Helgarpósturinn - 12.06.1986, Blaðsíða 37

Helgarpósturinn - 12.06.1986, Blaðsíða 37
KVIKMYNDAFRÖMUÐURINN Áður en Hrafn Gunnlaugsson tók við starfi sínu hjá sjónvarpinu var fyrst og fremst litið á hann sem kvik- myndagerðarmann — höfund ágætra mynda á borð við Óðal feðr- anna og Hrafninn flýgur, að því ógleymdu að Hrafn hefur líklega stýrt fleiri leiknum myndum í sjón- varpi en nokkur annar íslendingur. Síðasta verkefni Hrafns á þessu sviði var unnið á vegum frænda okkar Svía — sjónvarpsmyndin Böðullinn og skækjan. Reyndar fjár- mögnuðu Svíar Hrafninn flýgur einnig að hluta til. Hrafn lýsti því reyndar yfir fyrir nokkru að hann hygðist taka sér frí frá kvikmynda- gerð í nokkurn tíma, enda starfið hjá sjónvarpinu erilsamt. En hann hefur síður en svo hætt afskiptum af kvikmyndagerð, því hann situr í stjórn Kvikmyndasjóðs ásamt Knúti Hallssyni, Sigurði Guðmundssyni, Sigurði Sverri Pálssyni og Kristínu Jóhannesdóttur. Þar situr Hrafn í krafti þess að vera formaður í áður- nefndu Sambandi kvikmyndafram- leiðenda, félagsskap sem að sögn ríkir talsverð deyfð yfir. Það mun ekki síst hafa verið fyrir tilstuðlan Hrafns að Guðbrandur Gíslason blaðamaður var ráðinn fyrsti starfs- maður Kvikmyndasjóðs í vetur. Guðbrandur sat einnig í dómnefnd í smásagnakeppni Listahátíðar. Eftir nokkra töf greiddi svo Kvikmynda- sjóður út styrki í vor, þar á meðal fimm milljónir til Friðriks Þórs Frið- rikssonar og tvær milljónir til kvik- myndafyrirtækisins F.I.L.M. Það var styrkur til að undirbúa gerð hreyfi- myndarinnar Tristan og ísold undir leikstjórn Hrafns Gunnlaugssonar. Auk þess að styrkja kvikmyndagerð hér á landi er það líka í verkahring Kvikmyndasjóðs að veita styrki til að kynna íslenskar myndir erlendis; til þess verkefnis hefur sjóðurinn tvær milljónir til ráðstöfunar en út- hlutun hefur ekki ennþá farið fram. FORMAÐUR STJÓRNAR LISTAHÁTÍÐAR Formaður svokallaðs fulltrúaráðs Listahátíðar í Reykjavík er Davíð Oddsson borgarstjóri, en varafor- maður Sverrir Hermannsson menntamálaráðherra. Undir full- trúaráðinu situr svo hin eiginlega framkvæmdastjórn hátíðarinnar; hana skipa þrír fulltrúar Iistamanna, að þessu sinni þau Birgir Sigurðsson rithöfundur, Kristín Jóhannesdóttir leikstjóri og Stefán Baldursson leik- hússtjóri. Að auki sitja í fram- kvæmdastjórninni tveir stjórnskip- aðir fulltrúar, einn frá Reykjavíkur- borg og einn frá menntamálaráðu- neytinu. Fulltrúi menntamálaráðu- neytisins er Kristinn Hallsson söngvari en fulltrúi borgarinnar og formaður framkvæmdastjórnar er Hrafn Gunnlaugsson. Það er hlut- verk framkvæmdastjórnar að móta Listahátíð og ákveða hvað verður á „MUNSTRIÐ RUGLAST OG MAÐUR ER EKKI LENGUR GOTT SKALD" LISTAMENNIRNIR Við kjósum menn en ekki fiokka. Við kjósum menn aó verðleikum. Viðætlumaðkjósa DAVfÐ ODDSSQN borgarstjóra i Reykjavík. Atti Htimir SvHnsson. Ctmwkrí’ariat’jtw, Auglýsingin i Morgunblaðinu föstudag- inn 30. maí, daginn fyrir kjördag. Egill