Helgarpósturinn - 03.07.1986, Page 5

Helgarpósturinn - 03.07.1986, Page 5
Vandaðar ódýrar veggskápasamstæður frá Finnlandi Maghoni með 2 glerskápum kr. 38.900.- Bæsuð eik með barsk. + glersk. kr. 41.800.- Bæsuð eik með 2 glerskápum kr. 43.800.- Bæsuð eik með glerskáp og barskáp kr. 29.800.- HUSGÖGN OG INMRETTINGAR .SUOURL ANDSBRAUT 18 Hamborg' er stærsta borg í Vestur-Þýskalandi og hefur allt frá dögum Hansa-kaup- manna verið ein helsta versl- unarmiðstöð landsins. Hún er líka einstaklega skemmti- leg heim að sækja fyrir ferða- menn. Hamborg er oft kölluð borgin græna, því skemmti- garðar eru þar fleiri og stærri en í öðrum borgum og laða til sín þúsundir gesta á góð- um dögum. Eiginlega má segja að lífið í borginni færist út á götur, torg og garða á sumrin, því þá líður varla svo dagur að ekki sé einhvers konar uppá- koma einhvers staðar. Tónlistarunnendur geta til dæmis hlýtt á Níundu sinfón- íu Beethovens á Ráðhústorg- inu eða fræga rokkhljóm- svelt í einhverjum skemmti- garðanna. Afkomendur víkinga vilja kannski ýta úr vör. Það er hægt á Alster-vatni, sem er í miðri borginni. Um það sigla bátar með ferðamenn, en það er líka hægt að fá leigða farkosti fyrir þá sem sjálfir vilja vera skipstjórar. Þú getur leigt þér bát og siglt á Alster vatni. I Hamtxxg eru niu yfirbyggóar göngugötur. þar sem hver verslunin er vtö aðra. Fhig sm Skemmtanalífíð í Ham- borg er svo alveg kapítuli út af fyrir sig. St. Pauli er líklega eitt frægasta lastabæli í heim- inum, en það er líka fleira í boði. í borginni eru Qölmargir bjórkjallarar þar sem menn skemmta sér á bavariska vísu, með söng og dansi. Þar er líka nóg af diskótekum og næturklúbbum fyrir þá sem vilja. Það getur verið talsverður vandi að fara út að borða í Hamborg því þar er um að velja eina 800 matstaði frá 40 þjóðlöndum. í grennd við Hamborg eru líka margir staðir sem gaman er að heimsækja, svo sem gamlir kastalar og lítil sveitaþorp. Þaðan er líka stutt til ann- arra skemmtilegra borga eins og t.d. Berlínar og Kaup- mannahafnar. Það verður enginn svikinn af heimsókn til Hambórgar. HELGARPÓSTURINN 5

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.