Helgarpósturinn - 12.06.1986, Qupperneq 38
HELGARDAGSKRAVEIFAN
eftir Sigfinn Schiöth
Föstudagur 13. júní
17.15 Á döfinni.
17.25 Krakkarnir í hverfinu.
17.50 Vestur-Þýskaland — Danmörk.
Bein útsending frá HM í knatt-
spyrnu.
19.50 Fréttaágrip á táknmáli.
20.00 Fréttir og veður
20.40 Listahátíð í Reykjavík 1986.
20.50 Rokkveita ríkisins — Endursýn-
ing Celcíus.
21.15 Sá gamli. Siegfried Lowitz.
22.15 Seinni fréttir.
22.20 Blekkingavefur ★★ Bandarísk bíó-
mynd frá 1960. Leikstjóri David Miller.
Aðalhlutverk: Doris Day, Rex Harri-
son, John Gavin og Myrna Loy.
Ungri konu er hótað dauða og oftar en
einu sinni bjargast hún naumlega úr
lífsháska. Skelfing konunnar magnast
stöðugt en flestir daufheyrast við
kvörtunum hennar.
00.20 Dagskrárlok.
Laugardagur 14. júní
16.00 Listahátíð í Reykjavík '86
Bein útsending frá tónleikum
í Háskólabíói.
17.00 Brasilía — Norður— írland. Bein
útsending frá HM í knattspyrnu.
18.45 Iþróttir. RG.A. - meistaramótið ígólfi
á Wentworthvelli.
19.25 Búrabyggð.
19.50 Fréttaágrip á táknmáli.
20.00 Fréttir og veður.
20.35 Listahátíð í Reykjavík 1986.
20.45 Listahátíðarsmellir. Kynntar verða
þær erlendu hljómsveitir sem leika á
popptónleikum Listahátíðar í Laugar-
dalshöll 16. og 17. júní.
21.30 Fyrirmyndafaðir.
21.55 Kassöndrubrúin ★★★
Bresk/þýsk/ítölsk bíómynd frá 1976.
Leikstjóri George Cosmatos.
Aðalhlutverk: Sophia Loren, Richard
Harris, Ava Gardner og Burt Lancaster.
Spellvirki ber með sér banvænan sýkil
eftir innbrot í rannsóknarstofu á veg-
um Bandaríkjahers í Genf. Hann
kemst í lest á leið til Stokkhólms og
stofnar með því lífi allra farþeganna í
hættu.
00.10 Dagskrárlok.
Sunnudagur 15. júní
17.15 Sunnudagshugvekja.
17.25 Andrés, Mikki og félagar frá Walt
Disney.
17.50 HM í knattspyrnu — 16 liða úrslit.
Bein útsending.
19.50 Fréttaágrip á táknmáli.
20.00 Fréttir og veður.
20.40 Sjónvarp næstu viku.
20.50 Lífið er saltfiskur — Baráttan um
markaöina. íslensk heimildarmynd frá
1984, gerð í tilefni af 50 ára afmæli
Sölusambands íslenskra fiskframleið-
enda.
22.00 Aftur til Edens. Nýr flokkur. Ástr-
alskur framhaldsmyndaflokkur í sex
þáttum. Leikstjóri Karen Arthur. Aðal-
hlutverk: Rebecca Gilling, Wendy
Hughes og James Reyne.
Lukkuriddari einn krækir sér í ríkt
kvonfang, en hefur jafnframt auga-
stað á vinkonu hennar. Markmið hans
er að losa sig við eiginkonuna hið
fyrsta en halda auði hennar.
22.45 HM í knattspyrnu — 16 liða úrslit.
00.30 Dagskrárlok.
©
Fimmtudagur 12. júní
07.00 Veðurfregnir. Fréttir. Bæn.
07.15 Morgunvakt.
08.30 Fréttir á ensku.
09.05 Morgunstund barnanna.
10.30 Ég man þá tíð.
11.03 Samhljómur.
12.20 Fréttir.
13.30 í dagsins önn — Efri árin.
14.00 Miðdegissagan.
14.30 I lagasmiðju.
15.20 Frá Suðurlandi.
16.20 Síðdegistónleikar.
17.03 Barnaútvarpið.
17.45 í loftinu. Blandaður þáttur úr neyslu-
þjóðfélaginu.
