og Sig- urður Pálsson, formaður Rithöf- undasambandsins. Nú standa yfir upptökur í sjónvarpinu á Húsinu á hæðinni eða hring eftir hring, sem Sigurður skrifaði og var sett upp á Herranótt Menntaskólans í Reykja- vík í vetur. Kona Sigurðar er Kristín Jóhannesdóttir kvikmyndagerðar- maður sem situr ásamt Hrafni í stjórn Listahátíðar og einnig í stjórn félags sem nefnist Samband Kvik- myndaframleiðenda. Leikfélagsmenn eru náttúrlega heldur ánægðir með Davíð borgar- stjóra, enda hillir loks undir flutn- inga úr gamla Iðnó yfir í nýja Borg- arleikhúsið. Annar arkitekt Borgar- leikhússins, Þorsteinn Gunnarsson leikari og fyrrum leikhússtjóri, er enda á stuðningslistanum. Þar er einnig Kjartan Ragnarsson, rithöf- undur og leikari, varaformaður Leikfélagsins til skamms tíma. Hann og Hrafn Gunnlaugsson hafa báðir mikilvægu hlutverki að gegna í há- tíðahöldunum í tilefni af afmæli Reykjavíkurborgar síðar í sumar. Atla Heimi Sveinsson tónskáld er líka hægt að kalla Leikfélagsmann með nokkrum sanni, því hann samdi tónlistina við Land míns föð- ur, kassastykki Kjartans Ragnars- sonar sem Leikfélagið sýndi í vetur. Fjórði Leikfélagsmaðurinn, Stefán Baldursson leikhússtjóri, er ekki á listanum en situr ásamt Hrafni í stjórn Listahátíðar. YFIRMAÐUR INNLENDRAR DAGSKRÁRGERÐAR Aðalstarf Hrafns Gunnlaugssonar um þessar mundir er hjá sjónvarp- inu. Þar er hann yfirmaður inn- lendrar dagskrárgerðar, starf sem varð til þegar breytingar urðu á deildaskipan sjónvarpsins í fyrra. í starfinu felst að Hrafn er nær ein- ráður um íslenskt efni sem sýnt er í sjónvarpinu, að undanskildum frétt- um og efni sem tengist fréttum. Ekki fremur en endranær hefur Hrafn siglt lygnan sjó síðan hann tók að fullu við embætti sínu hjá sjónvarp- inu um jólin. Hann hefur gert gagn- gerar breytingar á dagskrá sjón- varpsins, tekið upp nýmæli á borð við þættina Á líðandi stundu, fjölg- að popp- og unglingaþáttum til muna, að ógleymdri þátttöku sjón- varpsins í Söngvakeppni sjónvarps- stöðva, sem fyrst og fremst mun runnin undan rifjum hans og Mark- úsar Arnar Antonssonar útvarps- stjóra. Sú gagnrýni kom fram snemma á árinu að Hrafn væri að sóa óhóflega úr sjóðum sjónvarps- ins, peningarnir yrðu einfaldlega á þrotum þegar liði fram á sumar og haust. Það kann að vera eitthvað til í þessu, en hitt verður ekki af Hrafni skafið að hann hefur eflt íslenska dagskrárgerð til muna. Af öðrum toga er ámæli sem dagskrárstjórinn Hrafn hefur líka legið undir — að hann hafi í óeðlilega miklum mæli látið félaga sína og sjálfan sig njóta þeirrar lykilaðstöðu sem hann hefur á sjónvarpinu. Það er til dæmis óhagganleg staðreynd að á þessu ári hafa verið endursýnd þrjú sjón- varpsleikrit eftir Hrafn Gunnlaugs- son; Keramik og Vandarhögg, bæði gerð eftir handritum Jökuls Jakobs- sonar, og Silfurtúnglið, ný og breytt útgáfa á leikriti Halldórs Laxness. Egill Eðvarðsson var upptökustjóri í Silfurtúnglinu, hann stjórnaði líka Áramótaskaupi sjónvarpsins og Söngvakeppninni, auk þess sem ýmsir þættir sem Egill stjórnaði á árum sínum hjá sjónvarpinu hafa verið endursýndir á þessu ári. Af leikritagerð hjá sjónvarpinu er það að segja að um þessar mundir munu tvö sjónvarpsleikrit vera í vinnslu — eitt eftir Sigurð Pálsson, einsog áður sagði, og annað sem Kristín Jóhann- esdóttir gerir eftir handriti Nínu Bjarkar Arnadóttur. Því má heldur ekki gleyma að Listahátíð hefur hlotið óvenju mikla og glæsilega umfjöllun í sjónvarpinu, en Hrafn er náttúrlega mestur höfuðbóndi á þeim bæ. 36 HELGARPÓSTURINN eftir Egil Heigason myndir Jim Smartl

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.