Helgarpósturinn - 04.09.1986, Blaðsíða 16

Helgarpósturinn - 04.09.1986, Blaðsíða 16
Hvaöa blaö er eldra en öll dagblööin, átta blaösíöur og kemur aö jafnaöi út þrisvar í viku, geysivinsœlt þó þaö birti ekki íþróttafréttir, teiknimyndasögur, krossgátur eöa Ijósmyndir og greinir hiklaust frá fjárhagslegum óför- um nafngreindra einstaklinga, hvort sem þeim líkar betur eöa verr? LÖGBIRTINGABLAÐIÐ! Þú kemur sjálfsagt seint til med ad heyra blaðsölubörn hrópa „Lögbirt- ingablaðið“ á fjölförnum götuhorn- um. Og sennilegast á geysilega mik- ið magn af vatni eftir að renna til sjávar áður en eftirsóttir einstakl- ingar þjóðfélagsins standa frammi fyrir ýtnum blaðamönnum Lögbirt- ingablaðsins. Samt er þetta eitt allra elsta og vinsœlasta blað landsins! Það birtir aldrei erlendar fréttir, íþróttafréttir, stórstjörnuslúður, teiknimyndasögur, krossgátur, leið- ara og er ekki einu sinni með Ijós- myndir á síðum sínum. Þó er það ósjaldan „fyrst með fréttirnar" og það hefur hátt á áttunda þúsund áskrifendur. Fjölmargar stofnanir, fyrirtœki og heilar stéttir manna telja sig ekki geta án þessa merki- lega blaðs verið. Lögbirtingablaðiö er svo bíræfið, að það birtir hiklaust og kinnroða- laust „fréttir" af fjárhagslegum óför- um hundruða og þúsunda Islend- inga. Enda vilja sjálfsagt fæstir sjá nafns síns getið í blaðinu, því iðu- lega er sá heiður vafasamur. Meiri- hlutinn af „fréttum" Lögbirtinga- blaðsins er nefnilega á þá lund að þessi eða hinn standi nú frammi fyrir nauðungaruppboði eða gjald- þroti, ef sá ekki tekur sig saman í andlitinu þegar í stað og greiðir upp vanskil sín. Á ári hverju má lesa dálk eftir dálk, þúsundir auglýstra nauðungaruppboða eftir kröfum Gjaldheimtunnar, banka, sjóða, lög- manna og annarra aðila. Inn á milli eru þó góðar ,,fréttir“; um skipan mætra manna í embætti, um að djarfhuga menn hafi stofnað fyrirtæki, að gefin hafi verið út ný frímerki, að þessi eða hinn bóndinn í Skagafjarðarsýslu eigi hrossmark- ið „Hangfjöður framan hægra. Lögg aftan vinstra" og svo framvegis. SKÚLI VILDI STÚTA Lögbirtingablaðið hefur verið gef- ið út óslitið í nær átta áratugi. Hins vegar má rekja aðdragandann lengra aftur í tímann. 27. maí 1859 var gefið út opið bréf um birtingu á auglýsingum stjórnvalda í einhverju blaði er kæmi út í Reykjavík. Arið 1902 samþykkti Alþingi að skora á landstjórnina að birtingarrétturinn yrði veittur hæstbjóðanda, sem og var gert. Þjóðólfur bauð betur en ísafold og fékk réttinn. Um nokkurra ára skeið hafði verið los á birtingu opinberra auglýsinga og það jafnvel valdið deilum. Því var það, að á Al- þingi 1907 lagði stjórnin fram laga- frumvarp um útgáfu Lögbirtinga- blaðsins, þar sem einu sinni í viku yrðu birtar stjórnvaldsauglýsingar og sérhvert það sem landstjórninni þætti þörf á að gera almenningi kunnugt. Frumvarpið var sam- þykkt, en ekki mótbárulaust, því sumir höfðu áhyggjur af kostnaðin- um og má í því sambandi nefna Skúla Thoroddsen og Valtý Guð- mundsson. Ráðherra Islands, Hannes Hafstein, knúði á um sam- þykkt frumvarpsins og hvatti þing- deildina (neðri deild) til að verða ekki við tilmælum Skúla um að „stúta frumvarpi þessu, því að ég er viss um, að hún mundi iðrast þess eftir á, enda fæ ég ekki skilið, að mönnum geti verið það keppikefli að halda birtingu auglýsinganna í gamla horfinu; flestir munu með sjálfum sér verða að játa, að núgild- andi fyrirkomulag er óheppilegt, óviðunandi og ófullnægjandi í ýms- um greinum, enda mörgum hvim- leitt. Ekki ætti það heldur að mæla með núverandi fyrirkomulagi, að það er stöðugt notað sem átylla til „pólitískra" getsaka, missagna og tortryggingar, þó að sumir geti látið sér slíkt í léttu rúmi liggja.