Helgarpósturinn - 03.07.1986, Page 28

Helgarpósturinn - 03.07.1986, Page 28
Thorsarar, Thorsteinssonar, Johnsonar, Briemarar, Engeyingar o.s.frv.: ! *§ 1). r íft- — Helgarpósturinn kannar krókaleiðir ætta, valda og viðskipta Ife Björgólfur Guðmundsson, fv. forstjóri Hafskips, er einn af mörgum nafntoguð- um tengdasonum barna Thors Jensen, höfuðs Thors-ættarinnar. Aðrir slíkir tengdasynir eru t.d. Stefán Hilmarsson, bankastjóri Búnaðarbankans, Stefán Sturla Stefánsson, fv. bankastjóri Út- vegsbankans, og Sverrir Norland, stjórn- arformaður Verslunarbankans. Jónas Haralz er ættstór maður. Mágar hans eru Sveinn M. Sveinsson f Völundi og Bjarni Rafnar yfirlæknir, en bróðir Bjarna, Jónas Rafnar, er stjórnarformaður Seðlabankans. ,,Ætla má ad regluveldiseinkenni geti átt erfitt uppdráttar í íslensku þjódfélagi vegna ríkra frumhópa- tengsla og þeirrar nándar sem ein- kennir fámennid. Þótt erfitt sé um alhæfingar t þessum efnum þá er fullvíst ad oft á betur vid hér aö tala um klíku en regluveldi. Menn fá starf í gegnum klíku, þeir fá banka- lán í gegnum klíku; þeir fá meö öör- um oröum hin margvíslegustu hlunnindi og fyrirgreiöslu í gegnurn klíku. Klíka í þessari merkingu hef- ur ótvírœöan neikvœöan blœ. Oröa- sambandiö aö gera eöa fá eitthvaö ,,gegnum klíku" merkir nánast aö afla sér í krafti persónulegra tengsla einhverra gœöa eöa verömœta sem viökomandi einstaklingur á ekki til- kall til og mundi þá vœntanlega ekki öölast ef regluveldisaöferöir vœru í heiöri haföar". Tilvitnunin hér að ofan er fræði- lega viðurkennd lýsing á íslenskum raunveruleika og þá um leið lýsing sem þúsundir íslenskra mennta- skóla- og háskólastúdenta hafa til- einkað sér, væntanlega mótþróa- laust. Enda altöluð sannindi i okkar fámenna þjóðfélagi, þegar þjóðfé- lagsstiginn er klifinn, að sterk ættar- tengsl, kunningsskapur og rétt flokksskírteini geti verið hraðvirk- ari hjálpartæki við klifrið en t.d. menntunin ein út af fyrir sig. Ættir í brennidepli I þessari grein er ætlunin að fjalla nokkuð um völundarhús ættar- tengslanna, og þá einkum á sviði viðskiptalífsins; við munum lita á leiðandi menn í stærstu einkafyrir- tækjum landsins, ekki í því skyni að draga fram mynd af klíkusamfélagi, heldur til að fá innsýn í það, í hve miklum mæli leiðandi viðskipta- menn eru beinir arftakar þeirra sem voru í fararbroddi þegar nútíma- þjóðfélagið var að byggjast upp. Alltaf gerist það annað slagið að einhver tiltekin ætt kemst í sviðs- ljósið. Nú síðast var það Thors-ættin vegna útburðar bónda nokkurs af jörð þeirra við Haffjarðará í Dölum. Þetta eru afkomendur Thors Jen- sens, eins umsvifamesta kaupsýslu- manns landsins fyrr og síðar. Þá var Engeyjar-ættin nýverið í fréttum vegna kaupa borgarinnar á landi Ölfusvatns. Davíö Oddsson borgarstjóri beitti sér fyrir kaupum á þessu landi fyrir Hitaveitu Reykja- víkur, en seljendur voru afkomend- ur og fjölskylda Sveins Benedikts- sonar útgerðarmanns. Hitaveitu- stjórinn Jóhannes Zoéga blandaðist inn í umræðuna, en mál þetta varð að kosningamáli, þar eð andstæð- ingarnir töldu kaupin vera vinar- greiða við téða ætt. Hitaveitustjór- inn er nefnilega kvæntur systur Sveins, og það þótti auðvitað tor- tryggilegt... Það skal strax tekið fram, áður en lengra er haldið, að úr miklu upplýs- ingasafni er að moða og möguleik- inn á villum næsta mikill. Vandað til makavals Thors-ættin er