19.00 Fréttir.
19.50 Daglegt mál.
19.55 Grætur með öðru, hlær með hinu.
Árni Tryggvason leikari syngur og
segir frá.
20.35 Frá Listahátíð í Reykjavík 1986.
21.20 Reykjavík í augum skáida.
22.20 Fimmtudagsumræðan. Ferða-
mannaparadísin ísland ekki ætluð
innfæddum?
23.20 Kammertónlist.
24.00 Fréttir. Dagskrárlok.
Föstudagur 13. júní
07.00 Veðurfregnir. Fréttir. Bæn.
07.15 Morgunvaktin.
08.30 Fróttir á ensku.
09J)5 Morgunstund barnanna.
10.05 Daglegt mál.
10.30 Sögusteinn.
11.03 Samhljómur.
12.20 Fréttir.
14.00 Miðdegissagan.
14.30 Nýtt undir nálinni.
15.20 Endalok Trójustríðsins. Jón R.
Hjálmarsson flytur söguþátt, þýddan
og endursagðan.
15.35 Sænskir þjóðdansar.
16.20 Síðdegistónleikar.
17.03 Barnaútvarpið.
17.45 (loftinu. Blandaður þáttur úr neyslu-
þjóðfélaginu.
*
Eg mœli meö
Sjónvarp, föstudagskvöldð 13.
júní, klukkan 20.00. Fréttir. Kolsvört
mynd á hvolfi, síðan Páll Magnús-
son á hlið með tali Eddu Andrés-
dóttur afturábak. Tæknimaður sem
á ekki að sjást, sést samt öðru-
hvoru, líka bendiprik veðurfræð-
ings sem er auðsjáanlega ennþá
með hassperur úr Afríkuhlaupinu.
19.00 Fréttir.
19.55 Daglegt mál.
20.00 Lög unga fólksins.
20.30 Sumarvaka.
21.15 Frá Listahátíð í Reykjavík 1986:
Tónleikar í Norræna húsinu á miðviku-
dagskvöld. Fyrri hluti. Guðni Franz-
son og Ulrika Davidson leika á klari-
nett og píanó verk eftir Hákon Leifs-
son, Kjartan Ólafsson, Guðna Franz-
son og Hróðmar I. Sigurbjörnsson.
22.20 Vísnakvöld.
23.00 Frjálsar hendur.
00.05 í kvöldhúminu.
01.00 Dagskrárlok.
Laugardagur 14. júní
07.00 Veðurfregnir. Fréttir. Bæn.
07.15 Morgunglettur.
08.30 Fréttir á ensku.
08.45 Nú er sumar.
09.20 Óskalög sjúklinga.
10.25 Morguntónleikar.
11.00 Frá útlöndum.
12.20 Fréttir.
13.50 Sinna. Listir og menningarmál líð-
andi stundar.
15.00 Miðdegistónleikar.
16.30 Úr safni Grimmbræðra.
17.00 íþróttafréttir.
17.03 Frá Listahátíð í Reykjavík 1986:
19.00 Fréttir.
19.35 Halldór Haraldsson leikur.
20.00 Sagan.
20.30 Harmoníkuþáttur.
21.00 Úr dagbók Henry Hollands frá ár-
inu 1810.
21.40 íslensk einsöngslög.
22.20 Laugardagsvaka.
23.00 Kosningaútvarp vegna hreppskosn-
inga. Sagt frá úrslitum kosninga í 160
hreppum á landinu og leikin tónlist
þess á milli.
03.00 Dagskrárlok.
Sunnudagur 15. júní
08.00 Morgunandakt.
08.35 Létt morgunlög.
09.05 Frá Listahátíð í Reykjavík 1986.
10.25 Út og suður.
11.00 Messa í Dómkirkjunni.
12.20 Fréttir.
13.30 Undrabarn frá Malaga. Um Pablo
Picasso.
14.30 Frá Listahátíð í Reykjavík 1986:
Tónleikar í Norræna húsinu 11. þ.m.
Síðari hluti. Guðni Franzson og Ulrika
Davidsson leika á klarinett og píanó
verk eftir Hauk Tómasson, Lárus Hall-
dór Grímsson og Hilmar Þórðarson.
15.10 Alltaf á sunnudögum. Svavar
Gests velur, býr til flutnings og kynnir
efni úr gömlum útvarpsþáttum.