“ Eygló Halldórsdóttir, „ritstjóri" Lögbirtingablaðsins. DANSKUR BOTNLANGI SKORINN Hinn 2. janúar 1908 kom fyrsta tölublað út. Þremur árum síðar lendir blaðið síðan í sjálfstæðisbar- áttunni þegar frumvarp var lagt fram um að fella úr lögunum ákvæði um birtingu á tilteknum auglýsingum í dönskum blöðum. Um þetta sagði Jón Olafsson þing- maður: „Þetta er í löggjöf vorri líkt og botnlanginn í manninum, gamalt líffæri, sem einu sinni vann nytsamt starf, meðan mennirnir voru gras- bítar, en er nú orðið óþarft og skað- laust, eftir að lifnaðarhættir vorir eru orðnir svo breyttir, að ekki þarf á því að halda. Nú er vér höfum sjálf- ir löggjafarvald í málum vorum, þá er það sjálfsagt, að vér skerum þennan danska botnlanga úr Iög- gjöf vorri. Og þeir eru fleiri botn- langarnir í henni, bæði danskir og íslenzkir, sem sömu leið mega fara.“ Frumvarpið var samþykkt og lögin stóðu að mestu óbreytt til 1943, er núgildandi lög um Lögbirtingablað- ið og Stjórnartíðindi voru sett. UPPBOÐÁ VOGREKNU OG LÖGRÆÐISSVIPTU ÓSKILAFÉ. . . Samkvæmt þeim skal birta í blað- inu dómsmálaauglýsingar, svo sem opinberar stefnur til dóms, úrskurði um töku búa til opinberra skipta og áskoranir um kröfulýsingar, auglýs- ingar um skiptafundi og skiptalok þrotabúa, nauðungaruppboð og uppboð á fasteignum búa sem skiptaréttur fer með, auglýsingar um vogrek, óskilafé og fundið fé, auglýsingar um kaupmála hjóna, lögræðissviptingu eða brottfall hennar, lögboðnar auglýsingar um félög og firmu, opinber verðlags- ákvæði og annað það, er stjórnvöld- um þykir rétt að birta almenningi. Þá er heimilt að birta auglýsingar og tilkynningar einstakra manna. TVÖFÖLDUN EINTAKA OG AUGLÝSINGA Dómsmálaráðuneytið gefur Lög- birtingablaðið út og ber útgáfu- kostnaðinn, en ráðinn er sérstakur ábyrgðarmaður eða „ritstjóri". Nú- verandi ritstjóri er Eygló Halldórs- dóttir, lögfræðingur, en hún heldur um þessar mundir upp á fimm ára starfsafmæli sitt við blaðið. Skrif- stofa Lögbirtingablaðsins og Stjórn- artíðinda er að Laugavegi 116 og eru þar fjórir starfsmenn við sívax- andi umfang. Verkefnin eru ærin og tölvuvæðing í fullum gangi og veitir ekki af. Fyrst í stað kom Lögbirt- ingablaðið út einu sinni í viku og var aðeins 2 blaðsíður að jafnaði. Síð- ustu 20 árin hefur blaðið hins vegar verið 8 síður og kemur nú orðið út að jafnaði þrisvar í viku og jafnvel fjórum sinnum, enda hefur auglýs- irtgum og tilkynningum fjölgað ört. Árið 1970 komu út 82 tölublöð, 1980 urðu þau 114, en í fyrra urðu tölu- blöðin 164 og stefnir í svipaðan fjölda í ár. Fjöldi auglýsinga hefur tvöfaldast síðasta áratuginn, en rúmur helmingur er auglýsingar um nauðungaruppboð. Æ FLEIRI FYRIRTÆKI - Æ FLEIRI GJALDÞROT „Fjöldi auglýsinga um nauðung- aruppboð hefur vaxið jafnt og þétt undanfarin ár, en mér virðist þó að nú hafi þær náð hámarki sínu. Næsta skref hefur fremur tekið við, innkallanir, auglýsingar um gjald- þrot og fleira. Verðlagstilkynningum hefur fækkað með lækkandi verð- bólgu, en auglýsingum um ný fyrir- tæki hefur fjölgað jafnt og þétt,“ seg- ir Eygló ritstjóri. Það er reyndar vill- andi að kalla hana ritstjóra, því hún er fyrst og fremst framkvæmdaaðili og getur litlu ráðið um efni blaðsins. „Eg les yfir innsendar auglýsingar og met t.d. hvort þær eru birtingar- hæfar." Hún hefur reyndar gert fleira, á m.a. sinn þátt í því að halla- rekstur blaðsins hefur snúist upp í 10 milljón króna inneign hjá ríkinu. Bæði er þetta vegna fjölgandi aug- lýsinga og svo vegna hertrar inn- heimtu á útistandandi skuldum. Hvert eintak kostar nú 12 krónur, en ársáskrift 450 krónur. Áskrifendur eru nú á milli sjö og átta þúsund tals- ins, einkum stofnanir, fyrirtæki og lögmenn — en einnig fjölmargir ein- staklingar af ýmsum ástæðum. „Það er til dæmis áberandi hvað margir hafa áhuga á því að lesa um stofnun nýrra fyrirtækjaý segir Eygló. SKJALDARMERKIÐ HÉLT VELLI Því verður seint neitað að Lögbirt- ingablaðið sé litlaust og þurrt blað, myndalaust með öllu og gersneytt léttefni. „Það er vissulega þurrt. Við getum ekkert gert af eigin frum- kvæði til að bæta úr því, en vita- skuld væri gaman að krydda dálítið efni blaðsins. Eg man til þess að fyrir ein jólin höfðum við orð á því að setja í stað skjaldarmerkisins mynd af jólasveini og „gleðileg jól“ í stað- inn fyrir lagatilvísunina í hausnum. Auðvitað varð ekkert úr þessu, ætli ég hefði ekki fyrr verið látin fara!