Helgarpósturinn


Helgarpósturinn - 03.07.1986, Qupperneq 31

Helgarpósturinn - 03.07.1986, Qupperneq 31
FRÉTTAPÓSTUR Allt í eitt hús Kraumar undir í Hafskipsmálinu Kröfur um afsagnir Alberts Guðmundssonar og Guðmund- ar J. Guðmundssonar verða æ háværari. Steingrímur Her- mannsson forsætisráðherra hefur sagt að væri hann í spor- um Alberts myndi hann víkja úr stjórninni, Páll Pétursson, formaður þingflokks Framsóknarflokksins, hefur lýst þvi yfir, að væri Albert ráðherra Pramsóknar myndi Páll kalla saman þingflokksfund og gera tillögu um að Albert viki úr sæti. Guðmundur Einarsson hefur sakað forsætisráðherra um tvískinnungshátt og itrekað kröfu sína um að Alberti verði vikið úr ráðherraembætti. Albert er með öllu hættur að ræða við fjölmiðla. Þegar Albert gaf Rannsóknarlögreglu rikisins skýrslu um sinn þátt í Hafskipsmálinu í síðustu viku var hann mættur sem grunaður maður en ekki sem vitni. Aðalfundur Alþýðubandalagsins á Akureyri hefur samþykkt og sent Guðmundi J. Guðmundssyni skeyti með kröfu um að hann segi af sér öllum trúnaðarstörfum fyrir flokkinn þegar i stað. Útvegsbankanum hefur verið gert að afhenda RLR öll skjöl er varða Hafskip. Kjartan Gunnars- son, framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins, hefur lýst því yfir að haustið 1983 hafi flokkurinn fengið fjárstyrk frá Hafskip upp á tæplega 100 þúsund krónur, en að ekki hafi verið vitað annað en að um eðlilegar greiðslur hafi verið að ræða. Fram hefur komið að greiðslur þessar hafi komið af s.k. leynireikningum Hafskipsmanna. Hallvarður ríkissaksóknari og kona i Hæstarétt Guðrún Erlendsdóttir hefur verið skipuð í embætti dómara við Hæstarétt íslands, fyrst kvenna. Aðrir umsækjendur voru Benedikt Blöndal hæstaréttarlögmaður, Gunnlaugur Briem yfirsakadómari, Hrafn Bragason borgardómari og Jón A. Ólafsson sakadómari. Þá hefur Hallvarður Einvarðs- son rannsóknarlögreglustjóri verið skipaður ríkissakókn- ari og tók 1. júlí við af Þórði Björnssyni. Aðrir umsækjendur voru Bragi Steinarsson vararíkissaksóknari og Jónatan Sveinsson saksóknari. í embætti rannsóknarlögreglustjóra hefur um sinn veirð settur Þórir Oddsson vararannsóknar- lögreglustjóri, en embættið hefur verið auglýst laust til um- sóknar og rennur frestur út um næstu mánaðamót. Hraðfrystistöðinni lokað Hraðfrystistöðin í Reykjavík hefur sagt upp 80 starfsmönn- um sínum vegna fyrirsjáanlegrar rekstrarstöðvunar eftir 3 mánuði. Ágúst Einarsson, framkvæmdastjóri stöðvarinn- ar, segir f járhagsstöðuna mjög erfiða og áframhaldandi tap- rekstur útilokaðan. Viðkomandi verkalýðsfélög hafa lýst þungri ábyrgð á hendur ríkisstjórninni. Þótt frystingu stöðvarinnar verði hætt mun útgerð skipa hennar halda áfram. Sigrar í skattsvikastríðinu Á fyrstu fimm mánuðum þessa árs hefur starfsemi embætt- is skattrannsóknastjóra leitt til hækkana opinberra gjalda að upphæð rúmlega 83 milljóna króna. Sambærileg tala fyrir allt árið í fyrra nam tæpum 23 milljónum króna. Þrátt fyrir verulega aukinn rekstrarkostnað í kjölfar aukinna umsvifa hefur hlutfall hans af heildarárangri lækkað á tveimur ár- um úr 27% í 9%. Það má því með sanni segja að i þessu til- felli hafi hin auknu umsvif reynst góð fjárfesting! Ríkið út úr Álafossi og Norðurstjörnunni Stjórn Framkvæmdasjóðs íslands hefur ákveðið að selja eignarhluta sina (rikisins) í fyrirtækjunum Álafossi og Norðurstjörnunni. Ríkisfulltrúinn og stjórnarformaður- inn Friðjón Þórðarson hefur lýst því yfir að ríkið sé ekki rétti aðilinn til að standa i slikum rekstri. Sjóðurinn á 98% af hlutafé Álafoss og 60—70% af hlutafé Norðurstjörnunn- ar. Fréttapunktar • Það sem af er þessu ári hefur bifreiðaeign landsmanna aukist frá í fyrra um 3.4% eða úr 115.072 bifreiðum í H9.063. Nýskráningar bifreiða urðu á fyrra helmingi þessa árs 7.236, en um 8.000 allt árið í fyrra. • H% samdráttur varð i sölu kindakjöts hér á landi á fyrra helmingi þessa árs miðað við sama tíma í fyrra. Birgðir eru nú um fjórðungi meiri en þá. • í borgarstjórn hafa Alþýðubandalagið, Kvennalistinn og Alþýðuflokkurinn lagt fram tillögu þess efnis að lágmarks- laun borgarstarfsmanna verði 27 þúsund krónur á mánuði frá 1. júní og 30 þúsund krónur frá 1. september. • 351 kandídat var brautskráður frá Háskóla íslands sl. laugardag. Flestir voru brautskráðir úr læknadeild, 60, og 55 með B.S. próf í hjúkrunarfræði. • Nýja bíó er ekki lengur til á korti borgarbúa, því nú hefur Árni Samúelsson í Bíóhöllinni tekið við rekstrinum og gert á húsinu gagngerar breytingar. Hann hefur endurnefnt kvikmyndahúsið Bióhúsið. • Á þriðjudag voru liðin eitt hundrað ár frá stofnun Lands- banka íslands og í tilefni þess var meðal annars opnuð sýn- ing í nýja Seðlabankahúsinu, sem á að sýna sögu „banka allra landsmanna" og svo voru veislur haldnar í afgreiðslu- stöðum bankans um land allt og talið að þær hafi sótt tugir þúsunda manna. #0g hann Steingrímur ætlar að skreppa dulítið rhaust. Hann hefur þegið boð ríkisstjórnar Kínverska alþýðulýð- veldisins um að koma í opinbera heimsókn til Kína. Er ráð- gert að Steingrímur fari austureftir í október. — eða næstum því... í einu föstu tilboði! Eldhúsinnréttingar_______ Innihurðir — Útihurðir Loftplötur — Klæðningar Handrið — Stigar Bílskúrshurðir Baðherbergi INNRÉTTINGA BCÍÐIN ÁRMÚLA 17A - ® 84585 & 84461 SEKVERSLUN MTm SPENNANDI IVS r #1 NÁTT- OG UNDIR- llLLiAJ FATNAÐ LADY OF PARIS laugavegi 84 (2. hœö) - Sími 1 28 58 HELGARPÖSTURINN 31

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.