sennilega nafntog- aðasta og valdamesta ætt þessarar aldar. Hér er átt við afkomendur Thors Jensens útgerðarmanns, sem varð auðugasti maður landsins áður en yfir lauk. Hann setti á fót útgerð- arfyrirtækið Kveldúlf og var með- stofnandi að fjölmörgum öðrum fyr- irtækjum og má t.d. nefna Eimskipa- félagið. Börn Thors urðu mörg og áhrifamikil. Sonurinn Richard Thors varð framkvæmdastjóri Kveldúlfs og Sölusambands ís- lenskra fiskframleiðenda og hann sat meðal annars í stjórn Eimskipa- félagsins. Sonurinn Kjartan Thors varð meðal annars formaður Vinnu- veitendasambands lslands. Sonur- inn Ólafur Thors fór út í pólitíkina og gerðist áhrifamesti stjórnmála- maður landsins um árabil. Sonurinn Haukur Thors varð einnig fram- kvæmdastjóri Kveldúlfs og var tengdasonur Hannesar ráöherra Hafstein. Dóttirin Kristín Thors gift- ist Guömundi Vilhjálmssyni, for- stjóra Eimskipafélagsins og stjórn- arformanni Flugfélags íslands. Dótt- irin Margrét Þorbjörg Thors giftist Hallgrími Fr. Hallgrímssyni, for- stjóra Olíufélagsins Skeljungs. Son- urinn Thor Thors varð alþingismað- ur og síðar sendiherra. Thors-ættin hefur greinilega lagt mjög mikla áherslu á að vel tækist til með hjónaböndin. í þessu sam- bandi er athyglisvert hvernig þessi ætt tengdist sterkum böndum ann- arri áhrifamikilli ætt, Thorsteins- son-ættinni, einkum þó fjölskyldu Péturs Jens Thorsteinssonar, kaup- manns og stórútgerðarmanns. Pétur og Thor Jensen voru á stund- um keppinautar og jafn oft samherj- ar í viðskiptunum. Dóttursonur Pét- urs, Pétur O. Johnson, kvæntist Margréti Hallgrímsson, dótturdóttir Thors. Örn Ó. Johnson, dóttursonur Péturs, kvæntist Margréti Thors, sonardóttur Thors. Elísabet Ólafs- dóttir, dótturdóttir Péturs, giftist Hilmari Thors, syni Thors, og Gyöa Jónsdóttir, dótturdóttir Péturs, gift- ist Lorentz Thors, syni Thors. Nafntogaðir tengdasynir Þannig samtvinnuðust tvær um- svifamiklar ættir og sér þess merki enn í dag. Rétt makaval hélt greini- lega áfram að vera Thors-ættinni keppikefli. Til merkis um þetta er eftirfarandi listi yfir nokkra tengda- syni afkomenda Thors Jensens: Sigurgeir Jónsson hæstaréttar- dómari, Stefán Hilmarsson, banka- stjóri Búnaðarbankans, Þorsteinn Gíslason, fv. forstjóri Coldwater Sea- food, Jóhann Hafstein, fyrrverandi forsætisráðherra, Stefán Sturla Stefánsson, fv. bankastjóri Útvegs- bankans, Magnús Magnússon verk- fræðiprófessor, Sverrir Norland, for- stjóri og stjórnarformaður Ver;:lun- arbankans, og Björgólfur Guö- mundsson, fv. forstjóri Hafskips. Þessu til viðbótar má nefria að sonarsonur Thors Jensens, Richard Thors læknir, er svili Björns Hall- grímssonar, forstjóra H. Ben. og bróður Geirs Hallgrímssonar og Ott- ars Möllers, fv. forstjóra Eimskipa- félagsins, og að sonur Thors, Thor Thors, var tengdasonur Ingólfs Gíslasonar læknis, en bróður Garö- ars stórkaupmanns Gíslasonar. Tengdasonur Garðars er síðan Hall- dór H. Jónsson, stjórnarformaður Eimskipafélagsins, Islenska álfé- lagsins og stjórnarmaður í fjölda annarra fyrirtækja. Samtvinnunar Thorsara og Thor- steinssona og svo Engeyjar-ættar- innar gætir greinilega meðal þeirra sem stýra nokkrum af stærstu fyrir- tækjum landsins, en önnur ættar- tengsl koma auðvitað til. Lítum á nokkur dæmi. Frá Sigurði til Þorsteins Siguröur Helgason, stjórnarfor- maður Flugleiða, er sonur Helga Hallgrímssonar. Systkinabörn eru Helgi, Sveinn