Helgarpósturinn - 04.09.1986, Blaðsíða 29

Helgarpósturinn - 04.09.1986, Blaðsíða 29
frumsýning er áætluð 23. október. Síðar í vetur ætlar Nemendaleik- húsið svo að færa upp gleðileik eftir Shakespeare og útskriftarverkefni 4. árs nemanna verður svo leikrit sem Kjartan Ragnarsson skrifar sér- staklega fyrir hópinn. En leikhús koma og fara. Leikhóp- urinn Svart ogsykurlaust hefur hætt starfsemi sinni, í bili að minnsta kosti. Önnur aðalsprauta hópsins, Kolbrún Halldórsdóttir er föst á Rás tvö a.m.k. fram að jólum. En þeir sem þegar eru farnir að sakna hóps- ins sem staðið hefur fyrir eftirminni- legum uppákomum bæði úti og inni og lék í samnefndri kvikmynd Lutz Konermanns sem sýnd var í Regn- boganum um síðustu jól, geta hugg- að sig við það að hin sprautan, Gíó eða Gudjón Pedersen er með nýtt leikhús í startholunum og er þegar farinn að huga að sýningu sem stefnt er að að komi á fjalirnar um miðjan nóvember. Þetta verður öðruvísi leikhús en forveri þess og raunar flest hin leikhúsin og nafnið er að fæðast þessa dagana eða hvernig líst ykkur á nafnið Emelía. ..? Verkefnaskrá Leikfélags Akureyr- ar er ekki enn tilbúin þegar þetta er ritað og ekki er enn ljóst með hvaða hætti starfsemi unglingaleikhússins Veit mamma hvaö ég vil? verður en væntanlega verður eitthvað um að vera á þeim vettvangi í vetur. „Eins- manns“ leikhúsi þúsundþjalasmiðs- ins og leikarans Þráins Karlssonar eru síðan gerð skil annars staðar í Listapósti. Mrún Hallgrímur Helgason sýnir 30 olíumálverk í Gallerí Hallgerði: „TEYGI BRJÓSTIN Á ALLA VEGU“ „Áöur máladi ég dálítið fortíðar- legar myndir, en nú er ég að reyna að komastyfir t framtíðina — ,,back to the future'‘ — algjörlega sjálf- stœtt. Ég reyni að taka minn eigin kúrs," segir Hallgrímur Helgason myndlistarmaður sem opnar nk. laugardag, 6. september kl. 16.00, málverkasýningu í hinum nýja sýn- ingarsal þeirra Langbrókarkvenna að Bókhlöðustíg 2 sem hefur hlotið nafnið Hallgerður. Hallgrímur, sem er fæddur 1959, byrjaði að mála fyrir rúmum þrem- ur árum, eftir skamma skólavist. Síðan hefur hann unnið viðstöðu- laust að list sinni og haldið og tekið þátt í fjölda sýninga, nú síðast á um- deildri samsýningu Reykvíkinga að Kjarvalsstöðum, þar sem myndir Hallgríms hafa vakið mikla athygli leikmanna. A fyrstu sýningum sínum var Hall- grímur einkum upptekinn af lands- lagi íslands, sem hann sá auðveld- lega í nýju og litríku ljósi að loknum svart-hvítum áratug kaldlyndis og konseptúalisma. Þau málverk voru af mismiklu innsæi spekúlantanna ýmist uppnefnd súrrealísk, nævísk eða súperrealísk. Að landslaginu loknu tók við tímabil nýmanner- ískra fígúrumynda í list Hallgríms sem náði hámarki á sýningu hans í Listmunahúsinu sáluga í júní '85. Síðastliðið haust hélt Hallgrímur síðan til Bandaríkjanna og dvaldi þar veturlangt við iðju sína og hélt tvær sýningar vestra. Hann hefur hins vegar dvalist hérlendis í sumar og unnið að þeim málverkum sem nú verða til sýnis og eru um 30 tals- ins. í þessum nýjustu verkum kveður við nýjan tón í list Hallgríms sem er að eigin sögn undir áhrifum frá þeim nýmælum sem hafa átt sér stað á höfuðbóli dægurlistarinnar sem er New York og nágrenni. Þar á hann við verk hinna nýju sjónrænu abstraktmanna eins og Taaffe, Schyuff og Halley. „Þetta eru menn sem nota mikið hreina liti, beinar línur og afstrakt form. Mínar myndir eru þó alls ekki afstrakt, ég er heldur á móti því,“ segir Hallgrímur. „Mínar myndir eru allar fígúratífar þó að ég þiggi eitt og annað frá þessum afstrakt- málurum sem ég nefndi. Þær eru allar hlutbundnar og með titli. Ég vona að mér hafi tekist að vinna úr þessum áhrifum á alþjóðalegan og persónulegan hátt í senn.“ 1 olíumyndunum þrjátíu sem Hallgrímur sýnir nú fæst hann fyrst og«fremst við kvenlíkama. Aðspurð- ur hvort kvenmannsbrjóst gegndu miklu hlutverki í formskynjun hans Model, 90x65 sm. „i þessum myndum fæst ég fyrst og fremst við kvenlfkama. Áður fyrr málaði ég brjóstin yfirleitt þykk og mikil, en nú eru þau afskaplega mjó. Enda er þetta mjóa tímabilið hjá mér. Þessar nýju myndir fara þess vegna mjög vel við IKEA- línuna," segir Hallgrímur Helgason myndlistarmaður. svaraði Hallgrímur því til að þau væru hans uppáhald. „Ég teygi brjóstin á alla vegu,“ sagði Hallgrímur. „Áður fyrr hafði ég þau iðulega þykk og mikil en nú eru þau afskaplega mjó. Enda er þetta mjóa tímabilið hjá mér. Þessar nýju myndir fara þess vegna mjög vel við IKEA-línuna!