Eðvarðsson; Eurovision-stjórnandi og gamall kollegi úr sjónvarpinu. Atli Heimir Sveinsson — „mér finnst fólk ganga býsna langt í því að láta flokka skammta sér óhaefa menn og halda samt tryggð við þá." Friðrik Þór Friðriksson; loksins komu peningar til að gera leikna bíómynd. Gunnar Þórðarson; semur tónlist við flestar myndir Hrafns, þar á meðal Reykjavikurmyndina ófrumsýndu. Kjartan Ragnarsson; þeir Hrafn bera hit- ann og þungann af Árnarhólshátiðinni. Sigurður Rálsson; gamall félagi úr bar- áttunni og formaður Rithöfundasam- bandsins. Steinunn Sigurðardóttir; skólafélagi, rithöfundur, útvarps- og sjónvarps- maöur. Þórarinn Eldjárn; Matthildingur. Þorsteinn Gunnarsson; arkitekt Borgar- leikhússins. boðstólum, en síðan ræður hún sér framkvæmdastjóra til að sjá um hinn daglega rekstur — í þessu til- viki Salvöru Nordal. Hrafn ætti reyndar að vera öllum hnútum kunnugur á Listahátíð, því *hann var framkvæmdastjóri hátið- anna árin 1976 og 1978. Hann þykir enda hafa verið býsna aðsópsmikill og einráður í stjórninni; það mun til dæmis hafa verið að eindregnu frumkvæði hans að umdeildir samningar voru gerðir við Ólaf Laufdal veitingamann um að djass- hljómleikar Listahátíðar skyldu haldnir í Broadway en ekki í hinum virðulegri og hljóðlátari hljómleika- sölum. í þeim samningi var iíka ákveðið að svokallaður Klúbbur Listahátíðar skyldi verða í leiguhús- næði Ólafs á Hótel Borg, en þegar þetta er ritað virðist sá klúbbur vera að fara út um þúfur með lítilli reisn, enda hafa ekki fengist fyrir honum tilskilin leyfi hjá stjórnvöldum. Stefna þessarar Listahátíðar, undir stjórn Hrafns Gunnlaugssonar, var að hafa færri og líklega betri atriði á boðstólum — hátíðin stendur enn- þá yfir og dómur um það hvernig til tókst hlýtur að bíða betri tíma. STARFSMAÐUR AFMÆLIS- HÁTÍÐARNEFNDAR Það hefur víst ekki farið framhjá neinum að höfuðborgin okkar, Reykjavík, á afmæli á þessu ári og í tilefni af því er boðið til gríðarlegrar afmælishátíðar. Fulltrúa í afmælis- nefndinni eiga allir borgarstjórnar- flokkarnir í hlutfalli við fylgi — nema Kvennalistinn sem sagði sig úr nefndinni þegar konum þótti sýnt að kostnaðurinn við hátíðina yrði óhóflegur. Formaður afmælis- nefndarinnar er náttúrleg Davíð Oddsson borgarstjóri. Undir móður- nefndinni starfa ýmsar nefndir sem eiga að sinna afmörkuðum verkefn- um á afmælisárinu og var ein þeirra svokölluð Arnarhólsnefnd sem átti að sjá um framkvæmd útihátíðar- innar í miðbænum sjálft afmælis- kvöldið, 18. ágúst. í þessari nefnd áttu sæti María Jóhanna Lárusdótt- ir, Kjartan Ragnarsson og Hrafn Gunnlaugsson. Þegar Kvennalista- konan María Jóhanna hvarf á braut var afráðið að Hrafn og Kjartan skyldu ráðnir starfsmenn sjálfrar af- mælisnefndarinnar og er það eftir sem áður í þeirra verkahring að sjá um áðurnefnda skemmtun sem að sögn verður af óþekktri íslenskri stærðargráðu með margvísiegum hljóðfæraslætti á mörgum pöllum, ræðuhöldum borgarstjóra, blysför- um, flugeldasýningum