Helgarpósturinn - 04.09.1986, Blaðsíða 13

Helgarpósturinn - 04.09.1986, Blaðsíða 13
hreppi hefur um nokkuð langan tíma grafið um sig óánægja vegna fjallskila sveitarstjórnarinnar og er það talinn angi af ríg sem þar er milli þéttbýlisbúanna á Hellu og bændafóiks í sveitinni. Sveitarstjóri Rangárvallahrepps situr á Hellu og sér meðal annars um öll fjármál vegna smölunar Rangárvallaafrétts, svokölluð fjallskil. Þar er þá raðað niður hver eigi að taka hvaða verk og hversu mikið viðkomandi fær greitt. Bændum þykir að vonum óeðlilegt að þeir skuli aldrei hafðir með í ráðum og ekki einasta fá að sjá reikninga vegna fjallskila. Við bætist svo að almannarómur segir að miklu betur sé borgað til þeirra sem fara með trússbílana heldur en þeirra sem smala, en þéttbýlisbú- arnir á Hellu sitja mikið að akstrin- um meðan bændurnir sjá um hina eiginlegu smölun. Núna þegar líður að fjallferð fregnar HP að verið sé að fara ofan í saumana á nefndum reikningum, ganga frá því sem þar kann að hafa verið ófrágengið og líta á umfangið. . . || ■ ■raðahindranir í götum valda ófáum ökumönnum óþægind- um og hafa lengstum verið umdeild fyrirbæri. Flest landsbyggðarpláss, sem vilja sýna af sér menningar- brag, hafa komið sér upp tveimur til þremur slíkum, oftar en ekki á einu malbikuðu götu bæjarins. Stykkis- hólmur er þó kominn aðeins lengra í þróuninni en svo að eiga bara eina asfaltgötu. Þar eru líka allar aðal- götur bæjarins lausar við þann ósóma að bifreiðum sé flengt upp í loftið. Samt á Hólmurinn fjórar hraðahindranir og þeim er öllum raðað á eina afskekkta íbúðargötu sem heitir Lágholt og er einhvers- staðar utarlega í bænum. Hindran- irnar eru þar með 100 til 200 metra millibili og að þessari einu götu slepptri geta ökuþórar vestlenskir ekið áhyggjulausir. .. PIZZAHÚSIÐ GRENSÁSVEGI 10 108 R. Eina ekta pizzahúsið — ávallt í leiðinni. Njótið þægilegra veitinga í þægilegu umhverfi Einnig skyndiþjónusta — takið með ykkur pizzu heim eða pantið í síma 39933. 9 EFÞÚ VILTVERA VISS... Þú hefur tvær megin ástæður til þess að koma við \ Lands- bankanum áður en þú ferð til útlanda. Sú fyrri er Gjaldeyrisþjónusta Landsbankans. Á yfir 40 stöðum á landinu afgreiðum við gjaldmiðla allra helstu viðskiptalanda okkar í seðlum, ferðatékkum og ávís- unum. Auk algengustu teg- unda, s.s. dollara, punda og marka, selur Landsbankinn t.d. hollenskar flórínur, portú- galska escudos, ítalskar lírur og svissneska franka í ferða- tékkum. Með því að kaupa gjaldeyri þess lands sem ferðast á til, sparast óþarfa kostnaður og fyrirhöfn. Síðari ástæðan fyrirheimsókn íLandsbankann er Ferðatrygging Sjóvá: Mörg óhöpp geta hent á ferðalögum, ferðatrygging Sjóvá ersvarið. Hún innifelur: - Ferðaslysatryggingu, - Ferðasjúkratryggingu, - Ferðarofstryggingu, - Farangurstryggingu, einföld og örugg. - SOS-neyðarþjónustu. Gjaldeyrir úr Landsbankanum - ferðatrygging frá Sjóvá, - Ferðatrygging Sjóvá er því eftir það getur þú verið viss. SJÓVÁ /A Landsbanki íslands Banki allra landsmanna 9 3 f l t k | f 8 i HELGARPÓSTURINN 13

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.