“ Hallgrími hefur gengið bærilega að lifa af myndlist sinni þótt vissu- lega hafi komið erfiðleikatímabil inn á milli. „Mér tókst t.d. að skrimta af henni úti í New York síð- astliðinn vetur,“ segir Hallgrímur sem heldur svo aftur vestur um haf með haustinu. Þessi olíumálverkasýning Hall- gríms er fyrsta einkasýningin sem haldin er í Gallerí Hallgerði. Hún verður opin frá kl. 12—18 virka daga, en trá kl. 14—22 um helgar, fram til 21. september. JAZZ eftir Vernharð Linnet Djassgeggjun og erkiengillinn Gabríel Ég vona að Gabríel líki tónlistin mín, syng- ur Louis Armstrong í samnefndum ópus á skífu þarsem úrval er af Decca upptökum hans frá 1935—40. Struttin with some barbe- cue (Affinity/Skífan), nefnist safnið og er eitt afbragð fyrir andann. Flestir snillingarnir er þarna eru í félagsskap Armstrongs hafa fylgt honum á fund Gabe, einsog Louis kallaði hann, og trúlega kennt honum eitthvað í djassfræðum og um hinar bláu nótur. Mörg lögin er hér má finna hafa fengist á öðrum skífum einsog t.d. Swing that music (Coral), en trúlega er fleirum eins farið og mér að vera búinn að leika 1938 útgáfuna af Struttin with some barbecue, upptil agna. Þar má finna einn besta trompetblástur Louis síðan hann blés West End blues 1928 og ég gleymi aldrei einni nótt er við Gunnar Ormslev hlustuðum a.m.k. tíu sinnum á þessa útgáfu. Við höfðum deilt nokkuð um Basie og Elling- ton, hann á Basielínunni; ég Ellingtonisti, en þarna var ekkert að deila um. Þessi sóló er eins fullkominn og Tokkata og fúga Bachs í d-moll — enda trúlega margt líkt um tilurð- ina — spuninn upphafið en umbreytist síðan í heilsteypt tónverk. Armstrong hljóðritaði verkið fyrst 1927 og var alltaf að breyta og bæta uns fullkomnun varð náð í þessari 1938 hljóðritun. Ég býst við að fleiri en ég hafi átt náið samband við 1940 útgáfu Armstrongs og Sidney Bechet á Perdido Street blues. Hún hefur hljómað í eyrum mér í þrjátíu ár án þess að láta hið minnsta á sjá. Á þessari skífu eru einnig hinir 3 ópusarnir er Armstrong og Bechet hljóðrituðu 1940:2.19 blues, Down in Honkey Tonk og Coal Cart blues. Þó þetta sé safnplata er sessjóninn þarna í heilu lagi og er það vel. Þessi skífa er í skífuröð er nefnist: Big band bounce <S boogie, þar má líka finna skífu með básúnuleikaranum og söngvaranum Jack Teagarden: Trombone "T“ from Texas. Armstrong og Teagarden voru vopnabræður í Stjörnusveit Armstrongs á eftirstríðsárun- um og flestir hafa heyrt þá syngja saman í Rockin' chair, Jack-Armstrong blues og Fifty fifty blues. Upptökurnar á þessari “T“ skífu eru frá 1929 til 1955 og gefa góða mynd af básúnuleikaranum. Louisiana Rhythm Kings með ma. Pee Wee Russell og Red Nichols, Eddie Lang — Joe Venuti stjörnubandið með Benny Goodman, hljómsveit Adrian Rollini, Paul Whiteman bandið eru þær sveitir sem Jack blæs með þarna utan eigin hljómsveita af öllum stærðum. Lögin öll velþekkt allt frá 1929 upptökunni af Basin Street Blues til 1955 útgáfunnar af negrasálminum No- body‘s know the trouble I’ve Seen. Hörku djass af hefðbundinni gerð. Affinity fyrirtækið vandar til plötuútgáf- unnar, en það sama verður ekki sagt um Top- line Records. Þeir hafa sent frá sér skífu með tólf af þekktustu lögum Fats Wallers, The Joint is jumpin (Top/Skífan) og gætu ókunnir haldið að þarna væri úrval af RCA-upptök- um að ræða — á plötualbúminu er ekki staf um það að finna hvaðan upptökurnar koma, en við hlustun má heyra að þetta eru út- varpsupptökur frá seinni hluta fjórða áratug- arins. Állt hefur það verið gefið út áður í góð- um útgáfum af Ember/EMI á tveimur skíf- um: Sú fyrri ber sama nafn og þessi: The Joint is jumpin, en sú seinni nefnist 50.000 watts of jive. Ég held að enginn sem hefur gaman af tónlist og vill vera viss um gæðin eigi að kaupa skífur þarsem ekki eru upplýs- ingar um tónlistina sem leikin er. Hverjir leika, hvenær lögin voru tekin upp o.þ.h. Þær endurútgáfur eru alltaf óvandaðar og lé- legar. Skífan hefur afturá móti flutt inn end- urútgáfur RCA-Victors á úrvalsefni því er Waller hljóðritaði fyrir fyrirtækið og þar eru Waller skífur sem mælandi er með. „... en þarna var ekkert að deila um. Þessi sóló eru eins fullkomin og Tokkata og fúga Bachs í d- moll — enda trúlega margt líkt um tilurðina." HELGARPÓSTURINN 29

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.