16.20 Framhaldsleikrit.
17.00 Frá Listahátíð í Reykjavík 1986:
18.00 Sunnudagsrölt.
19.00 Fréttir.
19.35 Samleikur á víólu og píanó. Unnur
Sveinbjarnardóttir og Halldór Har-
aldsson leika.
20.00 Ekkert mál.
21.00 Nemendur Franz Liszt túlka verk
hans.
21.30 Útvarpssagan: ,,Njáls saga".
22.20 Strengleikar. Halldór Björn Runólfs-
son kynnir kaffihúsa- og kabaretttón-
list og fjallar um myndlist tengda
henni.
23.10 Frá Listahátíð í Reykjavík 1986:
Vínarstrengjakvartettinn átónleikum í
Gamla bíói fyrr um daginn.
24.00 Fréttir.
00.05 Milli svefns og vöku.
00.55 Dagskrárlok.
Fimmtudagur 12. júní
20.00 Vinsældalisti hlustenda rásar tvö.
21.00 Um náttmál.
22.00 Rökkurtónar.
23.00 Þrautakóngur.
24.00 Dagskrárlok.
Föstudagur 13. júní
09.00 Morgunþáttur.
12.00 Hlé.
14.00 Bót í máli.
16.00 Frítíminn.
17.00 Endasprettur.
18.00 Hlé.
20.00 Þræðir.
21.00 Skuggar.
22.00 Kvöldsýn.
23.00 Á næturvakt.
03.00 Dagskrárlok.
Laugardagur 14. júní
10.00 Morgunþáttur.
12.00 Hlé.
14.00 Við rásmarkið.
16.00 Listapopp.
17.00 Skuggar.
18.00 Hlé.
20.00 Bárujárn.
21.00 Milli stríða.
22.00 Framhaldsleikrit.
22.37 Svifflugur.
24.00 Á næturvakt.
03.00 Dagskrárlok.
Sunnudagur 15. júní
13.30 Krydd í tilveruna.
15.00 Dæmalaus veröld.
16.00 Vinsældalisti hlustenda réar tvö.
18.00 Dagskrárlok.
Svæðisútvarp virka daga
17.03-18.15 Svæðisútvarp fyrir Reykjavík
og nágrenni — FM 90,1 MHz.
17.03-18.30 Svæðisútvarp fyrir Akureyri
og nágrenni — FM 96,5 MHz.
ÚTVARP
Fréttir á ensku...
Hvað kaustu? — spyrja menn löngu fyrir
kjördag og rekur svo í rogastans þegar ég
segi þeim að það sé auðvitað ekki kosið
fyrr en 14. júní. Það er auðvitað einkenn-
andi fyrir það óðagot sem alltaf er á þétt-
býlinu að þar skuli menn kjósa þremur vik-
um fyrir kjördag, — en verður ekki tekið
upp í yfirvegaðri landshlutum. Og biessað
Ríkisútvarpið ætlar svo að senda okkur
úrslitin þannig að við í uppsveitunum get-
um fylgst með hvernig þeim gengur þarna
í niðursveitum.
Það verður semsagt kosningaútvarp um
helgina og ástæða til þess að mæla með
þessum dagskrárlið. Sjónvarpið á sér litla
málsbót í þessum efnum. Þar verður áreið-
anlega einhver bíómyndin þetta kvöld og
látið eins og ísienskir sveitamenn séu ekki
til lengur. Gerir kannski ekki neitt því þetta
kvöld munu íslenskir oddvitar og hrepps-
nefndarkarlar vísast láta sem sjónvarpið sé
ekki til og hafi aldrei verið það. Og allt um
það.
Fréttir á ensku (8:30 á morgnana) er nán-
ast það eina sem undirritaður hefur heyrt
af útvarpinu í annasamri viku. Þessi frétta-
tími er um margt ágætur, kemur sér vel
þegar maður sefur af sér áttafréttir og þarf
að vera kominn til vinnu kl. níu. Flest okk-
ar skilja nóg í ensku til þess að heyra hvort
tekist hafi að vega Reagan eða lækna aids.
Það er á hinn bóginn umhugsunarefni
hvort þessar fréttir henti útlendingum.