Valfells eldri, fv. for- stjóri Steypustöðvarinnar, Baldvin Dungal, forstjóri Pennans, Sigríöur Hallgrímsdóttir, tengdamóðir Ein- ars Arnasonar, sem á sæti í stjórn Flugleiða, og Soffía Haraldsdóttir, eiginkona Sveins M. Sveinssonar, forstjóra Völundar. Synir Sveins Val- fells eru Sveinn yngri Valfells, nú- verandi forstjóri Steypustöðvarinn- ar og stjórnarmaður í Iðnaðarbanka íslands, og Ágúst Valfells, verkfræð- ingur, stjórnarformaður Steypu- stöðvarinnar og stjórnarmaður í Hagtryggingu og Félagi íslenskra iðnrekenda, með meiru. Synir Sveins M. Sveinssonar eru Sveinn, núverandi forstjóri Völund- ar Sveinsson, Haraldur Sveinsson, stjórnarformaður Völundar og framkvæmdastjóri Árvakurs, út- gáfufélags Morgunblaðsins, og Leif- ur Sveinsson, sem einnig á sæti í stjórn Árvakurs og Völundar. Þá má geta þess að systir Soffíu Haralds- dóttur áðurnefndrar er Elín Haralz, eiginkona Erlings Ellingsens, fyrr- verandi forstjóra Tryggingar hf., bróðir þeirra er Jónas Haralz, bankastjóri Landsbankans og önnur systir er Bergljót Haralz, en hún gift- ist Bjarna Rafnar yfirlækni. Bjarni er bróðir Jónasar G. Rafnar, sem nú er stjórnarformaður Seðlabankans. Jónas hefur um árabil verið mjög áhrifamikill á fjármálasviðinu. Hann er tengdafaðir Þorsteins Páls- sonar, fjármálaráðherra og fyrrum framkvæmdastjóra Vinnuveit- endasambandsins. Frá Halldóri til Ragnhildar Halldór H. Jónsson hefur verið nefndur áður. Hann hefur verið kall- aður Islandsmeistari í stjórnarsetu, er stjórnarformaður Eimskipafé lagsins og íslenska álfélagsins og meðal mýmargra stjórna annarra, sem hann hefur átt sæti í, eru: ís- lensk kaupskip hf., Borgarvirki hf., Garðar Gíslason hf., Steypustöðin hf., Islenskir aðalverktakar sf., Áburðarverksmiðja ríkisins, Olíufé- lagið Skeljungur hf., Flugleiðir hf. og Bændahöllin. Halldór er, sem fyrr segir, tengdasonur Garðars Gíslasonar stórkaupmanns, eins umsvifamesta kaupsýslumanns landsins um árabil. Sonur Garðars er Bergur G. Gíslason, núverandi framkvæmdastjóri G. Gíslason hf., en hann var lengi stjórnarformaður Flugfélags íslands og í stjórn Flug- leiða og situr í stjórn Árvakurs. Ann- ar sonur Garðars, og um leið mágur Halldórs, er Kristján G. Gíslason (K. Gíslason og co.), sem lengi var stjórnarformaður Verslunarráðs Is- lands. Systir Garðars Gíslasonar var Auöur Gísladóttir, en hún giftist séra Árna Jónssyni alþingismanni. Dótt- ursonur þeirra er Armann Kristins- son sakadómari en sonarsynir Arni Gunnarsson ráðuneytisstjóri og Stefán Gunnarsson bankastjóri. Mágur þeirra er Haraldur Ólafsson, alþingismaður og stjórnarmaður Seðlabankans. Dóttir Auðar og Árna, Inga, var kona Vilhjálms Þ. Gíslasonar útvarpsstjóra, en þeirra sonur er Vilhjálmur Þór hæstarétt- ardómari, eiginmaður Ragnhildar Helgadóttur ráðherra. H. Ben. Thorsteinsson Thors Johnson! Stjórnarformaður Olíufélagsins Skeljungs er áðurnefndur Björn Hallgrímsson, sonur Hallgríms Benediktssonar í H. Ben. og Áslaug- ar Geirsdóttur Zoéga. Björn er nú- verandi forstjóri H. Ben. og á eða hefur átt sæti í stjórnum fjölmargra fyrirtækja, en meðal þeirra eru Nói- Síríus, Hreinn, Steypustöðin, Ræsir, Byggingariðjan og Sjóvá. Hann hef- ur auk þess átt sæti í stjórnun Versl- unarráðs Islands og Félags íslenskra stórkaupmanna. Björn er bróðir l. eftir Friðrik Þór Guðmundsson myndir Jim Smart 28 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.