og leysi- geislasjói. En það eru sumsé þeir Hrafn og Kjartan, í samráði við póli- tíkusa, sem ákveða hvaða listamenn komast á pall á þessum mikla tíma- degi í sögu Reykjavikur. En þá er þáttur Hrafns Gunnlaugs- sonar á afmælishátíðinni reyndar ekki allur upp talinn, því á þessu ári verður líklega frumsýnd kvikmynd sem hann gerði í fyrra — sjálf af- mælismyndin sem höfuðborgin kostaði hann til að gera í tilefni tímamótanna. Sú heitir Reykjavík, Reykjavík, en tónlistina gerði Gunn- ar Þórðarson. Formaður Bandalags íslenskra listamanna er Birgir Sigurðsson leikritahöfundur. Hann situr í stjórn Listahátíðar, eins og áður var sagt, og hefur þar gegnt starfi blaðafull- trúa framkvæmdastjórnar. Banda- lag íslenskra listamanna á reyndar annan fulltrúa í framkvæmdastjórn Listahátiðar, nefnilega varafor- mann þessara mætu samtaka — Hrafn Gunnlaugsson, sem þar er fulltrúi kvikmyndagerðarmanna. VÖLD í SKJÓLl DAVÍÐS Við treystum okkur ekki til að full- yrða að hér höfum við gert ein- hverja endanlega og óyggjandi út- tekt á völdum og áhrifum Hrafns Gunnlaugssonar í íslensku menn- ingarlífi. Víða liggja leyniþræðir, áhrifin geta jú verið margvísleg og í litlu þjóðfélagi eins og okkar geta til dæmis ættar- og vinatengsi skipt sköpum. Við bentum til dæmis á það áðan að einn mestur vinur og samherji Hrafns er Sigurður Páls- son, formaður Rithöfundasam- bandsins. Sé vikið að ættartengslum má hafa hugfast að mágur Hrafns er Egill Ólafsson Stuðmaður, ein meg- indriffjöðrin í því mikla veldi sem Stuðmenn eru í íslensku menning- ar- og skemmtanalífi. Stuðmenn báru hitann og þungann af áramóta- dansleiknum sem Hrafn stóð fyrir í sjónvarpinu — og náttúrlega engin ástæða til að fetta fingur út í það þótt slíkir skemmtikóngar séu sem oftast og mest í stofum landsmanna. Eins og sakir standa má fullyrða að Hrafn þiggi mest sín áhrif frá skólabróðurnum Davíð Oddssyni borgarstjóra — í flimtingum hefur Hrafn jafnvel verið kallaður skemmtanastjóri Davíðs. Það er í skjóli Davíðs sem Hrafn er stjórnar- formaður Listahátíðar og það er í skjóli Davíðs sem hann gerir Reykjavíkurmynd og stjórnar há- tíðahöldum á Arnarhóli. Og það er Markús Örn Antonsson útvarps- stjóri, flokksbróðir Davíðs og fyrr- um forseti borgarstjórnar, sem skip- ar Hrafn dagskrárstjóra á sjónvarp- inu með samþykki útvarpsráðs þar sem sjálfstæðismenn hafa töglin og hagldirnar. Að lokum skulum við undirstrika að þessi grein fjallar um völd og áhrif Hrafns Gunnlaugssonar í ís- lensku menningarlífi, ekki um hæfni hans eða hæfileika. Hrafn er atorkusamur og harðduglegur ung- ur maður og eftir hann liggja mörg góð dagsverk — aðrir verða því að leggja mat á það hvort hann rís und- ir þeim miklu völdum sem hann hef- ur. En altént má ljóst vera að samlík- ingin við þá mótingjana Kristin E. Andrésson og Ragnar í Smára er frá- leitt út í hött... HELGARPÓSTURINN 37

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.