“ segir Eygló. Nánar tiltekið er það aðalverkefni hennar og samstarfs- fólksins að taka við innsendum aug- lýsingum og efni í bæði blöðin, lesa yfir og meta birtingarhæfni og senda síðan í Ríkisprentsmiðjuna Guten- berg, fá svo prófarkir aftur til yfir- lestrar og fullbúa efnið. Hljómar ekki líflegt, eða hvað segir Eygló, er þetta skemmtileg vinna? „Já, ætli maður verði ekki að segja það, þegar allt kemur til alls. Við erum með Stjórnartíðindin líka og vegna þessara rita verð ég að hafa mikið samband við fjölmargar stofnanir um land allt og ég get ekki annað sagt en að þau samskipti hafi verið ánægjuleg. Hitt er annað mál að ég veit ekki hversu lengi ég vil ílengjast í þessu, ég gæti alveg eins hugsað mér að fara að skipta." PUKUR OG MÚTUTILRAUNIR! En hvað segir ritstjórinn um sam- skiptin við Iesendurna? „Jú, við- brögðin eru nokkur, það má til dæmis gjarnan koma fram að áskrif- endur virðast margir eiga erfitt með að skilja hve útgáfan og sérstaklega dreifingin getur tekið langan tíma, en það er vegna þess að blaðið er sent í gegnum póstburðarkerfið, sem óneitanlega getur verið tíma- frekt. Hingað koma svo menn til að fá blöð og þá ekki síst ef þeirra nöfn hafa komið fram t.d. vegna upp- boða. Fólk áttar sig kannski ekki á því hversu oft blaðið kemur út og biður um síðasta tölublað, en finnur þá ekki það sem það leitar að. Það er kannski að pukrast hérna og maður vill gjarnan hjálpa, en það vill þá ekki segja frá sínu raunveru- lega erindi og fer jafnvel án þess að fá því sinnt. Þá má nefna að einstaka mætur borgari virðist leggja gífur- lega áherslu á að nafnið birtist ekki í blaðinu. Ég hef jafnvel heyrt að hér áður fyrr hafi afgreiðslufólki hér verið boðnir peningar fyrir að taka nöfn manna út. En um þetta gilda auðvitað ákveðnar reglur og þegar allt kemur til alls er það fólki í hag að birta uppboðsauglýsingarnar, ef þá til uppboðs kemur á annað borð, því þá mæta fleiri á uppboðið og þá aukast líkur fyrir því að gott verð fá- ist fyrir eignirnar." Hvað með ritstjórann sjálfan, fylg- ist Eygló vel með og mætir á upp- boð? „Nei, langt í frá, það þjónar af- skaplega litlum tilgangi, því fæst af þessu kemur til framkvæmda, sem betur fer. Þá er betra að fylgjast með þeim uppboðsauglýsingum sem birtast í dagblöðunum, þangað fara einungis auglýsingar sem áður hafa birst þrisvar hjá okkur, en án árang- urs,“ segir Eygló. £ögGirfingaGlaé. tirft il r»mtr*ml liyum 10. oúrmhrr l'.mi Hér má sjá lengst til vinstri fyrsta tölublað Lögbirtingablaðsins. Það kostaði þá 1 gamla krónu í ársáskrift, en nú kostar ársáskriftin 45 þúsund gamlar. Á næstu forsíðu frá fyrsta árinu er að finna auglýsingu um þjóðaratkvæðagreiðslu um aðflutningsbann gegn áfengi (sem síðan var samþykkt með 4850 atkvæðum gegn 3218). Þriðja forsíðan er einnig söguleg þó hún sé aðeins tveggja ára gömul. Þá var verkfall opinberra starfsmanna, en eftir mikinn þrýsting frá yfirvöldum var eitt Ijósritað eintak gefið út vegna aðkallandi auglýsinga um að laus væru embætti dómara við Hæstarétt, embætti útvarpsstjóra og forsetabréfs um að Alþingi skyldi koma saman. Loks er dæmigerð nútíma forsíða blaðsins, sneisafull af nauðungaruppboðsauglýsingum... 16 HELGARPÓSTURINN leftir Friðrik Þór Guðmundsson myndir Jim Smart

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.