Hugsandi um túrista með bakpoka og
prímus uppi á reginfjöllum þá held ég að sá
hafi lítinn áhuga á heimsmálunum, marg-
þvældum. Það er eiginlega verið að svíkj-
ast aftan að fólki sem ætlar að taka sér frí
frá hinum stóra heimi með flótta upp á
þetta eyðisker, þegar svo er baunað á það
slysasögum og pólitískri refskák úr henni
versu. Hversvegna ekki að leyfa því að
kynnast íslandi og íslendingum með því að
segja því af kosningum á Jökuldal, brúar-
byggingu í Þórsmörk, Listahátíð í Reykja-
vík og hvalveiðum í Hvalfirði? Sjálfur á
ferðalagi í suðlægum löndum má ég aldrei
vera að því að kaupa „lókal“ blöð ef þau
fást á aðgengilegum tungum og vissulega
segir það heilmikið að vita af offram-
leiðsluvanda bænda þegar skoðaðar eru
blómlegar sveitir landsins. Núna eru í þess-
um ensku fréttatímum stuttir pistlar um
veðrið hér heima og vegina en hvergi
nærri nóg.
SJONVARP
eftir Friðrik Þór Guðmundsson
Kjarnorka í Borgarfirði
Það fer ekkert á milli mála að sjónvarps-
viðburður síðustu viku var leikur Dan-
merkur og Uruguay á heimsmeistaramót-
inu í Mexíkó. Hvílíkt undur. Það var hrein
unun að horfa á þessa Elkjæra og Ládrúpa
leika sér að lánlausum meisturum Suður-
Ameríku, þótt maður væri reyndar farinn
að vorkenna fórnarlömbunum í lokin og
óska þeim annars marks, svona í sárabæt-
ur.
Ég get ekki að því gert, að ég hef það
ónotalega á tilfinningunni að þessir létt-
leikandi Danir verði svo miklir og öruggir
með sig í leiknum á móti V-Þýsklandi að
þeir renni bókstaflega á rassinn. Það er
kannski í stakasta lagi, þeir eru enda ör-
uggir áfram í sextán liða úrslitin.
Knattspyrnan skipar vissulega mjög
veglegan sess í sjónvarpinu um þessar
mundir og flestir ánægðir með það, hygg
ég. Þó heyrast auðvitað óánægjuraddir og
ekki við öðru að búast, svo sem. Sjálfur til-
heyri ég þeim fjölmenna hópi sem helst má
ekki missa af einum einasta leik. Það var
því sjálfgefið, þegar ég fór um helgina með
fjölskyldu og vinafólki að dveljast í orlofs-
húsi í Munaðarnesi, að sjónvarpið var þá
tekið með. Annars hefði maður jú ekki far-
ið...
Kvikmyndin um kjarnorkuslysið —
China syndrome — hafði ég séð áður og
ekkert nema gott um þá mynd að segja í
sjálfu sér, þótt hún væri melódramatísk um
of á köflum. Eftir að hafa rifjað upp fegurð
Borgarfjarðarhéraðs og fyllst bjartsýni var
þó ekki nema mátulegt á mann að hugur
og sjón beindust að þeim voða sem felst í
kjarnorkuverum, að ekki sé talað um
kjarnorkuvopnin.
Ekki var það verra að hverfa 40—45 ár
aftur í tímann og sjá þýsku kvikmyndina
Taglhnýtinga (Die Mitláufer) á mánudags-
kvöldið. Þar var leitast við að „skýra það
hvernig venjulegt fólk varð samdauna"
ástandinu í Þýskalandi Hitlers. Ætli það sé
ekki jafn auðvelt að dáleiða fólk nú til dags
ef rétti maðurinn mætir og ákveðið ástand
skapast?
Hefur maður þá kynnst atburðum úr
stríði sem endaði með fyrstu kjarnorku-
sprengingunni, kynnst þeim voða sem felst
innan veggja kjarnorkuvera og kynnst
þeirri kjarnorku sem býr hið innra með
knattspyrnuköppum danska landsliðsins.
Ekki lítill skammtur á örfáum dögum!
Ég sé það á dagskránni að Hótel þáttur-
inn í gærkvöldi hafi verið sá sautjándi í röð-
inni af tuttugu og tveimur, þannig að brátt
sér fyrir endann á þessum ósóma. Ég hygg
að ég hafi séð þrjá eða fjóra af þessum þátt-
um og alltaf versna þeir. Ég hlakka til þegar
þeir hverfa af skjánum, því slíkir þættir eru
forheimskandi og eru þar með af mér
flokkaðir með válegum atuburðum á borð
við kjarnorkuslys. . .
38 HELGARPÓSTURINN